Fréttablaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 62
„Allt eru þetta meira og minna ástarljóð, sums staðar er ástin forboðin, sums staðar farin og sums staðar mjög einlæg og barnsleg,“ segir Auður Gunnars- dóttir sópransöngkona um lögin sem hún ætlar að flytja á tónleik- um sínum í Salnum í kvöld. „Þetta eru allir varíantar af ástinni. Það er allt inni í þessum ljóðum. Hún ætlar að syngja ljóða- söngva eftir Alban Berg, Sibelius, Grieg og Rachmaninov. Yfirskrift tónleikanna er „Sjúk ást“. „Það er vegna þess að þeir Alban Berg og Rachmaninov eru ekki beint mjög heilbrigðir í upp- lifun sinni á heiminum. Þessi expressjóníska lífssýn þeirra er öll frekar þokukennd og ekki verið að fegra hlutina neitt, frekar að sýna þá í ýktri mynd.“ Á milli þeirra segir hún Grieg reyndar vera afskaplega jarð- bundinn og heilbrigðan. „Hann er eins og þetta hreina tæra norræna loft. Maður þarf að taka sig svolítið saman og vera af- slappaður, gera ekki mikið úr öllu.“ Lögin á þessum tónleikum eru hins vegar hvert öðru fegurra. „Þetta er alveg himnesk músík sem fer beint inn í mann. Hvert einasta númer er hreinasti gull- moli og það drýpur af hverju strái.“ Píanóleikaranum Andrej Hovr- in kynntist Auður við Óperuna í Wurzburg þar sem hún hefur starfað undanfarin sex ár. Hann er fastráðinn píanóleikari við óperuna, sér um að spila á píanóið þegar söngvararnir æfa sig ásamt því að spila á tónleikum og óperu- sýningum eftir því sem þörf er á. „En svo er það hans ástríða að spila með söngvurum og hann hefur lært það sérstaklega, bæði í Rússlandi og Þýskalandi. Hann er frá Rússlandi og maður finnur það alveg, sem er svolítið skemmtilegt. Það er annar blær í spilinu hjá honum en maður er vanur, þessi stóra rússneska sál kemur alveg fram.“ Auður ætlar að dvelja á land- inu í tíu daga að þessu sinni. Hún kom bæði til þess að syngja á þessum tónleikum og til þess að anda að sér vorinu, sem reyndar hefur lítið látið á sér kræla til þessa þótt vonandi eigi eftir að rætast úr því. „Andrej fer hins vegar af land- inu á mánudaginn, en ég ætla að reyna að koma honum að minnsta kosti til Gullfoss og Geysis. Hann er óskaplega hrifinn af fegurðinni hérna, þótt hann átti sig ekki al- veg á því hvar miðbærinn er.“ Auður segir mikinn mun á því að syngja í óperum eða að syngja á ljóðatónleikum eins og hún gerir í kvöld. „Það er miklu meiri vinna á bak við svona ljóðatónleika heldur en óperuhlutverk. Hérna stendur þú einn og nakinn og getur ekki falið þig á bak við neitt, en í óper- unni getur maður falið sig á bak við hljómsveitina eða kollegana eða hvað sem er. En svona ljóða- tónleikar eru verkefni sem maður hefur aldrei tíma til að sinna þegar maður er á kafi í óperuhús- unum. Þess vegna er mjög kær- komið að hafa svolítið rými núna til þess að sinna þessum dekur- verkefnum. Þetta er það sem reynir mest á mann.“ ■ 46 9. apríl 2005 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… ... tónleikum rússneska fiðlu- snillingsins Maxims Vengerov með Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem endurteknir verða í kvöld í Háskólabíói. Einleikarinn bregður sér þar í seiðandi tangódans ásamt hinni brasilísku Christiane ... hinni drepfyndnu leiksýningu Ég er ekki hommi í Loftkastalan- um með Gunnari Helgasyni, Friðrik Friðrikssyni og Höskuldi Sæmundssyni í aðalhlutverkum. Næst síðasta sýning verður í kvöld. ... tónleikum Bryndísar Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Eddu Erlendsdóttur píanóleikara í Salnum annað kvöld, þar sem þær flytja verk af nýlega útkomn- um geisladisk sínum sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin. „Gleym mér ei“ er yfirskrift tónleika sem söng konurnar Signý Sæmundsdóttir sópran og Jóhanna V. Þórhallsdóttir alt efna til í sal F.Í.H. við Rauða- gerði í dag. Þar flytja þær gömlu íslensk dægurlög sem mörg hver voru í danslagakeppni útvarpsins á árum áður en hafa sjaldan heyrst eftir það. Einnig flytja þær stríðsáratónlist eftir Kurt Weill. Með þeim Signýju og Jóhönnu leikur tríó Bjarna Jónatanssonar píanóleikara, sem auk hans er skip- að þeim Hjörleifi Valssyni á fiðlu og Gunnari Hrafnssyni á bassa. „Þetta eru tangóar og valsar og rosa fílingur í þessu,“ segir Jóhanna. „Bæði dúettar og einsöngs- lög, og svo syngja strákarnir með okkur og alle grejer.