Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Fimmtudagur 3. júli 1975. Hreinn Líndal í söngferð um landið gébé-Rvik. — Hreinn Lindal tenórsöngvari, leggur upp i söng- feröalag á föstudag um landið í allt ver&a það sex tónleikar sem Hreinn heldur, en undirleikari hanser Olafur Vignir Albertsson. A dagskrá hljómleikanna eru m.a.verkefni eftir Pál Isólfsson, Emil Thoroddsen, Grieg, Schubert og gömul klassisk itölsk lög. Hreinn Lindal er Keflvikingur, enhann var fyrsti nemandi Mariu Markan, eftir að hún kom heim frá Bandarikjunum og hóf hér söngkennslu. Hreinn hélt til Italiu eftir námið hjá Mariu og þreytti inntökupróf við Santa Cecilia tónlistarskólann. Skóli þessi er mjög strangur, en Hreini tókst að verða annar á prófinu, þrátt fyrir það að enga kynni hann itölskuna. Þrlr efstu nemendurnir hlutu ókeypis skólavist i 5 ár. Hreinn lauk prófi við Akademiu sama skóla 1968, en framhalds- nám stundaði hann siðan i Siena. Ekki er vitað til að fleiri Is- lendingar hafi stundað söngnám við Santa Cecilia skólann né skólann I Siena. Þá var Hreinn fastráðinn við Þjóðaróperuna i Vín 1970-1973, og hefur auk þess sungið mjög viða, t.d. á Italiu, i Þýzkalandi, Sviss og Austurriki. Hreinn hefur dvalizt hér á landi um skeið og verið i timum hjá Mariu Markan á ný. „An þeirrar konu hefði ég komizt skammt" sagði hann nýlega. Hreinn Lindal i einu af hlutverk- um sinum við Vinaróperuna. Fyrstu tónleikar Hreins verða á Kirkjubæjarklaustri 4. júli. Þá syngur hann i Vik i Mýrdal 5. juli, i Árnesi 6., á Flúðum 7., i Höfn i Hornafirði 10. og 12. júli iKeflavik. Hef jast tónleikarnir allir kl. 21.30, nema I Keflavik og Selfossi þar sem þeir hefjast kl. 19.00. Aðalfundur Slysavarnafélagsins: Öflug starfsemi á lionu starfsári HJ-Reykjavik. Aðalfundur Slysa- varnafélags tslands var haldinn á Blönduósi dagana 28. og 29. .júni s.l. Fundinn sóttu liðlega 80 fulltrúar og gestir. 1 skýrslu for- seta félagsins, Gunnars Friðriks- sonar, um starfið á liðnu starfsári kom fram, að verkefni félagsins hafa nú sem fyrr verið tviþætt. Annars vegar áframhaldandi uppbygging þess öryggiskerfis, sem félagið hefur komið upp um land allt á undanförnum áratug- um, og hinsvegar að skipuleggja og halda uppi útbreiðslustarfsemi og kennslu, er miði að þvi að fræða almenning um slysavarnir á hinum ýmsu sviðum. Þá gerði forseti félagsins starf tilkynningaskyldunnar að umræðuefni og ónógt fjárframlag rlkisins á þvisviði. Hann tók hins vegar fram, að styrkur ríkisins til félagsins hefði hækkað á þessu ári um 4.6 milljónir kr. og þakkaði þann skilning, sem lýsti sér I þvi. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 1975 er gert ráð fyrir, að heildargjöld — og -tekjur félagsins nemi kr. 23.100.000.00, en þar af er framlag rikisins kr. 11.200.000.00 Þannig leggja deildirnar um kr. 12.000.000.00 fram til starfseminnar, auk þess sem öll vinna björgunarsveitanna er sjálfboðaliðastarf. Hannes Þ. Hafstein, fram- kvæmdastjóri S.V.F.I., flutti erindi á aðalfundinum, þar sem hann skýrði frá nýjungum i bj örgunarmálum . Miklar umræður urðu um slysavarna- og öryggismál. M.a. voru umferðar- slysavarnir ræddar sérstaklega og hlutverk félagsins á þeim vett- vangi. Skýrt var frá árangri deildahappdrættis, sem nýlokið er, en ágóði af þvi reyndist riim- lega 3.5 milljónir króna. Á fundinum var samþykktur fjöldi ályktana um slysavarna- mál og málefni félagsins, ma. var samþykkt áskorun á rikisvaldið um að fella niður skatta og önnur opinber gjöld af farartækjum og öðrum björgunartækjum til björgunarsveita og deilda S.V.F.t. Þá var samþykkt að skora á stjórn félagsins að taka umferðarmálin hið fyrsta til sér- stakrar athugunar. Einnig taldi aðalfundurinn nauðsynlegt að herða löggjóf um leyfisveitingar vegna kaupa og meðferðar á skotvopnum. Þá var samþykkt áskorun til