Fréttablaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 43
■ MÁL MICHAELS JACKSON Gamanmyndin Get Shorty sló hressilega í gegn árið 1995 enda hafði hún allt til að bera sem þarf að prýða góða bíómynd. Leikara- liðið var glæsilegt og í toppformi með John Travolta, í hlutverki handrukkarans Chilli Palmer, fremstan meðal jafningja. Myndin byggði á skemmtilegri sögu meistara Elmore Leornard um Palmer sem gafst upp á glæp- astarfsemi og nýtti reynslu sína úr undirheimunum til að hasla sér völl í Hollívúdd. Be Cool er fram- hald á Get Shorty og þegar hér er komið sögu er Palmer orðinn leið- ur á bíóbransanum en flækist fyr- ir tilviljun inn í tónlistarbransann. Þar þarf hann að taka á honum stóra sínum þar sem það eru allir glæponar í plötuútgáfu og mót- staðan því öllu harðari en í Hollí- vúdd. Be Cool stendur get Shorty nokkuð langt að baki og þar er helst við þvælt handritið að sakast. Sagan nær aldrei almenni- legu flugi og spennan er í lág- marki. Þetta eru viss vonbrigði þar sem að öðru leyti er byggt á sömu formúlu; leikararnir eru hver öðrum betri og allt yfirbragð myndarinnar er jafn eitursvalt og persónurnar. Travolta er auðvitað svalastur og rennir sér blindandi í gegnum myndina og er nánast aukapersóna þar sem kostulegar aukapersónurnar skyggja á Pal- mer sem er samt vitaskuld kóng- urinn í öllum sínum senum. Það eru samt sem áður fyrst og fremst geggjaðar aukapersónur í meðförum frábærra leikara sem lyfta myndinni upp og bjarga henni um leið frá því að kolfalla í samanburðinum við Get Shorty. Vince Vaughn nýtur sín í botn í hlutverki nautheimsks og illa inn- rætts plötuútgefanda sem fylgir tískustraumum melludólga. James Woods klikkar heldur ekki í smáhlutverki og Robert Pastor- elli er þrælskemmtilegur sem subbulegur leigumorðingi og það gustar af Cedric the Entertainer í hlutverki byssuglaðs rappútgef- anda. Senuþjófur myndarinnar og hin raunverulega stjarna myndar- innar er samt glímutröllið The Rock (The Scorpion King, Walking Tall) en þessi meinti hæfileikalausi leikari fer á alger- um kostum sem samkynhneigði lífvörðurinn Elliot Wilhelm sem sveiflar rauðri hafnaboltakylfu og dreymir um frægð í Hollívúdd. Kletturinn er greinilega misskil- inn snillingur. Þórarinn Þórarinsson. BE COOL LEIKSTJÓRI: F. GARY GRAY AÐALHLUTVERK: JOHN TRAVOLTA, UMA THURMAN, VINCE VAUGHN NIÐURSTAÐA: Þvælt handritið verður til þess að sagan nær aldrei almennilegu flugi og spennan er í lágmarki en geggjaðar aukaper- sónur í meðförum frábærra leikara lyfta mynd- inni upp og bjarga henni um leið frá því að kolfalla í samanburðinum við Get Shorty. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Sjaldgæfar ásakanir Sálfræðingurinn Stan Katz, sem var sá fyrsti til að greina yfirvöld- um frá ásökunum um að popparinn Michael Jackson hefði misnotað 13 ára gamlan dreng, segir það afar sjaldgæft að barn á þessum aldri setji fram falskar ásakanir um slíka misnotkun. Sagði hann að börn eldri en fimm ára settu nánast aldrei fram ákærur sem þessar og héldu þeim til streitu. Ekki gat hann þó stutt þessa fullyrðingu með sönnunargögnum. Jackson hefur alla tíð neitað ásökununum og segir að fjölskylda drengsins ásælist auðæfi sín. ■ Moby hefur gagnrýntsöngkonuna Gwen Stefani fyrir að yfirfylla plöt- una sína, Love Angel Music Baby, af frægum vinum sín- um og gestasöngvurum. Að mati Mobys hefði platan átt að vera mun einfaldari, jafn- vel bara með Gwen og óraf- mögnuðum gítar. Í staðinn eru listamenn eins og André 3000, Missy Elliott, New Order og Eve á plötunni með Gwen. „Ég kann mjög vel við Gwen sem persónu og hún hefur líka gert margar frábærar plötur. En þessi þykir mér yfir- full af fólki. Það er ekki nóg af Gwen á plöt- unni.“ FRÉTTIR AF FÓLKI Miðasala hefst á morgun Miðasala á tónleika skosku hljómsveitarinnar Franz Ferdin- and í Kaplakrika 27. maí hefst á morgun. Enn hefur ekki verið ákveðið hverjir munu hita upp fyrir Ferdinand en ljóst er að upphitunarbandið verður úr röð- um íslenskra tónlistarmanna. Miðsalan fer fram í verslun- um Skífunnar og í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg. Einnig verða seldir miðar í verslunum BT á Akureyri og Selfossi. Miðaverð er 4750 krónur og verða 2500 miðar seldir á tón- leikana. ■ ■ TÓNLIST FRANZ FERDINAND Miðasala á tónleika skosku sveitarinnar í Kaplakrika hefst á laug- ardag. Madonna virðist seint ætla aðhætta að eignast óvildarmenn. Poppdívan hefur haft það fyrir sið að hneyksla og uppskorið ýmis við- urnefni meðal siðprúðra manna. Væntanlega hefur hún þó ekki verið kölluð norn á opinberum vettvangi og þaðan af síður af háttsettum að- ila innan kaþólsku kirkjunnar. Þetta voru þó viðbrögð bandarískra kaþ- ólikka þegar hún ásamt Guy Ritchie, eiginmanni sínum, mætti klædd upp sem nunna og Ritchie sem páfinn á árlega hátíð Kab- balah-safnaðarins í London. Tímasetningin þykir vera mjög vafasöm enda liggur páfinn mjög veikur fyrir og gat til að mynda ekki tekið þátt í páskahaldi Vatík- ansins í fyrsta skipti á ferli sínum. Þessi háttsetti einstaklingur innan kaþólsku kirkjunnar sagði að hann hefði haldið að kirkjan væri laus við þessa norn þegar hún uppgötvaði Kaballah-trúna. „Þetta var mikil óvirðing við okkur,“ lét hann hafa eftir sér. Flippaðir smákrimmar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.