Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN ÞEGAR REGLA GÓÐTEMPLARA KOM TIL REYKJAVÍKUR Æ.ÍJ* ,;:¦:¦..¦*¦ ¦¦ ¦:i'-i'.«A;..,i ¦¦¦¦¦¦H I ¦.¦' Áriö 1885 voru Reykvikingar um þrjú þúsund talsins. Þá voru ekki mörg félög til i höfuðstaðn- um, og sizt af öllu þau, sem ætl- uðu sér að ná til allskonar fólks. Til var að visu Sundfélag Reykja- vikur. Til var Skemmtifélagið Ingólfur til siðsamlegra skemmt- ana og fræðslu. Og Jón Olafsson ritstjóri hafði stofnað Hið is- lenzka þjóðfrelsisfélag, sem raunar varð ekki langlift fremur en hin félögin. Bókmenntafélagið hafðiaðvisudeild i Reykjavik, en ennþá var þó meiri reisn yfir deildinni i Kaupmannahöfn. Alþingi kaus Þjóðvinafélaginu stjórn, og það varð aldrei raun- verulegt félag. En þó að þetta sýni ekki blóm- legt félagslif eða þróttmikið, sýn- ir það þó, að þjóðin var tekin að vakna og þrá félagslega menn- ingu. Hún var jafnvel farin að þreifa fyrir sér og leita úrræða og aðferða til þess að neyta krafta sinna i félagsbundnu samstarfi. Bókmenntafélagið gaf út um þessar mundir ritið Fréttir frá ts- landi. Skirnir, timarit þess, hafði frá upphafi verið helgaður er- lendum fréttum, en þó flutt innlendan fréttabálk jafnframt. Nú var sá fréttabálkur sjálfstætt og sérstakt rit, unz ekki þótti ástæða til sliks, þar sem mönnum bárust fréttir greiðlegar eftir öðr- um leiðum. Þessar fréttir bókmennta- félagsins frá árinu 1885 skrifaði Jón Steingrimsson, sem siðar var prestur i Gaulverjabæ, en andað- ist tæplega þritugur 1891. Hann var faðir Steingrims Jónssonar rafmagnsstjóra. í þeim kafla fréttanna, sem hefur yfirskriftina bjargræðis- vegir, er þetta m.a.: „Þá er eftir að minnast á eitt atriði, er miðar til blómgunar á efnahag og velmegun þjóðarinnar og það eru bindindisfélögin. 1 fréttum f.á. er drepið á Good- templarsbindindið, er komst á á Akureyri. Þetta félag hefur út- breiðst mjög þetta ár. Þannig voru stofnaðar allfjölmennar deildir úr þvi á tsafirði og viðar um Vesturland, og af Akureyri var sendur maður, Björn Páls- son, frá félaginu þar, suður til Reykjavikur með Þingvalla- fundarmönnum, og stofnaði hann deild i Reykjavik. Fékk þetta mál svo góðan byr, að þar voru komn- ar á fót 3 deildir um árslokin, og voru i þeim alls hátt á 3. hundrað manna af öllum stéttum. Þaðan breiddist félagið út, fyrst til Hafnarfjarðar, en siðan suður um öll Suðurnes o.v. og auk vinbind- indisins komst á jafnframt sums staðar (i Hafnarfirði) tóbaks- bindindi og jafnvel bindindi um fleiri munaðarvörur. I Arnes- sýslu myndaðist og bindindis- félag allviðtækt, laust við þessa bindindisreglu og nefndi sig Bræðrafélag Arnessýslu. Svo var og i Mýrasýslu o.v. Þannig hefur á þessu ári komizt bindindi á viða um Vesturland og Suðurland. Svo að nú má heita að bindindisöld sé runnin upp yfir mestallt landið og nú er full ástæða til að vona að hér verði framhald á, enda gefur einkum fyrirkomulag Good- templarsbindindisins góðar vönir i þvi efni, allra helzt sökum sinna tiðu funda og samkvæma, er það hefur i för með sér og að þvi leyti virðist, að það ætti að geta komist á og þrifist i hverjum kaupstað og þéttbyggðum sjóplássum. Þetta sýndi það t.d. i Reykjavik, þar sem það mjög oft stofnaði til söngskemmtana, lét halda fyrir- lestra og lesa upp þýðingar af út- lendum skemmtisögum fyrir félagsmenn, og bauð jafnvel allt- af öðrum bæjarbúum til áheyrn- ar, enda mátti heita að það væru þær einu almennu opinberar skemmtanir i Reykjavik, sem það stóð fyrir,fyrir utan gleðileiki þá, sem bindindisfélag skólapilta hélt milli jóla og nýárs. Ahrif þessara bindindishreyfinga komu fram i ályktunum Þingvallafund- ar og komust jafnvel inn á Alþingi i frumvarpi um takmörkun á vin- sölu, en fékk þar samt óbliðar viðtökur hjá sumum þinggörpum neðri deildar er fengu þvi I hel komið." Þannig sagði Jón Steingrims- son frá þróun bindindismála á Islandi árið sem góðtemplara- reglan nam land og náði fótfestu i höfuðstaðnum. Jón Steingrimsson sá það rétt, að Goodtemplarsbindindið, eins og hann nefndi það, myndi eiga sér mesta framtið þessara bindindissamtaka. Hann gat þess að i þann félagsskap hefðu gengið menn af öllum stéttum. Með reglu góðtemplara hófust fyrstu alþýðusamtök á Islandi. í stúk- urnar gengu karlar og konur af öllum stéttum, enda var hugsjón reglunnar hafin yfir allan ágrein- ing og meting stétta og kynþátta. Þessi félagslega vakning og sú félagsþjálfun, sem hún veitti, lét innan skamms til sin taka, og pá á mörgum sviðum. Þegar góð- templarareglan fór að starfa á Islandi, varð þjóðin og þjóðlíf bráðlega annað en áður var. Björn Pálsson,sá er sendur var frá Akureyri til að koma á stúku- starfi i Reykjavik, er lengstum nefndur ljósmyndari, en hann rak lengi ljósmyndastofu á tsafirði. Meðal barna hans var Ottó B. Arnar og hafa niðjar hans i karl- legg það ættarnafn. Tveir þeirra íslendinga sem voru miklir áhrifamenn i land- námi góðtemplarareglunnar hér, höfðu dvalið erlendis. Asgeir Sigurðsson, sem siðar stjórnaði verzluninni Edinborg hafði verið i Skotlandi hjá Jóni Hjaltalin föðurbróður sinum, þegar hann var bókavörður i Edinborg, en fluttist heim, þegar Jón varð skólastjóri á Möðruvöllum. Ásgeir var einn af stofnendum fyrstu stúkunnar á landinu og fékk siðan föður sinn, Sigurð Andrésson, sem var vestur á Isa- firði, til að stofna nokkrar stúkur vestra. Björn Pálsson hafði verið 6 ár ytra, i Ameriku og Bretlandi. Það voru 33 menn sem gerðust félagar stúkunnar Verðandi á stofnfundi hennnar. Á allra fyrstu fundum hennar segir fátt af þjóð- kunnum skörungum. Umboðs- maður stórtemplars var Ólafur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.