Tíminn - 20.06.1975, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Föstudagur 20. júni 1975.
Föstudagur 20.júni 1975.
TÍMINN
11
ORKUMÁL
FJORÐUM
Steingrlmur Hermannsson flytur ræöu á aukaþingi fjóröungs sambandsins.
BYGGÐALINA OG KYNDISTOÐVAR
lausn á upphitun íbúðarhúsnæðis á Vestfjörðum
Fjóröungssamband Vest-
firöinga efndi til auka-fjórðungs-
þings að Núpi i Dýrafirði sl.
laugardag um framtiðarskipan
orkumála á Vestfjörðum. Þingið
sóttu um 60 kjörnir fulltrúar, auk
þingmanna kjördæmisins og
nokkurra gesta. Olafur Þórðar-
son, skólastjóri á Súgandafirði,
formaður stjórnar fjórðungssam-
bandsins, setti þingið, en þingfor-
setar voru kjörnir Guðmundur
Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli og
Jónas Ólafsson á Þingeyri, en rit-
ari var kjörinn Bergur Torfason.
Jóhann T. Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri sambandsins, flutti
framsöguræðu um undirbúning
aö stefnumörkun i orkumálum
Vestfjarða. Rakti hann I itarlegu
erindi núverandi ástand orku-
mála i fjórðungnum og vanda-
mál, sem þvi fylgja. Jafnframt
lagöi stjórn sambandsins fram
fyrstu hugmynd að frumvarpi til
laga um Orkubú Vestfjarða, og
fóru fram á þinginu allmiklar
umræðurum frumvarpshugmynd
þessa.
1 frumvarpshugmyndinni er
gert ráð fyrir þvi, að Orkubú
Vestfjarða verði sjálfseignar-
stofnun með sérskilinn fjárhag,
reikningshald og réttarstöðu.
Lagt er til að rikissjóður og þau
sveitarfélög á Vestfjörðum, sem
eiga raforkuver, rafstöðvar, fjar-
Steingrímur Hermannsson:
Orkumál Vestf jarða
verði leyst á félags
legum grundvelli
A aukaþingi fjórðungssam-
bands Vestfirðinga um raforku-
mál, gerði Steingrimur Her-
mannsson alþingismaður grein
fyrir störfum þingmanna kjör-
dæmisins að orkumálum þess.
Hann ræddi jafnframt allitar-
lega um orkuþörfina og orku-
framleiösluna. Komst hann að
þeirri niðurstööu, að árið 1980,
yrði orkuskortur um 100-110
millj. kwst miðað við fulla húsa-
hitun.
Steingrimur ræddi einnig um
hina ýmsu kosti, bæði virkjanir
heima fyrir og byggðalinu.
Hann sýndi fram á, að
byggðalina úr Hrútafirðinum
væri langsamlega skjótasta
lausnin i orkumálum
fjórðungsins. Hann vakti jafn-
framt athygli á þvi, að með
slikri linu mætti tengja saman
öll þrjú orkusvæði Vestfjarða,
og leysa þannig á sömu stundu
orkuþörf þeirra allra.
Steingrimur lýsti ánægju
sinnim með þann skilning, sem
fram kom á þinginu á þessan
lausn. Hann lagði áherzlu á, að
mæla þyrfti fyrir byggðalinu I
Steingrimur Hermannsson.
sumar og hraða framkvæmd-
um, þannig að hún gæti orðið
tilbúin árið 1977, enda væri það
yfirlýstur vilji stjórnar
f jórðungssambandsins og
mikils meiri hluta þeirra, sem
til máls hefðu tekið.
Steingrimur ræddi um
frumvarp það, sem fyrir
þinginu lá, um eina sameigin-
lega orkuveitu fyrir Vestfjarða-
kjördæmi, orkubú Vestfjarða.
Hann lýsti sérstakri ánægju
sinni með þá hugmynd að leysa
orkumálin, einnig upphitun hús-
næöis, á félagslegum grund-
relli. Taldi hann, að slik
ákvörðun Vestfirðinga gæti
orðið til eftirbreytni fyrir aðra
landshluta, og sérstaklega
mikilvæg i þvi öngþveiti, sem
rikir i skipulagi orkumála.
