Fréttablaðið - 01.04.2005, Page 20
Of sölt
Ef súpan eða sósan er of sölt er hægt að leysa það vandamál með hráum
kartöflum. Skerðu hráar kartöflur í bita og settu út í pottinn og þær munu
sjúga í sig saltið. Veiddu þær svo upp úr og hentu.[ ]
Sími 533 1020
Er veisla í vændum?
Reiknar þú með okkur...
Skeifunni 11d
Stórverslun en líka hverfisbúð
Fanney Kim Du hefur verið verslunarstjóri í eitt og hálft ár en unnið í Nóatúni í tæp tuttugu ár.
Um miðjan desember varð verslunin Nóatún
við Hringbraut 121 eldi að bráð. Mikið tjón
varð af völdum eldsins og innanstokksmunir
brunnu til kaldra kola. Í vikunni fyrir páska
opnaði nýtt og betra Nóatún eftir endurbætur
sem stóðu mánuðum saman.
„Við erum búin að breyta öllu og hér er allt alveg
nýtt og fínt. Skipulagið hefur líka breyst. Við vorum
með opnunartilboð þegar verslunin opnaði og það
var rosalega mikið að gera. Fólk hefur tekið afskap-
lega vel á móti okkur,“ segir Fanney Kim Du, versl-
unarstjóri Nóatúns-verslunarinnar.
Fólkið í nágrenni verslunarinnar hefur greinilega
saknað Nóatúnsins síns en Fanney saknaði líka við-
skiptavinanna. „Þetta er stór verslun en samt hverf-
isbúð. Ég kannast við flesta sem versla hér og það er
voðalega gott að vera komin aftur til starfa,“ segir
Fanney en hún hefur unnið í Nóatúni í tæplega tutt-
ugu ár.
„Ég byrjaði þegar ég var þrettán ára en ég hef
reyndar bara verið verslunarstjóri í eitt og hálft ár.
Fyrir það var ég til dæmis aðstoðarverslunarstjóri
og innkaupastjóri. Mér finnst mjög gaman að vera
ekki að gera alltaf það sama. Ég hef gert ýmislegt
innan verslunarinnar og það er gott að hafa fjöl-
breytni í starfinu.“
„Við höfum aukið úrval af grænmeti og kælivöru
þannig að nú bjóðum við upp á meira magn af fersk-
um vörum. Síðan er bakarí í búðinni þar sem tveir
starfsmenn vinna við bakstur og afgreiðslu – en áður
þurfti fólk að hjálpa sér sjálft. Kjötborðið er á sama
stað en er nú orðið stærra og flottara – eins og öll
búðin. Það er voða gaman að vinna hér og allir
ánægðir að vera komnir aftur,“ segir Fanney sem
hlær dátt þegar blaðamaður spyr hverrar þjóðar hún
er. „Það má segja að ég sé 75 prósent Kínverji en ég
fæddist í Víetnam. Ég fylgdi með foreldrum mínum
til Íslands og fékk ekki að ráða neinu,“ segir Fanney
glöð í bragði og að vonum ánægð með hið nýja og
endurbætta Nóatún.
lilja@frettabladid.is
Grænmetisborðið er orðið ansi vígalegt í nýju versluninni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Réttir kvöldsins
Fordrykkur í boði hússins
M/ þriggja rétta seðlinum Canasta Cream
Forréttur verð f/ einrétta verð f/ þriggja
rétta máltíð
Humarsúpa kr. 850
m/ rjómatoppi og hvítlauksbrauði
Aðalréttir
Smjörsteiktur skötuselur kr. 2.950 kr. 3.890
m/ hvítvínssósu , grænmeti
og bakaðri kartöflu
Lambafillet kr. 2.980 kr. 3.890
m/ sherrybættri sveppasósu, grænmeti
og bakaðri kartöflu
Nautalundir kr. 3.150 kr. 3.990
m/chateaubriandsósu, grænmeti
og bakaðri kartöflu
Eftirréttur
Súkkulaðifrauð kr. 690
Borðapantanir í síma 562 1988
Veitingahúsið Madonna Rauðarárstíg 27 www.madonna.is
Smoothies
100% ávöxtur
engin aukaefni
enginn viðbættur sykur
arka