Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 17. mars, 76. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 7.39 13.36 19.35 AKUREYRI 7.24 13.21 19.20 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Elma Dögg Gonzales, verslunarstjóri í versluninni Aveda í Kringlunni, tók sér góðan tíma í að velja uppáhaldið í fataskápnum því hún vildi velja eitt- hvað sem henni þykir afskaplega vænt um. „Það sem er algjörlega ómissandi í fata- skápnum mínum er háhælaðir skór sem hún amma mín átti. Ég elska ömmu mína út af lífinu því hún ól mig að miklu leyti upp og því þykir mér rosalega vænt um þessa skó. Við notum líka sama skónúmer. Hún átti þá þegar hún var um þrítugt eða 35 ára en hún er 71 árs í dag,“ segir Elma, sem hefur aðeins breytt skónum. „Þeir voru skærbleikir en ég spreyjaði þá svarta. Ég sé svolítið eftir því núna og ætti eiginlega að reyna að hreinsa upp svarta litinn og nota þá sem punt. Þeir virðast bara betur farnir svartir. Þetta eru sögulegir skór.“ „Þetta eru skór sem ég fer í bara til þess að vera í í tíu mínútur því hællinn er svo hár. Amma eyðilagði einmitt bakið á sér á þessum tíma og gætu skórnir hafa komið þar við sögu. Ég þori eiginlega ekki að nota þá því ég er svo hrædd um að brjóta mig,“ segir Elma en amma hennar var algjör pæja á sínum tíma. „Fólk átti ekki mikinn pening á þessum tíma en hún var alltaf uppápuntuð í rosalega fínum fötum. Þú ætt- ir að sjá myndirnar af henni síðan þá. Algjör pæja. Hún hefur líka gefið mér fullt af öðrum hlutum sem hún átti í gamla daga eins og nælur og annað skart og mér þykir rosalega vænt um þetta allt saman.“ ■ Þykir vænt um skóna hennar ömmu tilbod@frettabladid.is Barnafargjöld eru í boði til áfangastaða Iceland Express í sumar. Þau hljóða upp á 5.995 kr. aðra leið með sköttum. Tilboðið, sem þarf að bóka fyrir 16. maí, gildir fyrir öll börn 12 ára og yngri sem ferðast með fé- laginu í fylgd með fullorðnum fram til 30. septem- ber. Áfangastaðir Iceland Express eru Kaupmannahöfn, London og Frankfurt. Úrval-Útsýn býður síðustu sætin til Portúgal um páskana, 17. til 29. mars, á tilboðsverði. Verðið er frá 49.900. Gist er á Paraiso-hótel- inu, sem er frábær- lega staðsett mið- svæðis í Albufeira og með stórum sund- laugargarði. Verð á mann í viku er 49.900 miðað við fjóra í íbúð með einu svefn- herbergi og 59.900 miðað við tvo í íbúð með einu svefnher- bergi. Innifalið er flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk far- arstjórn. Verðið miðast við að bókað sé á netinu. Elma Dögg er álíka pæja og amma hennar og ber skóna vel í skærbleikum sokkum. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í tilboðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA TÍSKA TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Það gengur alltaf betur og betur með stafrófið og núna er ég loksins farinn að skilja til hvers þetta er! Systkini opna húsgagnaverslun BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 FRÉTTAB LAÐ IÐ /E.Ó L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.