Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 16
16 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR Harmóníkan er ástríða Ísfirðingurinn Ásgeir S. Sigurðsson er mikill áhugamaður um harm- óníkur. Hann hefur safn- að tæplega hundrað hljóðfærum og stofnað eina harmóníkusafn landsins heima hjá sér. Í heimahúsi við Urðarveg 60 á Ísafirði er sérstakt safn. Þar hefur Ásgeir S. Sigurðsson komið um fimmtíu glæsilegum harm- óníkum haganlega fyrir í einu herbergi og býður gestum og gangandi að líta við og berja þær augum. „Hugmyndin að safninu kvikn- aði fyrir um fjórtán árum þegar ég fékk gamla harmóníku gefins,“ rifjar Ásgeir upp. „Þá fór ég að grennslast fyrir um fleiri hljóðfæri og komst að því að margir vildu losa sig við gaml- ar harmóníkur en vildu vita af þeim á stað þar sem yrði hugsað vel um þau.“ Söfnunin gekk mun betur en Ásgeir bjóst við og í dag hefur hann eignast tæplega hundrað dragspil. Ekki nema helmingur þeirra rúmast fyrir í safnherberginu og þarf restin því að dúsa uppi á háalofti. „Ég hef tilkynnt að ég muni gefa Ísa- fjarðarbæ safnið þegar hann eignast húsnæði fyrir það og bæjaryfirvöld hafa tekið vel í það.“ Ásgeir segist bera sérstakar taugar til hljóðfæra sem eiga sér sögu. „Harmóníkan var eina danshljóðfærið hér áður fyrr og hélt uppi skemmtanalífi margra byggðarlaga. Ég hef lagt mig eftir hljóðfærum þekktra harm- óníkuleikara og meðal annars komist yfir fyrstu harmóníkur Jóhanns Jósepssonar frá Orm- arslóni í Þistilfirði, sem var mikill frumkvöðull, og Lýðs Sig- tryggssonar frá Akureyri, en hann er eini Íslendingurinn sem hefur orðið Norðurlandameistari í harmóníkuleik.“ Dragspilin eru ekki öll í góðu ástandi en Ásgeir dundar sér við að gera þau upp. „Þetta er allra handa vinna; mikil trésmíði og lagfæringar á belgnum eru nánast bókbandsvinna. Þetta er mikið nostur. Ætli það taki mig ekki um 200 stundir að gera illa farna harmóniku upp,“ segir Ás- geir en tekur fram að hann vilji glaður eignast fleiri hljóðfæri. Ásgeir er giftur Messíönu Marzellíusdóttur, en svo skemmtilega vill til að hún er harmóníkukennari við Tónlistar- skólann á Ísafirði, og síður en svo á móti því að hafa safnið heima hjá sér. „Við spilum mikið saman hjónin og erum samhent í þessu,“ segir Ásgeir, sem býr sig undir landsmót harmóníkufélaga í Nes- kaupstað í sumar. ■ MJÓLKURLÍTRINN KOSTAR 89 KRÓN- UR Í Grímskjöri í Grímsey. HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? Fyrir rúmlega tveimur árum sótti Íslenska lamadýrafélagið um leyfi til landbúnaðar- ráðuneytisins fyrir innflutningi á lamadýr- um. Að félaginu stóðu Hjalti Már Björns- son læknir, Ómar Ingþórsson landslags- arkitekt og Sigurjón Jónsson jarðeðlis- fræðingur. Þremenningarnir skoðuðu lamabúgarða í Bandaríkjunum og sann- færðust um að lamadýr væru ákjósanleg- ir íbúar á Íslandi. „Því miður sló Guðni Ágústsson á drauma okkar,“ rifjar Hjalti Már upp. „Hann neitaði okkur um leyfi og byggði það á áliti yfirdýralæknis sem taldi of mikla hættu á farsóttum fylgja því að flytja dýrin til landsins. Þá ákváðum við að fara ekki lengra með hugmyndina.“ Hjalti segir að síðan þá hafi starfsemi Ís- lenska lamadýrafélagsins verið lítil sem engin. „Við höfum einbeitt okkur að öðrum hlutum og lagt þessar pælingar á hilluna í bili, en hver veit nema við gerum eitthvað seinna.“ Hjalti segir að sér og félögum sínum hafi þótt það raunhæf hugmynd að nota lamadýr til ferðamennsku og kjöt- og ull- arframleiðslu. „Þessi dýr geta gengið um nánast sjálfala eins og sauðfé og hestar, þannig að það þarf litla fjárfestingu til að flytja þau inn í landið.“ Hann segist þó una ákvörðun landbúnaðarráðherra. „Ég held að við verðum að beygja okkur undir álit þeirra sem mest vita um far- sjúkdóma dýra.“ Hjalti segir að til séu aðrir kostir sem ef til vill sé vert að skoða. „Það eru til dæmis möguleikar með sauðnaut á Grænlandi sem mætti skoða en við ætlum ekki að gera það.“ Lamadýrafélagið lagði upp laupana EFTIRMÁL: INNFLUTNINGUR Á LAMADÝRUM Veðrið hefur leikið við menn og skepnur í Suður-Þingeyjarsýslu að undanförnu og hafa margir bændur gripið tækifærið til þess að setja út kindur sínar. Innistaðan veldur því að ærnar stirðna og því er það kærkomin tilbreyting að koma út undir bert loft til þess að viðra sig auk þess sem ekki sakar að fá sér kropp á einhverju túninu. Á dögunum mátti sjá fé úti á nokkrum bæjum í Mývatnssveit og á myndinni eru kindur á einu fjárbúinu í Vogum að rölta heim í fjárhús eftir góðan og sólríkan sunnudag. ■ ÚR MÝVATNSSVEIT Kindum, líkt og mönnum, þykir gott að hreyfa sig og anda að sér frísku lofti. Ánum sleppt út: Vetrarbeit ÁSGEIR Á SAFNINU Ásgeir er mikill völundur og ver drjúgum tíma í að gera upp illa farnar harmóníkur sem honum hefur áskotnast hvaðanæva af landinu. Hann segir það taka um 200 stundir að koma illa farinni harmóníku í gott ásigkomulag. M YN D /B H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.