Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 1
Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif Landvélarhf 147. tbl. — Fimmtudagur 3. júli 1975—59. árgangur TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SIMI (91)19460 Stefnan er að drífa togarana út BH-Reykjavík. — Það er stefna lítgeröarmanna stærri togaranna aö koma þeim út, helzt sem fyrst, en allt tekur sinn tima, sagöi Valiiimar Indriöason, formaður Félags islenzkra botnvörpuskipa- cigenda, i viðtali við Timann i gær — Við höfum ástæðu til að vona, að útgerð þessara skipa muni lagast, en það er afskaplega erfitt "ð gera sér grein fyrir stöðunni núna, að afloknum kjarasamningum við sjómennina. Við spurðum Valdimar að þvi, hvort biiið væri að reikna út, hvaða kostnað kjara- samningarnir hafa i för með sér fyrir útgerðina. — Nei, og það er ýmislegt fleira, sem þarna kemur til. Við erum niína að taka vistirogútbúnað um borð, og stoppið var það langt — -um 80 dagar — að það hafa orðið ótalhækkanir á rekstrarliðunum. Það tekur tima að gera sér grein fyrir þessu, en það er almennur vilji fyrir hendi, að togararnir geti komizt út, ög það sem fyrst — og það skiptir nií i rauninni mestu máli. „ÞA BA SONA' SEAAENTSLAUST Á AKUREYRI ASK—Akureyri. — A Akureyri er nii sementslaust, og hefur svo verið siðan um helgi. Kaup- félag Eyfirðinga hefur verið sementslaust i vikutima, og svipaða sögu hafði Möl og sand- ur hf. aðsegja.en þessir tveir að- ilar hafa með höndum alla sementssölu á Akureyri og i nágrannabyggðunum. Ekki er vitað, hvort úr rætist fyrr en um eða upp úr næstu helgi, en þá kemur Freyfaxi með nýjan farm. Freyfaxi kom til Akureyrar fyrir tæpum hálfum mánuði. Fékk Kaup- félag Eyfirðinga þá 250 tonn og Möl og sandur svipað magn. Þá losaði Freyfaxi nokkra tugi tonna á Húsavfk, en þar er nii sömu sögu að segja og á Akur- eyri. Hjá Möl og sandi fékk Timinn þær upplýsingar að þar væri nú unnið að rörasteypu, en um aðra vinnu hefði naumast verið að ræöa siðustu vikuna. ÞRAÐLAUSUM LINUM NORÐUR FJÖLGAR ÚR 70 í 160. MÖGULEIK- AR Á 960 TALRÁSUM HJ-Reykjavik.Hjá Pósti og sima er nu unnið að byggingu örbylgju- kerfis til Norðurlands og vestur á Snæfellsnes. Hámarksflutnings- geta nýja kerfisins er 960 talrásir, en áður en vinna að þessu kerfi Skamma eiginmenn ina ef þeir gleyma tilkynningarskyldu HJ-Reykjavik. Kostnaður vegna tilkynningarskyidu isienzkra skipa á siðasta ári nam 3.244.411.00 kr., en framlag rikisins i peim kostnaði var 1.945.000.00 kr. Tilkynningar- skyldan hóf störf sumarið 1968, samkvæmt lögum, sem sett voru á Alþingi sama ár. Var Slysa- varnarfélagi islands falin fram- kvæmdahlið málsins og hefur þjónustan farið sivaxandi undanfarin ár og er.nú svo komið, að þessi þjónusta er talinn einn' nauðsynlegasti þátturinn i varnarstarfi gegn sjóslysum. Að sögn Gunnars Friðriks- sonar, forseta Slysavarna- félagsins, sinnir mikill meiri hluti islenzkra skipa tilkynningar- skyldunni mjög vel, en þvi miður eru ætið einhver skip, sem gleymist að tilkynna. Þetta hefur þó farið batnandi með ári hverju, eftir þvi' sem menn hafa vanizt þessari þjónustu, og kvað Gunnar sjómannskonurnar hafa verið miklar hjálparhellur, þvi að þær skömmuðu menn sina rækilega, ef þeir gleymdu að tilkynna sig, enda notfærðu þær sér oft þjónustu tilkynningarskyldunnar til að fá upplýsingar um, hvar menn þeirra væru staddir. Tilkynningarskyldan er nú starfrækt allan sólarhringinn á veturna og fram til miðnættis yfir sumartimann en fram til þessa hefur aðeins verið starfað til kl. 19.00 á sumrin. Eins og fram kemur i upphafi greinarinnar hefur rekstur tilkynningar- skyldunnar verið fjárhagslega þungur baggi á Slysavarna- félaginu og hefur það frá upphafi lagt út kr. 2.358.686.00 umfram framlag rikisins, og er áætlað, að þessi upphæð verði komin upp i 3.560.000.00 á þessu ári. Kvað Gunnar þó fullan skilning rikja hjá yfirvö'ldum um að þau