Fréttablaðið - 01.04.2005, Qupperneq 10
10 1. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
Stefna á Wembley að ári
„Stuðmenn höfðu einhvern tíma
heyrt í okkur og hrifist af. Þeir
báðu okkur alla vega að hita upp
fyrir sig og við slógum til,“ segir
Eiríkur G. Stephensen, skóla-
stjóri í Hrafnagilsskóla og annar
helmingur dúettsins Hundur í
óskilum, um það hvernig það at-
vikaðist að þeir voru fengnir til
að hita upp fyrir Stuðmenn í
Royal Albert Hall.
Hinn helmingur dúettsins er
Hjörleifur Hjartarson, kennari
við Húsabakkaskóla í Svarfaðar-
dal. Saman hafa þeir Eiríkur
skemmt sér og öðrum í um áratug
og eru þekktir fyrir nýstárlegar
útfærslur á þekktum slögurum.
Hróður Hunds í óskilum hefur
borist víða og þetta var ekki í
fyrsta skipti sem þeir kumpánar
troða upp í útlöndum. „Við höfum
spilað á þorrablótum Íslendinga í
Bandaríkjunum, Danmörku og
Noregi en þetta hlýtur að teljast
okkar stærsta gigg hingað til,“
segir Eiríkur. Hjörleifur tekur
undir það. „Það var mjög
skemmtilegt að spila þarna en nú
er spurning hvað tekur við. Við
erum að spá í að taka stefnuna á
Wembley að ári, það held ég að sé
rökrétt framhald.“
Þrátt fyrir kokhreystina eru
Eiríkur og Hjörleifur auðmjúkir
menn og breyttu nafni dúettsins í
virðingarskyni við bakhjarla tón-
leikana. „Við héldum aðalfund í
flugvélinni á leiðinni út og nú
heitum við Hundur í óskilum
Group. Það má skilja það á ýmsan
veg.“
Þótt útlönd kalli þurfa Íslend-
ingar ekki að óttast að missa
Hund í óskilum af landinu alveg
strax því þeir eru með margt á
prjónunum. Framundan er viku-
langur túr í grunnskóla á Vest-
fjörðum. „Við reynum samt lítið
að trana okkur fram,“ segir Eirík-
ur. „Við yrðum þreyttir á því til
lengdar og gerum þetta svo lengi
sem við höfum gaman af.“ Hjör-
leifur bætir við að þeir félagarnir
eigi sér þann draum að taka þátt í
Eurovision. „Við erum löngu bún-
ir að æfa atriði og hanna búninga,
sem við erum reyndar byrjaðir að
vaxa upp úr. En það er aldrei of
seint. Danir sendu miðaldra kenn-
ara í Eurovison um árið og sáu
ekki eftir því.“
bergsteinn@frettabladid.is
Frábærferðaleikur!
Láttu
mömmu vita!
Ef þú kaupir Séð og
Heyrt næstu vikurnar
finnur þú lukkunúmer í
miðopnu sem er bara í
blaðinu þínu. Sendu
okkur lukkunúmerið þitt
með SMS og þú átt
möguleika á því að
komast frítt í glæsilega
sólarlandaferð með
Sumarferðum með alla
fjölskylduna. Ekki nóg
með það heldur geturðu
líka fengið ego kort með
250 þúsund króna
inneign og við færum
þér vandað ferðatösku-
sett frá Samsonite
undir farangurinn.
SÓLSKINSBROS
SÉÐ OG HEYRT
NR. 12 - 2005 •
Verð kr. 599 Vertu m
eð
frá byrj
un!
MIKLU STÆRRA BLAÐ -
SAMA VERÐ
Svava og B
olli í Sautjá
n
slíta samvis
tir:
RISAFERÐAVINNINGAR +
250.000 KR.
24.mars-
6.apríl
Besta d
agskrái
n!
Marín Manda:
ÁSTFANGIN
OG ÓLÉTT!
Helga Hilmars og B
rynja:
Á LAUSU Í LONDON
Gísli Marteinn:
9
7
7
1
0
2
5
9
5
6
0
0
9 Í STUÐI
MEÐ GUÐI!
Gleðilega
páska
SEXÍ Í KJÓL!
Bis
kupinn glaður:
SKILJA Í GÓÐU
!
01 S&H FORS
͋A1005 TBL
-2 21.3.20
05 16:13 P
age 2
GERIR LÍFIÐ
SKEMMTILEGRA!
ÍSLENSKT RÍKISFANGSBRÉF
kostar 1.350 krónur
HVAÐ KOSTAR ÞAÐ?
„Ég byrjaði í MA-námi í félagsfræði
með áherslu á kynjafræði eftir jól
og það er nóg að gera í því,“ segir
Katrín Anna Guðmundsdóttir, tals-
kona Femínistafélagsins og stúdent.