Siglingamálastofnunar rikisins, að hún beitti sér fyrir þvi, að þegar verði sett reglugerð um endurskinsmerkingar á alla gúm- björgunarbáta, björgunarvesti, og lifbáta, svo og annan þann bUnað, sem stuðlar að auknu öryggi sjófarenda. Ungmennasamband Vestur-Skaftafells- sýslu ræður framkvæmdastjóra Fyrir skömmu var haldið að Kirkjubæjarklaustri ársþing Ungmennasambands Vestur- Skaftafellssýslu 1975, en það var um leið fimm ára afmælisþing frá endurreisn sambandsins. Þingið sátu fjórtán fulltrúar frá þrem aðildarfélögum, auk gesta, en boðið hafði verið til þingsins helztu framámönnum héraðsins og íþróttahreyfingarinnar i land- inu, alls tuttugu manns. Þar af mættu tveir, átta boðuðu forföll, en afgangurinn hefur enn ekkert látið frá sér heyra. Formaður sambandsins, Helgi Gunnarsson, setti þingið og bauð fulltrúa og gesti velkomna. Flutti hann skýrslu stjórnar, en gjald- keri, Skúli Oddsson, skýrði reikn- ingana. Fyrir þinginu lágu allmörg mál, einkum sem lutu að sumar- starfinu. Voru ýmist gerðar um þau samþykktir á þinginu, eða þeim visað til fastanefnda, sem starfa skyldu eftir þing eða milli þinga. Þær voru kosnar á þinginu og eru eftirfarandi: Fjárhags- nefnd, iþróttanefnd og lands- mótsnefnd. Þar sem fjólþætt starf er fram- undan hjá sambandinu, hefur verið ráðinn til starfa sem fram- kvæmdastjóri Finnur Ingólfsson I Vík. Stjórn USVS var endurkjörin, enhanaskipa: Helgi Gunnarsson, formaður, Skúli Oddsson gjald- keri, og Jón Júliusson ritari. Þingfulltrúar og gestir þágu veitingar I boði ungmennafélags- ins Armanns á Kirkjubæjar- klaustri. Formaður Hundavinafélagsins: Hundaskattur spor í rétta átt BH-Reykjavik. — Við í Hunda- vinaf elaginu fögnum hverju þvi, sem orðið gæti til bóta á nú- verandi ástandi, og það var skynsamlegt af Guðmundi G. Þórarinssyni að koma fram með tillögur sinar um hunda- skatt i borgarstjórn. Fyrst og fremst af þvi, að hundabann er algjörlega óframkvæmanlegt. En hitt er annað mál, að ég tel, að skattarnir séu áætlaðir nokk- uð háir, sérstaklega fyrir aldrað fó|k og einbúa. Þannig komst Jakob Jónas- son, formaður Hundavina- félagsins i Reykjavik að orði, þegar Timinn hafði samband við hann og leitaði álits hans á tillögum þeim, sem Guðmundur G. Þórarinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins hefur borið fram og fjallað verður um á borgarstjórnarfundi i dag. — Þessar tillögur eru i rétta átt, sagði Jakob Jónasson. Við værum mjög ánægðir með það að fá leyfi fyrir hundahaldi. Baráttan hefur verið hörð hjá okkur, við göngum nefnilega svo langt, að við teljum þetta til sjálfsagðra mannréttinda, og höfum stefnt máli okkar fyrir mannréttindadómstólinn i Strassborg. Það eru lögfræðing- ar okkar I London, sem reka það mál fyrir okkur, og ég hef geng- ið úr skugga um það, að öll nauðsynleg málsskjöl eru kom- in til Strassborg. Það er ljóst, að mannréttindanefndin athugar þessi mál þessa dagana, en ekki er gott að segja hversu langt verður að biða úrskurðar henn- ar. En nú er þetta orðið lögreglu- mál hérna i borginni? — Já, og eins og ég sagði áð- an, þá er hundabann ófram- kvæmanlegt. Til þess að taka hunda af fólki, verður að höfða opinbert mál á hendur hverjum og einum hundaeiganda. Lög- reglumenn hafa svo sem brotizt inn á heimili til að taka hunda, svo að ég veit ekki hverja á að kalla lögbrjóta, og hverja ekki. Við verðum lika að muna það, að I lögum eru viðurlög við hundahaldi aðeins sektir en ekki það, að hundar skuli teknir af fólki, sagði Jakob Jónasson að lokum. Tryggingaeftirlitsmót í fyrsta skipti á Islandi Nýlega var haldið i Reykjavik 25. norræna tryggingaeftirlits- mótið, en tryggingaeftirlit Nýtt rafverktakafélag GB-Akrancsi. — Félagar úr Raf- verktakafélagi Vesturlands hafa stofnað með sér hlutafélag, sem hlaut nafnið Rafverktakar Vesturlands hf. Lögheimili og