Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. júli 1975. TÍMINN 3 BRÁÐABIRGÐALÖG UM 12% TÍAAABUNDIÐ VÖRUGJALD Forseti íslands gjörir kunnugt: Fjármálaráðherra hefur tjáö mér, að ekki hafi reynzt unnt, án þess að vandkvæð- um ylli, að lækka rikisút- gjöld á þessu ári að þvi marki, sem Alþingi hefur heimilað, auk þess hafi rikis- sjöður þurft að taka á sig auknar skuldbindingar vegna kjara- og verðlags- mála. Af þessum sökum muni hljótast verulegur greiösluhalli á rikissjóði, sem valda muni alvarlegu misvægi i þjóðarbúskapnum öllum. Beri þvi brýna nauð- syn til að tryggja fjárhags- stöðu rikissjÆs án tafar með aukinni fjáröflun, sem þó standi ekki lengur en til loka þessa árs. Fyrir þvi eru hér með sett bráðabirgðalög skv. 28. gr. stjórnarskrárinnar á þessa leið. NORRÆN ALÞÝÐUORLOF VILJA GERA NORÐUR- LANDABÚUM AUÐVELD- ARA AÐ FERÐAST HINGAÐ TIL ÍSLANDS BH—ReykjavíJc.-Samstarf Norð- urlandaþjóða um alþýðuorlof miðar að þvi, að stuðla að sem beztu sambandi á milli þjóða, og sér i lagi Norðurlandaþjóðanna. Það á að opna augu manna fyrir þvi, að til eru fleiri staðir en suðræn sólarlönd til að eyða á sumarfriinu. Við eigum að leita menningar- og samskipta við bræðraþjóðir okkar, og nú er haf- in þróttmikil barátta fyrir þvi að Norðurlandabúum gefist tækifæri til að heimsækja hver annan á ódýran og skemmtilegan hátt. Á þessa leið komst Arne John- sen að orði á blaðamannafundi i gær, en hann er framkvæmda- stjóri fyrir Norsk Folk Ferie, sem eru orlofs-og ferðasamtök norsku alþýðusamtakanna, og aðalritari Nordisk Folkreso, sem eru sam- tök Norðurlandaþjóðanna um alþýðuorlof. Samtök þessi voru stofnuð árið 1946, en það var ekki fyrr en á siðasta aðalfundi þeirra, sem haldinn var i vor, að ísland gerðist aðili. Óskar Hallgrimsson, banka- stjóri, kynnti Arne Johnsen fyrir bíaðamönnum, og ræddi um hans mikla starf að ferðamálum i þágu alþýðusamtakanna, ekki aðeins i heimalandi hans, Noregi, heldur og á Norðurlöndum. Hefðu þau hjón dvalið hér á landi um viku- skeið og kynnt sér alþýðuorlof hér. Þá ræddi óskar um tak- markanir þær á leiguflugi milli Norðurlanda, sem væru höfuðor- sök þess, hve dýrt er að fljúga á milli Norðurlanda, svo að Fimm biðu bana í umferðarslys- um í júnímánuði H.V. Reykjavik. Fyrstu sex mánuði þessa árs létust átta manns af völdum umferðarslysa þar af þrir á fyrstu fimm mánuð- um ársins, en fimm i júnfmánuði. A sama tfma i fyrra létust sjö manns i umferðarslysum, einum færra en í ár, þrátt fyrir að þá voru umferðarslys nokkru fleiri en i ár, bæði að meiðslum og eignatjóni. Flest slys á þessum tima voru af völdum árekstra og stærsti hópur slasaðra voru farþegar i bifreiðum. 