Hann fagnaði almennri sam-
stöðu fulltrúa á þinginu um slika
félagslega lausn. „Samstaöa
heima fyrir mun tryggja fram-
gang þessa ágæta máls,” sagði
Steingrimur.
hitastöðvar og jarðvarmaveitur,
ásamt tilheyrandi flutnings- og
dreifikerfi, leggi þessar eignir
sinar fram endurgjaldslaust sem
stofnframlag i Orkubú Vest-
fjarða, enda yfirtaki stofnunin
áhvilandi skuldir, sem sannan-
lega hefur verið stofnað til vegna
hinna tilteknu mannvirkja.
Samkvæmt frumvarpshug-
myndinni er gert ráð fyrir að
stofnun þessi sjái öllum ibúum
Vestfjarða fyrir raf- og vatns-
varmaorku frá samveitum eða
með öðrum hætti, og hafi for-
göngu um að annast nauðsynlegt
rannsóknar- og undirbúningsstarf
þar að lútandi. Er i frumvarpinu
og gert ráð fyr.ir þvi, að ráðherra
geti heimilað Orkubúi Vestfjarða
aö taka eignarnámi jarðhitarétt-
indi, vatnsréttindi, lönd og mann-
virki og önnur réttindi, sem nauð-
synlegt er að ráða yfir vegna
framkvæmda samkvæmt frum-
varpsdrögunum.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
stjórn orkubúsins setji gjaldskrá
fyrir þjónustu stofnunarinnar, og
skal hún miðuð við það að jafna
aðstöðu þeirra, sem á Vestfjörð-
um búa, hvað snertir verðlag á
raforku-eða vatnsvarma til húsa-
hitunar.
Fulltrúa greindi á um einstaka
þætti frumvarpsins, en i heild
rikti mikil eining og samstaða
meðal fundarmanna um orku-
málin.
Mikill orkuskortur er nú á Vest-
fjörðum,og þrátt fyrir nýja virkj-
un i Mjólká, sem nú er unnið að,
verður um áframhaldandi
keyrslu diselsstöðva að ræða.
Ekki verður þvi hægt að heimila
rafmagnsnotkun til húsahitunar i
stórum stll. Upphitunarkostnaður
með oliu er þrisvar til fjórum
sinnum dýrari á Vestfjörðum
heldur en á hitaveitusvæðum. Hér
er þvi skjótra úrbóta þörf.Virkj-
un Suðurfossár er næst i fram-
kvæmdaröð virkjana á Vestfjörð-
um, en verður fyrst og fremst til
öryggis fyrir suðursvæðið.
Stórvirkjun, er leyst gæti upp-
hitunarvandamálin á Vestfjörð-
um, tæki sennilega ekki minna en
um átta ár. Þess vegna horfa
Vestfirðingar mjög fast á að fá
byggðalinu, sem skilað gæti nægú
rafmagni inn á orkusvæði Vest-
fjarða eftir þrjú ár, ef undirbún-
ingur að framkvæmdum þar að
lútandi hefst strax I sumar. Með
byggingu kyndistöðva, er bæði
gætu notað rafmagn og svartoliu,
væri fengin viðunandi lausn á
upphitunarmálum fjórðungsins,
og hitamiðstöðvarnar væru jafn-
framt varaafl, ef byggðalínan bil-
aði.
A fundinum komu fram ýmsar
athyglisverðar upplýsingar um
núverandi orkuframleiðslu I
fjórðungnum og um framtiðar-
orkuþörfina. Virkjað vatnsafl er
nú samtals um 5,7 mw, að Þverá
á Ströndum meðtalinni. Við virkj-
un Mjólkár II, sem lokið verður á
þessu ári, eykst aflið i 11,4 mw.
Orkuframleiðsla þessara stöðva
verður um 61,5 milljónir kilówatt-
stunda.
Undirbúningur annarra
virkjana er svo skammt á veg
kominn, að ekki er að vænta meiri
orku fyrir árið 1980, nema e.t.v.
með Suðurfossárvirkjun, sem
yrði um 2,4 mw og gæti framleitt
10-12 milljónir kilówattstunda.
