Tíminn - 20.06.1975, Side 6

Tíminn - 20.06.1975, Side 6
6 TÍMINN Föstudagur 20.júni 1975.- með Þ að er evmdarlíf með ungu fóiki a ð búa ó Spóni ungu fólki Gitarinn er án efa vinsælasta hijóöfærið á tslandi i dag, ef marka má þann fjölda sem ár- lega leggur stund á nám i gitar- leik. Þá hefur klassiskur gitar- leikur áunnið sér hylli margra, og hér i Timanum hefur nokkrum sinnum verið minnzt á félagsskap áhugamanna um klassíska gitar- tónlist. Einn efnilegasti kiassiski gftarleikarinn sem tsland á, hefur þó ekki verið hér á landi siðustu árin, en nú er hann kominn heim til tslands I sumarleyfi, og fékk þátturinn hann og konu hans til spjails við sig i vikunni. Þessi gitarmaður heitir örn Arason og hefur hann lagt stund á nám i gítarleik á Spáni. Örn hefur stundað nám I tónlistarháskólan- um I Barcelona og hefur hann bú- ið skammt frá Barceiona ásamt konu sinni, Sigriði Arnadóttur og Kagnheiði litiu. Strangt nám en vel skipulagt örn kvaðst hafa haldið utan um vorið 1973 og dvalið þá i eitt ár samfleytt á Spáni. Siðan kom hann heim I fyrrasumar og fór aftur út i september. — Og hvað heitir skólinn? — Hann heitir Conservatorior Superior De Music DelLiceo og er tónlistarháskóli við óperuna i Barcelona. örn Arason lagði eingöngu stund á klassiskt gitarnám, en varð að taka 5 ára námsefni i al- hliða tónfræði. „Spánverjarnir búa við mjög fullkomið kerfi I tónlistarnámi”, sag.ði hann og nefndi að mikil áherzla hefði ver- ið lögð á tónheyrn og aðra skylda þætti tónfræðinnar. „Meðal ann- ars þurftum viö að geta sungið nótur eftir öllum lyklunum”. örn hefur verið mjög iðinn við nám sitt, sem sést kannski hvað bezt á þvi, að hann hefur lokið við tónfræðinámið á tveimur vetrum i stað fimm, sem ráð er fyrir gert. — Þetta var aðallega heima- nám, svaraði örn, þegar við spurðum hann um fyrirkomulag mánsins. — Fjórum sinnum i viku fór ég i tónfræðitima i skólann og einu sinni i viku fór ég heim til kennara mins, Joaquina De Ge- nover. Hún er ekkja . gitarsnill- ingsins G. Tarrago sem flestir gltarunnendur hljóta að kannast við. Þá daga sem ég fór til hennar var ég þar yfirleitt daglangt. — Já, þetta er mjög strangt nám en mjög vel skipulagt. Sem dæmi um það, hversu strangt þetta nám er, má nefna, að rétt fyrir próf fékk maður kannski að vita um 10-20 lög, — og eitt af þeim kæmi á prófinu. — Þú ert samt ekki búinn að ljúka þínu námi i skólanum? — Nei.égáeftir einnvetur enn i gitarnum og 2-3 próf þar fyrir ut- an. Náminu i gitarleiknum er þannig háttað, að það er ekki hægt að taka nema 2 próf i einu. — Það þarf vart að spyrja þig að því, hvort skólinn hafi verið fjölmennur? — Já, hann var það. Hins vegar vakti það ekki mest athygli mina. 1 tónfræðináminu vorum við tuttugu strákarnir, en yfir- hundrað stelpur, — og það kom mér mjög á óvart i fyrstu. Það er mjög mikið um það, að konur leggi fyrirsig gitarnám. Dóttir G. Tarrago, sem nú er u.þ.b. 45 ára, er t.d. heimsfrægur gitaristi, og hún lék mikið með föður sínum. Fiskkilóið kostar um 2000 kr. isl. — En hvernig var að búa á Spáni? — Það er allt alveg hryllilega dýrt, húsaleigan er há, rafmagnið gifurlega dýrt, fæði einnig.... — Miöað við þá gjaldeyrisyfir- færslu sem við fengum, bætir Sig- riður við, þá er ekki annað hægt að segja, en að þetta hafi veriö eymdarlif. Gjaldeyrisyfirfærslan nemur um 40 þús. isl. kr. á mán- uði,og þaðrétt nægir fyrir mat og húsaleigu. Sigriður sagði, að islenzkir ferðamenn sem færu til Spánar létu vel af sér, en það væri allt annað að þurfa að búa á Spáni. „Vínið er jú ódýrt og það þykir is- lenzkum ferðamönnum gott, en fiskkilóið kostar um 2000 kr. Is- lenzkar.” — Hús á Spániöru yfirleitt lé- leg, heldur örn áfram, — og stéttaskiptingin er ógurleg. Sem íslendingum þótti okkur það undarlegt i fyrstu, að þurfa að kaupa t.d. allt drykkjarvatn. Það er ekki ýkja mikill munur á verði á vátni og vini. — Vin og ávextir eru ódýrir á Spáni, — allt annað er dýrt, sagði Sigriður. — Eins og ég sagði áðan nægir gjaldeyrisyfirfærslan rétt til brýnustu lifsnauðsynja, þ.e. fyrir húsaleigu og mat. Ef eitt- hvað bjátar á, lendir maður i örn Arason og Sigriður Arnadóttir RÆTT VIÐ ORN ARASON OG SIGRIÐI ARNADOTT- UR, EN ÖRN HEFUR Á S.L. TVEIAAUR ÁRUAA