Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. júlí 1975. TÍMINN Hafa varla séð Austf ja rða rþoku na ísland tvöfaldast Útfærsla islenzku fiskveiði- lögsögunnar I 200 milur er að sjálfsögðu aðalumrææuefni fjölmiðlanna um þessar mundir. Dagblaðið Vlsir gerir útfærsluna að umræðuefni I leiðara sinum I gær og segir: „Eftir 15. oktöber verður ts- land tvöfalt stærra en það er nú. Það mun þá ná 200 mllur, suður, suðvestur og norðaust- ur f haf og hálfa leið til Græn- lands og Færeyja. Þetta verður eitt stærsta skrefið I landhelgisbaráttu tslendinga. Skrefið er fyllilcga tfma- bært. Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefur dregizt á langinn. Við getum ekki lengur beðið eftir þvl, að hún færi okkur 200 mllur á silfurfati, þvl að ýmsum mikilvægustu fiskistofnunum á tslandsmiðum fer hnignandi um þessar mundir. Undanfarin ár höfum við ekki veitt nema rúmlega helming aflans á tslands- miðum, þrátt fyrir tlðar út- færslur landhelginnar. Afli annarra þjóða hefur dregizt saman, en okkar afli hefur einnig dregizt saman. Skipa- kostur okkar er illa nýttur um þessar mundir og gæti hæg- lega afkastað öllum þeim veiðum á íslandsmiðum, sem fiskistofnarnir þola. Að sjálfsögðu munum við ekki fá að vera I friði með 200 milurnar fyrsta kastið. Bretar og Vestur-Þjóðverjar munu áreiðanlega beita okkur of- beldi samkvæmt venju. Það er ástæðulaus sjálfsblekking að gera ráð fyrir samkomulagi við þá I millitlðinni. Við getum ekki heldur varið hina nýju landhelgi gegn þeim. Við verðum þvl að horf- ast I augu við það enn um sinn, að erlend veiðiskip stundi of- veiði og rányrkju hér við land. Og friður I samningum verður of dýru verði keyptur, þar sem hér er um að ræða þaulvanar samningaþjóðir. Við verðum að láta okkur nægja að bita á jaxlinn og bölva I hljóði.” Skynsamlegt að neita ekki viðræðum Þá segir Vlsir enn fremur: „Skynsamlegt var af stjórn- völdum að gefa þegar I upp- hafi kost á viðræðum við þá aðila, sem hagsmuna hafa að gæta. Það gefur einhliða út færslu okkar geðslegri blæ I augum erlendra manna. En við skulum ekki gera ráð fyrir, að neitt komi út úr þessum viðræðum. Að minnsta kosti Bretar og Vestur-Þjóðverjar reyna að kreista hvern einasta blóð- dropa úr sllkum viðræðum og ekki skrifa undir neitt nema hálfgerða eða algera uppgjöf íslendinga. Það er þvl ástæðu- laust á þessu stigi málsins að fjölyrða of mikið um mögu- leika á undanþágum frá banni viðveiðum erlendra skipa inn- an 200 mllna. Þvi meira sem við tölum um nauðsyn á gagnkvæmri tillits- semi, svo og um hagsmuni okkar af vinsamlegum sam- skiptum við nágrannaþjóðirn- ar þvi sannfærðari verða viö semjendur okkar um, að við verðum viðráðanlegir og eftir- gefanlegir I samningum. Sanngirni af okkar hálfu herðir þá bara I kröfugerð sinni. Þegar er búið að beita okkur flestum þeim viðskiptaþving- unum, sem Bretar og Vest- ur-Þjóðverjar hafa tök á. Við sætum nú þegar refsitollum I Efnahagsbandalagi Evrópu og löndunarbanni I Þýzka- landi. Við geturn þvl yppt öxl- um, þótt löndunarbann I Bret- landi bætist við. Verði þeim að góðu.” Þolum eitt þorskastríð til viðbótar Loks segir I lciðara VIsis, að við þurfum ekkert á samning- um viö þessi ríki að halda. Við getum hæglega lifað af eitt þorskastrlð til viðbótar, þar sem að hafréttarráðstefnan mjakist áfram og færi okkur sigurinn heim aðlokum. Undir þau orð skal tekið. —a.þ. BH-Reykjavik. — Hérhefur verið mikið um ferðamenn og alveg einstök veðurbliða upp á sið- kastið, sagði óli Björgvinsson, fréttaritari Timans á Djúpavogi, er blaðið hafði samband við hann. En vegir eru farnir að versna vegna þurrka. Við höfum varla séð Austfjarðaþokuna i sumar, að heitið getur. — Annars erum við hálflamaðir eftir niðurstöður niðurskurðar- nefndarinnar, sem þurrkaði al- veg út fjárveitinguna til okkar. Þessir peningar áttu að renna i höfnina og heföu sannarlega komið sér vel. Það átti að ljúka við stálþil, steypa þekju og koma upp lýsingu. En þetta verður aö blöa, þótt slæmt sé. — Að öðru leyti er allt gott af okkur að frétta. Atvinna hefur verið næg og afli góður. Héðan eru gerðir út 3 bátar, einn tog- bátur og tveir á humar, auk þess sem einn humarbátur af Suður- nesjum hefur lagt hér upp. Við er- um enn að baksa við frystihúss- byggingu, og er vinna við hana að komast i gang aftur eftir að hafa legiö niðri frá þvi um áramót. Þetta frystihús fer að verða að- kallandi verkefni, þvi að gamla frystihúsið má heita orðið ónot- hæft. Kirkjukór fró Hamborg í tónleikaför