Hins vegar er orkuþörfin árið
1980 áætluð um 160 milljónir kiló-
wattstunda, að. fullri upphitun
húsa meðtalinni.
Orkuskortur verður þvi .enn
mjög tilfinnanlegur. Miðað við
það, sem fyrr segir um orkuþörf-
ina, skortir yfir hundrað
milljónir kilówattstunda árið
1980. Sú orka verður á næstu ár-
um einungis aðfengin, og þvi
leggja Vestfirðingar rika áherzlu
á að undirbúningur verði þegar
hafinn að byggingu byggðalinu,
sem kæmi frá hinni nýju suður-
norður linu I Hrútafirði, tengdist
Þverárvirkjun á Ströndum,
virkjunum I Djúpinu og endaði i
Mjólká. Þannig myndu orku-
veitusvæðin þrjú á Vestfjörðum
tengjast saman og næg orka
fást fýrir fjórðunginn allan. Á
fundinum kom fram, að kostnað-
ur viö byggðalinuna yrði um 750-
800 milljónir, samkvæmt áætlun,
sem gerð var i febrúar sl.
Að sjálfsögðu verður jafnframt
að halda áfram framkvæmdum
við virkjanir á Vestfjörðum, ma.
til þess að tryggja öryggi orku-
kerfisins.
1 lok fundarins var samþykkt
svohljóðandi ályktun:
1. Þingið lýsir vilja sinum til
stofnunar Orkubús Vestfjarða,
sem byggir á hugmyndum að
frumvarpi til laga um Orkubú
Vestfjarða (sjá þingskjal 2).
2. Stjórn Fjórðungssambands-
ins verði falið að setja á stofn
þriggja manna starfsnefnd, sem
skili fyrir næsta reglulegt
Fjórðungsþing Vestfirðinga nið-
urstöðum um afstöðu ríkisvalds-
ins til stofnunar Orkubús Vest-
fjarða og leggi fram rök fyrir
hagkvæmni i stofnun þess.
Nefndin hafi samvinnu við
sveitarfélög i fjórðungnum til að
samræma afstöðu þeirra til stofn-
unar Orkubús Vestfjarða. Þ.O.
ý Frá aukaþingi fjórðungssam-
bands Vestfirðinga.
Orkumálin
eru
mikilvægust
A aukaþingi Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga að Núpi i
Dýrafirði sl. laugardag um raf-
orkumál i Vestfirðingafjórðungi
flutti JóhannT. Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri sambandsins, yfir-
gripsmikið og itarlegt erindi um
núverandi ástand og framtiðar-
skipan orkumála I fjórðungnum.
Tíðindamaður blaðsins, sem
staddur var á fundinum, átti fróð-
legt spjall við Jóhann um starf-
semi sambandsins, orku- og hús-
hitunarvandamál og sitthvað
fleira.
—oOo —
— Hverjir eru heiztu þættir i
starfsemi sambandsins?
— Fjórðungssambandið var
stofnað 1949 og átti þvi 25 ára
afmæli á siðasta ári. I þvi eru vel
flest sveitarfélög i Vestfirðinga-
fjórðungi. Segja má að samband-
ið láti til sin taka öll helztu
sveitarstjórnarmálefni i fjórð-
ungnum og i heild allt það, sem
snertir lif og starf fólksins i þessu
byggðarlagi.
Starfsemi sambandsins fór
lengi vel aðeins fram á grundvelli
ársfunda, þar sem f jallað var um
þau mál, sem efst voru á baugi
hverju sinni og mest knúði á að
leysa á samfélagslegum grund-
velli. Þessar ályktanir voru send-
ar viökomandi stjórnvöldum, og
reyndi stjórn sambandsins hverju
sinni að vinna að framgangi
þeirra.
En frá 1972 hefur sambandið
starfrækt skrifstofu. Framan af
var ég þar einn, en upp á siðkastið
hefur sambandið haft i sinni þjón-
ustu viðskiptafræðing i hálfu
starfi.
