Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. júli 1975. TÍMINN 9 Stundin sem leið Matthias Johannessen: DAGUR, EI MEIR. Ljóö 74. Myndir: Erro. Almenna bóka- félagiö. Reykjavik. 1975. 82 bls. Þessi áttunda ljóöabók Matt- hiasar Johannessen er nokkuð sérstætt verk. Hún er nokkurs konar dagbók um árið 1974, speglar atburði þess árs, þjóð- hátiö og sitthvaö fleira. Bókin er i senn timabærog timabundin. 1 þessari bók beitir Matthias ljóðstil sem lesendur þekkja úr fyrri bókum: þar má til nefna Hversdagsljóö úr næstsiöustu bókinni, Mörg éru dags augu. Þetta er orðmargur still, prósaiskur og virðist hömlu- laus. Hugmyndatengslin bein og skirskotað til nánasta veruleika borgarbúans, reynt að höndla andblæ hraða og umróts sem hann hrærist i. Þannig lýsir skáldið viðureign einstaklings viö óhrjálegan og framandi heim sem sækir að frá öllum hliðum. Sú breyting hefur orðið á stil Matthiasar aö hann er nú ennþá prósaiskari og úthverfari en áður. Aðferð höfundar i Dagur ei meirminnir töluvert á blaða- mennsku. Hér er beinlinis fjallað um framhlið þjóðlifsins, atburði sem öllum eru kunnir. Islenzk nútiðarskáld eru mörg dul og innhverf, rýna i eigin hug, sækja gjarnan efnivið til berskuminninga sinna, bregð- ast við stórtiöindum heimsins ■ með hæglátri Ihygli. Vissulega hafa mörg ágæt ljóð verið kveðin á þessum nótum. Slikur skáldskapur getur á hinn bóginn oröið full einhæfur til lengdar. Þess vegna ber að fagna þvi þegar dyr eru rifnar upp og látið blasa um salarkynni ljóðsins. Þettahafanokkur skáld reynt aö gera á siðustu árum. Þar á meðal er Matthias Johannes- sen. Og aldrei hefur hann gert það á afdráttarlausari hátt en i þessari bók. Dagur.ei meirerafar auölesin bók, til þess fallin að meötaka i einni lotu. Það er einna likast þvi að ganga með Matthiasi um þjóöveginn og skoða það sem ber fyrir augu. Og vist getur það verið skemmtilegt, þótt ánægj- an sé dálitið öðru visi en sú sem — hafa má af þvi að skoða lýriska hagsmið. Lengsti kaflinn i Dagur, ei meir heitir óljóö um 1. mai: hann er i tuttugu og sex köflum og hefði reyndar mátt vera styttri. Nafnið skirskotar til óljóða Jóhannesar úr Kötlum og oftsinnis er til hans vitnað (kommúnistaskáldið, alþýðu- skáldið o.s.frv.) Auðvitað horfir Matthias öðrum augum á öld- ina, en báðum er þeim kommúnisminn umhugsunar- efni: Vér stöndum andspænis komm- únismanum vopnaðir gamalli vizku skal vera já já og nei nei með þessi vopn göngum vér út i lífið og nú heyrist æ sjaldnar: upp upp min sál og niður með bolsana. Nú heyrist æ oftar: upp með bolsana min sál! I þessu ljóði frá 1. mai veröur hin róttæka vinstrihreyfing (eða hreyfingar) Matthiasi nærtækur skotspónn. En skop hans er fremur góðlátlegt og kemur varla illa við neinn. Enda virðist afstaða skáldsins sú að bezt sé að láta þjóðfélagið i friði og „halda áfram/að dást að útsýn- inu... og finna marx I landinu/ og landið I marx...” Þvi ekki það. Annars er viðhorf eins og þetta vitaskuld engu miður póli tiskt en skoðun byltingar- manna. Afneitun hugmynda- fræöier hugmyndafræði i sjálfri sér eins og Sigurður Nordal sagði um heimspekilegar vangaveltur i öðru samhengi. Það er einkenni þessara ljóða Matthiasar að hann hefur gaman af að snúa á hvolf ýms- um alkunnum fyrirbærum úr samtiðinni. Hér eru tilvitnanir i dagblöð (Austri Þjóðviljans, sællar minningar., kemur við sögu) Orðaleikir eru nokkuð stundaðir: „Visitalan datt úr buxnaklauf/ vinstri stjórnar- innar/ og hagfótur þjóðar- likamans/þrútnaði óðum/af verðbólgunni.” Og Pétur þri- hross er „nú sérfræðingur i haf- réttarmálum”. Byltingin kemur mjög við sögu: en gegn henni er teflt gömlu fólki sem „lætur sér nægja þessa blóðlausu byltingu.” Likingar flestar eru nærtækar og einfaldar. Stundum er skemmtilega fariö meö likinga- málið (t.a.m. I Innskoti um Matthias Jóhannessen. þjóöarlikamann). Og „gamall togarakarl/með sigggrónar hendur/og vökulögin eins og