1 skýrslu Umferðarráðs, um bráðabirgðaskráningu umferðar- slysa með meiðslum á fyrri helmingi ársins 1975, kemur fram, að fyrstu tvo mánuði árs- ins, janúar og febrúar, urðu engin dauðaslys i umferðinni hér, i marz urðu þau tvö, i apríl eitt, i mai ekkert, en i júni fimm. Slys með meiðslum urðu á sama tima 211, þar af 24 i janúar, 34 i febrúar, 42 f marz, 33 i april, 42 i mai og 36 i júni. Af þessum slysum urðu 184 i þéttbýli, en 35 i dreifbýli. Af hinum slösuðu voru 196 karl- ar, 97 konur. Þar af voru 97 öku- menn bifreiða, 10 ökumenn bif- hjóla, 20 ökumenn vélhjóla, 9 öku- menn reiðhjóla, 106 farþegar, 50 fótgangandi og einn, sem ekki flokkast undir neitt af þvi sem of- antalið er. í 104 tilvikum var um meiri- háttar meiðsli að ræða, i 181 til- viki minniháttar meiðsli, en 129 voru lagðir á sjúkrahús eftir um- ferðarslys. Af slysum þessum voru árekstrar 129, i 52 tilvikum var ekið á gangandi vegfarendur, i 2 tilvikum ekið á dýr eða hluti og 36 sinnum ekið út af vegi. í skýrslu Umferðarráðs kemur ennfremur fram, að flest um- ferðarslys i fyrra urðu i júli- og ágústmánuðum en þá létust fimm og 270 slösuðust i umferðarslys- um. „ELDUR í HEIMAEY" Á LONDON FILM FESTIVAL For'ráðamenn kvikmyndahá tíðarinnar London Film Festival hafa óskað eftir þvi að kvik- mynd þeirra Knudsen-feðga, ós- valds heitins Knudsen og Vil- hjálms sonar hans, „Eldur i Heimaey” fáist til sýningar á hátiðinni. Kvikmynd Ósvalds: „Surtur fer sunnan” hlaut sams konar viðurkenningu fyrir tiu ár- um. Vilhjálmur hefur undanfarin kvöld sýnt „Eldur i Heimaey” og „Þjóðhátið á Þingvöllum” i vinnustofu föður sins, og ætlar hann nú að taka upp sérstakar sýningar fyrir erlenda ferðamenn á daginn. 1. gr. A timabilinu 17. júli til 31. desember 1975 skal greiða i rikissjóð sérstakt 12% vöru- gjald af eftirgreindum vöru- flokkum. (Upptalning i toll- skrárnúmerum). 2. gr. Hið sérstaka vörugjald skv. 1. gr. skal lagt á verk- smiöjuverð innlendrar fram- leiösluvöru og innfluttrar vöru, sem fær einhverja vinnslumeðferð eða pökkum kostnaður við að fljúga hingað til Islands væri fyrir aðra Norður- landabúa tilfinnanlega miklu meirii langtima dvöl i sólarlönd- um með ferðalagi. Væri fullur hugur manna i norrænu alþýðuor- lofssamtökunum á þvi að binda endi á slikt misrétti, og hefði á siðasta aðalfundi samtakanna verið samþykkt, að taka málið upp við ráðherranefnd Norður- landaráðs til úrlausnar. Væri það skoðun samtakanna, að slikar hindranir standi i vegi fyrir þvi, að Norðurlandabúar kynnist á eðlilegan hátt. Arne Johnsen fagnaði þvi, að nú loks skuli hafa náðst fullkomin samstaða Norðurlandaþjóðanna með inngöngu Alþýðuorlofs hins Islenzka I Nordisk Folkreso. Þá rakti hann höfuðtilgang samtak- anna, svo sem áður er getið. Einnig hvernig lengja mætti sumarleyfistimann og nýtingu or- lofsheimila og orlofssvæða í hin- um ýmsu löndum með skiptiferð- um — en höfuðmarkmiðið væri það, að vekja skilning stjórnvalda og flugyfirvalda á þvi, en enn væri margfalt dýrara að fljúga á milli Norðurlandanna en bregða sér til dvalar á Spáni — og þessu yrði að breyta. Alþýðuorlof, sem er sameigin- legt fyrirtæki allra aðildarfélaga Alþýðusambandsins til að stuðla að ferðalögum og orlofsdvölum alþýðufólks, hefur starfað i 3 ár. Fyrir um það bil ári keypti Alþýðuorlof ferðaskrifstofuna Landsýn og rekur hana nú af myndarskap. Má ætla að á 6. þús- und manns hafi notið fyrir- greiðslu Alþýðuorlofs á þessu fyrsta ári ferðaskrifstofurekst- ursins. Forstjóri