Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 17. júli 1975. TÍMINN 15 ' i Framhaldssaga FYRIR • • BORN Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn inn minn kemur. Al- bert? Greifafrúin reyndi að tala með fullkom- inni ró, en varir henn- ar titruðu og hún horfði kviðafull á her- manninn. — Það eina, sem við,getum gert, er að verjast eftir föngum, frú min, svaraði Al- bert. — Kastalahurðin mun þola allmikla barsmið, og við eigum miklar birgðir af skotvopnum hérna uppi. Enginn mennsk- ur maður getur til langframa staðið við að brjóta upp kastala- hurðina, ef grjótinu rignir yfir hann og sömuleiðis sjóðandi vatni og bræddu blýi. — Sjáðu þá um, að eldunum sé haldið við. Og þú ætlar að hafa nánar gætur á öllu, sem gerist. Albert! — Þvi lofa ég statt og stöðugt, frú min, svaraði stallarinn. — En okkur er talsverð hætta búin, ef þeir hefja næturáhlaup á kastalann. Dagurinn leið. Óvinirnir gerðu ekki fleiri áhlaup. En köll þeirra og hlátrar heyrðurt frá vigturn- unum og vamarvirkj- unum, sem voru með- fram veggjunum, og herbúðir þeirra sáust allt i kringum kastal- ann. Seint um daginn hafði maður, sem verið hafði á verði uppi á þaki kastalans, alvarlegar fréttir að færa. Hann haföi séð, hvar hópur úr liði Með beitusmokkfisk fró Sovét Sovézka skipið Viktoras frá Tallin losar 600 lestir af smokkfiski á ísa- firði, en skipið kom einnig með beitusmokkfisk fyrir Reykvlkinga. „REYKJAVÍKUR ESAMBLE" Norðurlandskjördæmi eystra Þingmenn Framsóknarflokksins I Norðurlandskjördæmi eystra, Ingvar Glslason, Stefán Valgeirsson og Ingi Tryggvason, boða til funda sem hér segir (aðrir fundir auglýstir slðar): Húsavik föstud. 18. júli kl. 9 e.h. Breiðumýri laugard. 19. júli kl. 9 e.h. I HLJOMLEIKAFÖR TIL VESTUR-ÞÝZKALANDS Hinn 17. júli 1975 leggja 5 ungir hljóðfæraleikarar undir nafninu „Reykjavikur Ensemble” af stað i 6 vikna tónleikaför til Vest- ur-Þýzkalands. Þrir hljóðfæraleikaranna eru islenzkir, þau Guðný Guðmunds- dóttir konsertmeistari Sinfóniu- hljómsvéitar íslands, Ásdis Þor- steinsdóttir Stross einnig fiðlu- leikari' i Sinfóniuhljómsveit Is- lands og Halldór Haraldsson pianóleikari. Einnig Deborah Davis celloleikari frá Bandarikj- unum, sem ráðin var i Sinfóniu- hljómsveitina siðastliðið ár og Guillermo Figueroa frá Puerto Rico, en hann var meðlimur i Isamer ’74 og fór i tónleikaför um tsland siðastliöið sumar, meðal annarra með Guðnýju Guð- mundsdóttur og Halldóri Haraldssyni. Wolfgang Stross hefur skipulagt og undirbúið þessa tónleikaferð, sem Mennta- málaráð Islands styrkir fjárhags- lega, og er hann jafnframt fararstjóri i ferðinni. Haldnir verða 15 tónleikar viðs- vegar um Þýzkaland m.a. i Lunbeburg Benediktbeuren, Saarbríicken og fleiri stöðum I Suður-Þýzkalandi. Lýkur ferðinni með tónleikum i Hannover og Hamborg. Tónleikana á siðast- nefnda staðnum hefur Oswald Dreyer-Eimbcke, konsúll Islend- inga i Hamburg, séð um og styrkt. I ferðinni verða flutt verk eftir Haydn, Hasse, Brahms, Schumann, Schubert, dansar frá Puerto Rico og islenzk þjóðlög i útsetningu Jóns Ásgeirssonar, sem sérstaklega voru gerð fyrir þessa ferð. Eftir heimkomuna munu lista- mennirnir svo halda tónleika laugardaginn 6. september fyrir Tónlistarfélagið I Reykjavik. Hraðfrystihús Grundarfjarðar greiðir arð í fyrsta sinn Nýlega hélt Hraðfrystihús Grundarfjarðar h/f, aðalfund sinn fyrir árið 1974, i hinum nýja og vistlega matsal fyrirtækisins. I skýrslum stjórnar og fram- kvæmdastjóra kemur fram að þrátt fyrir miklar fjárfestingar við uppbyggingu og endurbætur á eignum félagsins hefur rekstur fyrirtækisins gengið vel. Helztu tölur úr reikningum fé- lagsins eru þessar. Keyptur fiskur kr. 82 millj. Vinnulaun kr. 36 millj. Afskriftir kr. 10 millj. Hagnaður kr. 3,3 millj. Niðurstöðutölur á tekjureikn- ingi kr. 170 milljónir og niður- stöðutölur á eignareikningi kr. 185 milljónir. Aðalfundurinn ákvað aö greiða hlutafjáreigendum 