Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 10. júli 1975. Þegar hann „hætti" hjd Loftleiðum fylgdu honum 100 manns Tvær úthafsþotur undir „sama þaki' Sömu kröfur eru gerðar til flugvéla, hvort sem þær flytja farþega eða vörur á (.imniii' Hjurg\msson. Iramkvæniuastjori N'iögerðar- og verkl'ræðideildar CARGOLUX i I.uxemborg. Hann sér einnig um allt viðhald á úthafsþotum Flugleiða og Air Bahantas International. Gunnar hefur starfað i Luxentborg siðan árið 1902, er hann fór þangað á vegum Loft- leiða. Gunnar býr i Luxemborg. Hann er kvæntur franskri konu Evelvn og eiga þau tvo drengi. 1 fyrri greinum hefur veriö fjallaö um langa ferð til Austur- landa með CARGOLUX, skýrt hefur verið frá fjarlægum löndum og eins konar landnámi Cargolux- manna á ýmsum stöðum hinum megin á hnettinum, þar sem islenzkir menn eru nú tiðir gestir. Langleiðaþotur plægja himininn, yfir úthöf, lönd og eyðimerkur, færandi nauösynjar og munað Evrópu til fjarlægra heimshluta. 1 seinustu grein var gerö grein fyrir stofnun alþjóöaflugfélagsins Cargolux, sagt frá tildrögum þess, aö Loftleiöir (Flugleiöir) gerðust aðilar að fjölþjóðafyrir- tæki, sem gefiö hefur ótrúlega góöa raun. Fleira þarf en flugvél til að fljúga En það þarf fleira til en flug- vélar og flugmenn til þess að fljúga, bak við hvern floginn tima i þotu, þarf heilan her tækni- manna og stórar starfsstöövar, þvi flugvélar þurfa mikið viöhald, segja má, aö stööug endurnýjun fari fram á flugvélinni, allt frá þvi að hún er keypt og tekin f not- kun, þar til hún flýgur ekki meir. Þegar Loftleiðir notuðu Rolls Royce, skrúfuþoturnar, sem siöar uröu stofninn aö flugflota Cargolux, þá réði félagiö yfir viögeröaraðstöðu 1 New York. Nýja verkstæöis- og flugskýlið á Luxemborgarflugvelli er ótrúlega stórt. Þar rúmast inni tvær úthafsþotur, auk annars er þessu fylgir. Ef stærðin er skoðuð I hlutfalli við mennina, sem sjást framan við væng- ina, sést hversu ótrúlega stór þessi nýja bygging er. Þarna voru starfandi tugir og hundruð manna og tugmilljóna verðmæti var i birgðastöö félags- ins af varahlutum I vélarnar. Þarna i New York hlutu flug- vélarnar viögerðarþjónustu og skoöanir voru framkvæmdar, en slik verkstæöi eru algjör forsenda þess aö geta rekið áætlunarflug af öryggi — af viti. Við hinar nýju aðstæður, sumsé þær, að Flugleiðir tóku i notkun úthafsþotur á flugleiðum sinum, og hófu um sama leyti vöruflutninga til og frá Luxem- borg, þá lagöi félagið á borð meö sér flugflotann, fjórar, eða fimm Rolls Royce skrúfuþotur, en auk þess lagði félagið fram stóran varahlutalager og þjálfaö starfs- lið. Varðandi hið siðasttalda er það að segja, að liklega var þetta starfslið dýrmætara en flest ann- að, þvi með starfsliöinu fylgdi dýrmæt reynsla i viöhaldi og við- gerð skrúfuvélanna, tækni- reynsla, sem i rauninni var ómetanleg. //Tók" meö sér 100 manns/ þegar hann fór fra Loft- leiðum Viðgerðarverkstæði var stofnað i Luxemborg og á annað hundrað manns, mest Islendingar — fluttu frá New York til Luxemborgar og hófu störf hjá Cargolux, sem setti á stofn stórverkstæði þar I landi. Framkvæmdastjóri þessa stóra flugvélaverkstæðis er íslending- ur, Gunnar Björgvinsson og þeg- ar hann hætti hjá Loftleiðum til þess að verða framkvæmdastjóri verkfræði- og tæknideildar hjá Cargolux var það dálitill „blóð- taka” fyrir Loftleiðir, þvi með honum fóru 100 starfsmenn, sem áður höfðu unnið sömu störf hjá Loftleiðum. Við hittum Gunnar Björgvins- son að máli i skrifstofu hans i Luxemborgarflugstöðinni (marz 1975). Gunnar er Reykvikingur, 39 ára að aldri. Hann hafði þetta að segja um viðgerðar- og verk- fræðideildina, en fyrst spurðum við hann um starfsferil hans hjá LL. — Ég kom til starfa hjá Loft- leiðum