varnarþing verður á Akranesi. í stofnsamningi segir, að tilgangur með stofnuninni sé að vera ávallt tilbúinn til að taka að sér stærri verkefni i rafvirkjun á félags- svæðinu, sem einstakir rafverk- takar ættu siður kost á. í stjórn félagsins voru kosnir eftirtaldir menn: Formaður Sigurdór Jóhannsson, rafvirkja- meistari, Akranesi, ritari, Einar Stefánsson rafvirkjameistari, Búðardal og meðstjórnandi Haraldur Gislason rafvirkja- meistari, Stykkishólmi. Norðurlanda hittist á hverju ári til þess, að skiptast á skoðunum og ræða málefni, er varða vá- tryggingastarfsemi og eftirlit með vátryggingafélögum. Var mótið haldið hér á landi i fyrsta sinn nú. Þátttakendur voru 18, forstöðu- menn og aðrir yfirmenn þeirra stofnana á Norðurlöndum, er lög- um samkvæmt hafa eftirlit með vátryggingarstarfsemi. A mótinu voru að venju lagðar fram og ræddar, itarlegar skýrsl- ur um það helzta, er átt hefur sér stað á þessu sviði frá seinasta þingi, en auk þess var m.a. til umræðu endurskoðun hjá vátryggingafélögum og þáttur tryggingaeftirlits i slikri reglu- legri endurskoðun. Einnig var rædd þátttaka Dan- merkur I samstarfi aðildarlanda Efnahagsbandalags Evrópu á sviði tryggingaeftirlitsmála, og undirbuningur að þátttöku Norðurlanda i Evrópuþingi Listhátíð á Flateyri KSN—Flateyri. Hér var haldin mikil listahátið i Samkomuhúsinu laugardaginn 28. júni. Frá klukk- an 14 til 18 var málverkasýning Listasafns Islands, er ólafur Kvaran listfræðingur sá um á vegum safnsins. Kl. 21-23 fluttu Jón úr Vör og Þorsteinn frá Hamri efni úr verkum sinum en Jónas Tómasson og Sigriður Ragnarsdóttir léku á flautu og pianó islenzk þjóðlög og önnur klassisk lög. Lístadagur þessi þótti heppnast vel, og var aðsókn góð. Framlag listafólksins til dagskrárinnar vakti mikla hrifningu og var þvi þakkað vel fyrir heimsóknina. Flateyringar eru afar þakklátir listafólkinu, Listsafni tslands og Ólafi Kvaran fyrir þessa ánægju- legu heimsókn. tryggingaeftirlita. Slikt þing er haldið 4. hvert ár og verður næst i Vin 1977. Rækju- verðið til 30. sept. ákveðið — með atkvæðum fulltrúa seljenda og oddamanns Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á rækju frá 1. júni til 30. september 1975. Rækja, óskelflett i vinnsluhæfu ástandi: Stór rækja 220 stk. i kg. eða færri (4.55 g. hver rækja eða stærri) hvert kg. ... kr. 44.00. Smárækja221stk.til340stk. ikg. (2.94 gr. til 4.55hver rækja) hvert kg... kr. 20.00. Verðið er miðað við, að seljandi skili rækju á flutningstæki við hlið veiðiskips. Verðið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum seljenda i nefndinni. Fulltrúar kaupenda sátu hjá við verðákvörðunina. t yfirnefndinni áttu sæti: Gamaliel Sveinsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Ingimar Einarsson og Jón Sig- urðsson og af hálfu kaupenda, Arni Benediktsson og Marias Þ. Guðmundsson. A listahátiðinni á Flateyri léku þau Jónas Tómasson og Sigríður Ragnarsdóttir á flautu og pianó. Útvarpsleikritið í kvöld eftir ungan prentara Fimmtudaginn 3. júli verður flutt i Utvarpinu nýtt leikrit eftir Þor- stein Marelsson, og nefnist það Friður sé með yður. Þetta er ann- að leikritið, sem flutt er eftir Þor- stein i Utvarpinu. Hitt leikrit hans nefndist Auðvitað verður yður bjargað, og var það flutt i útvarp- inu fyrir rösku ári. Þorsteinn Marelsson er ungur að árum og er prentari að iðn. Hann starfar nU hjá Prentsmiðj- unni Gutenberg. Leikritið Friður sé með yður er sérstaklega skrifað fyrir Utvarp, og tekur um 60 minútur að flytja verkið. Leikendur eru alls 6, en þeir eru: Gisli Halldórsson og GuðrUn Stephensen, er fara með aðalhlutverkin, en aðrir leikend- ur eru: RUrik Haraldsson, Herdis Þorvaldsdóttir, Sólveig Hauks- dóttir og Margrét Guðmundsdótt- ir. Leikstjóri er Klemenz Jóns- son.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.