Laugardaginn 19. júli kemur hingað til lands kór frá Luruper Kantorei i Hamborg. I ferðinni eru um 40 kórfélagar og byrja þeir söngför sina með þvi að syngja við samkomu i Skálholts- hátið sunnudaginn 20. júli. Næsta dag verður ekið að Gullfossi, Geysi og Þingvöllum og siðan á Akranes, en þar syngur kórinn i Akraneskirkju þriðjudaginn 22. júli kl. 21. A Akranesi munu kór- félagar skoða m.a. Byggðasafnið I Görðum og Sementsverksmiðj- una. Þá verða tónleikar I Akureyr- arkirkju fimmtudaginn 24. júli kl. 21, og siðan föstudaginn 25. júlí I Skjólbrekku I Mývatnssveit, en þar verður meira veraldleg efnis- skrá. Á krikjutónleikunum kemur Ósóttir vinningar Nokkrir vinningar i happdrætti Lögreglukórsins eru enn ósóttir, en þeir komu upp á eftirtalin númer: 988 — 1576 — 1707 — 1774 — 3720. Vitja má um vinningana hjá Kristni Óskarssyni, Kúrlandi 1, s. 85762. einnig fram organleikarinn Jiirgen Henchen, einnig sópran- söngkonan Angelika Borns og alt- söngkonan Meta Richter. Stjórn- andi er Ekkehard Richter. Að loknum söng i Skjólbrekku heldur kórinn suður Sprengisand og syngur að þeirri ferð lokinni I Reykjavik, eða föstudaginn 1. ágúst i Háteigskirkju. Stjórnandi kórsins var nemandi hins blinda orgelsnillings prófess- or M.G. Förstemann, er heimsótti tsland fjórum sinnum. Ekkehard Richter var um likt leyti við nám og fjórir íslendingar er stunduðu orgelnám hjá prófessor Förste- mann i Hamborg, en þeir eru Guðmundur Gilsson, Haukur Guðlaugsson, Máni Sigurjónsson og Jón G. Þórarinsson. Hafa þeir að miklu leyti séð um skipulagn- ingu ferðarinnar hér heima. Kór Lupuper Kantorei fer I tón- leikaferðir til Utlanda á tveggja ára fresti og að þessu sinni varð ísland fyrir valinu, en stjórnand- inn var hér á ferð með konu sinni árið 1972 og eru þau aðalhvata- menn ferðarinnar hingað. Auglýsing um sérstakt vörugjald Samkvæmt bráðabirgðalögum nr. 65/1975 skal frá og með 17. júll 1975 leggja á og innheimta sérstakt vörugjald af söluverði innlendra framleiðsluvara og tollverði inn- fluttra vara að viðbættum aðflutningsgjöldum. Gjaldið er 12% og nær til þeirra vöruflokka sem greindir eru I 1. gr. laganna en meðal þeirra eru eftirtaldir vöruflokkar, sem framleiddir eða pakkaðir eru innanlands.: Sælgæti hverskonar þar með talið súkkulaðikex sem al- mennt er selt I stykkjatali til neytenda. öl og gosdrykkir, ávaxtasafi, grænmetissafi, saft og aðrir óáfengir drykkir. Aldinsulta, aldinhlaup og aldinmauk. Niðursoðið og niðurlagt grænmeti svo sem grænar baunir, gulrætur, rauðrófur, agúrkur og blandað grænmeti. Gjaldskyldan nær einnig til ýmissa innfluttra vara, sem pakkaðar eru I neytendaumbúðir hér á landi svo sem syk- urs, kartöflumjöls, rúgmjöls og annarra mjölvara, þurrk- aðs grænmetis, krydds, ediks og edikslikis. Að öðru leyti visast til 1. gr. nefndra laga um gjald- skyldu. Þeir sem framleiða eða pakka hér á landi gjaldskyldar vörur skulu þegar tilkynna skattstjóra um þá starfsemi sina. Frá og með 17. júll skulu þeir leggja gjaldið á og inn- heimta það af söluverði gjaldskyldra vara og sérgreina það á sölureikningum sinum. Við skil á vörugjaldi I rikis- sjóð er framleiðendum heimilt að draga frá það sérstaka vörugjald sem þeir hafa sannanlega greitt á sama tlma við kaup á hráefnum og öðrum efnivörum til gjaldskyldr- ar framleiðslu. Gjalddagi vörugjalds af innlendri framleiðslu I júlí, ágúst og september er 1. nóvember 1975 og gjalddagi vörugjalds I október, nóvember og desember er 1. febrúar 1976. Við innflutning vörugjaldskyldra vara greiðist hið sér- staka vörugjald við tollmeðferð og reiknast það af toll- verði að viðbættum aðflutningsgjöldum. Við álagningu og innheimtu söluskatts myndar vörugjald söluskattstofn. Innflytjendur og aðrir sem selja hráefni og aðrar efnivör- ur til framleiðenda skulu við sölu á vörum, sem sérstakt vörugjald hefur verið greitt af við tollmeðferð, færa hana á sérstaka sölureikninga eða nótur og tilgreina þar fjár- hæð vörugjalds. Fjármálaráðuneytið, 16. júli 1975 SKIPAUTGCRB RIKISINS M/s Esja fer frá Reykjavlk þriðjudag- inn 22. þ.m. vestur um land I hringferð. Vörumóttaka fimmtudag, föstudag og til hádegis á mánudag til Vest- fjarðahafna, Norðurfjarðar, Siglufjarðar, ólafsf jarðar, Akureyri, Húsavlkur, Raufarhafnar, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar og Borgarfjarðar eystra. Strigaskór fyrir sumarið DOMUS Laugavegi 91 KEA Vöruhús GEFJIJN Austurstræti Kaupfélögin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.