Fréttablaðið - 01.04.2005, Side 6

Fréttablaðið - 01.04.2005, Side 6
6 1. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Hjálparstarf á Nias-eyju stendur yfir: Brimbrettalæknar fyrstir á vettvang INDÓNESÍA, AP Slæmt veður og erfiðar samgöngur hamla hjálpar- starfi á Nias-eyju. Nú er talið að um fimm hundruð manns hafi dáið í jarðskjálftanum á sunnu- daginn. Hjálparstarf stendur yfir á Nias-eyju, vestur af Súmötru, en íbúar þar urðu illa úti í jarðhrær- ingunum. Einna fyrstir á vettvang voru læknar í félaginu SurfAid en þeir höfðu verið á brimbrettum á nálægum slóðum. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til bágstaddra vegna veðurs og erfiðra sam- gangna en margir vegir skemmd- ust auk flugvallarins á eyjunni. Eyjaskeggjar hafa margir látið í ljós gremju sína yfir seinagang- inum en í gær var dreifingin farin að ganga hraðar fyrir sig. Enn er verið að bjarga fólki undan braki. Í gærmorgun náðist þréttán ára gömul stúlka á lífi úr rústum fjölbýlishúss, 52 klukku- stundum eftir skjálftann. Indónesísk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að 279 lík hefðu fundist og sögðu þau að ólíklegt væri að fleiri en 500 manns hefðu farist. ■ Telpa sýnir fádæma hugrekki: Fann foreldrana liggjandi í blóði sínu BANDARÍKIN Fimm ára gömul stúlka í New Smyrna í Flórída sýndi fádæma yfirvegun og æðru- leysi á mánudaginn við kringum- stæður sem flestir hefðu bugast undir. Tia Hernlen vaknaði við byssu- skot síðastliðinn mánudag, fór fram og fann mömmu sína og pabba liggjandi í blóði sínu. Hún hringdi samstundis í neyðarlínuna. „Mamma og pabbi...ég held að það sé byssukúla á gólfinu, það blæðir úr munninum á pabba og hann hefur dottið úr rúminu,“ sagði hún við starfsmann neyðarlínunnar. Því næst rakti hún málsatvik og að- stæður á svo skýran og yfirvegað- an hátt að konan sem hún ræddi við trúði ekki hversu ung hún væri. Hægt er að lesa samtal þeirra í heild sinni á heimasíðu Fox-sjón- varpsstöðvarinnar. Þegar lögreglan kom á vettvang var móðir Tiu dáin og faðir hennar lést á sjúkrahúsi skömmu síðar. Talið er að fíkniefnasali hafi drepið þau en hann stóð í þeirri trú að for- eldrar Tiu hefðu sagt lögreglunni frá iðju hans. Maðurinn stytti sér aldur á heimili sínu síðar um dag- inn. Foreldrar Tiu höfðu óttast árás af hendi mannsins og því farið fram á við dómara að öryggi þeirra yrði tryggt með nálgunarbanni. Dómarinn taldi ekki ástæðu til að verða við beiðninni. ■ Tugir kvartana vikulega Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, telur að hlutfallstengd þókn- un fasteignasala sé tímaskekkja og telur sanngjarnt að taka til dæmis upp tímagjald. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, neitar að láta hafa nokkuð eftir sér. FASTEIGNAMARKAÐUR Samkvæmt lögum eiga fasteignasalar að gera samninga fyrir fram við kaupend- ur og seljendur um þá þjónustu sem þeir inna af hendi. Sigurður Helgi segir að í þessu sé pottur brotinn og berist Húseigendafé- laginu tugir kvartana á viku. Sigurður Helgi segir að fast- eignasalar geti „verið háskalegir á marga lund“. Þeir tali upp fast- eignaverðið enda séu það hags- munir þeirra að fasteignaverð haldist ávallt sem hæst þar sem sölulaunin séu hlutfallstengd. „Það er ekkert náttúrulögmál að þóknun fasteignasala þurfi að miðast við kaupverð eigna,“ segir hann og telur ekkert til fyrirstöðu að miða við þann tíma og fyrir- höfn sem salan tekur og taka til dæmis upp tímagjald eins og tíðkast hjá mörgum stéttum. „Hagsmunatengdar gjaldskrár hafa verið á undanhaldi hjá flest- um sjálfstæðum sérfræðistétt- um,“ segir hann. Verðskrá fasteignasala er mis- jöfn. Á nokkrum fasteignasölum er föst gjaldskrá upp á rúmar 124 þúsund og allt upp í 199 þúsund krónur með virðisaukaskatti og skiptir þá ekki máli hversu stór eignin er. Á einni fasteignasölu er þóknunin eitt prósent en annars taka fasteignasalar 1,5-3,0 pró- sent af sölu eigna. Virðisauka- skattur bætist svo við. Misjafnt er hvað er innifalið í þóknun fasteignasala og hvort greiða þurfi umsýslugjald. Í fæstum tilfellum virðist til yfirlit yfir það hvaða þjónusta er innifalin í gjaldinu. Þinglýsing- argjald er aldrei innifalið, aðeins snúningar með samninga til þinglýsingar. Hraði, spenna og óðagot ein- kennir oft fasteignaviðskipti og það telur Sigurður Helgi að dragi á eftir sér ýmsa vonda dilka. „Menn flýta sér um of undir pressu oftar en ekki frá fasteigna- sölum og gá ekki að sér. Þess vegna er hrapað til samninga þrátt fyrir lausa enda. Þetta