Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 3. júli 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 60 aö stööva leitina og finna þá. Slöngubit, fótbrot og sól- stingur. Ruglingurinn og upplausnin var svo mikill, að loks varð að senda heim óbreytta sjálfboðaliða. Þá var aðeins lögreglan við leitina." Hann kveikti sér í sígarettu, sogaði að sér reykinn og reyndi að losa sig við svimann. Hann leit á talstöðvar- manninn. Bæði hann og lögreglumaðurinn sneru sér við og hlustuðu. Hversu lengi hafði hann talað? Það virtust tíu mlnútur. En það gat ekki verið. Hugsunin gekk í bylgjum á reglubundinn hátt. „Haltu áf ram," sagði Kern. „Hvað varð um stúlkuna? Fannstu hana?" Teasle kinkaði kolli. „Við f undum hana sex mánuðum seinna í grunnri gröf við veginn, um það bil mílu frá þeim stað, sem leitinni lauk. Við fréttum af gömlum karlfauskí Louisville. Hannsatviðdrykkju og hafði eitt- hvað í f limtingum að þukkla litlar stúlkur. Það var hel- ber ágískun, að þarna á milli væru einhver tengsl. Samt sem áður ákváðum við að kanna málið. Ég hafði tekið þátt í leitinni og var málinu kunnugur. Þess vegna létu þeir mig yfirheyra hann. Þegar ég hafði þráspurt hann f jörutíu mínútur sagði hann mér alla sólarsöguna. Hann ók f ram hjá bóndabýli og kom auga á litla telpu, sem var að sulla í plastsundlaug í garðinum. Hann sagðist hafa heillastaf gulum sundfötunum hennar. Án þess að nokk- ur sæi til, hafði hann telpuna á brott með sér í bílnum. Hann fór strax með okkur að gröfinni. Það var raunar önnur gröf in. Fyrsta gröf in var á miðju leitarsvæðinu. Á meðan hinir óbreyttu borgarar ráfuðu um svæðið og rugluðu og töfðu fyrir — þá kom hann aftur eitt kvöldið og flutti hana." Teasle sogaði aftur að sér sígarettureykinn. Hann fann reykinn fylla hálsinn. Hann hélt bólgnum, dofnum og þrælvöfðum fingrum um sígarettuna. „Þessir óbreyttu borgarar eiga líka eftir að rugla hér allt og þvæla. Það hefði aldrei átt að skýra frá þessu opinberlega." „Það er mín sök. Það kom blaðamaður á skrifstof una mína. Hann heyrði mennina ræða um þetta, áður en ég gat þaggað niðri í þeim. Nokkrir þeirra eru nú að smala öllum óviðkomandi aftur í bæinn." „Nema hvað? Þessir náungar í skóginum gætu aftur orðið órólegir og tekið upp á því að skjóta á þína menn. Hvað sem öllu líður, þá tekst þér aldrei að safna þeim öllum saman. Á morgun verða allar hæðirnar morandi í óbreyttum borgurum. Þú sást hvernig þeir hertóku bæ- inn, að kalla má. Þeir eru f leiri en svo, að við getum haf t á þeim nokkra stjórn. Enn er það versta ókomið. Bíddu bara þangað til atvinnumennirnir koma." „Ég veit ekki hvern f jandann þú meinar með atvinnu- menn. Hverjir eru það?" „í rauninni áhugamenn, en kalla sig atvinnumenn. Það eru þeir menn, sem haf a ekkert betra að gera en að hendastum landiðog taka þátt í svona leitarflokkum. Égt kynntist nokkrum þeirra þegar við leituðum litlu stúlk- unnar. Einn þeirra var nýkominn f rá Everglade skógar- svæðunum. Þar var hann að leita að týndum ferðamönn- um. Þar á undan var hann í Kaliforníu í leit að fjöl- skyldu, sem fór í helgarútilegu, en lenti í sinu og runna- eldsvoða. Sama árið að vetrarlagi var hann í Wyoming. Þar leitaði hann skíðamanna, sem lent höfðu í snjó- skriðu. Hann fór líka á stúfana þegar Mississippi f læddi yf ir bakka sína og þegar námamenn lokuðust inni vegna hruns í göngunum. Gallinn er bara sá, að menn af hans sauðahúsi hafa aldrei samvinnu né samráð við þá sem ráða. Þeir vilja skipuleggja sína eigin leitarflokka og fara eigin leiðir. Áður en langt um líður hafa þeir komið ruglingi á skipulagt leitarkerfið. Svo skipta þeir sér af vinnubrögðum lögregluog hjálparsveita. Þeir rjúka á þá staði, sem virðast spennandi, t.d. gamla sveitabæi. Hins