Fréttablaðið - 01.04.2005, Síða 1

Fréttablaðið - 01.04.2005, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR MIÐASALA HEFST Miðasala á við- burði Listahátíðar í Reykjavík hefst í Banka- stræti 2 á hádegi. Meðal viðburða eru tón- leikar Anne Sofie von Otter og sýning franska sirkussins Cirque. DAGURINN Í DAG 1. apríl 2005 – 86. tölublað – 5. árgangur RÚSSARNIR HÆTTA Framkvæmdir við rússneska sendiráðið hafa nú verið stöðvað- ar og beðið er eftir niðurstöðu borgaryfir- valda varðandi byggingarleyfi. Framkvæmdir frá því í desember, er borgaryfirvöld báðu Rússa um að hætta allri vinnu, voru vegna misskilnings í Moskvu. Sjá síðu 2 TUGIR KVARTA Í HVERRI VIKU Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Hús- eigendafélagsins, telur að hlutfallstengd þóknun fasteignasala sé tímaskekkja. Sann- gjarnt sé að taka til dæmis upp tímagjald eins og tíðkast víða. Sjá síðu 6 MUGABE TRYGGIR SÉR SIGUR Þingkosningar fóru fram í Zimbabwe í gær. Engin hætta er talin á öðru en að flokkur Roberts Mugabe vinni stórsigur enda leikur lítill vafi á að forsetinn hagræði úrslitunum sér í vil. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 26 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 158.000 126.000 *Landið allt skv. fjölmiðlakönnun Gallups, feb. 2005. Fjöldi lesenda á föstudögum* VEÐRIÐ Í DAG HVERGI MJÖG SÓLRÍKT Rigning eða slydda austan til og stöku él á annesjum norðan til. Gæti rignt í borginni síðdegis. Hiti 0-5 stig að deginum. Sjá síðu 4 Jóhannes Páll II páfi: Veitt síðasta sakramentið PÁFAGARÐUR Prestur veitti Jóhannesi Páli II páfa síðasta sakramentið í gærkvöldi. Heilsu páfa hefur hrakað mjög að undan- förnu og var prestur kallaður til páfa til að veita honum sakra- mentið sem kaþólikkum er veitt þegar þeir liggja banaleguna eða glíma við erfið veikindi. Páfi þjáist af þvagfærasýkingu og háum hita. Fyrir skömmu stað- festi páfagarður að hann fengi næringu í gegnum slöngu þar sem hann gæti ekki nærst með eðli- legum hætti. Heilsa páfa hefur verið mjög bág síðustu tvo mán- uði og hefur hann tvívegis verið lagður inn á sjúkrahús í Róm, í fjórar vikur samanlagt. - bþg SKIKKJA FYRIR SLOPP á fe rð in n í v or ið matur listir tíðarandi krossgáta heilsa stjörnuspá tónlist SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 1. ap ríl – 7 . a pr íl » Tangó Ástarsaga aldarinnar » Kristín Ingólfsdóttir verðandi háskólarektor Skikkja fyrir slopp Kristín Ingólfsdóttir: ● 1. apríl ● tangó ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag FISCHER-MÁLIÐ „Íslendingar þurfa ekki að að hafa áhyggjur af því að Bobby Fischer verði fjárhagsleg byrði á landsmönnum meðan hann dvelur hérlends.“ Þetta segir Sæmundur Pálsson, góðvinur meistarans, og segir að hann eigi enn megnið af því verðlaunafé sem hann fékk fyrir einvígið við Spasskí í Sveti Stefan í Júgóslavíu 1992, en það nam rúmum þremur milljónum dollara á sínum tíma. „Fischer átti líka einhverja fjármuni í Bandaríkjunum frá fyrri tíð sem hann flutti til Sviss áður en bandarísk yfirvöld komu höndum yfir þá,“ segir Sæmundur. Eitthvað af þessu fé hefur Fischer notað til að framfleyta sér undanfarin 13 ár en vextir hafa séð til þess að höfuðstóllinn hefur haldist að mestu óbreyttur að sögn Sæmundar. Má áætla að sjóð- urinn nemi um 200 milljónum króna, þannig að Fischer skipar sér á bekk með sterkefnuðum Ís- lendingum. Hann gæti þó verið mun efnaðri ef staða dollarans væri ekki jafn veik og hún er. Miðað við stöðu dollarans um mitt ár 2001 þegar staða hans var