páskasól/ i þykku halablóðinu”. Annað dæmi, af öðru tagi: „Miskunnarlaust voru dagarn- ir/dregnir á asnaeyrunum/ yfir öræfi landsins”. Fleira mætti tina til þótt þetta verði látið duga. óljóö um 1. mai er, eins og fleira hjá Matthiasi, misjafn skáldskapur, en i heilu lagi friskleg og býsna glögg mynd af þjóðfélagsafstöðu höfundarins. Hið sama má raunar segja um bókina i heild. Fósturlands ins freyja (innskot fyrir minni húsmóðurinnar) er framlag Matthiasar til umræöunnar um stöðu konunnar. Þetta er gott ljóð á sinn hátt, einlæglega ort, þótt rauðsokkum kunni að þykja litið til koma. — tJr hæjarlifinu er byggt á orðaleikjum sem ekki er mikið hlutverk ætlað, en verða einatt smellnir. Kosningar er á hinn bóginn lik- ara fyrsta kaflanum, létt skraf á m/iv kjördegi. Innskot um VL er nokkuð óljós texti: hvert er við- horf höfundar til þessa þjóð- félagsfyrirbæris sem kennt er við VL? Hljóðlikingin viö Velleklu og Völuspá er of lang- sótt og miðlar varla nokkru. Upp upp min sáler einnig miður heppnað ljóð. Þjóöhátiðarljóðiö sjálft er á hinn bóginn all- skemmtilegt. í sextánda og siðasta ljóði bregður skáldið meira að segja fyrir sig forn- máli. En fjórtánda ljóð endar á þessari fallegu mynd: Tengjumst tryggðaböndum eins og halli sér haf aö hrjóstrugum jökulsöndum. Umgerð þessarar bókar mynda tvö ljóð i hefðbundnum lýriskum stil sem Matthias hef- ur alltaf lagt töluverða rækt við. Þessi ljóö eru bæði vel ort og sérstaklega þykir mér siðasta ljóðið gott. Það er persónulegt, gætt næmri tilfinningu, viö- kvæmni og karlmennsku i senn. Ég get ekki stillt mig um að taka það hér upp: Nei, vinur, ég græt ekki, góði, Það er gaman að vera til, að finna brimsúg i blóði og brunann og sólaryl Hér sit ég og sem og skrifa og sæki minn þrótt i það lif sem fæstum er lagið aö lifa og leggst undir eggsáran hnif þeirrar stundar sem dauðinn dæmir mitt dáðlausa þrek til sin og mjakast sem maðki sæmir i moldina, guð minn, til þin. Ýmsir spakir menn hafa reynt að skýra hvað átt sé við með einkunninni „nútimaskáld- skapur”, sem mjög hefur veriö á loft haldið siðustu áratugi. A hinn bóginn læðist stundum að mönnum, að téðri einkunn sé einatt siett af algeru hugsunar- leysi. Þær ófrjóu deilur sem hér geisuðu fyrir einum til tveimur tugum ára um rim ljóða og rim- leysi, leiddu til þess að svo virtist sem ýmsir teldu nægilegt að sleppa rimi og stuðlum til að yrkja fullgilt nútimaljóð. Margurdauður texti hefur verið saman settur undir þvi merki. A hitt er að líta aö nú er skil- greining þess hvaö sé ljóð mjög á reiki. Þegar Þorp Jóns úr Vör kom út, töldu ýmsir að hér væri ekki ljóðlist á ferð, heldur venjulegur prósi. Slikt heyrist ekki lengur, enda Þorpið i tölu klassiskra ljóöabóka frá þessari öld. Ahrif Jóns úr Vör á yngri skáld eru ótviræð, og þar er Matthias Johannessen nær- tækt og gott dæmi. Og þegar hannbirti Hversdagsljóðsin var brugðist við á keimlikan hátt og þegar Þorpið kom út. Þannig sagði ljóðlistargagnrýnandi Skirnis i grein i ritinu (1973): „Þessi natúralistiska frásögn hefur engin einkenni ljóös... samþjöppun forms sem Matt- hias virðist oft vera að reyna fyrirsér með i þessari bók, hef- ur hverfzt i andstöðu sina, al- geran vaðal. Þetta er einfald- lega venjulegur hversdags- prósi, settur upp i mislangar linur og erindi”. Nú er vitanlega tómt mál að deila við fræðimann Skirnis um hvað sé vaðall. Hitt er ef til vill nær að hugleiða hver skuli vera „einkenniljóðs,” —og einnig þá skemmtilegu fullyrðingu rýnand ans að „Matthias gangi of langt i að vera nútimalegur” (!). Það er vist lika hægt nú á dögum. Auövitað má einu gilda hvort texti eins og Hversdagsljóö eða Dagur, ei meir er kallaður ljóð eða „hversdagsprósi”. Hitt skiptir máli hvort verkið hefur eitthvað að segja lesandanum, ber persónulegt svipmót og lifir sjálfstæðu lifi. Og þannig kemur bók Matthiasar mér fyrir sjónir. Hún gengur ef til vill ekki upp i formúlu