Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 10
ENGIN MISKUNN Íranskir lögreglumenn fylgjast með aftöku Mohammed Bijeh í gær en hann var dæmdur fyrir að misnota og myrða sextán börn. Áður en hann var hengdur voru hon- um veitt 100 svipuhögg. 10 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR Samkeppnisráð: Olíufélögin fá undanþágu SAMKEPPNISMÁL Samkeppnisráð hefur veitt Olíufélaginu, Olíuverzl- un Íslands og Skeljungi undanþágu til að skipta upp tíu samreknum bensínstöðvum á milli sín. Þessi undanþága gildir til 1. maí 2005 og þarf uppskiptingunni að vera lokið fyrir þann tíma. Samkomulag olíufélaganna felst í því að það félag sem hefur borið ábyrgð á rekstri viðkomandi bensínstöðvar tekur yfir eignarhald hennar og rekstur. Þannig kaupir Skeljungur eign- arhlut hinna félaganna í bensín- stöðvunum í Ólafsvík, á Fáskrúðs- firði, Hvammstanga og í Þorláks- höfn. Olíufélagið kaupir eignarhlut hinna í bensínstöðvum á Ísafirði, Kirkjubæjarklaustri og Dalvík og Olís kaupir hlut hinna í stöðvunum í Ólafsfirði, Stykkishólmi og á Siglu- firði. Samkeppnisráð telur uppskiptin leiða til aukinnar samkeppni í smá- sölu á þessum svæðum og því efna- hagslegra framfara. Félögin hafa lýst yfir að ekki verði reynt að hindra eða koma í veg fyrir samkeppni á þeim svæð- um sem samkomulagið tekur til. - ghs Stúdentaráð HÍ: Óvissa um nýja stjórn SKÓLAMÁL „Það er ekki komið á hreint hver verður formaður Stúdentaráðs né heldur hvernig ráðum og nefndum verður skipt en það verður ákveðið fljótlega,“ segir Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Í kosningum til ráðsins kom upp oddastaða sem hefur gert það að verkum að fresta hefur þurft skipun nefnda. Skipta átti embættum á þriðju- dag en því var frestað þar til á morgun. Jarþrúður segir samkomulag hafa náðst um að gefa þeim fylk- ingum sem hlut eiga að máli nokkra daga til að ráða ráðum sín- um. „Þetta er allt í bróðerni en þar sem ekki er komið á hreint hvern- ig starfstíma ráðsins verður hátt- að var þetta niðurstaðan.“ - aöe MOSKVA, AP Rússneska öryggislög- reglan hefur boðið þeim sem bent geta á dvalarstað tsjetsjenska uppreisnarleiðtogans Shamil Basajev lýtaaðgerð svo að öryggi þeirra verði tryggt. Kostnaðurinn við aðgerðina bætist við þær 600 milljónir króna sem yfirvöld hafa þegar sett til höfuðs Basajev. Í gær sögðu rússneskir emb- ættismenn frá því að einn for- sprakka ódæðisins í Beslan hefði sagt þeim að Aslan Maskhadov, fyrrum leiðtogi Tsjetsjena sem drepinn var í síðustu viku, hefði tekið þátt í að skipuleggja gísla- tökurnar í Beslan og því hefði hann verið réttdræpur. ■ M YN D A P Rússnesk yfirvöld með tilboð: Uppljóstrarar fá lýtaaðgerð UNDANÞÁGA VEITT Samkeppnisráð hefur veitt olíufélögunum undanþágu til að skipta upp tíu samrekn- um bensínstöðvum. DVALARSTAÐUR MASKHADOVS Ekki stendur þar steinn yfir steini enda beið Maskhadov bana í sprengingunni. Vilja byggja 500 íbúðir Fyrsti íbúinn gæti flutt inn á slippsvæðinu og við Mýrargötu í lok árs 2009. Umferð verður lögð í stokk og ný Mýrargata lögð ofan á hann. FRAMKVÆMDIR