Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 3. júli 1975. varlega með lyfin Sólmánuöur gekk i garö meö gróörarskúrum syöra, en kælu noröanlands. Vorið hefur verið i svalara lagi og spretta mjög dræm, viöast hvar þrem vikum seinna á ferðinni en i meðalári. Tré ekki allaufguð ennþá á Jónsmessu. Fyrstu blómskúf- arnir sjást nú á reynivið i Reykjavik. Skógarmaðkar samt farnir að naga lauf trjáa og runna. Allviða búið að úða með lyfjum til varnar. Lyfin eru eitr- uð og verður að fara mjög var- lega með þau. Sterk lyf, þ.e. i eiturflokkunum X og A mega þeireinir nota, sem til þess hafa réttindi. Þegar úðað hefur verið með sterkum lyfjum, skal forð- ast alla umgengni i görðunum 2- 3 vikur. Úðunarmönnum ber skylda til að setja upp i eða við garðinn aðvörunarmerki og búa tryggilega um. A spjaldinu skal skýrt frá hættunni og þess getið hver framkvæmdi úðunina, og með hvers leyfi og hvenær. Spjöldin verða að vera úr hald- góðu efni. Úða skal i hægu veðri, ella getur úðunarmökkurinn borizt um nágrennið. Beztur árangur fæst i hlýju, þurru veijri. Úðunarmaður ætti jafnan aö hafa samband við húsráð- anda eða fulltrúa hans. Ef garð- urinn er við hús (sem oftast er), þarf að loka dyrum og gluggum, þannig að ekki sé hætta á að úðunarvökvi eða lyfjamökkur berist inn i húsið. Gæta þarf þess einnig að ekki séu þarna börn eða aðrir á ferli útivið, of nærri. Ekki má heldur vera úti þvottur á snúru, né verið að viðra fatnað, húsgögn eða ann- að, meðan á úðun stendur. Úð- unin er mikið nákvæmnis- og trúnaðarstarf. Geymsla lyfja verður og að vera örugg. Lyf eöa lyfjaleifar geta setið all- lengi á blöðum jurta eða jafnvel inni I jurtum, áður en lyfin eyð- ast. Ef sterk lyf eru notuð á matjurtir t.d. kál eða rófur gegn kálmaðkinum, þarf að liða a.m.k. mánaðartimi frá þvi að lyfiö var notað og til uppskeru. Farin eru að koma fremur hættulitil lyf t.d. Pyretrum og koma vonandi fleiri i framtið- inni. Vikjum að léttara efni. Skerpla kvaddi hér með dimm- viðri, „Þokan grúfir yfir Esju- hliðum, óþæg sól er falin bak við ský. Keilir faldar móðumöttli sinum, mannahugir þungir eins og blý. Eva körg og Adam þög- ull lengi, Egill fær á baukinn, stúfurinn. Þó er ástin enn i góðu gengi, grið og kossar eftir nátt- verðinn. Loks sást til sólar: Sól- in geislar yfir austurfjöllum, yljar jörð og vekur blómin frið. Hún er elskuð jafnt i hreysi og höllum, heill þér dásöm bjarta sumartíð. Adam slær og Eva greiðir lokkinn sinn. Bjössi leggur hnakk á gamla Grána, gestum fagnar kátur hundurinn.— Rakkarnir eru þarfagripir I sveitinni, en verða æði oft vand- ræðagemlingar iborginni — já, mögnuð plága sums staðar. Er víða farið að gera ráðstafanir til að takmarka mjög hundahald eða banna það með öllu. Bretar og Amerikanar eru jafnvel farnir á stúfana i þvi efni. Almur Bergstaðastræti 34, Reykjavik 18/6. 