Hún kveðst hafa haft það gott um
páskana, sem hún varði að mestu
leyti við smíðar, en Katrín og mað-
urinn hennar eru að reisa sér 200
fermetra hús í Grafarholti. „Við skul-
um segja að ég sé slarkfær smiður,“
segir hún og hlær. „Ég er mest í því
að mála, pússa og spasla en er al-
veg ágæt með hamar og nagla líka.“
Katrín býst við að ferðast innan-
lands í sumar. „Ég og maðurinn
minn höfum bæði ferðast mikið er-
lendis, en þegar við keyrðum hring-
veginn fyrir þremur árum komumst
við að því að það eru alltof margir
staðir á landinu sem við eigum
eftir að skoða.“ Ferðin hefst á
sumarbústaðarferð í Hrísey en
skötuhjúin ætla að sjá hvernig
landið liggur í framhaldinu.
Grasrótarstarf Femínistafélags-
ins er líka í fullum gangi. „Við
erum að skipuleggja verkefni
sem er beint gegn klámvæð-
ingu,“ segir Katrín Anna. „Hinn
5. apríl ætlum við í félaginu að
hittast, en það gerum við mán-
aðarlega, og rifja upp Peking-
ráðstefnuna í tilefni tíu ára af-
mælis hennar.“ Svo er aðal-
fundur Femínistafélagsins á
næstu grösum en Katrín Anna
segir óráðið hvort hún gefi
kost á sér áfram sem talskona
félagsins.
Málar, pússar og spaslar
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KATRÍN ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR
„Verður maður ekki að hafa smá
áhyggjur þegar maður heyrir af svona
faraldri út í heimi, en Ísland er nokkuð
einangrað land og því kannski minni
líkur en ella að þetta berist hingað,“
segir Sigurður Sveinsson handbolta-
þjálfari aðspurður hvort hann óttist
fuglaflensufaraldur.
Fuglaflensa hefur verið mikið í fréttum
upp á síðkastið og telur Sigurður að
ekki megi sofa á verðinum. „Það hlýtur
að koma að því fyrr eða síðar að það
geysi skæð farsótt um heiminn. Það er
orðið langt síðan það gerðist síðast.
Það er kannski rétt að yfirvöld séu á
varðbergi þegar fólk kemur hingað frá
löndum þar sem flensan hefur greinst,
en það er ekki ástæða til stórtækra að-
gerða.“ Hann kveðst þó ekki svo líf-
hræddur að hann byrji að ganga með
grímu fyrir vitum sér á almannafæri.
Sjálfur er Sigurður heilsuhraustur mað-
ur og tekur ekki oft sótt að eigin sögn.
SIGURÐUR SVEINSSON
Á varðbergi
ÚTBREIÐSLA FUGLAFLENSU
SJÓNARHÓLL
Anna Linda Bjarnadóttir héraðsdómslögmaður:
Býður sig fram í stjórn
Frjálsa lífeyrissjóðsins
Anna Linda Bjarnadóttir héraðs-
dómslögmaður gefur kost á sér til
setu í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðs-
ins.
Væri það vart í frásögur færandi
nema fyrir þær sakir að mótfram-
boð gegn sitjandi stjórnarmönnum í
lífeyrissjóðum eru fátíð og sérstak-
lega er sjaldgæft að konur bjóði sig
fram til slíkra starfa. Hópar kvenna
hafa þó lýst yfir vilja til að taka sæti
í stjórnum fyrirtækja og lífeyris-
sjóða að undanförnu – án mikils ár-
angurs.
Ein kona, Ásdís Eva Hannesdótt-
ir, situr fyrir í stjórninni og gætu
þær því orðið tvær að afloknum árs-
fundi sjóðsins sem haldinn er á Nor-
dica hóteli síðdegis á mánudag.
Samkvæmt nýlegri athugun sitja
tvær konur á móti hverjum átta
körlum í stjórnum lífeyrissjóðanna.
„Mér finnst vanta nýtt blóð í
stjórnina, fulltrúa yngri sjóð-
félaga,“ segir Anna Linda sem
finnst núverandi stjórn ekki endur-
spegla breidd sjóðfélaganna sem
eru rúmlega 30 þúsund.
Anna Linda hefur rekið eigin lög-
mannsstofu í tæp fjögur ár og býr
meðal annars að framhaldsnámi í
skattarétti. - bþs
ANNA LINDA BJARNADÓTTIR Vill yngja
upp í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/E.Ó
L
Stuðmenn voru í essinu
sínu á tónleikunum í
Royal Albert Hall á skír-
dag. Þeir voru hins vegar
ekki eina íslenska hljóm-
sveitin sem þar lék um
kvöldið því Hundur í
óskilum hitaði upp.
HUNDUR Í ÓSKILUM Eiríki G. Stephensen og Hjörleifi Stephensen er margt til lista lagt eins og sjá má á þessari mynd en því miður ekki heyra.
Í NÁVIST MIKILMENNA Elísabetu Eng-
landsdrottningu líkaði návist Eiríks ekki
sérlega illa.