Fréttablaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 30
Hekla frumsýnir um helgina
nýjan Passat. Um að ræða al-
veg nýjan bíl, bæði hvað varð-
ar útlit og búnað. Passatinn
er enn stærri en áður og
óneitanlega glæsilegri líka.
Að auki er hann kryddaður
með ýmsum skemmtilegum
búnaði.
Volkswagen Passat var rúmgóð-
ur fyrir en hefur stækkað til
muna frá eldri útfærslu, lengst
um 62 sentimetra, breikkað um
74 og hækkað um 10. Útlitið er
mjög mikið breytt og fært til nú-
tímalegra horfs enda eru ein átta
ár síðan bíllinn var síðast upp-
færður frá grunni.
Stærðin skilar sér í góðu
plássi fyrir stórt fólk bæði fram
í og aftur í. Skottið er einnig
stórt og mikið og eitt af
skemmtilegu smáatriðunum í
búnaði bílsins er einmitt fjar-
stýrð opnun á skottloki, þ.e.
skottið aflæsist ekki bara heldur
opnast lokið með fjarstýring-
unni.
Ein nýjungin í Passatinum er
rafrænn stöðuhemill (EPB) sem
kemur í stað hefðbundinnar
handbremsu. Stöðuhemillinn
nýtist einnig sem neyðarhemill.
Rafrænn kveikjulykill er líka
skemmtilega útfærður. Honum
er komið fyrir í rauf og síðan
þrýst innar til að starta bílnum.
Á meðal ríkulegs staðalbúnaðar í
Passat má nefna ESP stöðug-
leikastýringu, 6 öryggispúða,
rafrænan stöðuhemil, ABS
hemla með hemladreifikerfi og
hjálparafl fyrir bremsur.
Passatinn er fáanlegur í fjór-
um mismunandi útfærslum,
Trendline sem er grunnútfærsl-
an, Comfortline með viðbótar-
þægindum, Sportline sem er
sportleg útfærsla og loks High-
line með nokkrum íburði. Bíllin
er fáanlegur með fjölmörgum
gerðum véla. Fyrst um sinn með
115 og 150 hestafla FSI vélum og
105 og 140 hestafla TDI dísilvél-
um. Bíllinn er ýmist búinn 6 gíra
beinskiptingu eða 6 þrepa sjálf-
skiptingu. Síðar á árinu verður
hann einnig fáanlegur með DSG
sjálfskptingu. Passatinn er sem
fyrr framleiddur sem stallbakur
og langbakur en langbakurinn er
ekki væntanlegur fyrr en í haust.
Reynsluekinn var beinskiptur
bíll með 1,6 lítra 115 hestafla
bensínvél. Sú vél var á mörkum
þess að vera nógu öflug til að
gera þennan stóra bíl reglulega
skemmtilegan í akstri. Mun
skemmtilegri voru bílar með
stærri vélum sem undirrituð tók
aðeins í.
Nýr Passat verður sýndur um
helgina í Heklu á Laugavegi,
Heklu í Reykjanesbæ, Heklu á
Selfossi, Heklu á Reyðarfirði og
hjá Höldi á Akureyri. Opið er
bæði í dag og á morgun frá
klukkan 12 til 16.
steinunn@frettabladid.is
Hreinn bíll
Ef þú heldur bílnum hreinum lítur hann alltaf út eins og nýr. Hinsvegar getur það verið höf-
uðverkur í landi þar sem veður breytist ótt og títt og því mikilvægt að þrífa hann mjög vel
með reglulegu millibili og bóna vel og halda því svo við með léttum þvotti inn á milli.[ ]
• SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
• HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA
• OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR
• BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA
ALLT Á EINUM STAÐ
SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN
SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066
VINNUM EFTIR
CABAS-KERFINU
Tjónaskoðun
Stærri og betri Passat
Nýr Volkswagen Passat er ákaflega fallegur og glæsilegur bíll.
Bílasýningar á Norðurlandi
B&L sýna í samstarfi við umboðsaðila næstu helgar.
B&L verður með bílasýningar um
næstu og þar næstu helgi á Norð-
urlandi og eru sýningarnar haldn-
ar í samstarfi við umboðsaðila
B&L á viðkomandi stöðum. Að
sögn Helgu Guðrúnar Jónasdótt-
ur kynningarstjóra verður riðið á
vaðið um næstu helgi hjá Bíla-
leigu Húsavíkur og Bílaleigu Ak-
ureyrar. „Aðaláherslan verður á
4x4 flokkinn frá Hyundai, Tucson,
Santa Fe og Terracan, auk þess
sem valdir bílar úr nýju Megane
línunni frá Renault verða með í
för. Þá verður nýi jeppinn frá
Land Rover, Discovery 3, einnig
til sýnis á Akureyri. Um þar
næstu helgi verðum við síðan með
sýningu hjá Bíla- og búvélasöl-
unni á Hvammstanga og Áka á
Sauðárkróki.“ ■
Land Rover Discovery 3 er meðal þeirra
bíla sem sýndir verða á Norðurlandi
næstu helgar.
REYNSLUAKSTUR
VOLKSWAGEN PASSAT
Grunnverð 2.270.000 kr.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM