Fréttablaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 2
2 1. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Bræðsla HB Granda hugsanlega flutt til Vopnafjarðar: Hillir undir lok síldar- og loðnubræðslu í Reykjavík FISKVINNSLA Í athugun er hjá HB Granda að flytja síldar- og loðnu- bræðslu félagsins úr Örfirisey í Reykjavík til Vopnafjarðar. HB Grandi starfrækir nú þegar fiski- mjölsverksmiðju á Vopnafirði eftir sameiningu félagsins við Tanga fyrr á árinu. Verði af flutningi verksmiðj- unnar lýkur síldar- og loðnu- bræðslu í Reykjavík en slík starf- semi hefur verið rekin í höfuð- borginni um áratuga skeið. Verksmiðjan í Örfirisey var reist í kringum 1950 en bræðsla hófst ekki fyrr en 1965. Fyrir hafði fiskimjölsbræðslan Klettur verið starfrækt í Reykjavík en þar var bræðslu hætt 1993. Mörg- um er reykháfur Klettsverksmiðj- unnar við Sundahöfn enn í fersku minni en hann var felldur fyrir nokkrum árum. Lykt, sem sumir kalla fýlu, lagði í eina tíð af bræðslunni í Örfirisey og bárust fyrirtækinu kvartanir frá borgurum auk þess sem fullyrt var að hún fældi ferða- menn frá Reykjavík. Aukinn mengunarvarnabúnaður hefur snardregið úr þessari óáran. HB Grandi rekur líka beina- bræðslu í Örfyrisey en ekki eru uppi áform um að flytja hana. - bþs Borgarstjórn kynnir þriggja ára fjármálaáætlun: Skuldir lækka um rúman milljarð BORGARMÁL „Þessu teljum við okkur geta náð á næstu þremur árum þrátt fyrir nýjungar á borð við gjaldfrjálsan leikskóla,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri en borgaryfirvöld kynntu í gær þriggja ára áætlun um rekstur, fjárfestingar og fjár- mál borgarinnar. Þar kemur fram að þrátt fyrir kostnaðarauka vegna ýmissa málaflokka er gert ráð fyrir að skuldir borgarsjóðs lækki um tæplega 1.3 milljarð króna til ársins 2009 og munu þá skuldir þannig lækka um níu prósent frá því sem nú er og verða um 166 þúsund krónur á hvern íbúa. Í áætluninni er gert ráð fyrir þeirri gjaldfrjálsu leikskóladvöl sem borgarstjóri kynnti nýlega en talið er að kostnaðarauki vegna þess liðar á næstu þremur árum verði um 900 milljónir króna. Kostnaðarauki vegna nýgerðra kjarasamninga við kennara er áætlaður um 1.6 milljarðar. - aöe Framkvæmdir stöðvaðar við rússneska sendiráðið Framkvæmdir við rússneska sendiráðið hafa nú verið stöðvaðar og beðið er eftir niðurstöðu borgaryfir- valda varðandi byggingarleyfi. Framkvæmdir frá því í desember, er borgaryfirvöld báðu Rússa um að hætta allri vinnu, voru vegna misskilnings í Moskvu. SENDIRÁÐ Misskilningur rúss- neskra ráðamanna í Moskvu olli því að sex fjögurra metra stál- stöplar voru reistir á grunni nýrrar byggingar í bakgarði rúss- neska sendiráðsins í trássi við beiðni borgaryfirvalda um að stöðva allar framkvæmdir á lóð- inni. Þetta segir Andrei Melnikov, sendiráðsfulltrúi sendiráðs Rúss- lands á Íslandi. Rússneska sendiráðið hóf byggingu 400 fermetra húsnæðis sem er sjö metra hátt á lóðinni fyrir aftan sendiráð Rússlands í Garðarstræti 33 án þess að sækja um tilskilin byggingarleyfi hjá Reykjavíkurborg. Í kjölfar at- hugasemda frá nágrönnum í des- ember var sendiráðinu gert að stöðva byggingarframkvæmdir á meðan unnið er að deiliskipulagi fyrir svæðið, svo afgreiða megi byggingarleyfisumsókn. Melnikov segir að öllum fram- kvæmdum hafi verið hætt fyrir viku. „Yfirmenn í Moskvu héldu að einhver hluti leyfis hefði feng- ist hjá borgaryfirvöldum og því voru þessir stálstöplar reistir. Um leið og við komumst að því að svo var ekki var öll vinna stöðvuð,“ segir Melnikov. Nágrannar sendiráðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu Fréttablaðinu að Rússarnir hefðu unnið sleitulaust á bygging- arstaðnum allt frá því í septem- ber og að þeir hafi gert meira en að reisa stálstöplana frá