hvað sterkust gagnvart krónunni, ætti Fischer um 385 milljónir króna, eða nálægt því tvöfalda þá upp- hæð sem sjóður hans nemur nú. Að sögn sérfróðra manna í flutningi fjármuna milli landa er ekkert því til fyrirstöðu að Fischer flytji fé sitt til Íslands, og því fylgir ekki mikill kostnaður. Hins vegar er honum skylt sem ís- lenskum ríkisborgara að telja þetta fé fram til skatts hvort sem það er geymt í Sviss eða hér á landi, þar sem tvísköttunarsamn- ingar eru í gildi milli Íslands og Sviss. Og það þýðir að hann verður að greiða tíu prósent í fjár- magnstekjuskatt af vöxtum og verðbótum en þar getur verið um þó nokkra fjármuni að ræða. Miðað við ávöxtunarkröfu lífeyr- issjóðanna sem er 3,5 prósent ættu vextir af 200 milljónum að vera sjö milljónir á ári og fjár- magnstekjuskattur af þeirri upp- hæð því 700 þúsund krónur. Það gæti því gerst eftir allt að Fischer myndi greiða gott betur til íslensks samfélags en það lætur af hendi rakna til hans. - sþs Fischer á um 200 milljónir króna í Sviss Bobby Fischer skipar sér á bekk meðal sterkefnaðra Íslendinga. Hann verður að greiða skatta af vöxtum og verðbótum hér, hvort sem hann ávaxtar fé sitt á Íslandi eða í Sviss þar sem það er nú. Greiðslur hans til ríkissjóðs gætu numið allt að 700 þúsund krónum á ári. RÍKISÚTVARPIÐ „Hvorki fréttamenn né aðrir starfsmenn Ríkisútvarps- ins líta á Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra, þótt hann komi hér til starfa,“ sagði Broddi Broddason fréttamaður síðdegis í gær. Aðrir fréttamenn RÚV sem Fréttablaðið ræddi við tóku í sama streng. Þeir sögðu einum rómi að þeir myndu ekki „lúta boðum“ Auðuns Georgs, enda teldu starfs- menn RÚV að hann væri „ umboðs- laus“ til þess að gegna starfi fréttastjóra eins og nær 200 manna starfsmannafundur RÚV sam- þykkti í gær. Auðun Georg átti fund með Markúsi Erni Antonssyni útvarps- stjóra í gær. Að því búni gekk hann inn á fréttastofu Útvarps og kastaði kveðju á þá sem þar voru staddir. Hann stóð stutt við en hvarf síðan á braut með þeim orðum að hann myndi mæta í dag. Ekki var búið að ganga frá ráðn- ingasamningi hins nýja frétta- stjóra síðdegis í gær. „Við munum gera honum grein fyrir stöðu mála,“ sagði Broddi, spurður í gær um hvernig frétta- menn Útvarps hyggðust taka á móti nýja fréttastjóranum. G.Pétur Matthíasson frétta- maður sagði eftir starfsmanna- fundinn í gær, að sú órofa sam- staða sem væri á RÚV hefði að miklu leyti myndast í kjölfar um- mæla útvarpsstjóra í Kastljósþætti þar sem ráðningin umdeilda var til umræðu, því þar hefði hann ekki bara talað „illa um fréttamenn RÚV, heldur alla starfsmenn.“ -jss / Sjá síðu 4 Fréttamenn Útvarpsins harðna í afstöðu sinni: Lúta ekki boðum nýs fréttastjóra Á FRÉTTASTOFU ÚTVARPS Nýráðinn fréttastjóri Útvarps, Auðun Georg Ólafsson, mætti óvænt á fréttastofuna í gær. Hann kastaði kveðju á þá sem þar voru, og sést á myndinni heilsa Brodda Broddasyni fréttamanni. Hann kvaðst myndu mæta í dag og hvarf á braut við svo búið. Fréttamenn sögðust í gær ekki ætla að hlýða fyrirmælum hans, enda telji þeir hann umboðslausan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ● matur ● tilboð Skemmtilegast að nýta afganga Jóhannes Ásbjörnsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS FISCHER OG SÆMUNDUR Fischer er ekki á flæðiskeri staddur fjár- hagslega en verður að öllum líkindum að greiða fjármagnstekjuskatt hérlendis. Skattgreiðslur gætu hlaupið á hundruðum þúsunda á ári.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.