Fréttablaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 16
16
Barn látinnar
móður rænt
Þegar ég vakna á morgnana fer
heilinn á stað og ég reyni að skil-
ja, rembist allan daginn. Fyrsta
verkið venjulega út að horfa á
nautin og þau á mig, tékka á að all-
ar lappir bendi í rétta átt niður í
forina. Ef það verk gengur vel get
ég haldið áfram að spekúlera.
Ég veit að „Charlíeboy“ er með
hjarta á við körfubolta, að dökkt
og myrkt blóðið rennur í lungun
og þaðan skærrautt. Ég veit að
lifrin í honum myndi þekja borð-
stofuborðið, við Temma keyptum
einu sinni heila nautslifur handa
köttunum í Sláturfélaginu við
Skúlagötu. Hvort við keyrðum
hana heim á Ránargötu í barna-
vagninum eða bílnum hans Jóa
bróðir man ég ekki, en að hún
þakti allt borðið nærri þverhand-
arþykk, það man ég. Svo ég þekki
lifrina í „Charlíeboy“ þótt ég hafi
aldrei séð hana. Ég veit að við
„Charlíeboy erum skyldir þótt
milljónir ára séu á milli okkar, að
hjartað í honum og hjartað í mér
tengjast ættarböndum. Stundum
fatta ég næstum því kenningu
Einsteins, næ í brot. Flestar
stundir finnst mér jörðin þó flöt
og sólin fara um himininn, þarf að
einbeita mér til að sjá að ég snýst
sem skopparakringla og sólin
alltaf á sama stað. Dagurinn líður
og öll mín vitneskja dreifist um
velli sem garnir hetjanna í Val-
höll. Yfir kvöldmatnum reyni ég
svo að gleyma ósigrum dagsins og
lít vongóður til morgundsgsins.
Forsætisráðherra hélt mögu-
legt að taka upp Evruna, mín
fyrsta hugsun var að ástæðan
væri auðvitað myndin af afa á
seðlinum, hann vildi heldur
„blendimyndir“ af ímynduðum
stöðum í Evrópu. Ég reyndi að
muna hverjir væru á Evrunni:
DeGaulle, Martin Lúter, Hitler,
Nafla Jón eða „blendimyndir“ af
þeim á gjaldmiðli sem hvergi á
heima og enginn á. Ég er ekki
menntaður i hagfræði eða nokkru
yfirleitt, búfræðingur frá Hvann-
eyri. En ég hélt alltaf að hluti af
sjálfstæðisbaráttunni hefði verið
að fá eigið hagkerfi og gjaldmiðil.
Ég veit að í stærsta efnahags-
kerfi Evrunnar þurfti einu sinni
hjólböru af seðlum til að kaupa
eitt brauð, las í gær að atvinnule-
ysið í Þýskalandi væri sums stað-
ar 25%. Ég get ekki skilið hvernig
Íslendingar geti sagt Frökkum
eða Þjóðverjum til verka, man að
Frakkar tóku fólk af lífi fyrir að
vera ekki nógu glaðlynt, bönnuðu
jafnvel sjö daga vikuna svo hægt
væri að gleyma Guði. Forsætis-
ráðherra hlýtur að hlusta á vitr-
ustu fjármálamenn Íslands, með-
an við nautin störum á hvert ann-
að alla daga og skiljum stundum
ekki mikið. En eitt þykist ég þó
vita, að sjálfstæði íslensku þjóð-
arinnar sé í veði og menn verði að
vita hvað þeir tala um þegar þeir
virðast tilbúnir að gefa upp sjálfs-
ákvörðunarrétt lýðveldisins, ann-
ars verði þeir að víkja.
10. apríl 2005 LAUGARDAGUR
INGIMUNDUR KJARVAL
BÓNDI Í BANDARÍKJUNUM
UMRÆÐAN
GJALDEYRISMÁL
Hver á Evruna?
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrir-
liði íslenska landsliðsins og fram-
herji hjá enska úrvalsdeildarlið-
inu Chelsea, er maður vikunnar
hjá Fréttablaðinu að þessu sinni.
Eiður Smári hefur, líkt og svo oft
áður, verið í sviðsljósinu þessa
vikuna með liði sínu Chelsea.