því í desember. Melnikov segir að rússnesk yfirvöld hafi staðið í þeirri trú að vandamálið væri fólgið í því byggingin væri of nálægt lóða- mörkum. „Borgaryfirvöld óskuðu eftir því að við færðum bygging- una inn á lóðina um að minnsta kosti þrjá metra og að ef svo yrði gert þyrfti sendiráðið ekki að ganga í gegnum svo ítarlega mál- skynningu. Sendiráðið uppfyllti þessa ósk og færði bygginguna í planinu um 4,9 metra inn í lóðina,“ segir Melnikov. Hann segir að rússneska sendiráðið vilji fyrir alla muni eiga góð samskipti við nágranna. „Við viljum búa í sátt við þá og eigum von á því að málamiðlunar- lausn verði fundin,“ segir hann. Skipulags- og byggingarnefnd tekur málið til umfjöllunar á mið- vikudag. sda@frettabladid.is jss@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Eiríkur, var kvörtunin send með flöskuskeyti? “Það var hugmyndin en við ætlum þó að klára flöskuna fyrst“ Kvartanir Og fjarskipta vegna reglna Samkeppnis- stofnunar gagnvart fjarskipta- og fjölmiðlasam- steypum höfðu ekki borist í gær. Eiríkur Jóhanns- son er forstjóri Og Vodafone. SKÚRAR UNDIR BYGGINGAREFNI. Reistir hafa verið fjölmargir skúrar á bak- lóð sendiráðsins í Garðastræti 33 og 35. Borgaryfirvöld hafa fengið þær skýringar að skúrarnir hýsi byggingarefni. BAKLÓÐ RÚSSNESKA SENDIRÁÐSINS. Reistir hafa verið sex fjögurra metra háir stálstöplar á steyptum grunni 400 fermetra húss í bakgarði rússneska sendiráðsins í Garðastræti 33. Nágrannar eru ekki sáttir við fyrirhug- aða byggingu og bíða úrskurðar borgaryfirvalda. Umferðarslys: Snáði ekur á systur sína NOREGUR Betur fór en á horfðist þegar þriggja ára snáði í Þránd- heimi tók fjölskyldubílinn trausta- taki og ók yfir fimm ára gamla systur sína á þriðjudaginn. Telpan hlaut aðeins minniháttar áverka, beinbrot og nokkrar skrámur. Að sögn Aftenposten voru til- drög slyssins þau að hnokkinn steig upp á skógrind og teygði sig þannig í bíllyklana sem héngu á vegg. Því næst settist hann bak við stýrið á fjölskyldubílnum og setti í gang. Við ræsinguna kastaðist bíllinn á systurina þar sem hún rólaði sér í sakleysi sínu. ■ BRÆÐSLAN Í ÖRFIRISEY Síldar- og loðnubræðsla í Reykjavík heyrir að líkindum senn sögunni til. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sjálfstæðisflokkurinn: Landsfundur í október STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund sinn 13. til 16. október. Fundurinn er sá 36. í sögu flokksins en síðasti landsfundur var haldinn í mars 2003. Landsfundur kýs formann, vara- formann og miðstjórn flokksins. Þar er stjórnmálastefna flokksins jafnframt mörkuð og byggir hún á vinnu 26 málefnanefnda sem leggja fram ályktanir til umræðu og af- greiðslu. - bþg FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N SKULDIR BORGARINNAR LÆKKA Stefnt er að því í áætlun borgaryfirvalda fyrir næstu þrjú ár að skuldir borgarsjóðs lækki um 1.3 milljarða. KISA Í VANDA Aflífa þurfti köttinn sem lenti í illa frágenginni gildru í grjótgarði við Innri-Njarðvík í gær. Gildra nærri byggð: Köttur lenti í minkagildru REYKJANES Aflífa þurfti kött sem fannst fastur í fótbogagildru í Innri Njarðvík. Gildran var fest milli steina stutt frá mannabyggð þar sem algengt er að börn séu að leik. Lögreglan í Keflavík segir ekki leyfilegt að leggja gildrur svo ná- lægt mannabyggð og þá skipti ekki máli hvort rétt sé frá þeim gengið eður ei. Líklegt er að farið verði yfir svæðið til að leita að fleiri gildrum. Ekki er vitað hver kom gildrunni fyrir en talið líklegt að henni hafi verið ætlað að veiða mink. Lögregl- an í Keflavík segir fáa einstaklinga hafa leyfi til að veiða mink og ólík- legt sé að um slíka menn sé að ræða. - sgi M YN D /V ÍK U R FR ÉT TI R/ H IL M AR B R AG I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.