ferðaskrifstof- unnar er Kjartan Helgason. hér á landi og á tollverð innfluttrar vöru að viðbætt- um aðflutningsgjöfdum. Við vöruflokkun til gjaldskyldu skal flygt flokkunarreglum tollskárlaga nr. 6/1974. Umhið sérstaka vörugjald skv. 1. gr. skulu gilda, eftir þvi sem við geta átt, ákvæði eftirfarandi laga og reglu- gerða: a. Að þvi er tekur til inn- lendrar framleiðslu skulu gilda ákvæði laga nr. 10/1960 um söluskatt með áorðnum breytingum og reglugerða settra skv. þeim. b. Að þvi er tekur til innfluttrar vöru skulu gilda ákvæði laga nr. 6/1974 um tollskrá o.fl. og laga nr. 59/1969 um toll- heimtu og tolleftirlit. Við skil i rikissjóð á hinu sérstaka vörugjaldi af inn- lendri framleiðslu er heimilt að draga frá innheimtu gjaldi af sölu það sérstaka vörugjald, sem framleiðandi hefur sannanlega greitt við kaup á hráefnum og efnivör- um til hinnar gjaldskyldu framleiðslu. 3. gr. Hin sérstaka vörugjald skal greitt af sölu innlendrar framleiðslu frá og með 17. júli 1975 að telja og af innfluttum vörum,sem tekn- ar eru til tollmeðferðar frá og með 17. júli 1975. Hafi innflytjandi fyrir 17. júli 1975 afhent til tollmeðferðar skjöl, sem eru að öllu leyti fullnægjandi til þess að hægt sé að tollafgreiða viðkom- andi vöru þegar i stað skal varan afgreidd án greiðslu hins sérstaka vörugjalds skv. 1. gr. en þó þvi aðeins að tollafgreiðslu sé lokið fyrir 27. júli 1975. Sérstakt vörugjald skal einnig greiða af vörum, sem afhentar hafa verið innflytjendum með leyfi tollyfirvalda gegn tryggingu fyrir greiðslu aðflutnings- gjalda, sbr. 21. gr. tollskrár- laga, nema fullnaðartollaf- greiðsla eigi sér stað innan tveggja mánaða frá gildis- töku þessara lag. Eigi skal greiða sérstakt vörugjald við tollafgreiðslu af þeim vör- um, sem undanþegnar hafa verið tolli skv. heimildum i 3. gr. tollskrárlaga, heimild i 21. gr. laga nr. 11/1975, eða heimildum i sérstökum lög- um. 4. gr. Óheimilt er að hækka vegna álagningar hins sér- staka vörugjalds verð á birgðum vöru, sem sérstakt vörugjald hefur ekki verið greitt af. Ákvæði laga um verðlags- mál nr. 54/1960 um refsingar og viðurlög skulu gilda um brot gegn ákvæðum þessarar greinar eftir þvi sem við á. 5. gr. Ráðherra setur i reglugerð nánari ákvæði um tilkynningaskyldu, gjald- stofn, gjaldskyldu, gjald- daga, og aðra framkvæmd laga þessara. Ráðherra er heimilt að undanþiggja einstakar vörutegundir gjaldskyldu til þess ac tryggja samræmda og greiða framkvæmd laganna, ef sérstakar, brýnar ástæður eru til. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildiog gilda til 31. desember 1975. Gjört að Bessastöðum, 16. júli 1975. Kristján Eldjárn. (L.S.) Matthias Á. Mathiesen Veitt lausn frá embætti Forseti Islands hefur hinn 8 þ.m. samkvæmt tillögu dóms- málaráðherra veitt sýslumannin- um I Gullbringusýslu og bæjarfó- getanum i Keflavik og i Grinda- vik, Alfreð Gislasyni, lausn frá embætti, vegna aldurs frá 1. októ- ber 1975. llMÍ JL tm£L Q i Laxá á Ásum Kristján á Húnsstöðum sagði, að um sjö hundruð laxar hefðu verið komnir á land um hádegi á þriðjudag. Undanfarna daga hefur verið mokfiskeri, sagði hann, t.d. veiddust 38 laxar á þriðjudagsmorgun, en eins og kunnugter.er aðeins veittá tvær stengur og er hámarksveiði á stöng 20 laxar. Annar veiðimað- urinn var búinn að fá sina tutt- ugu laxa klukkan tiu um morg- uninn og hafði þvi ekki leyfi til að veiða meira þann daginn. Hinn átti eftir að fá tvo á hádegi. Nokkuð er farið að bera á smálaxi I ánni. Vatnið í henni helzt nokkuð jafnt, enda sér stiflan gegn um Laxárvatn og Svinavatn fyrir þvi að það sé nokkuð jafnt, og kemur ekki fyrir að það snöggminnki i þurrkum, eins og kemur fyrir á mörgum öðrum stöðum. Nú mun samt vera hálfur mánuð- ur siðan þarna rigndi sfðast. Langá Veiöi hófst i Langá 15. júni sl., og I gær voru rúmlega fjögur hundruð laxar komnir á land, að sögn Jóhannesar Guðnason- ar Anabrekku. Kalt var i veðri i byrjun veiðiti’mans og var veið- in treg framan af. Strax þegar hlýnaði i veðri gekk laxinn geysimikið, sagði Jóhannes. 1 siðustu viku var veiðin sérlega góð, og fengust allt frá tuttugu og fimm til þrjátiu og fimm lax- ar á dag, á neðsta svæðinu, sem er i landi Anabrekku og Langa- foss. Þar er veitt á fimm stang- ir. A miðsvæðinu, i landi Jarð- langsstaða, Hvitastaða og Háhóls er veitt á þrjár stangir, en uppi undir fjalli, i landi Stangarholts, Grenja og Litla- Fjalls, er veitt á tvær og hálfa stöng, en bændurnir þar selja veiðileyfi sin sjálfir. Veiðileyfi fyrir hin svæðin tvö, eru seld á skrifstofu Landssambands veiðifélaga, og var ekki hægt að anna eftirspurn i júnimánuði, en i næstu viku eru nokkrir dagar lausir, vegna þess að nokkrir út- lendingar, sem áttu pantað burgðust. Þá eru einnig nokkrir dagar enn til i ágúst. Mesta veiðin hefur verið á neðsta svæðinu, en um veiði á hinum svæðunum tveim gat Jó- hannes ekki frætt Veiðihornið um. A siðastliðnu sumri komu 1379 laxar úr Langá og árið 1973 1810 laxar. Frá Stangaveiðifélagi Reykjavikur 642 laxar voru komnir úr Elliðaám á hádegi i gær, sem er talsvert meira en á sama tima i fyrra, að sögn Friðriks Stefáns- sonar hjá SVFR. Undanfarna daga hefur veiðin þar verið mjög góð. Siðan 6. júli hafa erlendir laxveiðimenn haft Grimsáá leigu, og sagðist Frið- rik ekki vera með neinar tölur um veiði þaðan, en að hann vissi til, að laxveiðimennirnir hefðu veriðmjög ánægðir. Utlending- arnir hafa ána á leigu til 17. ágúst, en þá tekur SVFR aftur við henni. Stóra Laxá í Hreppum Veiði i Stóru Laxá hefur geng- iö með afbrigðum vel það sem af er veiðitímanum, en hann hófst 21. júni. Ekki var unnt að fá nákvæmar upplýsingar um tölu laxanna, sem komið hafa á land, en vitað er, að veiðin er meiri nú en fékkst úr ánni alian veiðitímann sfðastliðið sumar, en þá fengust aðeins 157 laxar. Leirvogsá Veiðin hófst 1. júli, og i gær voru um 120 laxar komnir á land. Veiðitiminn hófst einnig á sama tima siðastliðið sumar, en 15. júli 1974 voru aðeins 37 laxar komnir á land. Veiðin hefur þvi gengið mjög vel það sem af er veiðitimanum i ár, og búizt er við að meira fáist i sumar en i fyrra, en þá komu 332 laxar úr Leirvogsá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.