Fréttablaðið - 09.04.2005, Page 17
Kersmenn vilja hluthafa-
fund til að kjósa nýja stjórn.
Nýtt hlutafé sem gefið var út í Fest-
ingu fyrir skemmstu mun ekki gilda
fyrr en skorið verður úr því hvort
hlutafjáraukningin sæmræmdist
lögum. Sýslumaður staðfesti í gær
lögbann á meðferð hlutanna.
Þetta þýðir að félag í eigu Jóhanns
Halldórssonar framkvæmdastjóra,
sem keypti nýja hlutaféð, getur ekki
nýtt sér það til áhrifa innan Festingar.
Stærsti hluthafinn í Festingu er
Ker hf. Kersmenn telja að stjórn
Festingar hafi ekki verið heimilt að
samþykkja hlutafjáraukningu í fé-
laginu þar sem ekki hafi verið orðið
við kröfu um að hlutafjáraukningin
yrði borin undir hluthafafund.
Óeining kom nýlega upp innan
hluthafahóps Festingar. Í kjölfarið
var boðað til stjórnarfundar þar sem
hlutafjáraukningin var samþykkt.
Þessi aukning hefði gjörbreytt valda-
hlutföllum innan Festingar og telja
Kersmenn að ólöglega hafi verið
staðið að henni og gengi hlutafjár í út-
boðinu hafi verið alltof lágt. Með að-
gerðinni hafi eigendur minnihluta fé-
lagsins viljað nýta sér stöðu sína í
stjórninni til að treysta áhrif sín.
Haft er eftir Kristjáni Loftssyni,
stjórnarformanni Kers, í fréttatil-
kynningu að nú verði farið fram á
hluthafafund í Festingu og ný stjórn
kjörin. Ef farið verður að þessari
kröfu má gera ráð fyrir að Kersmenn
kjósi nýja menn í stjórn og nái aftur
meirihluta í stjórninni.
Lögbannið og meint ólögmæti
hlutafjárhækkunar verða borin undir
dómstóla þar sem endanlega verður
skorið úr ágreiningnum. - þk
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 4.020
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 481
Velta: 2.771 milljónir
-0,63%
MESTA LÆKKUN
vidskipti@frettabladid.is
Lögbann á Festingu
Actavis 41,90 – ... Atorka 6,00 – ...
Bakkavör 31,30 -0,63% ... Burðarás 14,30 -1,04% ... FL Group 14,25
+2,89% ... Flaga 5,81 +4,68% ... Íslandsbanki 12,80 -1,16% ... KB banki
545,00 -0,91% ... Kögun 60,00 +0,17% ... Landsbankinn 15,70 -0,63%
... Marel 57,10 +0,53% ... Og fjarskipti 4,05 -0,49% ... Samherji 12,05 -
0,41% ... Straumur 10,90 +0,93% ... Össur 85,50 -0,58%
Flaga 4,68%
SÍF 3,59%
FL Group 2,89%
Síminn -14,29%
Hampiðjan -2,86%
Íslandsbanki -1,16%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
17LAUGARDAGUR 9. apríl 2005
Haldreipi í
tösku
Tískufyrirtækið
Mulberry’s hefur
vakið athygli fjár-
festa eftir að ný
kventaska sem kostar litla áttatíu
þúsund krónur sló í gegn.
Verðbréfafyrirtæki hafa verið
að hækka verðmat á fyrirtækinu
og spá þreföldun hagnaðar vegna
nýju töskunnar. Bresk blöð greina
frá því að KB banki hafi komið
auga á tækifærið og keypt tæp-
lega fimmtán prósenta hlut í Mul-
berry’s. Að öllum líkindum er KB
banki ekki að kaupa fyrir sig,
heldur er sennilegt að á bak við
eignina sé Íslandsvinurinn Kevin
Stanford, fyrrum eigandi í Karen
Millen og einn hluthafa Baugs.
- hh
Stálnotkun
eykst
Kína mun framleiða 350 milljón
tonn af stáli á þessu ári, er haft
eftir starfsmanni samtaka stál- og
járnframleiðenda China Daily í
gær. Vöxtur stálnotkunar í land-
inu verði stöðugur eftir að hafa
fallið úr 28 prósentum árið 2003 í
15 prósent á síðasta ári.
Sagt er frá því að met hafi
verið slegið í inn- og útflutningi
stáls á síðasta ári. Innflutningur
dróst saman um 21 prósent á með-
an útflutningur jókst um 105 pró-
sent. Sama þróun haldi áfram á
þessu ári þar sem innflutningur
fyrstu tvo mánuðina sé tæpu 91
prósenti minni en á sama tíma í
fyrra. ■
PAUL WOLFOWITZ Tekur líklega við sem
forstjóri Alþjóðabankans innan skamms. Bank-
inn sér fram á hægari hagvöxt í heiminum.
Minni hag-
vöxtur
Hagkerfi heimsins standa á tíma-
mótum að mati Alþjóðabankans
þar sem spáð er að hagvöxtur
minnki í 3,1 prósent á þessu ári.
Var hagvöxtur 3,8 prósent í
fyrra og hafði ekki verið jafn hár
í fjögur ár.
Hækkandi vextir, dýrari olía,
veikari dollar og aukinn við-
skiptahalli eru atriði sem Alþjóða-
bankinn telur að hafi áhrif í þessa
veru.
Líkur á minni hagvexti þýðir,
að mati bankans, að stjórnvöld
verði að draga fljótt úr fjárlaga-
halla og þróunarlönd verða að
undirbúa sig undir hækkandi
vexti með því að lækka skuldir. ■
Rangar upplýsingar birtust í blaðinu í gær um stöðu
Úrvalsvísitölunnar. Beðist er velvirðingar á því.
FRÁ ÞINGFESTINGU Jóhann Halldórsson
framkvæmdastjóri Festingar og Sigurður G.
Guðjónsson lögmaður hans.