LAGT STUND Á NÁAA í KLASSÍSKUAA GÍTARLEIK Á SPÁNI vandræðum. öll læknishjálp er dýr, og það að fá lyfseðil hjá lækni kostar um 2000,- kr. islenzkar. — Við gátum ekki komizt inn i tryggingarkerfið á Spáni, segir Örn, því að til þess yrðum við að vera samfleytt eitt ár á Spáni. öm kvað siðastliðinn vetur hafa verið mjög slæman, — raki hefði verið mikill og fjölskyldan heföi verið með vöðvabólgu meira og minna mestallan vetur- inn. „Við vorum með einn litinn rafmagnsofn”, segir Sigriður, „og fyrir þennan eina ofn þurft- um við að greiða sem svarar 10 þús. Isl. kr. fyrir tveggja mánaða timabil. Það þætti dýrt hér heima á Islandi”. — Við bjuggum skammt fyrir utan borgina og það tók um.þ.b. hálftima að ferðast á milli, og fór- um við þá með lest eða rútu. Það var Hka ærið kostnaðarsamt, sagði örn. Hins vegar er Barce- lona sennilega dýrasta borgin á Spáni, bætti hann við. — En svo við snúum okkur að öðru. Er gitarinn jafn vinsæll á Spáni og af er látið? Skólinn i Barcelona, þar sem örn hefur lagt stund á gitarnám sitt. — Já, það tel ég. Hann er mjög vinsæll og einnig Flamingo-tón- listin sem er mikið leikin. Gitar- inn sézt i flest öllum sjónvarps- þáttum, og það er mikið um söng- trió sem leika undir á gltara. Þá er klassiski gitarinn verulega vinsæll og allir hljómleikar vel sóttir. Við héldum konserta innan skólans og I öðrum skóla og það voru mjög fjölmennir hljómleik- ar, enda eru um 5000 nemendur I þessum skóla sem ég var i. — Eru skólagjöldin há? — Já, hver nemandi greiðir 1000 peseta fyrir hvert stig sem hann lýkur og þar að auki um 200 peseta fyrir hvern mánuð i skólanum. — Mér finnst mikil óreiða á þessu námslánafyrirkomulagi, segir Sigriður, — og það virðist ekkert vera athugað hér heima i hvers konar nám fólk er að fara til Spánar. Það er alltaf töluvert um stúdenta, sem láta innrita sig i máladeildir háskólanna, og eru þar kannski einn vetur við nám i spænsku að nafninu til. Það fólk fær nákvæmlega sömu upphæð og örn, þótt hans nám krefjist miklu meiri útgjalda, eri hinna. — Já, og svo er lánunum úthlut- að á mjög svo óheppilegum tima, bætir örn við, — ég fékk náms- lánið t.d. núna i lok mai, þegar ég var að fara heim! — Hvað mun taka við Örn, þeg- ar þú hefur lokið námi? — Ég geri ráð fyrir að ég verði kennari hér heima, enda virðist mér að færri komist I gitarnám en vilja. Þá mun ég eftir mætti reyna að halda tónleika... — Þú ert með tónleika siðast i þessum mánuði, ekki satt? — Jú, laugardaginn 28. júni held ég tónleika i Norræna-hús- inu. — Og hvað ertu með á efnis- skránni? — Ég byggi þetta upp þannig, að á fyrri hluta tónleikanna leik ég eingöngu óþekkt verk, m.a. frumflyt ég eitt verk eftir G. Tarrago. Siðari hluti tónleikanna er hins vegar helgaður þekktari verkum. — Hvenær vaknaði áhugi inn fyrir klassiskum gitarleik? — Það varþannig, aðég byrjaði að læra á rafmagnsgitar hjá Ey- þóri Þorlákssyni og það gerði ég bara mér til gamans I tómstund- um. Sfðan fór ég að fikta við klassiska gltarinn og lærði i þrjú ár hjá Eyþóri á hann. Þegar ég var á öðru ári I klassiska gitar- náminu fór ég fyrst að hafa veru- legan áhuga á þessu hljóðfæri, og eftir þriðja veturinn ákveð ég að fara strax út i nám, því að mér fannst það tímasóun að ætla sér að stunda þaðnám hér, eins og þá var i pottinn búið. Það var mér lika mikil hjálp, að Eyþór haföi lært á Spánihjá G. Torrego og var þvi vel kunnugur á Spáni. Spánn er engin Paradis á jörðu Að lokum skulum við heyra hvað Sigriður kona Arnar segir um dvöl sina á Spáni og heim- komuna til Islands: — Það halda margir Islending- ar að Spánn sé paradís á jörðu. Við bjuggum frekar norðarlega, og svo virðist að allir haldi að Spánn sé einvörðungu Suður- Spánn með baðstrandarlifi og sól. Fólki hefur þvi fundizt erfitt að skilja hvers vegna við erum ekki dökkbrún og sæl þegar við kom- um frá Spáni. En eitt er vist: eftir að hafa dvalið þarna kann maður betur að meta landið sitt en áður. Þetta hefur verið mikil lifreynzla, — þægindin hafa verið mjög svo af skornum skammti, og á Spáni er margt á ýmsan hátt frumstætt. Þegar ég kom aftur heim til ís- lands fannstmér að einmit.t hérna væri lúxusinn. — Gsal

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.