Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.07.1975, Blaðsíða 9
TÍMINN Rósenkranz leikfimikennari, sem lengi siðan var einn fremsti starfsmaður innan stúkunnar. Fyrsti æðsti templar var Matthias Matthiasson frá Holti, bróðir Jensinu móður Asgeirs As- geirssonar forseta. Ritári var Ólafur Thorlacius, siðar læknir. Þegar templarar gáfu út 25 ára minningarrit sitt 1909 skrifaði einn stofnfélaganna minningar sinar frá þessum fundi. Það var Stefán Runólfsson prentari og kaupmaður. Frásögn hans nefn- ist: Gamli maðurinn. Hún er rétt og sönn mynd þess, sem þá var að gerast en jafnframt þvi að vera merkileg söguleg heimild bregð- ur hún upp hugstæðri og hug- þekkri mannlýsingu. Frásögn Stefáns er á þessa leið: „Gamli maðurinn. Jeg var fyrir nokkru kominn til Reykjavikur, og var að læra prentiðn i tsafoldarprentsmiðju. Það var föstudagskvöldið 3. júli 1885. Klukkan var 7 og við vorum að hætta vinnu. Þá minntist einn félaga minna á það, að kvöldið fyrir hefði verið haldinn fundur hér i bænum, til þess að ræða og undirbúa stofnun „Góðtemplara- félagscteildar". — „Hvað seg- irðu? Góðtemplars......? Hver þremillinn er nú það?" spurði annar. Hinn gat þá frætt á þvi, að Góðtem plar af éla g væri bindindisfélag „og fleira" með utlendu fyrirkomulagi, óttalegum kreddum og leyndarmálum, að nýskeð hefði verið stofnuð deiíd af þvi á Akureyri, og jafnvel önnur á ísafirði, og að nú væri kominn hér enskur Islendingur, em vildi stofna eina deildina hér. Fæstir okkar höfðu heyrt þennan félags- skap nefndan. — — Þegar ég kom heim til min, stóð gamall, svartskeggjaður maður, fátæklega búinn, hár vexti, en lotlegur, undir húsgaflinum. Það var sjúklingur vestan frá Djúpi, er komið hafði með siðasta póstskipi til þess að leita sér lækninga, og fengið að sofa þarna i húsinu þær fáu næt- ur, er hann beið eftir skipsferð vestur aftur. Við höfðum sést kvöldið áður, en litið eða ekkert talað saman. Hann tók mig nú þegar tali, byrjaði á góða veðrinu o.s.frv., en vék talinu bráðlega að þessari nýju félagsstofnun. Hann spurði mig, hvort ég ætlaði ekki að verða með i stofnun þess, kvaðst þekkja það dálitið af Isa- firði, og væri það vist allra besta félag. Hann væri reyndar ekki i þvi, en sjálfsagt fyrir alla unga menn að ganga i það. Menn yrðu að borga 2 kr. i inngöngueyri, og svo 60 au. á ársfjóðrungi hverj- um, en þeim aurum væri vel var- ið, þvi að hver sem i félaginu væri, og héldi lög þess, mætti eiga það vist, að verða aldrei drykkju- maður, og — slikt yrði ekki metið til peninga. Ég sagði eitthvað i þá átt, að það væri sjálfsagt gott að ganga i þetta félag, en i kvöld yrði ég að láta það vera, með þvi að buddan væri tóm. — „Ef þér vilj- ið, þá skal ég lána yður þessar 2 kr., sem þér þurfið til þess, en þér þurfið að flýta yður, þvi að fund- urinn fer að byrja," mælti hann. — Ég þáði boð hans og hljóp af stað. — 1 útsuðurhorni barnaskólans (sem nú er pósthús) voru mættir 30-40 menn. Björn Pálsson (nú ljósmyndari á ísafirði) minntist á það, til hvers menn væru þar saman komnir, og bað þá, sem ætluðu að verða með i stofnun Góðtemplarafélagsdeildar.að flytja sig yfir i næstu stofu (i út- norðurhorni skólans), og þar stofnaði hann þvi næst stúkuna Verðandi nr. 9. Þvi kvöldi gleymi ég aldrei. Kvöldið eftir borgaði ég vest- firska sjúklingnum krónurnar, og siðan hefi ég ekki séð hann. Ég spurðist fyrir um hann á tsafirði, er ég kom þar 10 árum siðar, en enginn gat gefið mér neina fræðslu um hann. Ég á það honum þessum gamla, fátæka og sjúka utanreglumanni, að þakka, að ég varð góðtemplar. Ég mun þvi ætið minnast hans með þakklæti og aðdáun. Stefán Runóifsson." Þess var ekki langt að biða að þjóðkunnir garpar létu til sin taka innan stúkunnar Verðandi. Gest- ur Pálsson skáld var um skeið æðsti templar hennar og þeir Björn Pálsson ritstjóri og siðar ráðherra og Indriði Einarsson rit- höfundur komu þar skjótt til starfa. Gestur Pálsson beitti sér fyrir þvi, að stúkan léti að sér kveða i skemmtanalifi og menningarlifi höfuðstaðarins al- mennt. Þvi miður auðnaðist hon- um ekki að eiga lengi samleið með bindindismönnum i félags- skap þeirra. Hér verður ekki saga rakin, en það segir sina sögu um það hver timamót urðu með tilkomu regl- unnar, að þegar farið var að ræða um að koma upp húsi yfir félags- starfsemina notaði annar eins is- lenzkumaður og Björn Jónsson ritstjóri orðið samkunduhús i til- lögu sinni. Það var ekki til i mál- inu neitt orð um slikt. Menn höfðu aldrei hugsað sér ákveðin hús, sem ætluð yæru einungis fyrir samkomur, fundahöld, og félags- störf. Þjóðin hafði lengi átt kirkj- ur og til voru veitingahús, en það var nýtt i sögunni að-alþýðlegur félagsskapur þyrfti húsaskjól. Nú var sú öld hafin. Þar með urðu þáttaskil i sögu islenzku þjóðar- innar. Stúkan Verðandi á niutiu ára starf að baki i. dag. Frá þvi er margs að minnast. Þar hafa fleiri skörungar komið við sögu en enn eru nefndir. Það má nefna Einar H. Kvaran, Jakob Möller, Ólaf Friðriksson, Pétur Halldórsson og Tryggva Þórhallsson, svo að brugðið sé upp nöfnum manna, sem mótuðu drætti i svipmót borgar og þjóðlifs. Arftakar slikra manna hafa nú um sinn ekki fundið köllun hjá sér til að vinna þjóð sinni gagn innan hinnar gömlu stúku þeirra. Þar biða tækifærin vaskra manna. Enginn veit hvað mikið gagn stúkan Verðandi hefur unnið. Það verður aldrei mælt eða metið. Það má efast um það að ýmsir þeir, sem verið hafa gæfusamir bindindismenn án hennar hafi beinlinis þurft hennar með til þess. En þeir eru margir, fyrr og siðar, sem minnast þess með hlýju þakklæti eins og Stefán Runólfsson, að þeir urðu góð- templarar. Og áhrif þess ná langt út fyrir félagsskapinn. H.Kr. LEÐURHUSGÖGN Nú stóraukum við úrvalið í leðurhúsgögnum Þér getið valið úr a. m. k.4 gerðum og 5 litum af sófasettum og stakir leðurstólar eru fyrirliggjandi í miklu úrvali, íslenzkir, norskir eða belgískir Nýja leðurdeildin er á 3ju hæð og þangað bjóðum við öllum þeim að koma, sem eru að leita að vandaðri og góðri vöru i Hringbraut 121 — Simi 10-600 Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.