Fréttablaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 17
Kersmenn vilja hluthafa- fund til að kjósa nýja stjórn. Nýtt hlutafé sem gefið var út í Fest- ingu fyrir skemmstu mun ekki gilda fyrr en skorið verður úr því hvort hlutafjáraukningin sæmræmdist lögum. Sýslumaður staðfesti í gær lögbann á meðferð hlutanna. Þetta þýðir að félag í eigu Jóhanns Halldórssonar framkvæmdastjóra, sem keypti nýja hlutaféð, getur ekki nýtt sér það til áhrifa innan Festingar. Stærsti hluthafinn í Festingu er Ker hf. Kersmenn telja að stjórn Festingar hafi ekki verið heimilt að samþykkja hlutafjáraukningu í fé- laginu þar sem ekki hafi verið orðið við kröfu um að hlutafjáraukningin yrði borin undir hluthafafund. Óeining kom nýlega upp innan hluthafahóps Festingar. Í kjölfarið var boðað til stjórnarfundar þar sem hlutafjáraukningin var samþykkt. Þessi aukning hefði gjörbreytt valda- hlutföllum innan Festingar og telja Kersmenn að ólöglega hafi verið staðið að henni og gengi hlutafjár í út- boðinu hafi verið alltof lágt. Með að- gerðinni hafi eigendur minnihluta fé- lagsins viljað nýta sér stöðu sína í stjórninni til að treysta áhrif sín. Haft er eftir Kristjáni Loftssyni, stjórnarformanni Kers, í fréttatil- kynningu að nú verði farið fram á hluthafafund í Festingu og ný stjórn kjörin. Ef farið verður að þessari kröfu má gera ráð fyrir að Kersmenn kjósi nýja menn í stjórn og nái aftur meirihluta í stjórninni. Lögbannið og meint ólögmæti hlutafjárhækkunar verða borin undir dómstóla þar sem endanlega verður skorið úr ágreiningnum. - þk MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.020 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 481 Velta: 2.771 milljónir -0,63% MESTA LÆKKUN vidskipti@frettabladid.is Lögbann á Festingu Actavis 41,90 – ... Atorka 6,00 – ... Bakkavör 31,30 -0,63% ... Burðarás 14,30 -1,04% ... FL Group 14,25 +2,89% ... Flaga 5,81 +4,68% ... Íslandsbanki 12,80 -1,16% ... KB banki 545,00 -0,91% ... Kögun 60,00 +0,17% ... Landsbankinn 15,70 -0,63% ... Marel 57,10 +0,53% ... Og fjarskipti 4,05 -0,49% ... Samherji 12,05 - 0,41% ... Straumur 10,90 +0,93% ... Össur 85,50 -0,58% Flaga 4,68% SÍF 3,59% FL Group 2,89% Síminn -14,29% Hampiðjan -2,86% Íslandsbanki -1,16% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is 17LAUGARDAGUR 9. apríl 2005 Haldreipi í tösku Tískufyrirtækið Mulberry’s hefur vakið athygli fjár- festa eftir að ný kventaska sem kostar litla áttatíu þúsund krónur sló í gegn. Verðbréfafyrirtæki hafa verið að hækka verðmat á fyrirtækinu og spá þreföldun hagnaðar vegna nýju töskunnar. Bresk blöð greina frá því að KB banki hafi komið auga á tækifærið og keypt tæp- lega fimmtán prósenta hlut í Mul- berry’s. Að öllum líkindum er KB banki ekki að kaupa fyrir sig, heldur er sennilegt að á bak við eignina sé Íslandsvinurinn Kevin Stanford, fyrrum eigandi í Karen Millen og einn hluthafa Baugs. - hh Stálnotkun eykst Kína mun framleiða 350 milljón tonn af stáli á þessu ári, er haft eftir starfsmanni samtaka stál- og járnframleiðenda China Daily í gær. Vöxtur stálnotkunar í land- inu verði stöðugur eftir að hafa fallið úr 28 prósentum árið 2003 í 15 prósent á síðasta ári. Sagt er frá því að met hafi verið slegið í inn- og útflutningi stáls á síðasta ári. Innflutningur dróst saman um 21 prósent á með- an útflutningur jókst um 105 pró- sent. Sama þróun haldi áfram á þessu ári þar sem innflutningur fyrstu tvo mánuðina sé tæpu 91 prósenti minni en á sama tíma í fyrra. ■ PAUL WOLFOWITZ Tekur líklega við sem forstjóri Alþjóðabankans innan skamms. Bank- inn sér fram á hægari hagvöxt í heiminum. Minni hag- vöxtur Hagkerfi heimsins standa á tíma- mótum að mati Alþjóðabankans þar sem spáð er að hagvöxtur minnki í 3,1 prósent á þessu ári. Var hagvöxtur 3,8 prósent í fyrra og hafði ekki verið jafn hár í fjögur ár. Hækkandi vextir, dýrari olía, veikari dollar og aukinn við- skiptahalli eru atriði sem Alþjóða- bankinn telur að hafi áhrif í þessa veru. Líkur á minni hagvexti þýðir, að mati bankans, að stjórnvöld verði að draga fljótt úr fjárlaga- halla og þróunarlönd verða að undirbúa sig undir hækkandi vexti með því að lækka skuldir. ■ Rangar upplýsingar birtust í blaðinu í gær um stöðu Úrvalsvísitölunnar. Beðist er velvirðingar á því. FRÁ ÞINGFESTINGU Jóhann Halldórsson framkvæmdastjóri Festingar og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.