Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. júli 1975. TÍMINN 9 þessi annast dagleg ínnkaup i samráði við verkfræðideild og yfirstjórn á staðnum. Sameining um viðgerðir gerir hlutina ódýrari en ella 1 upphafi beindist starfsemin að viðhaldi og eftirliti með skrúfu- þotum félagsins, en frá 1. janúar 1974 höfum við einnig annazt við- hald Loftleiðavélanna og hjá Air Bahamas. Þessu fylgir viss hagkvæmni. Cargolux, Loftleiðir og Air Bahamas nota sams konar þotur og hagkvæmnin veröur meiri á stórum starfsstöövum en litlum. Aukinn flugvélafjöldi gerir hlutina einfaldari og ódýrari. Við hjá Cargolux erum þannig með 7 flugvélar. Fimm Rolls Royce skrúfuþotur og tvær DC 8 þotur, eða DC 8 63 og DC 8 55. — Er sama viöhald á vöru- flutningavél og farþegaflugvél? Eins og áður sagði, þá eru gerð- ar sömu kröfur til flugvélar, hvort sem hún flytur farþega eða vörur. Hitt er svo annað mál, aö margt er frábrugðið i farþega- véla og vöruflutningavél. t hinni siðarnefndu eru engin farþegasæti, færri snyrtiher- bergi. Ýmis búnaður, sem far- þegum er til þæginda, er ekki i vöruflutningavélunum, t.d. les- ljós og innréttingar eru og aðrar. Þar fyrir utan eru vélarnar nákvæmlega eins. Þó má geta þess að i vöruflutningavélunum er- lika séstakur vöruflutninga- búnaður, sem auövitað þarf við- halds og endurnýjunar við, eins og annað. Viðgerðir í fjarlægum heimshlutum — Nú flýgur Cargolux um allan heim. Eru viðgerðarmenn frá félaginu starfandi þar? — Nei. Við höfum einn tækni- mann erlendis, en hann starfar i Hong Kong. Um borð i flugvélun- um eru flugvélstjórar, en þeir eru allir lærðir flugvirkjar. Þeir hafa meðferöis nauðsynlegustu hand- verkfæri og ýmsan varahlutabún- að. Þeir geta annazt minni- háttar viögerðir ef með þarf. Ef meiriháttar bilun verður erlend- is, þá höfum við samvinnu við er- lend flugfélög eða viðgerðarsveit frá Luxemborg er send á vett- vang ásamt nauðsynjum. Þaö siðastnefnda er algengasta lausn- in á slikum málum. Nú.sama er að segja um Loft- leiðir og Air Bahamas. Þeir hafa menn á sinum snærum á lendingarstöðum félagsins. — Hvað bera þessar vélar mik- inn farm? —■ Stóru þoturnar bera um 40 tonn, en skrúfuþoturnar um 27 tonn af vörum. Þó er það ekki ávallt þyngdin, sem segir til um magnið, rúmmál hefur mikið að segja lika. Islenzkir flugvirkjar í Luxemborg — Hvað vinna margir við þessa deild? m Umsvif CARGOLUX hafa aukizt stórlega og er félagið nú þegar I hópi þekktustu og áreiöanlegustu félaga, er starfa að vöruflutningum f lofti. Hér eru þrlr I þungum þönkum, en þeir verða að teljast eiga mik- inn þátt I viðgangi félagsins. Þeir eru Jóhannes Einarsson, verk- fræðingur og framkvæmdastjóri hjá FLUGLEIÐUM, Arendal, fram- kvæmdastjóri markaðsmála hjá Cargolux og Einar óiafsson, forstjóri Cargolux. Það fer ekki hjá þvl, að alþjóðaflugvöliurinn I Luxemborg sé svolltið „alþjóölegur”. A myndinni,, sem tekin er fyrir framan afgreiðslu CARGOLUX á vellinum sést rússnesk vöruflutningavél, sem var þarna aðsækja farm. Rússar taka ESSO benzin til heimferðarinnar, en bak við ollubllinn sést FLUGLEIÐA þota I flugtaki, en sllkar þotur bera 250 farþega. Siðan sést I stélið á CARGOLUX vél, ásamt hleðslu- vögnum. Farminum verður hlaðið I vélina af LUXAIR, en við það starfa menn frá öllum löndum Efna- hagsbandalags Evrópu. — Starfsmenn eru nú 142, þar af um 60 islenzkir flugvirkjar. Fjórir flugvirkjar eru frá Norður- löndunum og Bretlandi, en slikir menn eru sjaldfengnir, eins og allir vita, þvl verður að afla starfsliðsins frá mörgum löndum. — Þá má geta þess hér, að félagiö verður og telur sér skylt að halda með vissu millibili sér- stök námskeið I flugvirkjun. Nýir menn verða að fá sérstakt námskeið i hinum einstöku flug- vélagerðum, ef þeir hafa ekki unnið við þær áður, og reynt er með ýmsu móti að koma nýjung- um til starfsliðsins. Segja má, að flugvirki þurfi ekki minni endurnýjunar við en flugvélarnar. Nýjar flugvéla- tegundir, nýir hreyflar og ný tæki krefjast stöðugrar endurhæfingar og stöðugrar þjálfunar hjá tækni- mönnum flugfélaganna. Við verð- um þvi að fylgjast með. Viðgerðarreikningar fyrir 500 milljónir — Hvaö kostar svona starf- semi? — Það er svolitið erfitt að koma með e.a. ákveðna tölu. — Viö eigum varahlutina sjálf- ir i Cargolux vélarnar, en aðrar vélar leggja sjálfar til varahluti, eða eigendur þeirra gera það, svona i meginatriðum. Heildar- kostnaður við verkstæðin hér mun vera um 3.000.000 dollarar, eða um 500 milljónir Isl. króna. Jónas Guðmundsson. Svipmynd af farmvelli CARGOLUX I Luxemborg. Þarna eru vélarn- ar hlaðnar og afhlaöanar. -- v. r « ♦ DC 8 63 úthafsþota frá Air Bahamas International, (eign Flugleiða) hefur sig til flugs I Luxemborg. Flugleiðir og Cargolux fljúga sams konar þotum og viö þær er gert I Luxemborg af Islenzkum flugvirkj- um (að mestu). 142 manns vinna við viðgeröir og eftirlit á flugvélum Cargolux, Loft- leiða og Air Bahamas. Þar af 60 islenzkir flugvirkjar. Viögeröar- og verkfræöideildinni er skipt I 6 undirdeildir, sem reka mörg verkstæöi, mótorverkstæði, rafmagnsverkstæði, plötuverkstæði, radioverkstæði, hjólaverkstæði og ótalmargt fleira. Ef til vill eru allir mennirnir, sem hér sjást við störf sin Islenzkir, en viö þekkjum á efri myndinni Garðar Jónsson framkvæmdastjóra inn- kaupadeildarinnar, en Garðar rak áður tækni- og radioverkstæöi Land- helgisgæzlunnar (flugdeildar). Garöar hefur nú veriö búsettur I tvö ár I Luxemborg. Kona hans er Guðrún Freysteinsdóttir og eiga þau fjórar dætur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.