hefur í för með sér eftirmál með tilheyr- andi kostnaði og leiðindum,“ segir hann. Björn Þorri Viktorsson, for- maður Félags fasteignasala, neit- ar að láta nokkuð eftir sér hafa. ghs@frettabladid.is Fischer-nefndin: Leituðu til sveitarfélaga FJÁRÖFLUN Lítið safnaðist í fjáröfl- unarátaki Fischer-nefndarinnar fyrir Japansferð þeirra í mars, segir Einar H. Guðmundsson sem sá um fjáröflunina fyrir nefndina. Töluverðar skuldir eru útistandandi eftir Japansferð nefndarinnar en ekki fékkst upp- gefið hversu miklar þær eru. Erindi voru send til nokkurra sveitarfélaga og þar á meðal Reykjavíkurborgar en alls stað- ar var dræmt tekið í beiðnina. Einar segir að þeir sem styrktu nefndina hafi aðallega verið skákáhugamenn. - sgi Tölvunám eldri borgara Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Grunnur 30 kennslustunda byrjendanámskeið. Engin undirstaða nauð- synleg, hæg yfirferð með þolinmóðum kennurum. Aldurs- takmark 60 ára og eldri. Á námskeiðinu er markmiðið að þátttakendur verði færir að nota tölvuna til að skrifa texta, setja hann snyrtilega upp og prenta, fara á internetið, taka á móti og senda tölvupóst. Þátttakendur læra að koma sér upp ókeypis tölvupóstfangi. Kennsla hefst 6. apríl og lýkur 27. apríl. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. Framhald I 30 kennslustunda námskeið, hentar þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. • Upprifjun • Æfingar í Word ritvinnslu • Leit og vinnsla á internetinu og meðferð tölvupósts. • Excel kynning Kennsla hefst 7. apríl og lýkur 28. apríl. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. Framhald II 30 kennslustunda námskeið ætlað þeim sem lokið hafa fyrra framhaldsnámskeiðinu eða hafa sambærilegan grunn og vilja enn meiri þekkingu og þjálfun. Byrjað er á upprifjun og svo er haldið áfram og kafað dýpra með framhaldsæfingum í ritvinnslu, á netinu og tölvupóstinum ásamt Excel. Einnig er fjallað um stafrænar myndavélar og meðferð ljósmynda í heimilistölvunni. Ýmislegt fleira skv. óskum þátttakenda. Kennsla hefst 7. apríl og lýkur 28. apríl. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl 13 - 16. Verð kr. 17.000,- ■ NOREGUR Ertu búin(n) að skila skatt- skýrslunni? SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú með yfirdrátt í bankan- um? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 38% 62% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN SJÓRÆNINGJAR RÁÐAST Á NORÐMENN Sjö norsk skip urðu fyrir árásum sjóræningja á síðasta ári. Flest sjóránin voru framin í Austur-Indíum en Gíneuflói suður af Nígeríu þykir einnig varasamur. Að sögn Verdens Gang víluðu ekki litlir flokkar ræningja fyrir sér að ráðast á stór flutningaskip. MATVÖRUKAUPMENN ÁSAKAÐIR UM MÚTUÞÆGNI Matvöruverð er óvíða hærra í heiminum en í Noregi. Nú er hafin rannsókn á viðskiptaháttum á matvöru- markaðnum. Að sögn Dagens Næringsliv eru mörg dæmi um að kaupmenn láti birgjana greiða sér stórfé fyrir að stilla vörum þeirra upp á áberandi hátt en slíkt er ólöglegt. LÍTT MEIDD EN ÁHYGGJUFULL Yasmina, íbúi í Gunung Sitoli, var þungt hugsi þegar hún hélt á Ramadhan, syni sínum, í gær. Þótt Ramadhan hafi ekki slasast alvarlega þá var systir hans ekki eins heppin, því taka varð af henni annan handlegginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Kærður fyrir nauðgun: Saklaus en engar bætur DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur sýknaði í gær konu af skaðabótakröfu manns sem fór fram á sjö milljóna króna bætur fyrir ærumissi og missi atvinnu og íbúðar eftir að konan sakaði hann um nauðgun. Starfaði maðurinn sem hús- vörður á elliheimili að Sléttu- vegi en var gert að segja upp eða vera rekinn ella eftir kæru konunar. Við rannsókn lögreglu kom ekkert í ljós sem sannaði sekt mannsins og fór hann því fram á bætur. Dómurinn komst að því að þar sem kæran hefði farið eftir reglubundnum leið- um hefði verið um frumhlaup hjá hússtjórn að ræða við upp- sögn mannsins og konan því sýknuð. ■ ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Verðskrá fasteignasala miðast oftast við hlutfall af íbúðaverði en nú eru nokkrar fasteignasölur farnar að hafa fasta söluþóknun. SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON „Það er ekkert nátt- úrulögmál að þókn- un fasteignasala þurfi að miðast við kaupverð eigna.“ BJÖRN ÞORRI VIKTORSSON Formaður Félags fasteignasala, neitar að láta hafa nokk- uð eftir sér um þetta mál.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.