Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 42
Í byrjun mánaðarins varði Berg- lind Jóhannsdóttir, tannlæknir og sérfræðingur í tannréttingum, doktorsverkefni sitt við tann- læknadeild Háskóla Íslands. Hún er fyrsti neminn til að ljúka dokt- orsnámi í deildinni. Rannsókn Berglindar er nokk- uð viðamikil og ekki hlaupið að því að draga saman niðurstöður í stuttu máli. „Merkilegast finnst mér nú samt varðandi erfðir, að drengir virðast líkjast mæðrum sínum frekar en feðrum,“ segir Berglind. Fram kom í rannsókn hennar að form og stærðir and- litsbeina stúlkna líkjast báðum foreldrum, meðan drengirnir líkjast mæðrunum. Niðurstöðurn- ar segir Berglind að kalli eigin- lega á frekari rannsóknir því þær veki vangaveltur um kynbundnar erfðir þessara þátta, ekki ósvipað og vitað sé að skalli erfist frá móður til sonar. „Stúlkur fá nátt- úrlega tvo X-litninga og spurning hvort þær geta þá frekar nýtt eitt- hvað frá báðum foreldrum, meðan drengirnir fá bara einn X-litning.“ Meðal annarra niðurstaðna rannsóknar var að tíðni bit- skekkju hjá börnum hér er í sam- ræmi við það sem gerist í Norður- Evrópu og hjá hvítum börnum í Norður-Ameríku. „Meðferðar- þörfin hjá 12 ára börnum er svona um 30 prósent, en ef til vill ekki nema um 25 prósent sem skila sér í meðferð,“ segir Berglind, en bætir við að mjög hafi færst í vöxt að fullorðið fólk fari í tann- réttingu. „Það er margt sem hvetur fólk til þess. Ef til vill hafa tapast tennur og bit riðlast, eða fólk hafði ekki tækifæri til þess áður. Svo eru náttúrlega gerðar miklar kröfur til útlitsins og fólk vill halda tönnum sínum lengur og er tilbúið að leggja á sig kannski tveggja ára tannréttingu til að fjárfesta í framtíðinni.“ Berglind segir það hafa aukna möguleika í för með sér að ljúka doktorsnáminu. „Eftir tannlækna- nám fór ég í framhaldsnám og þar má segja að hafi vaknað þessi akademíski áhugi á að stunda rannsóknir. Ég datt í þennan gagnabrunn sem var til uppi í tannlæknadeild Háskólans og lítið hafði verið unnið úr og þannig inn í þetta verkefni. Svo opnast vissu- lega ýmsir möguleikar þegar maður er kominn með doktors- gráðu, svo sem við störf í erlend- um háskólum,“ segir hún og við- urkennir fúslega að hugurinn leiti dálítið út fyrir landsteinana. „En núna er ég náttúrlega bara í mín- um klíníska praxís og rétti tennur allan daginn, hvað sem síðar verður.“ Berglind stundaði dokt- orsnámið með vinnu og segir að á stundum hafi ekki verið hlaupið að því að púsla þessu saman. „Þetta er gífurleg vinna og tíma- frekt að stunda svona rannsóknir. Maður fórnar ansi miklu og tæp- ast hægt nema að maður hafi í kringum sig fólk sem er mjög sveigjanlegt,“ segir hún. ■ 26 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR WILLIAM GIBSON (1948) á afmæli í dag Réttir tennur allan daginn TÍMAMÓT: FYRSTI DOKTOR TANNLÆKNADEILDAR HÁSKÓLANS „X-kynslóðin er dauð. Hugtakið er orðið notað um hvern sem er á aldrinum 13 til 55 ára.“ Gibson er höfundur vinsælla vísindaskáldsagna á borð við Neuromancer og Count Zero og er einn af frum- kvöðlum svokallaðrar „cyberpunk“-hreyfingar. Hann er fæddur í Bandaríkj- unum en fluttist barn að aldri til Kanada þar sem hann býr. timamot@frettabladid.is BERGLIND JÓHANNSDÓTTIR Berglind sést hér að störfum á stofu sinni í Kópavogi, en hún er sérfræðingur í tannréttingum. Hún varði nýverið við tannlæknadeild Háskólans doktorsritgerðina „Tíðni bitskekkju, form og stærðir andlitsbeina og erfðastuðull barna við foreldra sína á Íslandi.“ Þennan dag árið 1762 fór fram í New York-borg í Bandaríkjunum fyrsta skrúðgangan til heiðurs heilögum Patreki verndardýrðlingi Írlands. Fyrstu gönguna héldu írsk- ir hermenn í her Breta. 17. mars er dagur heilags Patreks og haldið upp á hann víða þar sem er að finna Íra, eða fólk af írskum uppruna. Heilagur Patrekur var fæddur á síðari hluta fjórðu aldar og er tal- inn einn ötulasti trú- boði kristinnar trúar sem uppi hefur verið. Patrekur var fæddur í Bretlandi en fjölskyldan var frá Róm. 16 ára gömlum rændu honum Írar sem réðust á setur fjöl- skyldunnar og fluttu hann með sér til Írlands. Þar var honum haldið í sex ár áður en honum tókst að flýja aftur til Bretlands. Patrekur hafði þá trú að guð hefði falið honum það verk að kristna Íra og gekk hann því til liðs við kaþólsku kirkjuna. Þar lærði hann kristin fræði í 15 ár áður en hann hlaut vígslu sem annar trúboði kirkjunn- ar á Írlandi. Patrekur hóf starf sitt á Ír- landi árið 432 og þegar hann lést árið 460 taldist eyjan nær öll kristin. Fyrstu írsku landnemarnir í Bandaríkjunum höfðu með sér þann sið að halda hátíð- legan dag heilags Patreks. Fyrsta skrúð- gangan honum til heiðurs fór hins vegar ekki fram á Írlandi, heldur í New York í Bandaríkjunum og eftir því sem írskum innflytjendum fjölgaði breiddust hátíðarhöldin hratt út þar í landi. PATREKSGANGA ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1328 Skotland nær sjálfstæði frá Englandi. 