Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. júli 1975. TÍMINN wm Sumarleyfi sjónvarpsins Hvaö sem liöur skoðunum manna á ágæti Islenzka sjónvarpsins, þá er þaö staoreynd, aö sjönvarpiö er orðiö talsvert rikur þáttur i lifi aimennings. Margir sakna þess vegna sjónvarpsins I júllinánuoi, meðan sumarleyfi sjónvarpsmanna standa yfir, þótt þeir séu llka margir, sem fagna lokun þess. Sennilega þekkist þaö hvergi á byggou bóli, þar sem sjónvarp er á annaö boro, ao þessi fjölmiöill taki sér frl um mánaoarskeið ár hvert. Út- lendingum, sem hingað koma, finnst þetta mjög einkenni- legt, og telja, að sllkt yrði aidrei liðið I heimalöndum þeirra, enda þótt alltaf séu einhverjir, sem eru á móti sjónvarpi. Nægir ekki áratugur? Það mætti velvild og skilningi af hálfu almennings I upphafi, þegar sjónvarpið hóf göngu slna fyrir áratug eða svo, að við ýmsa byrjunar- örðugleika væri að etja. Þess vegna var það látið gott heita, að sjónvarpið lokaði um mánaðartima vegna sumar- leyfa. En nú verður að telja, að sjónvarpið hafi slitið barns- skónum, og áratugs aðlögunartimi hefði átt að nægja til að komast yfir erfiðasta hjallann. Þvi verður ekki trúað, að sjónvarpið geti ekki, eins og aðrar rikis- stofnanir, komið málum sln- um þannig fyrir, að starfs- menn þess taki sumarleyfi á mismunandi tima. Núverandi fyrirkomulag er fáránlegt, og kemur ekki nema að litlu leyti fjárhag við. Stöðnuð stofnun? Frá þvi að Islenzka sjðnvarpið hóf göngu sina, er vart hægt að segja, að neinar stökkbreytingar til hins betra hafi orðið. Það er þvi ekki laust við, að ýmsum þyki is- lenzka sjónvarpið vera stöðnuð stofnun. Fréttatiminn er ágætt dæmi um það. Fréttir sjónvarpsins eru vafalaust það efni, sem mest er fylgzt með. Hingað til hefur sjónvarpið látið sér nægja að vera með einn fréttatima, sennilega vegna þess, að þannig var þaö I byrjun. t sjónvarpsstöðvum i öllum ná- lægum löndum er hins vegar sá háttur hafður á, að frétta- timarnir eru tveir eða fleiri. lslenzka sjótivarpið gæti auðveldlega haft einn frétta- manna á kvöldvakt, sem læsi nýjustu fréttir f dagskrárlok. Ekkert myndaefni þyrfti að vera i sllkum fréttaþætti. Kostnaðarauki við slfka þjón- ustu er hverfandi litill. Engin samkeppni Það er e.t.v. vegna þess, að sjónvarpið telur sig ekki hafa neina samkeppni, að litt er hugsað um að bæta þjón- ustuna við sjónvarpsneytend- ur. Hljóðvarpsdeild Rikisút- varpsins telur sig hins vegar hafa samkeppni frá sjónvarpinu. Af þvi hefur leitt, að útvarpið hefur stórbætt þjónustu sina, ekki einungis i fréttaflutningi, heldur I dag- skrárgerð almennt. Það skal viðurkennt, að erfitt er að standa svo að dag- skrárgerð I sjónvarpi að ölluni liki. Málið snýst heldur ekki einvörðungu um það, heldur miklu fremur um hitt, að sjón- varpsmenn hafi til að bera einhverja sjálfsgagnrýni og geri sér far um að fylgjast með nýjungum erlendis. Erfiður fjárhagur stofnunar- innar setur starfseminni viss- ar skorður, en þó er ljóst, að mörgu má breyta, án þess að verulegur kostnaðarauki verði af. -a.