— Hver eru tildrög þess aö þiö
efniö til þessa aukaþings um raf-
orkumálin?
— Tildrög þeirrar ráðstefnu,
sem sambandið efndi til um orku-
mál I Vestfirðingafjórðungi, eru
fyrst og fremst hinn fyrirsjáan-
legi skortur á orku til húshitunar
og reyndar almennrar orku-
notkunar. í fjórðungnum er ekki
nægileg orka til almennrar
notkunar nema þvi aðeins að
disilstöðvarnar séu keyrðar
meira og minna, en þvi fylgir
vitanlega gifurlegur kostnaður,
sem að meginhluta hefur lent á
Rafmagnsveitum rikisins, svo og
rafveitunum á Patreksfirði og
ísafirði.
í þessu sambandi get ég nefnt
nokkrar tölur til að sýna fram á,
hve mikið vantar upp á að núver-
andi orkuframleiðsla anni eftir-
spurn. Aætluð þörf til húsahitunar
á Vestfjörðum árið 1977 er um
hundrað og tuttugu milljónir kiló-
wattstunda, en á sl. ári seldi Raf-
veita ísafjarðar 680 þúsund kiló-
wattstundir, eða um 1/178 af
heildarorkuþörf Vestfjarða. Ef
Rafveita ísafjarðar á að
fullnægja orkuþörf á sinu svæði,
þarf hún að ráða yfir sexfalt
meira orkumagni en hún nú
hefur.
Hús á Vestfjörðum eru nær ein-
göngu kynt með oliu, þar sem
raforka er ekki fyrir hendi. En
upphitunarkostnaðurinn er gifur-
lega hár, eða um 140-180 þúsund
krónur á ári og sums staðar jafn-
vel enn hærri.
Fréttir I fjölmiðlum um að
fyrirsjáanleg sé enn meiri hækk-
un oliuverðs hafa þvi tvimæla-
laust vakið mikinn ugg hjá okkur
Vestfirðingum.
Tilgangur þessa aukaþings er
fyrst og fremst að reyna að sam-
ræma sjónarmið allra sveitar-
stjórnarmanna i fjórðungnum i
orkumálum. Megininntak þess
frumvarpsuppkasts, sem stjórn
sambandsins lagði fyrir þingið, er
að sætta menn á það sjónarmiö að
komið verði á laggirnar sjálfs-
eignarstofnun, sem annast á
orkuframkvæmdir og orkurekst-
ur I fjórðungnum. Gert er ráö
fyrir þvi, að þær veitur, sem nú
eru starfandi, leggi fram eignir
sinar til þessarar stofnunar og
gegnum þetta form verði jöfnuð
aöstaöa ibúanna til orkukostnað-
Jóhann Bjarnason
ar, þannig að dreifbýlið þurfi ekki
að búa við óhagstæðara orkuverð
,en þéttbýlið.
— Er samstaða meöai allra
sveitarfélaga um rekstrarform-
iö?
— Sumir hafa íþessu sambandi
viljað leggja áherzlu á annað
rekstrarfyrirkomulag orkubúsins
heldur en það, sem gert er ráð
fyrir i frumvarpsuppkastinu, t.d.
sameignarfélag. Ég held hins
vegar að á þvi formi séu ýmsir
sambýlisannmarkar, sem örðugt
yrði að yfirstiga og samrýmast
alls ekki þeim tilgangi, sem stefnt
er að i frumvarpsuppkastinu.
Ég vil leyfa mér að vona, aö
samstaða náist um þessa hug-
mynd, þvi að okkur er mikil nauð-
syn á þvi að ná samstöðu og koma
fram sem ein heild gagnvart
rikisvaldinu.
Ef einstök byggðarlög ætla að
vera sér á báti i þessum efnum,
næst alls ekki sá árangur, sem
frumvarpið gerir ráðfyrir. En ég
er bjartsýnn um að samstaða náist
að lokum um þennan þátt máls-
ins.
— Hefur fólk flutt frá Vest-
fjörðum sökum þeirrar óvissu,
sem rikt hefur I raforkumálum?