1907 Fyrsti fundur Verkamanna- sambands Íslands er hald- inn í Reykjavík. 1917 Blað Framsóknarflokksins, Tíminn, kemur út í Reykja- vík, ritstjóri er Guðbrandur Magnússon. 1950 Vísindamenn við Kaliforn- íuháskóla í Berkeley í Bandaríkjunum segjast hafa búið til nýtt geislavirkt efni sem þeir nefna „cali- fornium“. 1969 Golda Meir verður forsætis- ráðherra Ísraels. 1987 Fyrsta íslenska glasabarnið fæðist á Landspítalanum, tólf marka drengur. 2001 Kosið um framtíð flugvall- arins í Reykjavík. Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku, 50,6 prósent, vildu völlinn burt eftir árið 2016. Gengið til heiðurs heilögum Patreki Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hansína Þorkelsdóttir frá Siglufirði, sem lést þann 9. mars síðastliðinn, verður jarðsungin frá Digra- neskirkju í Kópavogi föstudaginn 18. mars kl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð hjúkrun- arþjónustunnar Karitas s. 551 5606, eða Minningarsjóð krabba- meinslækningadeildar LSH s. 543 1151. Unnur Einarsdóttir Rafn Baldursson Guðrún Einarsdóttir Hjörtur Páll Kristjánsson Þorkell Einarsson Rut Marsibil Héðinsdóttir Gerður Einarsdóttir Þorsteinn Sveinbjörnsson Ólafur Hjalti Einarsson Sólveig Victorsdóttir Sveinn Ingvar Einarsson Karin Margareta Johanson Pálmi Einarsson Jóhanna Einarsdóttir Gísli Guðmundsson Ari Einarsson Berglind Jónsdóttir Snorri Páll Einarsson Elín Lára Jónsdóttir Unnur Helga Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Hansdóttir Hrafnistu, áður Gnoðarvogi 26, Reykjavík, andaðist að Hrafnistu þriðjudaginn 15. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Gretar Franklínsson Kristín Gunnlaugsdóttir Ómar Franklínsson Þóra Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is 10-40% afsláttur af legsteinum út febrúar Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, Sigurlaugar Kristínar Jóhannsdóttur Sóltúni 2, Reykjavík. Jóhann Scheither, Leifur N. Dungal, Ragnar Ólafsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og bróður, Kjartans Runólfssonar bónda í Ölvisholti, Hraungerðishreppi. Guð blessi ykkur öll. Arnleif Margrét Kristinsdóttir Sif Elín Kjartansdóttir Tor Magne Nevestveit Anna Guðrún Kjartansdóttir Bjørn Gjærum Halla Kjartansdóttir Berglind Sigurðardóttir Jónína Hulda Gunnlaugsdóttir Steinn Þórarinsson Jón Elías Gunnlaugsson Þórhildur Rúnarsdóttir og barnabörn. Ögmundur Runólfsson og fjölskylda. Sveinbjörn Runólfsson og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Friðrik Guðmundsson fyrrverandi tollvörður, Sunnuvegi 9, Hafnarfirði, sem lést laugardaginn 12. mars, verður jarðsunginn frá Hafnar- fjarðarkirkju föstudaginn 18. mars klukkan 15. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð Guðmund- ar Gissurarsonar, Sólvangi, sími 590 6500. Elín Kristbergsdóttir Kristján S. Sigurgeirsson Þorgerður Erlendsdóttir Friðrik Friðriksson Guðrún Helga Sigurðardóttir Herborg Friðriksdóttir Guðjón Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA AFMÆLI Páll Pétursson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, er 68 ára í dag. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., er 62 ára í dag. JARÐARFARIR 13.00 Andrés Haraldsson, bifvélavirki, Þverbrekku 4, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju. 13.00 Ingiríður Jónasdóttir Blöndal, Stóragerði 38, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju. 15.00 Jóhann Lárusson, múrarameist- ari, Selvogsgötu 16a, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnar- fjarðarkirkju. 15.00 Ólafur Sverrisson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri í Borgarnesi og á Blönduósi, hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. ANDLÁT Arndís Bjarnadóttir, Skúlaskeiði 34, Hafnarfirði, lést á Sólvangi laugardaginn 5. mars. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. Gunnar Hilmarsson lést á sjúkrahúsi í Southampton miðvikudaginn 9. mars. Útförin hefur farið fram. Vala Ásgeirsdóttir Thoroddsen, Efsta- leiti 10, Reykjavík, lést þriðjudaginn 15. mars. Birna Björnsdóttir, fyrrverandi banka- fulltrúi, Hvassaleiti 14, Reykjavík, lést mánudaginn 14. mars. Gylfi Hauksson, Álfatúni 10, Kópavogi, lést mánudaginn 14. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.