1975. Selfosshreppur óskar að kaupa notaða sendiferða- eða jeppabif- reið i góðu lagi, Tilboð um verð og greiðsluskilmála sendist skrifstofu Sel- fosshrepps, Eyrarvegi 8, fyrir 10. þ.m. Selfossi 1. júli 1975. Sveitarstjóri Selfosshrepps. mmmm Fjármálaráðuneytið, 2. júli 1975. Tilkynning frá fjármálaráðuneytinu, um útgáfu nýrrar reglugerðar um innheimtu þungaskatts af ökutækjum, er greiða skatt skv. ökumælum. Hér með er vakin athygli eigenda þeirra ökutækja, sem nú hafa ökumæla, að i gildi er komin ný reglugerð um innheimtu bif- reiðagjalda. Reglugerð þessi er nr. 282 frá 26. júni 1975. Samkvæmt reglugerðinni skal framvegis miða þungaskatt við leyfða H heildarþyngd flutningatækja i stað eigin þyngdar. Eigendur bifreiða, sem til þessa hefur verið greitt gjald af skv. ökumæli, verða að hafa látið eftirlitsmann fjármála- ráðuneytisins lesa á og skrá stöðu ökumælis fyrir 11. júli n.k.,kjósi þeir að gera skil vegna aksturs undanfarinna mánaða skv. ákv. reglugerðar nr. 264/1974. Verði bifreið eigi færð til álesturs fyrir 11. júli verður svo álitið, þegar álestur fer fram, að vegalengd skv. akstursmæli frá þvi siðast var lesið á mæli, hafi öll verið ekin eftir 10. júli 1975. Gjöld verða þá krafin skv. ákv. hinnar nýju reglugerðar. $1 pK. MrW IIMJf iim™ éM 'i v kiBftlðraijl ufflíffirjfeiiiL- j|ð i ' r' t wm SmW SÉWf <5! gL - W m ■ ifr* * ' sBBm \ Frá samsætinu, sem haldið var til heiöurs Hirti Hjálmarssyni. Hjörtur Hjálmarsson heiðursborgari Flateyrarhrepps KSN-Flateyri. Laugardaginn 28. júnl varð Hjörtur Hjálmarsson sparisjóðsstjóri sjötugur. t tilefni af þvi héldu Hreppsnefnd Flat- eyrarhrepps og hin ýmsu félög staðarins kaffisamsæti honum til heiðurs. i samsætinu var Hirti af- hent heiðursborgarabréf frá hreppsbúum, en hreppsnefnd hafði á fundi sinum áður, sam- þykkt einróma að gera Hjört að heiðursborgara. Fyrrverandi nemendur Hjartar færðu honum einnig að gjöf fyrir- heit um að láta mála af honum mynd. Hjörtur hefur verið félags- málamaður einstakur, og hefir gegnt formanns- eða stjórnar- störfum I flestum félögum á Flat- eyri. Hann var oddviti i 8 ár, hreppsstjóri i 27 ár, sýslunefndar- maður i 32 ár og skólastjóri i 12 ár. Hjörtur hefur þannig verið einn af hornsteinum þeim, er treyst hafa byggð á þessum stað. Mikil og góð þátttaka var i af- mælishófinu og voru fluttar þar margar ræður og mikið sungið. GUNHILD SKOVMAND frá Dan- mörku sýnir „silhouette” myndir I bókasafni Norræna hússins þessa dagana og stendur sýningin til 13. júli nk. „Silhouette”-mynd- ir eru byggðar á skuggamyndinni og útlinum hennar, oftast svartar myndir á hvitum fleti, gjarnan klipptar út úr pappir, og var þró- uð listgrein meðal Persa á mið- öldum, sem mun hafa borizt til Evrópu á 16. öld, og varð einkum Flateyringar þökkuðu innilega og með hlýhug Hirti hans miklu og góðu störf I þágu byggðarinnar til þessa dags. vinsæl á 18. öld. Á Norðurlöndum voru það einkum Mið-Evrópubú- ar, sem ferðuðust um og iðkuðu þessa listgrein, þó eiga Norður- landaþjóðirnar nokkra þekkta listamenn á þessu sviði, — og þess er getið, að H.C. Andersen hafi verið snjall , .silhouettu ”-klippari. A sýningunni i bókasafni Nor- ræna hússins eru um 40 myndir, og eru nokkrar þeirra til sölu. „Silhouette„-myndir í Norræna húsinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.