Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 10. júli 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aöalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Almenningsheill Vegna hinna gifurlegu verðhækkana á oliu hafa augu manna opnazt enn betur fyrir þeim miklu ó- beizluðu auðlindum, sem við Islendingar eigum fólgna i jarðhita og vatnsföllum. Einungis er búið að virkja 5% af jarðvarma þeim, sem hér er að finna, en um 8% af vatnsföllum. Af eðlilegum ástæðum voru orkumálin ofarlega á baugi á siðasta þingi. Fyrirhugaðar eru miklar virkjunarframkvæmdir á Norðurlandi og Austur- landi fyrir utan virkjun Hrauneyjarfoss hér sunn- anlands. Þá eru orkumál Vestfirðinga einnig i deiglunni. Er enginn ágreiningur um það meðal þingmanna að hraða beri virkjunarframkvæmd- um, þótt e.t.v. sé einhver ágreiningur um það i hvaða röð eigi að framkvæma þær. Meðal þeirra mála, sem hlutu afgreiðslu á sið- asta þingi, var frumvarp um Hitaveitu Suður- nesja. Hér er um stórkostlegt hagsmunamál að ræða fyrir ibúa á Suðurnesjum og nauðsynlegt, að virkjunarframkvæmdir tefjist ekki frekar en orðið er. Málið hefur tafizt vegna þess að samn- ingar hafa ekki tekizt við landeigendur, sem hafa krafizt þrisvar sinnum hærra verðs fyrir land sitt en Hitaveita Suðurnesja hefur boðizt til að greiða. Þrátt fyrir, að svo mikið beri á milli, er ekki loku fyrir það skotið, að samningar takist, en úr þvi fæst skorið á allra næstu dögum. Þessi deila leiðir hins vegar hugann að þvi, hvort ekki sé þörf skýrari lagaákvæða um eign- aryfirráð og nýtingu jarðvarmans með almenn- ingsheill fyrir augum. Tillaga þess efnis var bor- in fram af rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar á sin- um tima, en hlaut þá ekki afgreiðslu. Málið var siðan aftur tekið upp á siðasta þingi og voru skoð- anir mjög skiptar. Var þvi m.a. haldið fram, að tillagan bryti i bága við stjórnarskrána. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra lýsti þeirri skoðun sinni i umræðunum, að jarðhiti og jarð- hitasvæði ættu að vera i almenningseigu, þegar þeim væri þannig háttað, að landeigendur gætu ekki notfært sér þau, án meiriháttar og mikilla tilfæringa. Enn fremur þyrfti ekki að deila um það, að löggjafarvaldið gæti sett þær reglur um hagnýtingar- og umráðarétt jarðhitans, sem það kysi. í framhaldi af þvi sagði Ólafur Jóhannesson: „Hitt getur þá aðeins orðið deila, sem oft kemur fyrir, hvort um sé að ræða almenna takmörkun eignarréttar, sem ekki er bótaskyldur, eða eign- arnám, sem á að greiða bætur fyrir.” Viðvikjandi deilunni við landeigendur á Suður- nesjum verður i lengstu lög að vona, að samning- ar takist með eðlilegum hættu. Að öðrum kosti sýnist óhjákvæmilegt að beita takmörkun eignar- réttar i almannaþágu. í þvi efni er rétt að hafa i huga, sem Ólafur Jóhannesson benti einnig á, að jarðvarmi er ekki á ákveðnum bletti, heldur orka, sem liggur sistreymandi neðanjarðar, og getur þess vegna tilheyrt fleiri eignarlöndum en einu. Árangurinn fer eftir þvi, hvar og hvernig er borað. Þetta er nákvæmlega sama sagan og menn ráku sig á með oliuna. Þess vegna voru sett sérstök lög i Bandarikjunum þar að lútandi.—-a.