i nóvember árið 1959 og starfaði við flugrekstursdeildir félagsins á Islandi og siöan i Hamborg en til Luxemborgar kom ég 1. janúar árið 1963. Starf okkar hér er að halda flugflotanum gangandi. Cargolux sér um viðhald og skoðanir á skrúfuþotum félagsins, ennfrem- ur um DC 8 þotur Cargolux, Flug- leiða og Air Bahamas. Flytja í nýtt flugskýli — Starfað í deildum Varöandi siðarnefndu flug- félögin er það að segja, að hag- kvæmtvarað sameina viðgerðar- og tækniþjónustu þessara þriggja félaga, og er það Cargolux, sem annast þá hlið málsins. — Við höfum aðsetur á alþjóða- flugvellinum i Luxemborg og höf- um undanfarin tvö ár, eða hálft annaö ár, búið við mikil þrengsli, en nú á næstu dögum munum við flytja i nýtt húsnæði, stórt flug= skýli og skrifstofuhús, sem Cargolux hefur reist hér á flug- vellinum. Þar verður auk annars unnt aö taka tvær úthafsþotur af stærstu gerð i hús. Ein aðalforsenda þess, aö unnt sé að reka flugfélag með nægjan- legri hagkvæmni og nákvæmni er, að félagið ráði yfir fullkom- inni tækni- og verkfræðideild. Frá öryggissjónarmiði er þetta lika mikilsvert, enda þótt strangt eftirlit sé viöast hvar með frá- gangi og ástandi flugvéla, sem eiga aö fljúga. — Segja má að þetta sé eitt af frumatriðunum. — Hjá okkur er starfsemi viðgerðar- og verkfræöideildar sem sé skipt i sex deildir. Það er verkfræðideild, sem sér um verk- fræðilegar athuganir á flugvéla- kostinum, fylgist með nýjungum o.s.frv., en segja má að flugvélar séu ávallt i sköpun. Nýjungar koma fram og eru kynntar — og sumar þeirra eru teknar i notkun. T.d. er nú verið að fullkomna radarkerfi vélanna og er verið að gera það um þetta leyti hjá fjöl- mörgum flugfélögum um allan heim. Það er svo i fluginu, að nýjungar eru ekki einskoröaðar við nýjar vélar, heldur og teknar i notkun i eldri vélum jafnóðum. Þá er það eftirlitsdeildin. Þar er séð um skoðanir og eftirlit með flugvélunum og fylgzt með ástandi þeirra á hverjum tima. Mjög strangar kröfur eru gerðar til flugvéla hjá flugfélögunum og sams konar kröfur eru gerðar til véla og áhafna i vöruflutninga- vélum og farþegavélum. „Fyrirbyggjandi" viðhald f lugvéla Þá er það skipulagsdeildin en hún skipuleggur allar skoðanir og viðgerðir á vélunum. Viðhald flugvéla er „fyrirbyggjandi” Það er ekki beðið eftir þvi, að eitthvaö bili og þá skipt um það eða gert við. Hver einasti hlutur i vélinni fær aðeins að vera þar óhreyfður ákveðinn tima, svo er skipt um og gamli hluturinn endurnýjaður, eða honum er fleygt. Allir hlutir hafa þannig ákveðinn, skráðan flugtima og þannig má segja, að innan ákveðins tima, þá hafi vélin verið endurnýjuð frá grunni, og svo til ekkert er eftir af nýju vél- inni, sem keypt var. Þessar skoðanir og viðgerðir eru flokkaðar, I stærri og minni „skoðanir”. Þetta er nauðsynlegt að skipuleggja, þannig að tafir verði sem minnstar, og stórar skoðanir mega ekki bera upp á sama daginn hjá öllum flugvélun- um i einu. Þá er sérstök deild, sem sér um daglegan rekstur. t hvert skipti sem flugvél lendir, eru fram- kvæmdar vissar athuganir og lagfæringar, og þessi deild sér um það. Býr vélarnar til næsta áfangastaðar. Framleiðsludeild sér um endur- byggingu eða endursmiði vélar- hluta. Þar er átt við ýmis stjórn- tæki úr flugvélunum, þrýstibúnað og þrýstikerfi, og þar eru mótorar settir saman. Þarna eru prófaðir ýmsir flugvélarhlutar, sem fara eiga i vélarnar, dælur, raftæki og fl„ sem of langt yrði upp að telja. Að lokum er svo starfandi inn- kaupa- og eftirlitsdeild, en sú deild sér um innkaup 1 samvinnu við aörar tæknideildir og sér um að nauðsynlegar varahlutabirgð- ir séu ávallt fyrir hendi og til taks, þegar á þarf að halda. Deild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.