vegar skilja þeir stór svæði eftir ókönnuð, t.d. akra." Hjartsláttur Teasles varð skyndilega flöktandi. Hjartað sleppti slagi en tók svo að slá ótt og títt. Hann greip um brjóst sér og saup hveljur. „Hvað er að?" sagði Kern. —„Það er allt í lagi með mig. Ég þarf að gleypa aðra pillu. Læknirinn varaði mig við þessu." Þetta var ekki satt. Læknirinn hafði alls ekki aðvarað hann. En þetta var í annað sinn sem hjartað tók upp á þessu. f fyrsta skiptið hafði pillan komið hjartslættinum í lag. Hann flýtti sér því að gleypa aðra pillu. Teasle ætlaði sér hreint ekki að láta Kern uppgötva, að eitthvað væri að hjartanu. Kern virtist ekki gera sér svarið að góðu., Þá hagræddi talstöðvarmaðurinn á sér heyrnartækjunum, eins og hann væri að hlusta á skýrslu. Svo sagði hann, við lög- reglumanninn: — „Þjóðvarðliðsbíll þrjátíu og tvö á sín- um stað." Hann renndi fingri niður eftir nafnalista á, blaði. — „Það er við upptök Branch-vegar." Lögreglu- maðurinn festi enn einn rauðan pinna á landakortið. Krítarbragðið af pillunni sat eftir í munni Teasles. Hann andaði reglulega. Þrýstingurinn kringum hjartað minnkaði. Fimmtudagur 3. júli 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kh 7.55. Morgunstundbarnannakl. 8.45. Geir Christensen les söguna „Höddu" eftir Rachel Field (10) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Viö sjóinn kl. 10.25: Trausti Eirfksson vélaverkfræðingur ræðir um söfnun og vinnslu loönuhrogna. Morguntónleikar kl. 11.00 Barokkhljómsveit LundUna leikur „Litla sinfóniu" eftir Gounod /Josef Suk og Jan Panenka leika fjögur verk fyrir fiolu og pianó eftir Suk/Felicja Blumental og Sinfóniuhljómsveit Lundúna leika „Fantasie Polonaise" fyrir pianó og hljómsveit eft- ir Paderewski. 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. .12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frivaktinnni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Máttur lifs og moldar" eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Höfundur les (6) 15.00 Miðdegistdnleikar. Filharmonlusveitin i Brno leikur „Dansa frá Lasské" eftir Janácek, Jiri Waldhans stjórnar. Sandor Konya, Ingeborg Exner, Charlotte Kamps, kór og hljómsveit útvarpsins I Köln flytja atriði úr óperunni „Cavalleria Rusticana" eftir Mascagni. Hljóm- sveitin Philharmonia leikur „Svipmyndir frá Brasilíu" eftir Respighi, Alceo Galliera stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) Tónleikar. 16.40 Litli barnatfminn. Margrét Gunnarsdóttir sér um þáttinn. 17.00 Tónleikar. 17.30 Bréfið frá Péking' eftir Pearl S. Buck, Málfriður Sigurðardóttir endar lestur þýðingar sinnar (12). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Þættir úr jarðfræði ís- lands. Ingvar Birgir Friðleifsson jarðfræðingur talar eldvirkni á isöld. 20.00 Gestir I útvarpssal. Margareta Jonth syngur sænsk þjóðlög. Leif Lyttkens leikur á gltar. 20.25 Leikrit: „Friöur sé með yður" eftir Þorstein Mareisson. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Personur og leikendur: Maður — GIsli Halldórsson, Kona — Guðrún Stephensen, Stulka — Sólveig Hauksdóttir, Ná- grannakona — Herdis Þor- valdsdóttir — Frambjóð- andi — Rúrfk Haraldsson Blaðamaður — Margrét Guðmundsdóttir, Fyrsta rödd — Helgi Skúlason, önnur rödd — Jón Múli Arnason. 21.15 Lev Oborfn leikur á pianó verk eftir Chopin. 21.45 „Homunculus", smá saga eftir ólaf Hauk Símonarson. Erlingur Glslason leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Romeó og Júlia i sveitaþorpinu" eftir Gott- fied Keller Njörður P. Njarðvik endar lestur þýðingar sinnar (8). 22.35 Ungur pianósniilingur. Niundi þáttur: Michel Béroff og Jean Rodolphe Kars. Halldór Haraldsson kynnir. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.