þ. AAervyn Jones, New Statesman: Uggvænlega horfir í stjórnmálum Indlands Forsætisráðherra hefir mistekizt og glatað trausti framfarasinna „HÆTTULEGT er og skaö- legt að láta hatur og óbeit stjórna lifi slnu og gerðum, þar sem þessar tilfinningar eyða dýrmætri orku, tak- marka hugsunina og brengla og koma i veg fyrir, að hún skynji sannleikann”. bannig komst Jawaharial Nehru að orði i lokakafla sinn- ar merku bókar, sem hann samdi sem bréf til dóttur sinn- ar. 1 bókinni rifjaði Nehru upp sögu Indlands og horfði fram til þeirra tækifæra, sem gæf- ust með fengnu frelsi. Þegar Nehru ritaði bók sina sat hann sem pólitiskur fangi i Ahmeanger, og var haldið þar inni án þess að mál hans kæmi fyrir dóm. Forusta Kongress- flokksins lýsti opinberlega yfir i ágúst 1942 þeirri ætlan sinni, að hefja óhlýðnibaráttu til þess að reyna að knýja fram fulltrúastjórn. Áður en úr framkvæmdum yrði — og raunar aðeins fáeinum klukkustundum eftir að yfir- lýsingin var birt — voru nokk- ur hundruð forustumenn flokksins handteknir á heimil- um sinum. Þekktastir þeirra voru þeir Gandhi og Nehru. Lýst var yfir neyðarástandi, ritskoðun sett á og lagt blátt bann við fundahöldum og kröfugöngum. Andspyrnu al- mennings gætti þó mjög viða þrátt fyrir þessar ráðstafanir, og litt þekktur sósialisti gegndi þar mikilvægu forustu- hlutverki. Það var Jaya- prakash Narayan. RÁÐSTAFANIRNAR, sem Indira Gandhi hefir nú gert, minna óþægilega á atburðina frá 1942, og voru einnig gerðar til þess að koma i veg fyrir baráttu, sem aldrei hófst. Andstæðingar forsætisráð- herra eru blandaður hópur reyndra forustumanna i Kon- gressflokknum, trúarleiðtoga Hindua og lýðræðisjafnaöar- manna, eins og andstæöingar varakonungs á sinni tið. Staðreynd er, að stjórn Ind- lands hefir aldrei afnumið öflugt kerfi einræðisvalds, sem tekið er að erfðum frá stjórn Breta i Indlandi. Stjórn Nehru lét þetta ógert eins og aðrar indverskar stjórnir. Er- lendir gestir, sem leggja leið sina til Nýju Dehli, fagna þvi, sem þeir sjá, og lýsa landinu sem „stærsta lýðræðisriki heims”, þar sem blöð eru frjáls, rökræður eru þreyttar i þinginu og stjórnmálabarátta háð hvarvetna af kappi. Yfirborðsmyndin er þó ekki alls kostar rétt. Oft kemur fyr- ir, að stjórn landsins neitar að „staðfesta” umbótalög, sem samþykkt hafa verið á lög- gjafarþingi einhvers af fylkjunum tuttugu og tveimur. Fylkisstjórarnir taka stund- um allt vald i sinar hendur, en stjórn landsins skipar þá i em- bætti að frönskum sið, en þeir eru ekki kosnir eins og banda- riskir fylkisstjórar. Handtökur án dóms og laga eru tiðar til þess að þagga niður i andstæðingum i stjórn- málum, og hinum handteknu er oft haldið lengi i fangelsi án þess að mál þeirra séu tekin fyrir. Þá hefir stjórn landsins oft lýst hættuástandi, tekið sér vald i samræmi við það og beitt f jöldahandtökum til þess að kveða niður verkföll. Þetta gerði stjórn Indiru Gandhi i verkfalli járnbrautarstarfs- manna fyrir skömmu. Indira Gandhi EKKI þyrfti gjörbreytingu til þess að gera Indland að ein- ræðisriki. Nægja myndi að beita hvað eftir annað neyðarráðstöfunum og taka sér þannig lögmætt vald. Þrátt fyrir þetta var ég van- trúaður þegar ýmsir stjórn- málamenn svo sem Morarji Desai sögðu mér i Delhi 