Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 17. mars 2005 Opið kl. 10-18 - Laugardaga 11-15út ha ld sm ei ri Fæðubótarefni Eitt mesta úrval landsins af fæðubótarefnum - Áratuga reynsla Persónuleg ráðgjöf varðandi mataræði og hreyfingu. K O R T E R . I S HREINT KREATIN RED KICK 33 skammtar Kr. 1.995,- FIT ACTIVE 20 skammtar Kr. 1.350,- 500 gr. Kr. 2.200,- netverslun: www.hreysti.is MEIRI OLÍA Prins Ahmad Fahd al-Sabah, olíumálaráðherra Kúvæt og forseti OPEC, tilkynnir fréttamönnum um ákvörðun sam- takanna. Framleiðslan verður aukin Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, munu auka framleiðslu sína um 500.000 föt á dag frá og með 1. apríl. Olíumálaráðherrar ríkjanna ákváðu þetta á fundi sínum í Isfahan í Íran í gær. Búist er við að með þessu takist að róa olíumarkaði og slá á hækkun olíuverðs. OPEC útilokar ekki að í sumar verði framleiðslan aukin um önnur 500.000 föt á dag. Spurn eftir olíu nálgast nú framleiðslugetu heimsins óðfluga og munar þar einna mest um sívaxandi olíunotkun Kínverja. Þeir kaupa um þriðjung hráolíu- framleiðslunnar. ■ Útlit er fyrir að hagvöxtur í Bretlandi verði 3 til 3,5 pró- sent í ár ef marka má spár breska fjármálaráðuneytis- ins. Þetta er meiri hagvöxtur en verið hefur síðastliðin fimm ár að því er fram kom í Hálf fimm fréttum KB banka í gær. Hagvöxtur í Bretlandi er umtalsvert meiri en í flest- um Evrópulöndum. Nýverið hafa hagvaxtarspár í Frakk- landi og Þýskalandi verið færðar niður. Breska hag- kerfið stækkar hins vegar á svipuðum hraða og hið bandaríska um þessar mund- ir. Gordon Brown, fjármála- ráðherra Bretlands, sagði í ræðu í breska þinginu í gær að nú hafi hagvöxtur verið jákvæður í þrjátíu ársfjórð- unga samfleytt en það sé lengsta samfellda hagvaxtar- skeið í Bretlandi frá því mælingar hófust árið 1701. Hann kynnti þar fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar sem meðal annars felur í sér miklar opinberar fram- kvæmdir. Efnahagsaðstæður í Bret- landi hafa stöðugt meiri áhrif á gengi íslenskra fyrir- tækja sem mörg hver hafa fjárfest mjög mikið í hinum ýmsu geirum bresks at- vinnulífs. - þk Góðum hagvexti spáð í Bretlandi GUNNLAUGUR SIGMUNDSSON Forstjóri Kögunar. Auka hlut í Kögun KB banki jók enn við hlut sinn í hugbúnaðarfyrirtækinu Kögun í gær. Nú á KB banki 20,8 prósent í Kögun. Aðalfundur félagsins var haldinn í vikunni en þá urðu engar breytingar á stjórn félagsins. Samkvæmt heimildum er KB banki ekki að safna hlutum í Kögun til að framselja til annars fjárfestis. Fjárfestingarbankinn Straumur er stærsti hluthafinn í Kögun. Gengi bréfa í Kögun hafa hækkað mjög í verði í Kauphöll Íslands á síðustu misserum og eru nú fjórðungi hærri en fyrir mánuði síðan. - þk MEÐ RAUÐU TÖSKUNA Gordon Brown á leið í breska þingið með hina frægu tösku sem inniheldur fjárlagafrumvarp bresku ríkisstjórnarinnar. M YN D A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.