Tíminn - 08.07.1975, Page 8

Tíminn - 08.07.1975, Page 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 8. júli 1975. LEIÐIN TIL TÆKNIALDAR Heimir Þorieifsson: Saga islenzkrar togaraútgerðar fram til 1917. Þessi bók er i flokki sem kallaöur er Sagnfræðirannsókn- ir eða Studia historica, þegar menn bregða fyrir sig latinunni. Sagnfræöistofnun Háskóla Is- lands stendur að þeirri útgáfu og er Þórhallur Vilmundarson ritstjóri. Þetta er þriðja bók i flokknum. Komnar eru áður Frá endurskoðun til Valtýzku eftir Gunnar Karlsson og Eignarhald og ábúð á jörðum I Suður-Þingeyjarsýslu 1703-1930 eftir Björn Teitsson. Þessi bók virðist vera mjög vel unnin. í henni eru margar fróðlegar myndir, itarleg heimildaskrá og nafnaskrá eins og vera ber. Og sagan er rakin svo að tekið viröist nánast allt, sem máli skiptir án þess aö frá- sögnin sé staglsöm eða lang- dregin. Þvi er ástæða til að ætla að hér komi fram maður, sem kunni vel til verka sem sögu- maöur. „Auölindir sjávar ótæmandi bruna”, sagði Hannes Hafstein i aldamótakvæði sinu. Menn trúðu þvi þá og e.t.v. lengi siðan að svo væri. Jafnvel mun lengi hafa legiö viö að menn vildu trúa að „enginn dregur, þó ætti sér, annars fisk úr sjó.” Þó er það gamalt að menn tryðu að veiðiskapur utanvert I flóum og fjörðum gæti hindrað fiskigöng- ur lengra inn. Þvi var bannað að láta hrognkelsanet og fiskilóðir liggja á sjó á vissum svæðum. Þó að finna megi einstök dæmi um öfund og ónot i garð útlendra fiskimanna hér við land meðan þeir stunduðu færaveiðar eingöngu, er það yfirleitt næsta máttlaust og stundum sprottið af öðru en aflabrögðum þeirra. En með togveiðum Breta hér við land urðu fljótt þáttaskil. Þá var farið að bera saman i blöðum tslendinga forna tið, þegar Egill ógnsterkur vóð fram og Bretar og Skotar i bunkum lágu, og samtiðina þegar hundmargir Bretar og Skotar hrifa bjargir vorar. En þó aö ógeð og andúð báta- sjómanna á togaraveiðum magnaöist mjög, — og að von- um, einkum þegar togað var á grunnmiöum, héldu Islenzkir sjómenn frumstæðu eðli veiðimannsins þegar þeir voru sjálfir komnir á togarana, trú- lega nokkuð jafnt hvort sem voru islenzk skip eða brezk. Margir tslendingar urðu skipstjórar á brezkum togurum og mun enginn vita tölu þeirra. Það er önnur saga en þó svo ná- komin islenzkri togaraútgerð, að manna úr þeirra hópi er getið I þessari sögu Heimis. Það hefur verið sagt að eftir að tslandsbanki tók til starfa og tslendingar fengu heimastjórn hafi þjóðin ekki soltið. Þetta er satt, en þvi aðeins gat Islands- banki átt varanlegan þátt i þeirri breytingu að hér var rekin atvinna, sem gat ávaxtaö hið erlenda fjármagn sem hann ráðstafaði: Skúturnar, vélbátarnir og togararnir voru tækin, sem réðu úrslitum. Með þeim hættu tslendingar aö dorga dáðlaust upp við sand eins og Einar Benediktsson orðaði það. Vélknúðu skipin út- rýmdu þeim, sem aðeins voru knúin árum og seglum. Þáttur hvers um sig verður ekki aðgreindur til fulls, en vilji menn vita hvernig þjóðarsagan gerðist verða þeir að kunna skil á þætti togaraútgerðarinnar. Heimir segir frá hásetaverk- fallinu 1916, fyrstu alvarlegu kaupdeilu á tslandi þegar stéttarfelögin voru i mótun og áttu sér enga löggjöf til rétt- lætingar. Sá þáttur sögunnar mætti ætla að vekti áhuga fleiri en bein útgerðarsaga. Frá- sögnin er öll hófleg og það er raunar einkenni bókarinnar allrar. Það sést e.t.v. bezt á þvi hvernig sagt er frá vökum og vinnuþrælkun á togurunum. Annars mun