“ Lög Weills koma flest úr söngsafni Teresu Stratas, en það heitir „Hinn óþekkti Kurt Weill“. Íslensku dægurlögin eru eftir Bjarna Böðvarsson, Guðmund Ingólfsson, Árna Ísleifs, Oscar Cortes, Höskuld Ólafsson, Skúla Halldórsson og Þóri Jóns- son, en Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur verið söngkonunum til halds og trausts við að grafa upp og halda til haga þessum gleymdu söngperlum. Kl. 14.00 Spennandi fyrirlestraröð hefst í Há- skólabíói í dag í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því Albert Einstein setti fram afstæðiskenninguna. Á hverjum laugardegi í apríl og síðan aftur í haust munu valinkunnir vísindamenn flytja fyrirlestra um fyrirbæri á sínu sérsviði. Í dag fjallar Gunnlaugur Björnsson um gammablossa og alheiminn. menning@frettabladid.is Gleymdar dægurperlur Drýpur af hverju strái ! Leikendur: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir Atli Þór Albertsson Björn Ingi Hilmarsson Guðjón Davíð Karlsson Guðmundur Ólafsson Guðrún Ásmundsdóttir Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir Jóhannes Haukur Jóhannesson Oddný Helgadóttir Ólafur Steinn Ingunnarson Orri Huginn Ágústsson Pétur Einarsson Sara Dögg Ásgeirsdóttir Theodór Júlíusson „Algjör draumur“ MK Mbl „ ..ein skemmtilegasta leiksýning sem ég hef séð“ KHH Kistan.is Draumleikur eftir August Strindberg Leikstjóri: Benedikt Erlingsson Leikmynd: Gretar Reynisson N æ st SÝNINGAR LAUGARDAGS- OG SUNNUDAGSKVÖLD • ATHUGIÐ AÐ SÝNINGAFJÖLDI ER TAKMARKAÐUR Miðasala Listahátíðar fer vel af stað, enda er fjölbreytt hátíð framundan. Miðar á Bergmál Ragnhildar Gísladóttur rjúka út, en verk hennar verður frumflutt í Skál- holtsdómkirkju 21. maí og síðan í Langholtskirkju 24. maí. Þar nýtur hún aðstoðar Stomu Yamash’ta, eins þekktasta slag- verksleikara heims, og Sjón semur textann. Einnig koma fram Sigtryggur Baldursson og barna- og kammerkór Biskupstungna ásamt Skólakór Kársness. Af öðrum merkum viðburðum á Listahátíð má nefna mezzosópran- söngkonuna Anne Sofie von Otter, sem er í hópi dáðustu söngkvenna samtímans. Hún verður með tón- leika í Háskólabíói þann 4. júní. Franski sirkusinn Cirque sýnir söguna um Gústa trúð á Hafnar- bakkanum í Reykjavík, og svo verða tveir afar spennandi tón- leikar á sviði heimstónlistar. Annars vegar er þar um að ræða barkasöngvarana í Huun Huur Tu frá Mongólíu og hins vegar fadosöngkonuna Marizu sem er sögð mest spennandi rödd heims- tónlistar í dag. ■ Helgi Þorgils Friðjónsson opnar tvær sýningar á verkum sínum í dag. Önnur þeirra er í Listasafni ASÍ við Freyjugötu en hin í Gall- eríi 101 við Hverfisgötu. Hann segir þessar tvær sýn- ingar vera býsna ólíkar. „Sú sem er í 101 er eingöngu með verkum sem eru unnin á pappír, en hitt eru olíuverk. Í 101 eru frekar litlar myndir, en frekar stórt uppi í ASÍ. En svo eru skúlp- túrar á báðum stöðum.“ Í Listasafni ASÍ sýnir Helgi ell- efu oíumálverk og tvo skúlptúra sem eru unnir í leir og málaðir með olíulitum. Öll myndverkin eru unnin á síðustu tveimur árum. Í Arinstofunni má meðal ann- ars sjá stórt málverk af heilagri þrenningu, sem er íslenskur hundur, helstur og fiskur. Fiskur- inn er reyndar karfi, en Helgi seg- ir það vera aukaatriði. „Þetta er bara til að sýna það sem skaffar okkur þennan arð frá jörðinni, landbúnaður og fiskveið- ar. Þetta er í það minnsta það sem í huga okkar skaffar þennan arð, þótt það sé reyndar óðum að breytast.“ Helgi segir að meira hugflæði ríki á sýningunni í Gallery 101, enda eru litlar pappírsteikningar á öðrum staðnum en stór olíuverk á hinum. „Flest verk byrja einhvers staðar á pappír en samt sem áður er styttri lína á milli heila og fing- urgóma þegar maður er að teikna. Hugmyndin getur dottið á pappír en það gerist aldrei í olíu því þá málar maður dögum saman.“ Yfirskrift sýningarinnar í Gall- ery 101 er „Skáhalli tilverunnar“ og vitnar Helgi þar í málarann Theo van Doesburg og fleiri lista- menn. „Hann breytti frá því sem félag- ar hans voru að gera yfir í skálín- una vegna þess að honum fannst vera meiri túlkun í skálínunni, en þar af leiðandi var hann settur svo- lítið út af sakramentinu af því hann var að gera eitthvað annað. Ég er þarna aðallega að hugsa um það, hvað veldur því að maður er settur út af sakramentinu.“ ■ HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON Opnar tvær býsna ólíkar sýningar á verkum sínum í dag. Settur út af sakramentinu AUÐUR GUNNARSDÓTTIR OG ANDREJ HOVRIN Þau flytja lög eftir Alban Berg, Sibelius, Grieg og Rachmaninov á tónleikum í Salnum í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SLAGVERKSLEIKARINN STOMU Sala á viðburði Listahátíðar er komin á fullt skrið. Ragga Gísla að seljast upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.