Fréttablaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 21
Smáflöskur eru hentugur kostur fyrir þá sem vilja drekka eitt og eitt rauðvínsglas en ekki opna heila flösku auk þess að vera góður kostur í móttökum. Nú fæst hið vinsæla Santa Rita vín frá Chile í hentugri öskju með fjórum smáflöskum. Vín fyrirtækisins þykja afar hagstæð miðað við gæði og var Santa Rita m.a. útnefnt „hagstæðasti vínframleiðandinn“ í tímaritinu Wine & Spirits árið 2002. Santa Rita 120 vínlínan hefur sögulega tilvísun í sjálfstæðis- baráttu landsins. Snemma á 19. öld, er landsmenn reyndu að komast undan ofríki spænsku krúnunnar, földu 120 hermenn uppreisnarmanna sig í kjöllurum víngerðarinnar og herjuðu þaðan á hermenn Spánarkonungs. Voru hermennirnir 120 undir stjórn hershöfðingjans Bernardo OíHiggins, sem varð einn af leiðtogum landsins er það hlaut sjálfstæði. Santa Rita 120 Cabernet Sauvignon er frísklegt og ávaxtaríkt vín sem ræður við flestan mat. Verð í Vínbúðum 1.400 kr. fyrir fjórar smáflöskur í hentugri öskju. 3FÖSTUDAGUR 1. apríl 2005 Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR FLJÓTLEGAN MAT Á FÖSTUDEGI Lax með spínati, kókós og sætri kartöflu Það segir sig sjálft að réttur eins og þessi, sem samsettur er úr hrá- efnunum sem hvert fyrir sig er ómótstæðilegt sælgæti, getur ekki orðið annað en frábær. Samt sem áður er það galdur sósunnar sem gerir útslagið. Hárfínt jafnvægi af sterku, súru og sætu og bragðlauk- arnir lifna við! Smyrjið botninn á ofnföstu fati með ólífuolíu og setjið síðan allt spínatið í fatið. Raðið laxasneiðunum ofan á spínatið. Saltið og piprið. Flysjið sætu kartöfluna og skerið hana í strimla og dreifið þeim jafnt yfir réttinn. Blandið saman í sér skál: kókósmjólk, karrímauki, fiski- sósu, límónusafa og pálmasykri. Hrærið vel í þar til karrí og sykur hafa leyst upp. Hellið sósunni yfir réttinn og bakið í 200 gráðu ofni í 25 til 30 mínútur. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og/eða góðu salati. ■ 4 laxasneiðar 1 sæt kartafla 1/2 poki ferskt spínat 1/2 dós kókósmjólk 1 tsk. rautt karrímauk 1 msk. fiskisósa safi úr 1/2 límónu 1 tsk. pálmasykur salt og pipar ólífuolía SANTA RITA: Fjórar smáflöskur í öskju EVERTON: Rauðvínið, ekki fótboltaliðið! Everton er ekki bara fótboltalið frá Liverpoolborg á Englandi. Nú fæst í Vínbúðunum vín frá ástralska vín- framleiðandanum Brown Brothers sem heitir Everton. Brown Brothers er fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt vín í Viktoríu-fylki í Ástralíu síðan á ofanverðri 19. öld og hefur getið sér gott orð fyrir fyrirtaks vín. Hérlendis hafa verið til sölu fjórar tegundir víns frá fjölskyldunni og heita þau eftir þrúgunum sem notaðar eru: cabernet sauvignon, merlot og shiraz auk áðurnefnds víns, Everton, en það er blanda úr þrúgunum cabernet sauvigon og malbec. Vínið þykir einkar ljúft og falla vel að smekk almennra neytenda. Verð í Vínbúðum 1.190 kr. Kjúklingabringur Fersk salvíublöð (helst stór ) Parmesanostur Hráskinka Gróft salt ( t.d. Maldon ) Íslenskt smjör Tannstönglar Hvítvín Aðferð Hver bringa er sneidd í um fjóra bita. Parmesanosturinn er skorinn í sneiðar og þær lagðar eftir endilöngum bringunum. Hráskinkan er lögð þar ofan á og svo er salvíublað sett ofan á skinkuna og þetta síðan fest saman með tannstöngli. Pannan er hituð mjög mikið og smjör og gróft salt sett á pönnuna. Bringurnar steiktar í 3-4 mínútur á hvorri hlið, fyrst á hliðinni með ostinum til að hún lokist. Sósa Eftir að bringurnar hafa verið steiktar er töluvert af gumsi á pönnunni, smjör og salt og tilheyrandi. Þá er smá skvettu af hvítvíni bætt á pönnuna, hrært aðeins í og hellt yfir bringurnar á fati. Salat Rucola salat, niðursneiddur mozarella- ostur og cherry-tómatar. Sletta svo yfir það balsamediki, jómfrúarolíu og oreganokryddi. Soðin hrísgrjón (klassi að sletta smá basilolíu í vatnið þegar grjónin eru soðin) Salt in bocca að hætti Jóa JÓHANNES ÁSBJÖRNSSON GEFUR LESENDUM GÓÐA OG GIRNILEGA ÍTALSKA UPPSKRIFT. SALT IN BOCCA MERKIR „SALT Í MUNNI“.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.