Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 17. mars 2005 37
Íberískum
dögum lýkur
um helgina
Íberískir dagar sem staðið hafa yfir í
Vínbúðunum frá miðjum febrúar lýkur
nú um helgina. Kynnt eru vín frá lönd-
unum á Íberíuskaganum, Spáni og
Portúgal, og fást þau á sérstöku kynn-
ingarverði. Er ástæða til að hrósa stjórn-
endum Vínbúðanna fyrir framtakið og
ljóst er að kynningardagar af þessu tagi
eru komnir til að vera. Næst er fyrirhug-
að að halda kynningardaga tengda
áströlskum vínum.
Vert er að benda á nokkur góð vín sem
fást á kynningarverði á þessum dögum.
Áberandi eru hin traustu vín frá hérað-
inu Rioja sem hafa verið mjög vinsæl
hér á landi um árabil en ekki síður eru
spænsk hvítvín athyglisverð, ekki síst
þegar litið er til verðs. Það er einfald-
lega ómótstæðilegt að geta keypt flösku
af ágætis hvítvíni á aðeins 790 kr. eins
og hægt er að gera á kynningardögun-
um.
Nokkur spænsk vín á kynningarverði:
Montecillo Blanco: Vert er að gefa
hvítvíninu frá Montecillo gaum. Það er
ekki eins þekkt og rauðvínið en gefur
því lítið eftir og er á afar hagstæðu
verði. Ferskt, létt og þægilegt hvítvín þar
sem blóm og græn epli eru í fyrirrúmi
auk niðursoðinna ávaxta. Tilvalið í boð-
in, með smáréttum og léttum mat.
Kynningarverð 790 kr.
Pucela Viura/Sauvignon Blanc:
Frískandi með ríkum ávexti, létt, þurrt
og með góðri fyllingu. Gott vín með
ljósu kjöti, fiski, súpum, pasta eða bara
til að njóta eitt og sér. Auðdrekkanlegt
hvítvín sem þarf að framreiða vel kælt.
Kynningarverð 790 kr.
Nuviana Cabernet Sauvignon/Merlot:
Ný upprennandi stjarna í spænskri vín-
gerð. Spennandi kostur fyrir þá sem
vilja prófa „nýjaheimsvín“ frá gamal-
grónu vínsvæði. Gott vín sem á eftir að
verða áberandi á borðum landsmanna.
Kynningarverð 940 kr.
Torres Gran Sangre de Toro:
Miguel Torres er sennilega þekktasti
núlifandi víngerðarmaður Spánar.
Nautablóðið, Sangre de Toro, er flauels-
mjúkt, Seðjandi ilmur af kryddi og
brómberjum, ávextir í munni.
Kynningarverð 1.190 kr.
LAN Crianza:
Þykir einkar gott vín og hefur fengið
mjög góða umfjöllun í m.a. Wine Spect-
ator. Kynningarverð 1.200 kr.
Beronia Tempranillo:
Var valið vín mánaðarins í Gestgjafan-
um í janúar og Steingrímur Sigurgeris-
son á Mbl. gaf því 19/20. „Hreint og
beint snilldarverk,“ segir makkarinn.is
„og verðið er hlægilegt miðað við
gæði“. Kynningarverð 1.290 kr.
Lagunilla Gran Reserva:
Eitt ódýrasta Gran Reserva vínið á mark-
aðnum fyrir lækkunina og verður það
því að teljast einstaklega góð kaup nú.
Kynningarverð 1.590 kr.
Suður-afrísk vín hafa náð miklum vinsældum hérlendis undanfarin ár. Þau eru jafnan kraftmikil og bragðrík en meginástæðan
fyrir vinsældunum er eflaust hagstætt verð. Þótt suður-afrísk vín séu tiltölulega ný hér á landi eru framleiðendur þarlendis engir
nýgræðingar í víngerð. Nederburg er eitt stærsta vínhús landsins og á sér yfir 200 ára sögu. Nederburg hefur hlotið fleiri alþjóð-
leg verðlaun en nokkur önnur víngerð í landinu og verið í fararbroddi í nýjungum.