fræðimanna um hvernig ljóð skuli vera (fremur en Rimblöð Hannesar Péturs- sonar fullnægðu formúlu sama Skirnisritara). En sem betur fer láta skáldin ekki hneppa sig i slika spennitreyju og hætta heldur á að sumir le^endur setji upp hundshaus. Hlutverk þeirra er aö spegla lif stundarinnar með þeim hætti.sem bezt hæfir hverju sinni. Það geta þau gert hvort sem þau sækja yrkisefni i djúp sögu og minninga, eða hrif- ast með iðandi straumi mann- lifsinsá þjóðveginum. Þvi meiri fjölbreytni i skáldskapnum, þvi betra. Gunnar Stefánsson IDILANDHELGI ÍSLANDS Þá er islenzkum skipum bannaðar allar veiðar á eftirgreindum svæðum og tlma: 1. Fyrir Suðurlandi á timabilinu 20. marz til 1. mai á svæði, sem afmarkast af linum, sem dregnar eru milli eftirgreindra staða: a) 63 gr. 32’0n.br„ 21 gr. 25’0 v.lg. b) 63 gr. OO’O n.br., 21 gr. 25’0 v.lg. c) 63 gr. OO’O n.br., 22 gr. OO’O v.lg. d) 63 gr. 32’0 n.br., 22 gr. OO’O v.lg. 2. Fyrir Vestfjörðum á svæði, sem takmarkast að vestan af linu réttvisandi 340 gr. frá punkti 66 gr. 57’ n.br. og 23 gr. 36’ v.lg. og að austan af linu réttvisandi 0 gr. frá punkti 67 gr. 01’ n.br. og 22 gr. 24’ v.lg. Að sunn- an er dregin lina milli hinna greindu punkta og að norðan takmarkast svæðið af linu, sem dregin er 50 sjómiur utan við grunnlinu. Sjávarútvegsráöuneytið mun ákvarða allar þær reglur, sem nauðsynlegar eru til verndar fiskimiðun- um i fiskveiðilandhelgi Islands. Ráðstafanir veröa gerðar að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunar- innar og Fiskifélags Islands. Nú á sér stað á tilteknu veiðisvæði seiða- og smá- fiskadráp i þeim mæli, að varhugavert eða hættulegt getur talizt, og mun þá sjávarútvegsráðuneytið, að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar, gera nauðsynlegar ráðstafanir til að sporna við þvl. Mun ráðuneytið með 'tilkynningu loka afmörkuöum veiöi- svæðum um lengri eða skemmri tima fyrir öllum tog- veiðum, svo og öðrum veiðum, ef nauðsynlegt þykir. Jafnan skal umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar liggja fyrir, áður en slikar timabundnar veiðitakmark- anir eru úr gildi numdar. Að öðru leyti skal Islenzkum skipum, sem veiða með botnvörpu, flotvörpu eða dragnót, heimilt aö veiða inn- an fiskveiðilandhelginnar, samkvæmt ákvæðum laga nr. 102 27. desember 1973 um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót I fiskveiöilandhelginni, eða sér- stökum ákvæðum, sem sett verða fyrir gildistöku reglugerðar þessarar. 4. gr. Botnvörpuskip skulu hafa öll veiðarfæri i búlka inn- anborðs, þannig að toghlerar séu I festingum og botn- vörpur bundnar upp, þegar þau eru stödd á svæðum, sem þeim er óheimilt að veiða á. 5. gr. Aflaskýrslur skulu sendar Fiskifélagi Islands á þann hátt, sem fyrir er mælt i lögum nr. 55 27. júni 1941, um afla- og útgerðarskýrslur. Nú telur sjávarútvegsráðuneytið, að um ofveiöi verði að ræða, og getur það þá takmarkað fjölda veiði- skipa og hámarksafla hvers einstaks skips. 6. gr. Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viður- lögum samkvæmt ákvæöum laga nr. 102 27. desember 1973 um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót i fiskiveiðilandhelginni, laga nr . 33 19. júni 1922, um rétt til fiskveiöa i landhelgi, með siðari breytingum, eða ef um er að ræða brot, sem ekki fellur undir fram- angreind lög, sektum frá kr. 10.000.00 til kr. 1.000.000.00. 7. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 44 5. april 1948, um visindalega verndun fiskimiða land- grunnsins, sbr. lög nr. 45 13. mai 1974, og fellur með gildistöku hennar úr gildi reglugerð nr. 189 14. júni 1972, um fiskveiðilandhelgi Islands og reglugerð nr. 362 4. desember 1973 um breytingu á þeirri reglugerö. 8. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi 15. október 1975. Sjávarútvegsráðuneytið, 15. júli 1975. Matthias Bjarnason, Jón L. Arnalds.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.