það hafa verið áþekkt þvi, sem titt var á velbátum. Þegar islenzkir sjómenn losnuðu við erfiðið viö árina, fannst þeim að þeir þyrftu ekki að þreytast framar og fyrstu áratugina á vélknún- um skipum gættu þeir einskis hófs um vökur. Þessi saga nær fram til 1917. Það er sjálfsagt vegna þess að þá verða þáttaskil, þar sem hálfur togaraflotinn er seldur til Frakklands en hinum er að mestu leyti lagt um skeið. Sagan um togarasöluna hefur aldrei verið rakin áður. Þor- steinn Gislason segir i stjorn- málaþáttum sinum: „Fyrir lok ófriðarins var islenzki togara- flotinn seldur bandamönnum. Sú sala var þó aðeins að yfir- varpi, þvi að landstjdrninni var tilkynnt, að ef hann fengist ekki keyptur meö góðu samkomulagi yrði hann tekinn með valdi.” Agnar Kl. Jónsson leiðir þetta hjá sér i bók sinni um Stjórnar- ráð tslands. t Alþingistiðindunum 1917 finnst ekkert um þessa togara- sölu. Heimir upplýsir aö málinu hafi þó verið ráðiö til lykta á lokuöum þingfundi. Aður hafði verið fjallað um það i þing- nefndum, sjávarútvegsnefndum og bjargráðanefndum beggja deilda. Heimildir hans allar um þetta eru úr skjalasafni Stjórnarráösins. Allt bendir þetta til þess, að Þorsteinn Gislason hafi vitað hvað hann var aö segja. t fyrsta lagi hversu leynilega er farið með þetta mál. 1 öðru lagi er svo samþykkt Alþingis á lokaða fundinum. Hún er á þessa leið: „Þar sem fundurinn litur svo á, að lifsnauðsyn sé fyrir þetta land, til lifsviðurhalds, að þau hlunnindin náist, sem fást og fást kunna gegn undanþágu undan skipasölubannslögunum með þeim hætti, sem stjórnin hefur lýst, þá telur hann eftir at- vikum óhjákvæmilegt að veita hana.” Hér er vitnað til þess, sem stjórnin hefur lýst. Gera má ráð fyrir þvi aö þeim upplýsingum hafi fylgt eitthvað það, sem aldrei var skrifað. Það er lika vert umhugsunar, að það var Bjarni frá Vogi, sem flutti þessa tillögu, en hann var e.t. mestur Þjóöverjavinur allra þeirra, er þá sátu á þingi. En þessi sala var auðvitað fjandmönnum Þjóöverja I hag og ekki út I bláinn að efast um að hún yrði talin samrýmast hlutleysi landsins. En fyrir þvi öllu gerir bók Heimis grein. Það er ástæða til að gleðjast yfir þessari sögubók, þar sem hún fjallar um merkan þátt at- vinnusögunnar og þar kemur fram ungur maður, sem kynnir sig.svo að við hljótum að vænta góös af störfum hans framvegi. H.Kr. Jón Guðmundsson: Byggðd- og lista safn Árnessýslu Arið 1974 var ár mikilia við- burða og ber þar hæst I vitund okkar að minnzt var 11 hundruð ára búsetu þjóðarinnar i landinu. Þegar litið er til nágrannalanda okkar og sögu þeirra er það ekki langur timi. tslenzka þjóðin á sér merkilega sögu, henni tókst strax i upphafi, að endurnýja hið forna þjóðskipulag, er rikjandi var á Norðurlöndum, þegar tsland byggðist. Það eru sennilega ekki til með neinni þjóð eins miklar og traustar heimildir um uppruna hennar eins og hjá Islenzku þjóð- inni, og þær gripa yfir alla sög- una. Við tslendingar, sem oft höfum verið kallaðir söguþjóð höfðum vissulega margs að minnast á þjóðhátiðarárinu. Haldnar voru hátiðir i hverju héraði og næst- um þvi i hverri sveit á landinu, auk þess var haldin sameiginleg hátlð allra landsmanna á Þing- völlum. Það er vist að árið 1974 verður i hugum fólksins eftirminnilegt ár. Eins er með árin og svo margt annað, að þau eru ekki öll jafn eftirminnileg. Svohefur þaö verið i gegnum alla okkar sögu að við munum misvel til hinna einstöku ára. Arið 1930 var eitt af þessum