10% arð, og er það I fyrsta skipti, sem það er hægtfrá stofnun félagsins fyrir 33 árum. Góð aðsókn að ,,opnu húsi" Sérlega góð aðsókn hefur verið að þeim tveimur fimmtudags- kvöldum, sem verið hefur „Opið hús” i Norræna húsinu fyrir ferðamenn frá öðrum Norður- löndum. Þessi starfsemi heldur nú áfram með dagskrá á fimmtu- dagskvöld 17. júli, þar sem Guð- rún Tómasdóttir kynnir Islenzka þjóðlega tónlist og barnagælur við undirleik Ólafs Vignis Al- bertssonar. Siðar um kvöldið verður endursýnd kvikmynd Magnúsar Magnússonar „Þrjú andlit Islands”. Húsið verður opið frá kl. 20 til 2», bókasafnið verður opið, þó ekki til útlána, og kaffi- stofan er aö sjálfsögðu opin allt kvöldið. Seldur var á árinu freðfiskur fyrir 117 milljónir. Seldur var á árinu saltfiskur fyrir 24 miljónir Seld var á árinu skreið fyrir 3,8 milljónir. og framleitt var mjöl fyrir 16 milljónir. Stjórn Hraðfrystihúss Grund- arf jarðar h/f skipa þessir menn: Bogi Þórðarson, Hjálmar Gunn arsson, Vilhjálmur Jónsson, Þor- kell Sigurðsson, og Elis Guðjóns- son. Endurskoðendur félagsins eru, Jónas Gestsson og Garðar Eiriks- son. Framkvæmdastjóri er Hringur Hjörleifsson. Eldur í gömlu geymsluhúsi GS-Isafirði. — Um fjögur-leytið i gær kom upp eldur i gömlu geymsluhúsi, sem stendur hér i Neðstakaupstað. Varð af all-mik- iö bál, en slökkvilið kom fljótlega á vettvang. Kom eldurinn upp i rishæð hússins, þar sem geymt var mikið af nótum og rækjunetj- um. Er talið að húsið sé með öllu ónýtt, en allt brann á rishæðinni. Nærliggjandi hús tókst að verja, og komst eldurinn ekki i' þau. .Verjum áSgróðurJ vernduml land^gjl Breiðholtsbúarí Framsóknarfólkl Hverfasamtök framsóknarmanna i Breiðholti efna til skemmti- ferðar i Þórsmörk helgina 25.-27. júli n.k. Fariö verður eftir hádegi þ. 25. og komið til baka seinni hluta sunnudags. Þátttaka tilkynnist fyrir 18. júli i sima 71596 og 71196 eftir kl. 19.00 á kvöldin. Allt framsóknarfólk velkomið. Stjórnin. Ný slökkvibifreið til Hafnarfjarðar H.V. Reykjavik. Einhvern næstu daga mun slökkviliðinu i Hafnar- firði verða afhent ný slökkviliðs- bifreið, sem flutt hefur verið hingað til lands, en verið i vörslu Eimskipafélagsins um nokkurra vikna skeið, vegna erfiðleika á út- vegun fjár, til þess að leysa bifreiðina úr tolli. Bifreið þessi er af gerðinni Ford 600,framhjóladrifin, og mun vera með fullkomnustu slökkvi- liðsbifreiðum, sem fluttar hafa verið hingað. Kaupverð bifreiðar- innar mun vera milli 7 og 8 mill- jónir króna og hefur Hafnar- fjarðarkaupstaður undanfarið verið að leita eftir lánum, til þess að geta leyst hana úr tolli og tekið hana i notkun. I gær hafði Hafnarfjarðarkaup- stað ekki borist jákvætt svar frá neinni lánastofnun, en búist var við að fyrirgreiðsla fengist innan skamms. Það var Ford umboðið, Kr. Kristjánsson, sem sá um að panta bifreiðina frá Bandarikjunum, en Darley company, sem er þekkt fyrirtæki og hefur sérhæft sig i byggingu slökkviútbúnaðar, byggði yfir hana. O Norðmenn Hrefnuveiði er nú háð leyfum, og var það fyrst tekið ypp Ifyrra, að láta tslendinga færa veiði- skýrslur, en áður var nokkur óreiða á fyrrgreindum veiðum. Þá fær sjávarútvegsmálaráðu- neytið einnig skýrslur frá Norð- mönnum. Nýlega var á hvalveiði- ráðstefnu ákveðið, að kvótinn fyr- ir veiöarnar i Norður-Atlantshafi skyldi vera tvö þúsund hrefnur, en Islendingar veiddu siðastliöið ár rétt rúmlega eitt hundrað hrefnur. Kennara vantar að barna og unglingaskólanum Borgar- firði eystra. IJpplýsingar gefur formaður skólanefndar i siina 97-2901 eða Einar Þorbergsson i sima 16765 milli kl. 18 og 20. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 15. júli 1975. við heilsugæzlustöð á Kirkjubæjarklaustri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. október 1975. Umsóknir sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fvrir 15. ágúst 1975.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.