— Fólk lætur ógjarna uppi
hverjar ástæður liggja til brott-
flutnings, og þar koma að sjálf-
sögðu fleiri ástæður en ein til
greina. Ég hygg þó, að óvissan i
raforkumálum hafi legið að bakí i
einhverjum tilvikum.
— Hefur óvissan i raforkumAl-
um tafiö fyrir atvinnuuppbygg-
ingu á Vestfjörðum?
— Atvinnuuppbyggingin á
Vestfjörðum hefur verið ákaflega
ör, en ég hef ekki orðiö var við aö
rikjandi óvissa hafi dregið úr at-
vinnuuppbyggingunni. Eins 4g
við vitum fær fiskiskipaflotiiBi
sina oliu á sama verði og var fyrir
orkukreppuna svonefndu. Hækk-
un oliuverðs hefur þvi ekki bitnsð
á útgerðinni.
— Hvaöa aögerða af hálfu
rikisvaldsins er nú mest þörf á til
aö leysa orkuvanda Vestfirðinga?
— Við þurfum fyrst og fremít
stóraukið fjárframlag til
virkjunarrannsókna, en þar hefur
mjög kreppt að okkur á undan-
fömum árum, þannig aö ekki
hefur verið unnt að sinna nauð-
synlegum virkjunarframkvæmd-
um. Sem dæmi má nefna, að á
fjárlögum siöasta árs var gert
ráö fyrir tiu milljón króna fjár-
framlagi til orkurannsókna á
Vestfjörðum, en i meðförum
fjárveitingarnefndar var framlag
þetta lækkað niður i þrjár mill-
jónir. Fyrir þrýsting fékkst þetta
þó hækkað i fimm milljónir
króna, en þá var reyndar búið að
vinna að rannsóknum fyrir tvær
milljónir, þannig að til ráðstöfun-
ar voru ekki nema þrjár milljón-
ir.
Virkjunarrannsóknir eru i raun
upphaf allra framkvæmda. Það
er þvi ákaflega óskynsamlegt að
spara fé til rannsóknarstarfsem-
innar, það leiðir einungis til þess
að ekkert verður úr fyrirhuguð-
um framkvæmdum eða þá að
ráðizt er i framkvæmdir, sem
ekki skila þeim árangri, sem von-
irstanda til. Virkjunarrannsóknir
og hönnun virkjana þarf að vera
heima i héraði, og gerir frum-
varpsuppkastið, sem ég minntist
fyrr á, ráð fyrir þvi.
Hér eru ákveðin svæði, sem for-
ystumönnum er ljóst að rannsaka
þarf. Fyrst og fremst eru það
auknar rannsóknir við Mjólká og
Dynjandi, Þverársvæðið i Naut-
eyrarhreppi og Hvalá og Rjúk-
andi i Ófeigsfirði á Ströndúm.
Virkjunarundirbúningur er
lengst á veg kominn i Dynjandi af
hugsanlegum virkjunarstöðum á
Vestfjörðum, þannig að ef taka á
ákvörðun um virkjanir miðað við
undirbúningsframkvæmdir, hlýt-
ur Dynjandisvirkjun að verða
fyrir valinu.
— Hvaö meö byggöalinu?
— Frá þvi fyrstu undirbúnings-
framkvæmdir að virkjun fara
fram og þar til framleiðsla getur
hafizt liða að minnsta kosti 6 til 8
ár, hvort sem um stórar eða smá-
ar virkjanir er að ræða. 6 til 8 ár
eru alltoflangur timi fyrirokkur.
Byggðalina tilbúin til orkuflutn-
ings eftir tvö til þrjú ár tel ég þvi
vera skjótustu og hagkvæmustu
lausnina, sem til greina kemur.
Við leggjum mikla áherzlu á að
byggöalinan verði lögð, eins fljótt
og unnt er, og höfum við sent
iðnaðarráðherra skeyti, þar sem
farið er fram á að hann tryggi
nauðsynl-.gt fjármagn til þess að
linan verði lögð á tveimur árum.
— Þ.ö.
— Rætt við Jóhann Bjarnason, framkvæmdastjóra
Fjórðungssambands Vestfirðinga