Hann skoraði tvö mörk fyrir
liðið í 3-1 sigri á Sout-
hampton í ensku úrvals-
deildinni á laugardag-
inn og sýndi þar mik-
inn karakter með því
að hrista af sér
meiðsli aftan á læri,
meiðsli sem komu í
veg fyrir að hann
gæti tekið þátt í
landsleikjum Ís-
lands gegn Króatíu
og Ítalíu. Eiður
Smári var einnig í
lykilhlutverki á mið-
vikudaginn þegar
Chelsea bar sigurorð
af þýska liðinu Bay-
ern München, 4-2, í
fyrri leik liðanna í
átta liða úrslitum
meistaradeildarinn-
ar. Eiður Smári er án
nokkurs vafa lang-
besti knattspyrnumað-
ur Íslands í dag og það er
skoðun fjölmargra að það
séu ekki margir framherjar
í ensku úrvalsdeildinni sem
standa honum fremri í dag.
Eiður Smári, sem er 26
ára gamall, á ekki langt að
sækja knattspyrnuhæfi-
leikana því faðir hans, Arn-
ór, var frábær knatt-
spyrnumaður og einn sá
besti í íslenskri knatt-
spyrnusögu. Það var
fljótt ljóst hvert stefndi
með Eið Smára því frá
því að hann var níu
mánaða gamall þá var
hann alltaf með boltann
á tánum. Eiður Smári bjó
fyrstu tólf ár ævi sinnar í
Belgíu en þegar hann kom
heim fór hann í Snælands-
skóla í Kópavogi. Hann var að
sögn kunnugra duglegur nem-
andi, sérstaklega í stærðfræði,
en stefndi þó alltaf á atvinnu-
mennsku í fótbolta. Eftir að hann
lauk námi í Snælandsskóla vorið
1994, fór hann hálfan vetur í
Menntaskólann við Sund en það
var þó lítil alvara í því námi.
Mætingin var afar slök því að
hugurinn var þegar kominn út og
strax í byrjun árs 1995 gekk
hann til liðs við hollenska liðið
PSV. Allt
var á upp-
leið hjá
stráknum og hann var farinn að
fá tækifæri með aðalliði PSV
þegar hann meiddist illa á ökkla í
landsleik 7. maí 1996. Eiður
Smári barðist lengi við þessi
meiðsli og það var ekki fyrr en
sumarið 1998 sem hann fékk sig
góðan. Þá gekk hann til liðs við
KR til að koma sér í form og
fékk margar háðsglósurnar
fyrir að vera í þyngri kantin-
um. Hann fékk síðan samning
hjá Bolton og eftir að hafa
staðið sig frábærlega með
liðinu í ensku 1. deildinni
var hann keyptur til Chel-
sea fyrir 400 milljónir
króna. Hjá Chelsea hef-
ur Eiður Smári vaxið
og dafnað sem leik-
maður og er nú stórst-
jarna sem þénar 200
milljónir á ári.
Eiður Smári er fjöl-
skyldumaður, ólíkt
mörgum félögum sín-
um í ensku knattspyrn-
unni, og hefur verið
með sömu konunni,
Ragnhildi Sveinsdótt-
ur, frá því að hann var
fimmtán ára. Þau eiga
saman tvo syni, Svein
Aron, sem er sjö ára,
og Aron Lucas sem er
þriggja ára. Ragnhildur
hefur staðið þétt við bakið
á Eiði Smára og á ekki hvað
síst þátt í velgengni hans á
knattspyrnuvellinum. Þau
eru að sögn ákaflega sam-
rýmd enda eyða þau stærst-
um tíma ársins ein úti í
London. Eiður Smári er
mikill gleðimaður og hefur
gaman af því að skemmta
sér í góðra vina hópi.
Hann þykir hins vegar
vera með eindæmum
latur við húsverkin og
verður seint gripinn í
uppvaskinu, við að setja
í þvottavélina eða í
garðinum. Eiður Smári
er viðkvæmur einstak-
lingur sem tekur nærri
sér gagnrýni sem hann á
ekki skilið en hefur myndað
þykkan skráp gagnvart sögu-
sögnum um einkalíf hans en þær
hafa verið nokkrar í gegnum tíð-
ina. Hann hefur hins vegar ætíð
svarað fyrir sig á vellinum,
nokkuð sem hefur skilað honum í
hóp bestu knattspyrnumanna
Evrópu. ■
Latur við húsverkin,
frábær á vellinum
MAÐUR VIKUNNAR
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN
SEM ER LYKILMAÐUR Í EINU BESTA FELAGSLIÐI EVRÓPU
TE
IK
N
IN
G
: H
EL
G
I S
IG
. –
H
U
G
VE
R
K
A.
IS