Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 4
.4 TÍMINN Fimmtudagur 17. júli 1975. Síðasti tangó u ó Kýpur ^ Henry Kissinger hefur verið mikið umtalaður í sambandi við friðarviðræður viða um heim. Þegar sáttatilraunir hans á Kýpur stöðu yfir voru margir heldur óánægðir með störf hans. og Grikkjum fannst hann draga um of taum Tyrkja, og öfugt. Einn Kýpur-Grikki, sem teiknar fyrir blöð, teiknaði þetta kort, sem hér sést og seldist það mikið. Á kortinu sést Kissinger dansa tangó við Bulent Ecevit, sem var forsætisráðherra Tyrk- lands, þegar Kýpurdeilan stóð sem hæst. Kissinger er klæddur i föt i fánalitum Bandarikjanna, og ber rós i hendi, og dansar brosandi tangóinn. Stúlka með bein í nefinu Þótt hún Noriko Ogura, sem þessi mynd er af, sé ekki nema hálfur annar metri á hæð, hefur hún til að bera ótrúlega mikinn viljastyrk og stendur fast á sinu. Hún er japönsk, fædd og uppalin i Tókió, og er yngsta bamið i stórum systkinahópi. Hún hlaut mjög strangt uppeldi foreldra með einkar ákveðnar skoðanir á skyldum barna við foreldra sina, ekki sizt dætra. En hún hafði samt sinar eigin, ákveðnu skoðanir á málunum, þó að hún færi ekki hátt með það. Hún var ákveðin að þvi, að hún ætlaði ekki að giftast, hvað sem foreldrar hennar segðu, fyrr en hún hefði getað stundað það nám, sem hugur hennar stóð til, en það var tónlistar- nám. Hún neitaði tiu biðlum, sem báðu hennar formlega, og þá loksins gafst fjölskyldan upp, og hún var send til Hamborgar i Þýzkalandi i tónlistarskóla. Hún hefur tekið beztu próf i skólan- um, sem hægt er að taka, bæði i söng og hlióðfæfaslætti, og tón- fræði. Einkum þykir ljóðasöng- ur hennar frábær, og var upp- selt á próftónleika hennar i ljóðasöng. Hún hefur nú verið fastráðin til Rikisleikhússins i Trier, en hún ræður sig samt að- eins til eins árs i einu. Nú hefur Noriko Ogura áunnið sér álit og frægð, og hennar nafn er þekkt i tónlistarheiminum, — og hún segist vera mjög hamingjusöm. Hvort hún fer svo allt i einu heim til Japans og giftist ein- hverjum af vonbiðlum sinum, er önnur saga. ■. ‘1 ★ ★ ★ ★ ★ ýl Hreinni sjór i Sjórinn i Eystrasalti er að hreinkast. Það sýna rannsóknir, sem sérfræðingar i strandrikj- unum hafa gert, en þau berjast i sameiningu gegn mengun hafs- ins i samræmi við samning, sem þau hafa gert með sér. t samtali við APN frettastof- una sagði Nina Gasilina, yfir- maður þeirrar deildar sovézku veðurþjónustunnar, er rannsak- ar og hefur eftirlit með mengun umhverfisins: — Á þessu sviði vinna Sovétrikin virkt starf i sam- vinnu við önnur sósialisk riki innan Comecon og nokkur fleiri lönd. 1 Sovétrikjunum litum við á náttúruvernd sem mjög þýðingarmikið mál. Það er bannað að stofna iðnfyrirtæki án þess að hugsa fyrirfram fyrir nægilegum hreinsitækjum. t efnahagsáætluninni fyrir árið 1975 er varið 1.8 milljörðum rúblna til náttúruverndar. Þær upplýsingar, sem eftirlits- þjónustan hefur safnað, sýna, að mörg af fljótum lands okkar eru orðin hreinni en áður, og andrúmsloftið er frá heilsufars- legu sjónarmiði orðið til muna betra i Moskvu, Leningrad og :★★★★★ Eystrasalti ' fleiri iðnaðarborgum, segir Gasilina ennfremur. M Sögulegt flug endurtekið 1937 flugu þrir sovézkir flug- menn sovézkri flugvél frá Moskvu yfir norðurpólinn til Vancouver á Kyrrahafsströnd Kanada. Nýverið endurtók sovézk áhöfn flugið, i þetta sinn i einni beztu farþegaflugvél Sovétrikjanna, IL-62. Áhöfnin i flugferðinni 1937 var skipuð Valeri Tsjaklov, Georgi Bajdu- kov og Aleksander Beljakov. Tveir þeir siðarnefndu voru einnig með I förinni I þetta sinn, en I stað Valeri Tsjkalov, sem lézt fyrir nokkrum árum, kom sonur hanSj Igor. 1 Vancouver var afhjúpað minnismerki um þetta sögulega atvik, flug milli Sovétrikjanna og Ameriku yfir norðurpólinn. Eftir hina hátiðlegu athöfn I Vancouver hélt sovézka flugvél- in áfram för sinni til San Francisco og þaðan til Washing- ton. DENNI DÆMALAUSI __--■ * .- — Þér mun liða vel hérna. Þetta er rólegt og vingjarnlegt hverfi. Viltu slást?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.