eftirminnilegu árum i hugum fólksins, þá minntist þjóðin þess, að liðin voru þúsund ár frá stofn- un Aiþingis. Ég hefi oft heyrt þegar fólk hefur verið að rifja upp ýmsa liðna atburði að það hefur tekið þannig til orða að þessi eða hinn atburðurinn hafi gerzt fyrir eða eftir 1930. Þó ytri aðstæður þessara ára hafi verið harla ólikar var þó eitt sameiginlegt með þeim. Bæði þessi ár var þjóðin að sigla hrað- byri inn i ástand fjárhagslegra erfiðieika. En tslendingar eru þó enn svo miklir hugsjónamenn þrátt fyrir alla efnishyggju, að þeir settu allar efnahagsáhyggjur til hliðar og voru i hátiðaskapi bæði þessi ár. — (Vonandi að slikt geti haldizt). Það hefur trúlega kostað mikið að halda jafn margar og iburðarmiklar hátiðir og gert var á siðastliðnu ári og gera sér svona eftirminnilega dagamun. Einu sinni hafði sænskur blaða- maður eftir Halldóri Laxness, að það væri dýrt að vera íslending- ur. Séum við Islendingar ákveðnir I þvi, að vera sjálfstæð þjóð, þá verðum viö að halda áfram að kenna ungu kynslóðinni sögu þjóöarinnar og gera henni ljóst, aö við værum tæpast sjálfstæð þjóð núna, ef við hefðum ekki átt sterka menningarlega erfð. Viö skulum vona að siðastliðið ár hafi orðið ár vakningar með þjóðinni og unnið á móti hinni miklu alþjóðahyggju, sem sýnist hafa hertekið marga. Ariö 1874 var eitt þessara eftir- minnil. ára. Upp úr þvi var eins og þjóðin væri að vakna af margra alda svefni. Skáldin ortu innblásin kvæði, sem næstum hvert mannsbarn i landinu lærði utanað. Þar var slegið á alveg nýja strengi og það var eins og þjóðinni hefði verið gefið töfralyf. En árið 1974 verður okkur Árnesingum minnisstætt fyrir fleira en að haldin var mikil landsnámshátíð. Þann 14. júni 1974 var Listasafn Arnessýslu opnað i nýjum og ágætum húsakynnum. Opnun Listasafns Arnessýslu i eigin húsakynnum er stór menningar- viðburður I sýslunni. Listasafn Arnessýslu saman- stendur af tveimur verðmætum gjöfum. Málverkagjöf frú Bjarn- veigar Bjarnadóttur sem hún af- henti 19. okt. 1963, og er hún gefin til minningar um móður frú Bjarnveigar, frú Guðlaugu Hannesdóttur frá Skipum i Stokkseyrarhreppi. Hin gjöfin er safn tréskurðarmynda og nokk- urra höggmynda, sem Halldór Einarsson frá Brandshúsum i Gaulverjabæjarhreppi gaf Arnessýslu með gjafabréfi dag- settu 2. mai 1969. Gjöf Halldórs Einarssonar skal vera sjálfstæð deild i Listasafninu og nefnist „Minning Brandshúsa- hjónanna.” Halldór Einarsson afhenti safn sitt formlega 14. júni 1974. Halldór iæröi tréskurö hjá hinum þekkta hagleiksmanni Stefáni Eirikssyni i Reykjavik og fékk hjá honum sveinsbréf i þeirri grein 1921. A þeim árum var held- ur litið aö gera I þeirri grein i Reykjavik. Það var lltið um pen- inga og enginn eða sára fáir gátu veitt sér þann munað að kaupa listaverk eða láta skreyta heimili sin með tréskurði. Það varð þvi að ráði hjá Halldóri að hann fór til Ameriku árið 1922. Þegar Halldór hafði lokið tréskurðarnámi átti hann ekkert handbært fé, bróðir hans var þá farinn vestur fyrir nokkrum ár- um og hann sendi Halldóri fyrir fargjaldinu. Fyrsteftir að vestur kom hafði Halldór litið að gera og tók það hann á annað ár að endur- greiða bróður slnum skuldina. En fljótlega fór hann svo að fá vinru við tréskurð og vann hann lengst af i húsgagnaverksmiðju og vann við að skreyta húsgögn. Gerði hann mikið að þvi að skreyta skrifborð sem smiðuð voru úr eik. Voru þau oft á tiðum seld á háu verði. En Halldór notaði timann vel þegar