Fréttablaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 44
16
Vissir þú ...
...að þyngsta dagblað sem hefur
verið gefið út er sunnudagsút-
gáfa New York Times, frá 14.
september 1987. Blaðið vó 5,4
kíló og var 1.612 síður.
...mest seld hljómplata allra tíma
er Thriller Michaels Jacksons.
Platan hefur selst í 47 milljónum
eintaka frá árinu 1982.
...mesti seldi táningurinn er Britn-
ey Spears, en hún hafði selt 37
milljónir platna um veröld alla
áður en hún hélt upp á tvítugsaf-
mælið sitt í desember 2001.
... að hinn tékkneski Jan Skorkov-
sky hefur manna lengst haldið
bolta á lofti. Skorkovsky hélt
bolta á lofti þegar hann hljóp
maraþon í Prag árið 1990.
...að hæsta núlifandi kona er
Sandy nokkur Allen frá Bandaríkj-
unum. Allen er 2,31 metri á hæð
en hún vó aðeins 12 merkur við
fæðingu. Tíu ára var hún hins
vegar orðin 1,90 á hæð.
...að lægsta kona sem vitað er
um hét Pauline Musters, fædd í
Hollandi árið 1876. Musters
mældist 30 cm við fæðingu og
þegar hún var níu ára mældist
hæð hennar aðeins 55 cm. Hún
lést nítján ára að aldri og mæld-
ist þá 61 cm á hæð.
...að lengsta hjartastopp er fjórar
klukkustundir. Hjarta norska sjó-
mannsins Jans Egils Refsdal
stöðvaðist þegar hann féll í sjó-
inn í desember 1987. Líkamshiti
hans var kominn niður í 24 gráð-
ur þegar hann kom á sjúkrahús.
Hann náði sér að fullu.
...að mesti hraði sem náðst hefur
með ökumann sem snýr öfugt á
mótorhjóli er 200,726 km á klst.
Metið sló Szabolcs Borsay í Ung-
verjalandi í júlí 2002.
...að umfangsmestu prufur fyrir
eina kvikmynd voru teknar á
45.415 metra langa svarthvíta
filmu. Það var MGM stúdíóið sem
stóð að þessum prufutökum en
verið var að leita að leikkonu í
kvikmyndina Á hverfanda hveli.
Sextíu leikkonur mættu í prufu-
töku en engin þeirra var valin –
Vivien Leigh hreppti hlutverk
Scarlett O’Hara síðar.
...að mál Ubyka í Kákasusfjöllum
er með flesta greinanlega sam-
hljóða allra tungumála eða 81.
Enginn kann þetta tungumál til
hlítar, því síðasti maðurinn sem
talinn var altalandi á máli Ubyka
lést árið 1992.
...að fjölmennasti samleikur á
selló fór fram í Kobe í Japan árið
1998. Þá léku 1.013 sellóleikarar
níu tónverk – þeirra lengst var
Svíta í D moll eftir Bach sem tók
rúmar 8 mínútur í flutningi.
...að Archie Thompson frá Ástral-
íu hefur skorað flest mörk í
landsleik. Thompson skilaði bolt-
anum 13 sinnum í netið í leik
Ástralíu gegn Samóa.
...að yngsti heimsmeistari í For-
múlu 1 er Emerson Fittipaldi frá
Brasilíu. Fittipaldi sem er fæddur
árið 1946 varð heimsmeistari
árið 1972 og var þá 25 ára og
273 daga gamall.
...að Bandaríkjamaðurinn, Robert
Earl Hughes, mældist með mesta
brjóstkassa sögunnar. Ummálið
var 315 cm.
...að Rodney Kenny frá Bretlandi
á heiðurinn af því að hafa leikið
lengst allra á túbu. Kenny blés í
túbuna í 24 klukkustundir og 8
mínútur í ágúst árið 2002.
...að stærsti vinnuveitandi heims
eru indversku járnbrautirnar.
Starfsmenn voru þá 1.583.614
árið 1997.
Erum að taka upp nýja sendingu
79.900
59.900
Klassískur gítar
frá 10.90022.900
Stillitæki
MAPEX trommusett
með stöndum og diskum