Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 16
Nútíma búskapurþarfnast jBAUER haugsugu Fimmtudagur 3. júli 1975. Guðbjörn GuAjónsson JTb-> SIS-FOMJH SUNDAHÖFN fyrirgóéan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Aðalritafi Alþjóðasambands sósíalista: 10 þúsundir handteknir á Indlandi í síðustu viku Reuter-London. Aðalritari Alþjóðasambands sóslalista, Hans Janitschek, sagði i gær, aö 10 þús. manns hefou verið fangelsaðir I Indlandi á einni viku. Janitschek kvaðst hafa þessar fréttir eftir áreiðan- legum heimildum. Aöalritarinn sagðist hafa boðað til fundar með fram- kvæmdanefnd Sósialistasam- bandsins — sem i eru leiðtogar sósialdemókratiskra flokka i aðildarrikjum sambandsins — i Dublin þann 12. júli n.k., til að ræða ástandið í Indlandi. Janitschek sagði ennfremur að allir fulltrúar i fram- kvæmdastjórn indverska sósialistaflokksins hefðu verið handteknir i fyrri viku. Siðan hefði enginn mátt hafa sam- band við þá — ekki einu sinni nánunstu ættingjar. Kissinger og Gromyko hittast í næstu viku Bandarískir embættismenn svartsýnir á, að Oryggismálaráðstefnu Evrópu Ijúki í þessum mánuði Reuter-Washington. Tilkynnt var I gær, að Henry Kissinger utan- rikisráðherra færi f heimsókn til nokkurra Evrópurikja I næstu viku. 1 heimsókninni ræðir Kissinger m.a. við Andrei Gromyko og aðra starfsbræður sina i álfunni. Talsmaður bandariska utan- rfkisráðuneytisins, sagði i gær, að Kissinger hiui Gromyko að máli i Vfn dagara 10. og 11. júli. Þeir ræddust siðasl við i Vin 19. og 20. mai s.l. Búizt er við, að deilur Araba og tsraelsmanna setji mjög svip sir.n á fund Kissingers og Gromykos. Þá ætti að liggja ljóst fyrir, hvort af bráðabirgðasamkomulagi verður milli Egypta og Israels- manna — náist það ekki, eru sterkar likur á, að ný friðar- ráðstefna verði kölluð saman i Genf. Þá er liklegt að ráðherrarnir skiptist á skoðunum um gagn- kvæma afvopnum stórveldanna, og fullvlst er, að öryggismála- ráðstefna Evrópu beri á góma. Bandarlskir embættismenn kváðust i gær svartsýnir á, að hægt yrði að ljúka ráðstefnunni með leiðtogafundi í Helsinki i lok þessa mánaðar, eins og Sovét- menn hafa lagt áherzlu á. Til þess ætti eftir að ganga frá of mörgum ágreiningsatriðum. Dularfullt hvarf Reuter/Beirut/Washington. Bandarlskur liðsforingi hvarf með dularfullum hætti á sunnu- dag I Beirut. Liðsforinginn hafði aðeins stutta viðdvöl i Beirut á leið sinni til Ankara, þar sem hann starfar hjá varnarbandalaginu CENTO. Að sögn sáust vopnaðir menn stinga liðsforingjanum inn i leigubifreið á sunnudag, en siðan hefur ekkert til hans spurzt, þrátt fyrir ítarlega leit. Stokkhólmur er dýrasta borg í heimi Reuter—Genf. Stokkhólmur er dýrasta borg I heimi — ef marka má könnun er nýlega var gerð á verðlagi helztu neyzluvara I nokkrum stór- borgum um allan heim. Það var rannsóknarstofnun i Sviss, er gerði könnunina. Hún leiddi sem sagt i ljós, að verðlag er hæst i Stokkhólmi um þessar mundir — en japönsku borgirnar Tókíó, Osaka og Kobe fylgja fast á eftir. (Tókióhefði m.a.s. orðið I fyrsta sæti, ef tekið hefði ver- ið tillit til húsnæðiskostnaðar.) Athyglisvert er, að fyrir fá- um árum var New York dýr- asta borg i heimi að þessu leyti, en nú hafa margar evrópskar borgir skotizt fram úr bandarísku stórborginni, t.d. Stokkhólmur, Osló, Genf, Ziirich, Kaupmannahöfn, Parls, Vin og Amsterdam. Maria Perón á ekki sjö dagana sæla: OLGA INNAN PERONISTA- HREYFINGARINNAR Reuter-Buenos Aires. Þótt Mariu Estelu Perón Argentinuforseta hafi tekizt að knýja verkalýðs- leiðtoga til hlýðni við stefnu sina I launamálum.er langt frá, að hún hafi rutt iilliiin hindrunum úr vegi: Siðast I gær kom til mikilla átaka innan hreyfingar Perónista. I gær kvaðst meirihluti þeirra öldungadeildarmanna, er sitja á þingi fyrir Peronista ætla að kjósa nýjan forseta öldunga- deildarinnar. Sæti forseta hefur staðið autt frá þvi 25. april að beiðni Mariu Perón. Frétta- skýrendur álita, að öldunga- deildarmennirnir vilji koma i veg fyrir valdatöku Raul Lastiri, er nú gegnir embætti forseta fulltrúadeildar argentinska þingsins. (Samkvæmt stjórnar- skrá landsins á forseti öldunga- deildar þingsins — að honum frá- töldum forseti fulltrúadeildar innar — að taka við embætti fcr seta i forföllum hans). Lastiri er dyggur stuðnings- maður Mariu Perón, enda tengdasonur Jose Lop ez Rega fjármálaráðherra (Lopez Rega er hægri hönd forsetansogeinka- ritari — og af flestum talinn valdamesti maður i Argentínu um þessar mundir). Maria Perón boðaði síðdegis i gær til fundar með þingmönnum Perónista, og var álitið, að hún ætlaði að reyna að lægja öldurnar innan hreyfingarinnar. Kissinger og Gro- myko: Stöðug fundahöld. Efnahagsörðugleikar í Bretlandi: Wilson reiðir sig á stjórnarandstæðinga Reuter—London. Vinstri sinnar innan Verkamannaflokksins og verkalýðsleiðtogar hafa lagzt eindregið gegn áformum brezku stjórnarinnar um að leyfa aðeins 10% kauphækkanir I Bretlandi. Brezka stjórnin tók þessa ákvörðun í fyrradag til að hamla gegn aukinni verðbólgu i landinu og til að verja brezka pundið falli á alþjóðagjaldeyrismörkuðum. 80 af 318 þingmönnum Verka- mannaflokksins f neðri málstof- unni — hinn svonefndi „Tribune- hópur" — komu saman i g*r til að ræða leiðir til að koma i veg fyrir áform stjórnarinnar. Þvi getur svo farið, að Harold Wilson forsætisráðherra verði á ný að reiða sig á stuðning hinna hægfara úr hópi stjórnarandstæð- inga, þegar ráðstafanir stjórnar- innar i efnahagsmálum koma til atkvæðagreiðslu á þingi — á sama hátt og I þjóðaratkvæða- greiðslunni um aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu. Maria Perón ásamt Lopez Rega. ÓDÝRAR Spánarferðir ARCELONA TARRAGONA ;benidorm ALICANTE U^»««fcí Benídorm FérðamiÖstöÖin hf. Aðalstræti 9 Símar 11255 og 12940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.