viður- kenndu hana að fullu hið fyrsta með nægilegum fjárframlögum, þannig að rekstur hennar yrði tryggður til frambúðar. örbylgjustöðin á öxnadalsheiði Söltunin um borð sviptir minni bátana möguleikum síldveiðum við Hrollaugseyjarnar BH-Reykjavik. — Það er tóm endaleysa að tala um það, að bátar almennt hafi möguleika á að stunda sildveiðarnar við Hrollaugseyjar I haust. Það kostar milljónir og aftur milljónir að setja um borð þann útbiinað, sem til þess þarf, og það eru ekki nema þeir allra efnuðustu, sem hafa efni á þvi. Þeirsem eiga stærri bátana hafa vitað, hvað þeir voru að gera, þegar reglugerðin var sett, enda höfðu þeir töglin og hagldirnar I nefndinni. Þannig komst Þorsteinn Arnason skipstjóri á Arsæli KE, að orði i viðtali við Timann i gær. Ar- sæll er 250 tonn eftir gömlu mælingunni, og það var þungt i Þorsteini, er hann ræddi við okkur, þvi að hann kvað sig ekki hafa neina möguleika á að taka þátt i þessum veiðum, og svo myndi um vel- flesta skipstjóra, sem hann þekkti til. — Þessi söltun um borð er alveg óviðráðanleg fyrir okkur. Ég hef verið með bát fyrir norðan, þar sem þetta var reynt, og það tók okkur hátt á annan mánuð að koma útbúnaðinum um borð, að ekki sé minnzt á kostnaðinn. Það þarf haus- skurðarvél og flokkunarvél, og svo færiböndin. Við spurðum Þorstein að þvi, hvernig hefði geng- ið upp á siðkastið. — Viðhöfum veriðaðberjast á netum,en það er ekkertaðhafa. Ég slapp blessunarlega viðað fara út i Norðursjávarævintýrið að þessu sinni, var hálfpartinn að vona að haustsildin hérna yrði eitt- hvað fyrir okkur, en þá er sú vonin drepin svona fyrir manni. hófst voru 70 þráðlausar linur norður á land um Skálafell. Fyrsti hluti kerfisins var tekinn i notkun i nóvember s.l., og er sá hluti frá Blönduósi um stöðvar á Þrándarhliðarfjalli innst i Skaga- firði, á Oxnadalsheiði og að Björgum i Hörgárdal. Þegar eru komnar i gagnið 37 rásir, og er ætlunin að taka 120 i notkun á þessu ári. Að sögn Haraldar Sigurðsson- ar, deildarverkfræðings hjá radiótæknideild Pósts og sima, er kerfi þetta þráðlaust fjölrása- kerfi, og eins og áður getur er há- marksflutningsgeta þess 960 tal- rásir. Jafnframt simarásum mun það verða hlekkur i dreifikerfi sjónvarps og annast dagskrár- flutninga til aðalsendistöðva i Stykkishóimi, Blönduósi, Hegra- nesi i Skagafirði og á Vaðlaheiði við Eyjafjörð. Tilkoma þessa dagskrárkerfis mun bæta myndgæði sjónvarps i þessum landshlutum og- draga verulega úr hættu á truflunum frá erlendum stöðvum. Jafnframt er slikt kerf i alger forsenda þess. að hægt sé aðhef ja útsendingar lita- sjónvarps á þessum svæðum. — Fyrirhugað er, sagði Harald- ur, að á þessu ári verði teknar i notkun 120 simarásir, en fjölga má þeim siðar i áföngum i allt að 960 rásir. Sá hluti kerfisins, sem nii er unnið að, er hlutinn fra Reykjavik um Girðisholt a Mýr- um, og Stórholt á Holtavörðu- heiði, en jafnframt mun stöðin i Girðisholti tengjast Stykkishólmi um stöð á Kothrauni við Bjarnar- hafnarfjall. Þessi aukning mun bæta verulega úr þeim vanda. sem rikt hefur, en þó mun hún vart nýtast að fullu, fyrr en öðr- um simaframkvæmdum er lokið i þessum landshlutum. Aö sögn Haraldar verða reist há loftnetsmöstur i Girðisholti og Stórholti, en örbylgjur hafa þá eiginleika. að sjónlina þarf að vera á milli staða. svo að sam- band náist. Á Snæfellsnesi er sjálf stöðin við Kothraun. en verið er að reisa svonefndán örbylgju- spegil, sem spegla á geislann frá Girðisholti til stóðvarinnar. Spegillinn er rúmir 20 fermetrar að flatarmáli og i um 500 m hæð. Engu farartæki er fært þangað upp nema þyrlu. en þessa dagana er ein slik einmitt i notkun. þvi að hingað þarf að flytja um 20 tonn af steinsteypu i spegilundir- stöður. Aðspurður kvað Haraldur von ir standa til að þessi sambónd kæmust á fyrir áramót. svo að heldur vænkast nú hagur ibúa á þessum svæðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.