Fréttablaðið - 01.04.2005, Side 35

Fréttablaðið - 01.04.2005, Side 35
FÖSTUDAGUR 1. apríl 2005 23 Djibril Cisse, franski framherjinnhjá Liverpool sem braut svo hryllilega á sér fótinn í október sl., gæti spilað aftur fyrir þá rauð- klæddu áður en tímabilinu lýkur. Endurhæfing Cisse hefur gengið mun betur en vonir stóðu til og er hann nú byrjaður að æfa með aðal- liðinu. „Það er möguleiki á að hann spili með okkur áður en mótinu lýkur. Læknar munu ákveða hvort hann sé tilbú- inn en það er ljóst að við munum ekki taka neina áhættu,“ segir Rafa- el Benitez stjóri Liverpool. Steve Nash, leikstjórnandi Phoen-ix Suns, náði þrefaldri tvennu er Suns tók á móti Philadelphia 76ers í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt. Nash skoraði 12 stig, tók 13 fráköst og gaf 12 stoðsendingar og átti stóran þátt í stórsigri heima- manna, 116-87. Allen Iverson var stigahæstur gestanna með 26 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar. „Ég reyndi að leggja hart að mér allan leikinn,“ sagði Nash sem tók 10 frá- köst í fyrri hálfleik. Borðtenniskappinn GuðmundurE. Stephensen féll úr leik í fyrstu umferð Evrópu- mótsins í borð- tennis í gær. Mótið stendur nú yfir í Ár- ósum í Danmörku og tapaði Guð- mundur fyrir And- rei Filimon frá Rúmeníu. Guð- mundur komst hins vegar alla leið í 16-manna úrslit í tvíliðaleiknum áður en hann féll úr leik þar. Þá féll Guðrún Björnsdóttir úr keppni í fyrstu umferð í einliðaleik kvenna. Pedro de la Rosa mun leysa afJuan Pablo Montoya í akst- ursliði McLaren í formúlukappakstr- inum um helgina. Montoya er meidd- ur á öxl og hafa læknar skipað hon- um að hvíla sig frá akstrinum í ein- hverjar vikur. De la Rosa hefur verið helsti þróunaröku- maður McLaren í tvö ár en hefur aldrei náð að setja mark sitt al- mennilega þegar í keppnina sjálfa er komið en De la Rosa ók áður fyrir Arrows og Jagúar. Nú er verið að slá því upp í fjöl-miðlum ytra að Liverpool og Inter Milan muni skiptast á leik- mönnum í sumar. Þeir sem um ræðir eru vinstri væng- mennirnir Harry Kewell og Kily Gonzalez, en vitað er að Rafael Beni- tez mun vera að missa þolinmæð- ina gagnvart Kewell og að Kily og Roberto Mancini stjóri Inter eru ekki bestu mátar. Einnig lék Kily undir stjórn Benitez hjá Valencia og náðu þeir afar vel saman. Ruud van Nistelrooy segist hafabeðið lengi eftir markinu sem hann skoraði fyrir Hollendinga í leik liðsins gegn Armen- íu í undankeppni HM í fyrradag. Markið var það fyrsta sem Nistel- rooy skorar eftir að hafa meiðst fyrir rúmum þremur mánuðum. „Marka- þurrðin var farin að snerta sálina svo að það var ánægjulegt að brjóta loksins ísinn,“ viðurkenndi Nistel- rooy eftir leikinn. Barcelona varð fyrir áfalli í fyrra-dag þegar Carles Puyol fyrirliði liðsins haltraði af velli í leik Spán- verja og Serbíu/Svartfjalla- lands í undan- keppni HM í fyrra- dag. Puyol verður frá í um þrjár vikur og missir því af uppgjöri toppliðanna þegar Barcelona mætir Real Madrid þann 10. apríl. ÚR SPORTINU Einar Bollason spáir í einvígi Keflavíkur og Snæfells: Keflvíkingar eru með dúndrandi sjálfstraust KÖRFUBOLTI Lokaúrslit Intersport- deildarinnar í körfuknattleik hefjast í kvöld en þá tekur Kefla- vík á móti Snæfelli. Þrjá sigra þarf til að hampa Íslandsmeist- aratitlinum en þessi lið áttust við í lokaúrslitum síðasta árs þar sem Keflavík hafði betur, 3-1. Einar Bollason hallaðist að sigri Kefl- víkinga í spá sinni í Fréttablaðinu. Keflvíkingar þykja sigur- stranglegri í seríunni og fór liðið gjörsamlega hamförum gegn liði ÍR í undanúrslitunum. Frétta- blaðið fékk Einar Bollason, fyrr- um landsliðsþjálfara og leikmann, til að spá í viðureign kvöldsins. „Þarna mætast stálin stinn, tví- mælalaust tvö bestu lið landsins og engin tilviljun að þau skuli mætast aftur,“ sagði Einar. „Ant- hony Glover er auðvitað sterkur leikmaður en hefur ekki náð að fylla skarð Derrick Allen sem var frábær í fyrra. Það veikti liðið að missa Fannar Ólafsson en aftur á móti eru aðrir leikmenn í Kefla- víkurliðinu sem eru að spila betur. Efstur á blaði er Sverrir Sverris- son sem hefur aldrei leikið betur en nú.“ Einar sagði að margir vildu meina að Keflavíkurliðið væri ekki ekki jafn sterkt og í fyrra. „Ég get að mörgu leyti tekið undir það en það er engu að síður dúndrandi sjálfstraust hjá liðinu. En Keflvíkingar þurfa að passa sig á einu og það er að dramb er falli næst. Þeir hafa verið ansi brattir í yfirlýsingum og allt að því gert lítið úr andstæðingum sínum.“ Týnist Sigurður í kvöld? „Snæfellingar eru náttúrulega ekki árennilegir í fráköstunum, alveg massíft frákastalið. Snæfell hefur aldrei unnið leik í Keflavík en liðið verður að vinna einn leik þar til að eiga möguleika. Ég held að Snæfell muni ná því að vinna leik þar en það verður ekki í kvöld. Ég er á því að Keflavík vinni þennan leik eftir mikla bar- áttu. Keflavík flýgur mjög hátt þessa dagana og það mun fleyta liðinu í gegnum þennan leik. Þetta verður skemmtileg rimma en þetta eru tvö sterkustu varnarlið deildarinnar. Í liði Snæfells verða menn eins og Sigurður Þorvalds- son að muna að leikurinn er 40 mínútur. Það þýðir ekki að koma inn með glans annað slagið en týn- ast þess á milli. Þetta er mjög hæfileikaríkur körfuboltamaður en týnist allt of mikið inn á milli. Það er stór spurning hvernig trú Snæfellingar hafa á sér að mæta á leikvöll sem þeir hafa aldrei unnið sigur á og með fullt hús af áhorf- endum. Það á náttúrulega enginn körfuboltaáhugamaður að láta sig vanta á þessar viðureignir,“ segir Einar. „Annars er ég ekki í vafa um að Sigurður Ingimundarson, sem er að mínu mati fremsti þjálfari landsins, nái að stilla allra strengi fyrir viðureign kvöldsins og leiða Keflavík til sigurs,“ sagði Einar Bollason. smari@frettabladid.is Í LOFTKOSTUM Sverrir Sverrison hefur aldrei leikið betur að mati Einars Bollasonar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.