1970, að Indira Gandhi væri að búa sig undir einræði. Hún hafði leikið þá suma grátt, var að taka við sem forsætisráðherra og sýndist fara eftir sinum eigin vilja en ekki lúta dutlungum flokksleiðtoganna. Desai flutti hverja ræðuna af annarri án þess að hannværihindraður á nokkurn hátt. Hann hafði beðið ósigur i valdabaráttu og var raunar og er ihaldsmaður. Mér þótti þvi sem ásakanir hans minntu á orðbragð óánægðra öldunga- deildarþingm. úr hægri armi Demokrataflokksins um Franklin D. Roosevelt á sinni tið. Vist var um það, að Ind- verjar þurftu ákveöna stjórn, sem gæti brugðizt með skjót- um hætti við erfiðum vanda, og að þvi leyti stóð eins á fyrir þeim og Bandarikjamönnum i kreppunni miklu. Ópin um einræði létu þvi I eyrum eins og tilraunir til að trufla rót- tæka og vinsæla stefnu, sem ekki þýddi að ráðast gegn opinberlega. Indira Gandhi var þá með pálmann i höndunum eins og Franklin D. Roosevelt. Hún var hetja i augum hugsjóna- rikra stúdenta og allra, sem aðhylltust nýjar hugmyndir um menntun fjöldans, ódýrt húsnæði og fullnægjandi nær- ingu, eða með öðrum orðum hetja i augum alþýðunnar yfirleitt að þvi er bezt varð séð. EN spilin hafa aldrei verið stokkuð upp hjá Indverjum. Forsætisráðherrann hefði getað margt, en hefir raunar ekkert gert fyrir hinn land- lausa verkamann, þá sem okurleigu sæta eða atvinnu- leysingjana. Hagnaðurinn af „grænu byltingunni” rennur enn óskiptur til velmegandi bænda, sem stjórna vél Kon- gressflokksins. Af misljósum opinberum tölum má óhikað ráða, að þeir, sem búa við „al- gera örbirgð”, eru ekki framar þriðjungur þjóðarinn- ar, heldur helmingur. Hér er átt við það fólk, sem klæðist tötrum og fær aldrei maga- fylli. Þetta er engan veginn allt Indiru Gandhi að kenna.Heims kreppan hefir dregið úr er- lendri aðstoð og fjárfestingu, og verðbólgan hefir hækkað verð innfluttra nauðsynja. Margföldun oliuverðs hefir leikið Indverja eins og aðrar vanþróaðar þjóðir miklu verr en velmegandi þjóðir Vestur- landa, og með þvi hafa Araba- þjóðirnar launað Indiru illa einart og ákveðið fylgi. En þótt öllum afsökunum sé til tjaldað á atburðarás undan- genginna fimm ára, þá verða þyngst á metum, hve sárlega Indira Gandhi hefir brugizt þeim vohum, sem hún vakti. ÞETTA blasir við þegar rifjuð eru upp nöfn þeirra, sem eiga að hafa ætlað að hefja baráttuna gegn forsætis- ráðherra og nú eru bak við lás og slá. Morarji Desai er ihaldsmaður, eins og ég hefi áður sagt, leiðtogar sértrúar- flokks Hindúa eiga ekki lof skiliö og marxistar eru fornir féndur forsætisráðherra. En Jayaprakash Narayan er um- bótamaður af hinum gamla skóla Gandhis. A árunum upp úr 1960 hafði hann það ópóli- tiska hlutverk með höndum að reyna að fá stórbændur til þess að skipta jörðum sinum af sjálfsdáðum. Barátta Narayaris fyrir málstað fátæklinga i Bihar hefir svo að undanförnu leitt til þess, að hann hefir fordæmt stjórnendur þessa fylkis, enda hefir stjórn þess farið hörmu- lega úr hendi. Chandra Sekhar er svo einn hinna ungu, fram- sæknu stjórnmálamanna, sem stóðu drengilega við hlið Indiru Gandhi i striðinu innan flokksins 1969-1970. Honum var þá falið að hafa umsjón Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.