hann var vestra. Hann fór fljótlega að sækja námskeið i höggmyndalist og skurði. Þar lærði hann aðhöggva i marmara. Eru margar marmaramyndir hans undurfagrar og sýna mikiö hugarflug. Um þriggja ára skeið vann Halldór að skemmtil. verkefni. Hjörtur Þóröarson uppfinninga- maður og verksmiöjueigandi i Chicago átti sérstætt og merki- legt bókasafn, þar voru meðal annars margar gersemar frá sextándu og sautjándu öld. Hjört- ur fól Halldóri það verkefni að skreyta húsgögnin sem voru þar. Þar I var skrifborö Hjartar sem var kjörgripur. Hugmyndirnar að myndunum, sem Halldór skar i bókasafni Hjartar sótti hann flestar i nor- ræna goðafræði. Þá skar hann þar myndir um atvinnuhætti tslend- inga. Umhverfis myndirnar hafði hann oft skreytingar með blöðum, ormafiéttum og rúnaletri. Hjörtur Þórðarson, sem var maður sérstæður og hugmynda- rikur átti eyju I Michiganvatni, sem Klettey (Rock Island) heitir þar byggði hann miklar bygging- ar m.a. mikinn skála, var hann byggður i svipuðum stil og fornar klausturbyggingar. 1 þessari byggingu var mikiil samkvæmis- salur og i honum stór arinn en yfir honum gerði Halldór skreytingar, meðal annars risti hann með rún- um erindi úr Hávamálum. Við þessi verkefni hjá hinum is- ienzka uppfinningamanni undi Halldór sér hið bezta, enda hafði hann frjálsar hendur um hvemig hann leysti verkefni sitt af hendi þó h ann ræddi oft um verkefni sitt við Hjört. Ég minnist þess, að haustið 1951 þegar ég kom til Valdimars Bjömssonar i Minnesota ásamt nokkrum öðrum tslendingum tók hann okkur tveim höndum og ræddi margt við okkur, og fór þá oft á kostum f frásögninni. Finnst mér ég tæpast hafa hlýtt á annan fremri frásagnameistara. Eitt af þvi sem hann sagði okkur frá var sumarbústaður eða sumarhöll Hjartar Þórðarsonar raffræð- ings. Þá sagði hann okkur frá verkum hins snjalla tréskurðar- meistara, sem hafði unnið að skreytingum hjá honum árum saman, og hvað þessar skreyting- ar hefðu tekizt vel. Jafnframt þvi að Halldór stundaöi vinnu sina hjá öðmm vann hann að útskurði i frlstundum sinum. Eftir þvi sem árin liðu fóru að safnast hjá hon um margir munir. Þá fór hann að velta þvi fyrir sér hvort hann gæti ekki komið þessum verkum sin- um heim til tslands. Þegar kona hans var látin ákvað hann að flytjast heim til tslands. Seinustu árin hefur Halldór dvalið á Hrafnistu, þar sem hann hefur litla vinnustofu. Halldóri fór llkt og hinum fornu vikingum, að hann fór til lang- dvalar meðal framandi þjóða til að afla sér fjár og frama, en þeg- ar árin færðust yfir leitaði hann aftur heim til ættjarðarinnar. Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Þegar heim var komið ákvað Halldór að gefa ættbyggð sinni verk sin. Það var ekki nóg með að Halldór gæfi Ar- nessýslu verk sin, hann lét lika fylgja þeim stóra fjárhæð, sem renna skyldi til þess að koma myndum sinum fyrir. Tréskurður er ein elzta list- grein islenzku þjóðarinnar. Mér finnst að Halldór fari sinar eigin leiðir i listsköpun sinni og i mörg- um mynda hans kemur fram mikiö hugmyndaflug og sumar mynda hans eru djúphugsuð verk. Þá hefur hann skorið margar myndir sem eiga að sýna sögu þjóðarinnar á táknrænan hátt. Með gjöf sinni hefur Halldór reist foreldrum sinum óbrot- gjaman minnisvarða. Arnessýsla er stolt af þvi að hafa alið son, sem hefur haft efni á að gefa svona verðmæta gjöf. Hafðu þökk fyrir gjöf þfna, Halldór Einarsson. Jón Guðmundsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.