Fréttablaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 9. apríl 2005 37 ALAN SHEARER Fagnar hér ellefta marki sínu í UEFA-keppninni í ár gegn Sporting Lissabon á fimmtudaginn. Alan Shearer: Ellefu mörk í Evrópu FÓTBOLTI Alan Shearer, framherj- inn snjalli hjá Newcastle, sem skoraði sigurmark liðsins gegn Sporting Lissabon í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum UEFA- keppninnar á fimmtudagskvöldið hefur nú skorað ellefu mörk í keppninni í ár. Hann er langmarkahæstur leikmanna í keppninni í ár og hefur skorað þremur mörkum meira en Brasilíumaðurinn Lied- son hjá Sporting Lissabon. Shear- er á einnig möguleika á því að verða sá leikmaður sem skorar flest mörk á einu tímabili í UEFA- keppninni en metið á Þjóðverjinn Jürgen Klinsmann sem skoraði fimmtán mörk fyrir Bayern München tímabilið 1995-1996. Shearer vantar aðeins fjögur mörk til að jafna Klinsmann en ef allt gengur að óskum hjá Newcastle þá ætti hann að eiga fjóra leiki eftir, svo framarlega sem liðið kemst í úrslitaleikinn. ■ Martröð markahróksins mikla Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur ekki skorað í sjö leikjum í röð fyrir Manchester United sem er lengsta tímabil hans án marka síðan hann gekk til liðs við félagið sumarið 2001. FÓTBOLTI Ruud van Nistelrooy skoraði 110 mörk fyrir Manchest- er United fyrstu þrjú tímabilin hjá liðinu. Í ár hefur hann aðeins skorað tólf mörk, það síðasta gegn West Brom í úrvalsdeildinni í nóvember. Meiðsli á nára og hæl hafa gert það að verkum að hann hefur misst mikið úr en síðan hann kom til baka eftir meiðsli hefur honum ekki tekist að skora í sjö leikjum í röð. Hann er nú að ganga í gegnum lengsta tímabil sitt hjá United án þess að skora en van Nistelrooy hefur sjálfur trú á því að hann geti bundið enda á markalausu martröðina. Því til staðfestingar bendir hann á að hann skoraði mark fyrir hollenska landsliðið gegn Armeníu fyrir skömmu en það sýnir að hann er ekki dauður úr öllum æðum enn. „Það var gott að skora markið fyrir Holland í undankeppni HM en fyrir mig persónulega skiptir mestu að komast aftur á skrið með félagi mínu. Það er það sem ég hef í huga. Ég hef áður verið í þessari stöðu og veit að það mikil- vægasta fyrir mig er að þekkja styrkleika minn, spila á honum og halda ró minni,“ sagði van Nistel- rooy. Hann nýtur enn mikils stuðn- ings meðal stuðningsmanna liðs- ins og hann sagðist gjarnan vilja endurgjalda þeim stuðninginn. “Það er frábært að hafa stuðn- ingsmennina á bak við sig en ég vil gefa þeim það sem þeir hafa gefið mér. Ég get endurgoldið þeim með góðri frammistöðu og mörkum – þannig hefur það alltaf verið.“ Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, viður- kennir að hafa látið van Nistel- rooy byrja að spila of snemma og að sú ákvörðun hans hafi ekki borgað sig. „Hann byrjaði að spila of snemma og hefði sennilega þurft nokkrar vikur til viðbótar til að jafna sig,“ sagði Ferguson en hann lét van Nistelrooy koma inn á sem varamann í fyrri leiknum gegn AC Milan í meistaradeild- inni. United datt út og van Nistel- rooy komst aldrei í takt við leik- inn. „Við vorum að spila á móti AC Milan og þegar mið er tekið af því hversu mikið Ruud hefur skorað í meistaradeildinni þá átti ég engan annan kost,“ sagði Ferguson sem þarf að gera upp við sig hvort hann heldur tryggð við van Nistel- rooy eða kallar á Alan Smith eða Louis Saha í hans stað í leiknum gegn Norwich í dag og lætur þá spila við hlið Wayne Rooney sem virðist vera öruggur í liðið. oskar@frettabladid.is 7 LEIKIR RUUDS ÁN MARKA Man. Utd-AC Milan 0–1 Man. Utd-Portsmouth 2–1 C. Palace-Man. Utd 0–0 AC Milan-Man. Utd 1–0 Southampton-Man. Utd 0–4 Man. Utd-Fulham 1–0 Man. Utd-Blackburn 0–0 RUUD VAN NISTELROOY Hefur ekki skorað í þeim sjö leikjum sem hann hefur spilað með United síðan hann kom eftir meiðsli. