Fréttablaðið - 17.03.2005, Síða 62

Fréttablaðið - 17.03.2005, Síða 62
46 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR Markús Örn Antonsson útvarps-stjóri er í sjálfheldu eftir að hafa ráðið Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra Frétta- stofu Útvarps enda gengur hon- um illa að verja gjörninginn og hefur fyrir vikið fengð 93% starfs- manna upp á móti sér. Staða Markúsar batnaði síst eftir að hann reyndi að réttlæta ráðninguna í Kastljóssviðtali við Sigmar Guðmundsson og Eyrúnu Magnúsdóttur á mánudaginn. Orð- in sem hann lét falla virkuðu sem olía á óánægju- bálið sem geisar í Efstaleitinu. Fréttablaðinu hefur borist þessir vísustúfar um þetta sögu- lega spjall sem eignaðir eru Hallgrími Helgasyni: Malar kvörnin Markús Örn um málið fréttastjóra á Kastljósbörnin beitir vörn í boði VÍS og Dóra Símon Birgisson, einn vaskastirannsóknarblaðamaður DV, skrif- aði á dögunum svokallað „sand- korn“ í blað sitt þar sem hann greindi frá því að Kaffibarinn hefði orðið illa úti í skattrann- sóknarrassíu sem lögreglan gerði á nokkrum skemmtistöðum í byrjun mars. Síðar kom á daginn að Kaffibarinn var ekki á árásarlista yfirvalda og stemmningin á þeim bænum öll hin besta. DV hefur þegar beðist velvirð- ingar á mistökunum en blaðamað- urinn er ekki búinn að bíta úr nál- inni og hefur verið settur í bann á Kaffibarnum og þeir sem þar fara með lyklavöld tala digurbarkalega um það á götum Reykjavíkur að það þýði ekkert fyrir Símon Birgis- son að freista inngöngu þar með þetta litla sandkorn á samviskunni. Lárétt: 2 sleipa, 6 bókaforlag, 8 hrós, 9 lærði, 11 tónn, 12 pár, 14 heilmikið, 16 utan, 17 fljótið, 18 fljótfærni, 20 greinir, 21 karl- fuglar. Lóðrétt: 1 efni, 3 málmur, 4 hrósaði, 5 forföður, 7 tignarmenn, 10 flugfélag, 13 á hlið, 15 hluta, 16 tímabila, 19 átt. Lausn: Lárétt: 2hála,6ab,8lof, 9las,11fa,12 krass,14ósköp,16án,17 ána,18ras,20 gr, 21arar. Lóðrétt: 1kalk,3ál,4lofsöng,5afa,7 barónar, 10sas,13ská,15part, 16ára, 19sa. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ÞAÐ ER ENGIN SPURNING. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S R O L 26 34 2 0 2/ 20 05 Sigurbjörn Þorkelsson, rithöfund- ur og framkvæmdastjóri Laugar- neskirkju, bað fyrir Auðuni Georg Ólafssyni, nýráðnum fréttastjóra Ríkisútvarpsins, í hádegisþætti Talstöðvarinnar á laugardaginn var. Sigubjörn sendi nýlega frá sér bænabókina Í skugga vængja þinna sem inniheldur 99 bænir sem geta átt við í margsnúnum að- stæðum lífsins. Hann fór með bænina fyrir fréttastjóranum að beiðni þáttastjórnenda og fórst það vel úr hendi. Fréttablaðið birtir hér bænina í heild sinni: Bæn fyrir fréttastjóra útvarpsins Kæri drottinn Jesús! Við þökkum þér fyrir að við fáum að leggja allt sem á okkur hvílir á þínar herðar. Þú hefur boðið okkur að gera það. Á þessari stundu leggjum við nýráðinn fréttastjóra, hann Auðun Georg Ólafsson, fram fyrir þig. Viltu vitja hans, viltu uppörva hann og styrkja. Viltu gefa honum friðinn þinn og hjálpa honum að finna að hann hvílir í þínum faðmi. Viltu gefa að þessi erfiðu mál sem hann stendur frammi fyrir – við að mæta í vinnuna sem hann hefur verið ráðinn til að gera – viltu gefa að þau mættu leysast. Viltu einnig blessa samstarfs- fólkið sem er ætlað að vinna með honum og stofnunina alla sem á að halda utan um hann. Viltu koma inn í þessar erfiðu aðstæður og viltu gefa að menn megi fara heilir frá borði, hver og einn, sáttir við sjálfa sig og alla menn. Í Jesú nafni. Amen. Bað fyrir nýráðnum fréttastjóra AUÐUN GEORG ÓLAFSSON Nýráðinn fréttastjóri Útvarpsins fékk óvænta bæn á Talstöðinni á laugardaginn. SIGURBJÖRN ÞORKELSSON Hefur gefið út þrettán bækur, þar af tvær bænabækur. Sú síðasta er Í skugga vængja þinna. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 180 þúsund manns. Um hundrað þúsund. Ibrahim Rugova. Hönnunarsysturnar Hrafnhildur og Bára Hólmgeirsdætur opnuðu verslun í Nørrebro í Kaupmanna- höfn í lok síðasta árs. Óhætt er að segja að þær hafi fengið góðar við- tökur í borginni og hróður þeirra hafi borist hratt og vel út. Í nýjasta hefti danska tískutímaritsins Eurowoman er skemmtilegt viðtal við þær systur þar sem þær tala til dæmis um upphafið. Fram kemur að þær hafi byrjað að sauma sér föt því það hafi fengist svo ljót föt í bænum sem þær ólust upp í. Þar hafi bara verið ein verslun, sem hafi ekki átt upp á pallborðið hjá þeim. Hrafnhildur og Bára hafa starfað við hönnun síðan árið 2000, en þær stimpluðu sig rækilega inn þegar þær tóku þátt í tískusýning- unni Futurice sem haldin var í Bláa lóninu sama ár. Síðan þá hafa þær selt hönnun sína í Lundúnum, París, Tókýó, Hong Kong og á Ítal- íu. Björk ber á góma í viðtalinu sem eina af vinkonum þeirra og fram kemur að Hrafnhildur hafi starfað sem stílisti í myndböndum söngkonunnar. Hrafnhildur vill þó ekki gera of mikið úr því í viðtalinu enda sé Björk mjög skapandi sjálf og fari sínar eigin leiðir. Hrafnhild- ur og Bára segjast vera hrifnar af hönnun Jeremy Scott og Marjan Pejoski en hönnuðina þekkja þær báðar persónulega. Í Eurowoman er einmitt mynd af gulljakka í eigu Hrafnhildar sem kemur úr smiðju Jeremy Scott. Spurningunni af hverju þær hafi numið land í Kaup- mannahöfn er svarað. Sambýlis- maður Báru, sem er jógakennari, var á leið til borgarinnar í meira nám og ákvaðu þær systur að skella sér báðar með ásamt þriðju systurinni, Sigrúnu, sem sér um reksturinn á fyrirtækinu. Það er því sönn fjölskyldustemmning í höfuðborginni í bland við fríkaða tískustrauma. martamaria@frettabladid.is HÓLMGEIRSDÆTUR ERU AÐ VERÐA ÞEKKTAR Í KAUPMANNAHÖFN MARSHEFTI DANSKA TÍMA- RITSINS EUROWOMAN HÓLMGEIRSDÆTUR: STIMPLA SIG INN Í KAUPMANNAHÖFN Aftur í Eurowoman FRÉTTIR AF FÓLKI ...fær Sissel Kyrkjebö fyrir að heiðra landann með nærveru sinni. HRÓSIÐ AÐ MÍNU SKAPI JÓNÍNA SOFFÍA TRYGGVADÓTTIR, ÍSLANDSMEISTARI KAFFIBARÞJÓNA TÓNLISTIN Ég hef breiðan tónlist- arsmekk en er hrifnust af íslensk- um tónlistarmönnum, einkum Björk, Gusgus og Jagúar. Hef sótt tónleika með þessum listamönn- um og í kjölfarið orðið mikill að- dáandi. Heima hlusta ég mest á þessa tónlist og ekki síst Björk sem veitir mér mikinn innblástur þegar ég mála bollana mína. BÓKIN Eins og mörgum fannst mér Da Vinci-lykillinn spennandi. Ég las í framhaldi Engla og djöfla og þótti góð, en á náttborðinu núna liggur Bella Donna-skjalið. Ég hrífst af ráðgátum og spennu- sögum og les oftar en ekki mér til skemmtunar á sumrin, en meira námsbækur og kaffifróðleik á vet- urna. BÍÓMYNDIN Sá Leon eftir Luc Besson í flensunni um daginn. Mér þótti hún frábær afþreying, en fer annars sjaldan í bíó og alls ekki á amerískar vellumyndir. Sá margar mjög góðar á frönsku kvikmyndahátíðinni. BORGIN Kaupmannahöfn er æð- isleg og í algjöru uppáhaldi hjá mér. Temmilega víðfeðm, full af vellíðan og ekki of mikil stórborg. BÚÐIN Kolaportið. Ég er mikill gramsari og leita uppi markaðs- stemningu, eins og ég kynntist þegar ég bjó í Belgíu og Dan- mörku. Það finnast dýrgripir í Kolaportinu, ég fékk þar til dæmis uppáhaldsrefaskinnið mitt sem ég prúttaði niður í 700 krónur, ekta feld. Ánægjulegast finnst mér að hafa fyrir því að leita að hlutun- um. VERKEFNIÐ Fram undan er heimsmeistaramót kaffibarþjóna í Seattle í Bandaríkjunum 15. til 18. apríl. Dagarnir núna fara í undir- búning og fínpússeringar, og kannski þróa ég nýjan kaffidrykk. Þetta er í senn spennandi og skemmtilegt, sem skiptir öllu máli. Franska, Björk, kaffi og Kolaportið FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.