Fréttablaðið - 01.04.2005, Page 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00
Opel Astra fékk fimm stjörnur
fyrir öryggi hjá EuroNcap
HREINT SMEKKSATRI‹I
fl‡ski gæ›ingurinn
Sko›a›u Opel Astra hjá Ingvari Helgasyni og láttu flinn smekk rá›a.
Samkeppnin í „litlu millistær›inni“ er ótrúlega hör› og a› okkar mati eru nokkrir framúrskarandi bílar
í bo›i í flessum flokki. Me›al fleirra er Opel Astra, einn mest seldi fólksbíll Evrópu 2004. Hann er endur-
hanna›ur frá grunni, sérstaklega vanda›ur og talsvert stærri en fyrri ger›ir. Hann er lipur og skemmtilegur
í akstri og sérlega flægilegur í umgengni. Okkur finnst hann fallegastur í sínum stær›arflokki. En fla›
er náttúrulega smekksatri›i.
Á
lf
el
g
u
r
er
u
a
u
ka
h
lu
tu
r
á
m
yn
d
N†R OPEL ASTRA
Mi›a› vi› bílasamning Glitnis me› 339.000 kr. útborgun og eftirstö›var í 84 mánu›i.
A‹EINS 18.992 Kr. Á MÁNU‹I
VER‹ FRÁ :1.695.000 Kr.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
2
1
2
2
Fallegt fólk
Til þess að verða stjarna í Amer-íku þarf fólk annaðhvort að vera
leikarar, morðingjar eða kálhausar –
og fallegt. Allir tilbiðja slíkan mann-
skap. Ef það er leikarar, getur það
ekki verið morðingjar. Leikararnir
O.J. Simpson og Robert Blake voru
sýknaðir af ákæru um að hafa myrt
eiginkonur sínar. Þeir eru leikarar,
tilheyra fallega fólkinu og geta því
ekki gert neitt ljótt. Mál þeirra eru
rekin í sjónvarpinu í slíkum smáat-
riðum að það liggur við að þeir séu
magaspeglaðir í beinni til þess að
áhorfendur fái að sjá hvað þeir
borðuðu í morgunmat.
HANN var ekki svona heppinn
hann Scott litli Peterson sem hefur
fengið dauðadóm fyrir að myrða
sína eiginkonu háólétta. Ef hann
hefði rolast til þess að læra leiklist
hefði örugglega farið betur fyrir
honum. Fallegur, leikari, morðingi
er uppskrift sem blífur, rétt eins og
aðrar heilagar þrenningar. Það er
ekki nóg að vera bara fallegur og
morðingi.
ANNARS er morðinginn Scott ein-
hver eftirsóttasti piparsveinn lands-
ins um þessar mundir. Hann er svo
mikil stjarna að það þarf að hafa
hann í einangrun á dauðadeildinni í
sex til átta vikur til þess að meta
hvaða glæponahópi hússins er hægt
að treysta fyrir honum. Inn í fang-
elsið rignir bréfum frá konum
hvaðanæva úr Bandaríkjunum sem
biðja hann að kvænast sér. Þær trúa
stöðugt á sakleysi hans vegna þess
að hann er svo fallegur. Einmitt.
EKKI þar fyrir, ef maður ætlar að
vera giftur manni sem myrðir eigin-
konur sínar, er það líklega á við líf-
tryggingu að honum sé haldið á bak
við lás og slá. Á meðan téður Scott
skoðar bréf og myndir frá tilvonandi
eiginkonum, stendur þessi þrjú
hundruð milljóna manna þjóð á önd-
inni yfir stúlkukind sem hefur verið
í grænmetisástandi í fjórtán ár. For-
eldrar hennar vilja halda henni á lífi
áfram og hafa víðtækan stuðning.
Og hvers vegna? Jú, vegna þess að
þótt ekki sé hægt að greina nein
merki þess í dag, var hún falleg
áður en hún hrundi niður vegna
átröskunar snemma á níunda áratug
síðustu aldar.
FALLEGT fólk er heilagt.
SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR
BAKÞANKAR