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, um HK-leikinn: Leiðin liggur bara upp á við hjá okkur HANDBOLTI Valur og HK mætast í oddaleik í Valsheimilinu í dag í átta liða úrslitum DHL-deildar karla í handbolta. Valsmenn unnu fyrsta leikinn með einu marki, 26-25, en HK sneri blaðinu við í Digranesi á fimmtudagskvöldið með öruggum sex marka sigri, 34-28. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf- ari Valsmanna, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri bjartsýnn fyrir leikinn í dag því að leiðin gæti aðeins legið upp á við hjá hans mönnum. „Við getum bætt okkur verulega á öllum svið- um og eigum heilmikið inni hvað varðar varnarleik, markvörslu, sóknarleik og frammistöðu lykil- manna. Varnarleikurinn sem við buðum upp á var ömurlegur og al- gjörlega úr takt við það sem við höfum sýnt að undanförnu. Það er gömul tugga en þetta byrjar allt á vörninni og ef við höfum hana í lagi þá verður allt hitt auðveldara. Þetta hafa verið stórskemmtilegir leikir tveggja jafnra liða en það er mín tilfinning að þetta ráðist á heimavellinum. Með þessu er ég auðvitað að spá okkur sigri en ég veit að það verður ekki auðvelt. Við eigum hins vegar bara svo mikið inni, menn eins og Baldvin Þorsteinsson og Heimir Örn Árna- son eiga eftir að koma upp og því get ég ekki annað en verið bjart- sýnn,“ sagði Óskar Bjarni. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður HK, hefur reynst Valsmönnum erfiður í tveimur fyrstu leikjunum og Óskar Bjarni segir það ekki koma sér á óvart. „Hann er frábær markvörður og hefur sýnt það ítrekað upp á síðkastið. Hann stóð sig gríðar- lega vel með U-20 ára landsliðinu um páskana og hefur varið vel núna. Hann hefur sýnt það að hann þolir pressuna sem fylgir því að spila í úrslitakeppninni en við munum finna leið framhjá honum í þessum leik,“ sagði Óskar Bjarni. oskar@frettabladid.is ERFIÐUR LJÁR Í ÞÚFU Björgvin Páll Gústavsson, markvörður HK, hefur leikið Valsmenn grátt í tveimur leikjum liðanna í úrslitakeppninni. Hann hefur varið 45 skot og fimm af átta vítum sem hann hefur fengið á sig. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lokaúrslit körfuboltans: Munar mest um Bradford og Hlyn KÖRFUBOLTI Það munar mestu um þá Nick Bradford hjá Keflavík og Hlyn Bæringsson hjá Snæfelli í fyrstu þremur leikjum úrslita- einvígis Keflavíkur og Snæfells. Þetta kemur í ljós þegar gengi liða þeirra er skoðað þegar þeir eru inná eða útaf vellinum. Það munar þannig 24 stigum fyrir gengi Keflavíkurliðsins hvort Nick Bradford sé inni á vellinum og 22 stigum fyrir Snæ- fellsliðið hvort Hlynur Bærings- son sé inná eða á bekknum. Nick Bradford hefur reyndar aðeins hvílt í 4 mínútur og 31 sekúndu en þeim kafla hafa Keflvíkingar tap- að með 5 stigum, 7-12. Snæfelling- ar hafa tapað þeim 24 mínútum og 35 sekúndum sem Hlynur hefur hvílt með heilum 18 stigum, 48-66. Hlynur hefur verið algjörlega ómissandi fyrir Snæfell í síðustu tveimur leikjum sem hafa verið jafnir og æsispennandi. Hlynur hefur spilað í 65 mínútur og 21 sekúndu í tveimur síðustu leikjum og þann tíma hefur Snæfellsliðið unnið með 16 stigum, 153-137 en hefur aftur móti tapað þeim 14 mínútum og 39 sekúndum sem liðið hefur verið án hans með heilum 15 stigum, 27-42. MUNAR UM HANN Nick Bradfiord hefur reyndar aðeins hvílt í 4 mínútur og 31 sek- úndu en þeim tíma hafa Keflvíkingar tapað með 5 stigum, 7-12. MUNAR MEST UM ÞESSA: Nick Bradford, Keflavík 24 (Með:+19 Án:-5) Hlynur Bæringsson, Snæfelli 22 (Með:+4 Án:-18) Anthony Glover, Keflavík 16 (Með:+15 Án:-1)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.