Nederburg Chardonnay er hvítvín þar sem
hin hlýju og heillandi einkenni
chardonnay-þrúgunnar koma vel fram í
þessu víni. Stíllinn er léttur í samanburði
við önnur nýja-heims chardonnay-hvítvín
þar sem blandað er saman nýrri eik og
náttúrulegri sýru vínsins. Vegna góðrar
sýru má nota það með flestum sósum.
Verð í Vínbúðum 1.090 kr.
Nederburg Cabernet Sauvignon/Merlot getur
hentað vel með kröftugum réttum og á vel við
með lambakjöti.
Rétt eins og í áströlskum vínum þá
gefur þessi þrúgusamsetning víninu hita,
mýkt og safa. Fyllt vín með löngu eftir-
bragði þar sem maður finnur fyrir því að
vínið hefur verið geymt á eikartunnum.
Verð í Vínbúðum 1.090 kr.
Nederburg Shiraz hefur fengið góðar við-
tökur á Norðurlöndunum og fengið góða
dóma í blöðum í Danmörku. Má nefna að
Vinavisen og Jyllands Posten gáfu því
fjórar stjörnur. Sömu einkunn fékk vínið í
kvennablaðinu Alt for damerne enda þykir
vínið höfða mjög til kvenna. Sannkallað
selskapsvín!
Verð í Vínbúðum 1.190 kr.
NEDERBURG: Kröftug og hagstæð suður-afrísk vín
Gisting - Veitingar - Tónleikar - Kaffihlaðborð
Upplýsingar og pantanir í síma 483 4700
info@hotel-ork.is, www.hotel-ork.is
Fjölskyldutilboð á gistingu
Krakkafjör
24. - 28. mars
Vatnsrennibraut - Barnamyndir - Barnaleikherbergi
(Einungis fyrir hótelgesti og gesti í veitingasal)
Kaffihlaðborð
24. - 28. mars frá 14.00 til 16.00
Verð 1.250 krónur og 600 krónur fyrir börn undir 12 ára
Glæsilegt hlaðborð af dýrindis kræsingum
Páll Óskar og Monika
Hátíðartónleikar annan páskadag, 28. mars klukkan 17.00
Miðaverð 1000,- krónur, frítt fyrir hótelgesti
Tilvalinn endir á góðu páskafríi
Tilboð 2: (gildir frá 18. til 28. mars)
6.900,- krónur á mann í tvíbýli (Sælulykill). Innifalið þriggja rétta
kvöldverður hússins fyrir 2. Frí gisting* fyrir börn undir 12 ára.
Morgunverður af hlaðborði fyrir alla fjölskylduna.
* Frí gisting ef gist er í sama herbergi og foreldrar. (Aukadýna 1.200,- krónur). Annars 50%
afsláttur af listaverði (10.500,- krónur), 2.625,- krónur fyrir barn undir 12 ára í tvíbýli.
Tilboð 1: (gildir frá 18. til 28. mars)
3.900,- krónur á mann í tvíbýli. Frí gisting* fyrir börn undir 12 ára.
Morgunverður af hlaðborði fyrir alla fjölskylduna.
Veitingasalurinn Árgerði
A la Carte - Smáréttaseðill - Krakkamatseðill
Opinn alla daga frá klukkan 11.00 til 22.00
Matreiðslumennirnir Tómas og Jakob dekra við bragðlaukanna
Verið velkomin í mat, kaffihlaðborð, gistingu eða á tónleika.
Við tökum vel á móti ykkur.
Starfsfólk Hótel Arkar
Shadow Parade - tónleikar
Laugardaginn 26. mars klukkan 21.00, miðaverð 500,- krónur
Lágstemmt nýbylgjurokk að hætti G.Dan (söngur), Jón Gunnars
(gítar) og bræðranna Magnúsar (trommur) og Andra (bassi).
d
ag
ss
o
n
2
0
0
5