Uppbyggingu Mýrargötu og slippasvæðis gæti verið lokið árið 2010 ef tillögur að rammaskipulagi verður að veruleika. Tillögurnar voru kynntar í gær á vel sóttum kynningarfundi í gamla Búr- húsinu við Grandagarð. Reiknað er með þriggja til fimm hæða byggð að jafnaði en á ákveðnum stöðum verður leyft að byggja sex til sjö hæða hús. Gert er ráð fyrir 500 nýjum íbúðum og um 15.000 fer- metrum af atvinnuhúsnæði. Meðal annars er gert ráð fyrir íbúðum aldraðra á Héðinsreit ásamt þjónustukringlu og hjúkrunardeild. Gert er ráð fyrir að legu Mýr- argötu verði breytt og gatan lögð í stokk frá gatnamótum við Ægis- götu vestur að Ánnaustum. Ný Mýrargata verði lögð ofan á stokkinn til að dreifa umferðinni innan hverfisins. Svæðið sem um ræðir nær frá Ægisgötu vestur að Ánanaustum og frá Vesturgötu og niður að sjó, segir Richard Briem verk- efnisstjóri. Þá sé megnið af þessu svæði slippasvæðið gamla sem enn sé í notkun. Í húsum næst hafnarbakka er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi eins og verslunum, listagallerí- um og veitingastöðum á jarð- hæðum en skrifstofum á efri hæðum. Í byggingum þar fyrir sunnan er gert ráð fyrir íbúða- byggð en jafnframt möguleika á atvinnuhúsnæði á jarðhæðum. Þetta eru þó einungis tillögur en gera verður breytingu á aðal- skipulagi 2001-2024. Samkvæmt hugmyndum hópsins sem unnið hefur að tillögunum má búast við að rif á mannvirkjum hefjist á næsta ári og að fyrstu íbúarn- ir gætu flutt inn í lok árs 2009. Árið 2010 ætti því öllum fram- kvæmdum að vera lokið. Alla yfirlitsuppdrætti, greinargerðir og fylgigöng má nálgast á heimasíðu verkefnisins myrarg.is solveig@frettabladid.is MÝRARGATA 2010 Umferð sem nú fer um Mýrargötu verður leidd í stokk undir hverfið. Skref í átt til friðar: Tóku við stjórn Jeríkó JERÍKÓ, AP Palestínumenn tóku í gær við stjórn Jeríkó á Vesturbakkan- um. Borgin er sú fyrsta af fimm sem Ísraelar ráðgera að afhenda Palestínumönnum. Háttsettir embættismenn beggja þjóða þinguðu í allan gær um hvern- ig standa ætti að valdaskiptunum. Þegar ísraelskir hermenn tóku nið- ur fána sinn við vegtálma fyrir utan borgina um hádegisbilið og Palest- ínumenn drógu sinn að húni þótti táknrænum áfanga náð. Deilt var um hvort innsigla ætti samkomu- lagið með handabandi eða skrifleg en á endanum varð síðarnefnda til- lagan ofan á. ■ Skipasmíði: Fimmtungur í útsvar IÐNAÐUR Tuttugu prósent af kostnaði við viðgerðir skipa hérlendis skila sér aftur til op- inberra aðila. Afleidd velta tengdra greina er áætluð um 40 prósent. Þetta kemur fram í sameiginlegri skýrslu fullrúa iðnaðarráðuneytis, fjármála- ráðuneytis og Samtaka Iðnaðar- ins sem birt var í síðasta mán- uði. Það var fyrrum forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, Ingi Björnsson, sem reiknaði þetta út og hefur tölunum ekki verið mótmælt. Ingólfur Sverrisson, deildar- stjóri hjá Samtökum Iðnaðar- ins, segir að ekki sé leyfilegt að taka tillit til þessa þegar verið sé að reikna út tilboð. Hins veg- ar séu þetta áhugaverðar upp- lýsingar. - ss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.