þ. Sjómannafélag Reykjavíkur Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavikur verður haldinn laugardaginn 5. júli i Lindarbæ og hefst kl. 14. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Félagar fjölmennið á fundinn og sýnið félagsskirteini við innganginn. Stjórnin. Jörð óskast sem fyrst Ungur fjárbóndi óskar eftir jörð til kaups. Er jarðlaus á komandi hausti. Æskilegt að jörðin fáist á hagstæðum kjörum, leiga gæti komið til greina. Tilboð sendist afgreiðslu Timans fyrir 20. júli merkt „Áhugi 1598". Ferð á sögu- slóðir Laxdælu um helgina Útivist ráðgerir ferð á sögu- slóðir Laxdælu um helgina. Lagt verður af stað á laugardags- morgun 5.7. kl. 8 og komið heim á sunnudagskvöldi. Gist verður 1 svef npokaplássi á Laugum. Leiðsögumaður i ferðinni verður Einar Kristjánsson skóla- stjóri, en hann er meðal fróðustu manna um Dalina og sögusvið Laxdælu. Eyjólfur Halldórsson, þrautreyndur feröamaður og Dalamaður, verður Einari til að- stoðar. Onnur helgarferð Útivistar verður á Goðaland (Bása) og verður gist þar I tjöldum og gengið um nágrennið undir leiðsögn Jóns I. Bjarnasonar. Á laugardag og sunnudag verða svo eftirmiðdagsgöngur um Katlagil — Seljadal og Trölla- dyngju —Grænudvngju. Brottför I þær ferðir er kl. 13. AuglýsidT iTJmamim Sólaóir hjólbaróar til sölu á ýmsar stærðir fólksbíla. Mjög hagstætf verð. Full ábyrgð tekin á sólningunni. Sondum um allt lcind gegn póstkröfu. SPERW+ISEW HOLLAIND Baggafæribö Fáanleg bæði traktorsdrifin og fyrir rafmótor NEW HOLLAND baggafæribönd má koma fyrir hvort sem er i nýjum eða gömlum hlöðum. Vegna einfaldrar byggingar færi- bandanna eru þau létt og lipur i meðförum. Lengd færibandanna er eftir þörfum hvers og eins og má lengja þau um 2 og/eða 3 metra í senn. Hafið samband við sölumann. Til afgreiðslu nú þegar Nánari upplýsingar hjó sölumanni Globusa LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 Hússtjórnarskólinn og Gagnfræðaskólinn Blöndúósi auglýsa: Vegna nýsamþykktra laga um hússtjórn- arskóla hafa Hússtjórnarskólinn og Gagn- fræðaskólinn á Blönduósi ákveðið sam- starf næsta vetur. Nemendur Hússtjórn- arskólans geta fengið kennslu i bóklegum fögum þriðja og fjórða bekkjar gagn- fræðaskóla og tekið gagnfræðapróf og nemendur Gangfræðaskólans geta tekið hússtjórnarfög sem valgreinar. 1 Hús- stjórnarskólanum verður heimavist fyrir stúlkur og mötuneyti fyrir þær og aðra nemendur er þess óska. Nánari upplýsing- ar veitir skólastjóri Hússtjórnarskólans frú Aðalbjörg Ingvarsdóttir i sima 95-4239 og skólastjóri Gagnfræðaskólans Hr. Bergur Felixson i sima 13049 i Reykjavik. Umsóknir um skólavist sendist skólastjór- um skólanna á Blönduósi fyrir 25. júli. Skólanefndir. Húsbyggjendur ef ykkur vantar smið út á land, hringið þá i sima 3-51-67. Kennarar Kennara vantar að barnaskóla Þorláks- hafnar. Húsnæði fyrir hendi. Nánari upp- lýsingar gefa formaður skólanefndar i sima 99-3632 og skólastjóri i sima 99-3638. Skólanefnd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.