Fréttablaðið - 17.03.2005, Side 41

Fréttablaðið - 17.03.2005, Side 41
FIMMTUDAGUR 17. mars 2005 Opið kl. 10-18 - Laugardaga 11-15út ha ld sm ei ri Fæðubótarefni Eitt mesta úrval landsins af fæðubótarefnum - Áratuga reynsla Persónuleg ráðgjöf varðandi mataræði og hreyfingu. K O R T E R . I S HREINT KREATIN RED KICK 33 skammtar Kr. 1.995,- FIT ACTIVE 20 skammtar Kr. 1.350,- 500 gr. Kr. 2.200,- netverslun: www.hreysti.is MEIRI OLÍA Prins Ahmad Fahd al-Sabah, olíumálaráðherra Kúvæt og forseti OPEC, tilkynnir fréttamönnum um ákvörðun sam- takanna. Framleiðslan verður aukin Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, munu auka framleiðslu sína um 500.000 föt á dag frá og með 1. apríl. Olíumálaráðherrar ríkjanna ákváðu þetta á fundi sínum í Isfahan í Íran í gær. Búist er við að með þessu takist að róa olíumarkaði og slá á hækkun olíuverðs. OPEC útilokar ekki að í sumar verði framleiðslan aukin um önnur 500.000 föt á dag. Spurn eftir olíu nálgast nú framleiðslugetu heimsins óðfluga og munar þar einna mest um sívaxandi olíunotkun Kínverja. Þeir kaupa um þriðjung hráolíu- framleiðslunnar. ■ Útlit er fyrir að hagvöxtur í Bretlandi verði 3 til 3,5 pró- sent í ár ef marka má spár breska fjármálaráðuneytis- ins. Þetta er meiri hagvöxtur en verið hefur síðastliðin fimm ár að því er fram kom í Hálf fimm fréttum KB banka í gær. Hagvöxtur í Bretlandi er umtalsvert meiri en í flest- um Evrópulöndum. Nýverið hafa hagvaxtarspár í Frakk- landi og Þýskalandi verið færðar niður. Breska hag- kerfið stækkar hins vegar á svipuðum hraða og hið bandaríska um þessar mund- ir. Gordon Brown, fjármála- ráðherra Bretlands, sagði í ræðu í breska þinginu í gær að nú hafi hagvöxtur verið jákvæður í þrjátíu ársfjórð- unga samfleytt en það sé lengsta samfellda hagvaxtar- skeið í Bretlandi frá því mælingar hófust árið 1701. Hann kynnti þar fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar sem meðal annars felur í sér miklar opinberar fram- kvæmdir. Efnahagsaðstæður í Bret- landi hafa stöðugt meiri áhrif á gengi íslenskra fyrir- tækja sem mörg hver hafa fjárfest mjög mikið í hinum ýmsu geirum bresks at- vinnulífs. - þk Góðum hagvexti spáð í Bretlandi GUNNLAUGUR SIGMUNDSSON Forstjóri Kögunar. Auka hlut í Kögun KB banki jók enn við hlut sinn í hugbúnaðarfyrirtækinu Kögun í gær. Nú á KB banki 20,8 prósent í Kögun. Aðalfundur félagsins var haldinn í vikunni en þá urðu engar breytingar á stjórn félagsins. Samkvæmt heimildum er KB banki ekki að safna hlutum í Kögun til að framselja til annars fjárfestis. Fjárfestingarbankinn Straumur er stærsti hluthafinn í Kögun. Gengi bréfa í Kögun hafa hækkað mjög í verði í Kauphöll Íslands á síðustu misserum og eru nú fjórðungi hærri en fyrir mánuði síðan. - þk MEÐ RAUÐU TÖSKUNA Gordon Brown á leið í breska þingið með hina frægu tösku sem inniheldur fjárlagafrumvarp bresku ríkisstjórnarinnar. M YN D A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.