Fréttablaðið - 15.04.2005, Side 1

Fréttablaðið - 15.04.2005, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR ROBINSON MEÐ ERINDI Í tengslum við 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur fer fram ráðstefna undir heitinu Samræður menningarheima. Á meðal fyrirlesara í dag er Mary Robinson, fyrrverandi forseti Ír- lands. Hún flytur erindi klukkan 13 í Há- skólabíói. DAGURINN Í DAG 15. apríl 2005 – 100. tölublað – 5. árgangur RÁN Í SKARTGRIPAVERSLUN Fíkni- efnaneytandi réðst á Láru Magnúsdóttur gullsmið og rændi skartgripaverslun hennar við Skólavörðustíg. Lára marðist illa á baki og stokkbólgnaði eftir árásina. Sjá síðu 2 NÝTT INNFLYTJENDARÁÐ Stefnt er að því að stofna innflytjendaráð til að sinna brýnum málefnum innflytjenda og bera ábyrgð á móttöku flóttamanna. Sjá síðu 4 VILL SKÝRAR REGLUR Verkalýðs- hreyfingin krefst þess af stjórnvöldum að erlendar starfsmannaleigur verði viður- kenndar hér á landi og settar verði skýrar reglur um þær. Sjá síðu 6 SELT FYRIR ÁTTA MILLJARÐA Fjár- festingarbankinn Straumur seldi í gær um 38 prósenta eignarhlut sinn í Tryggingamið- stöðinni fyrir átta milljarða króna. Sund ehf. keypti stærsta hlutann. Sjá síðu 16 Kvikmyndir 38 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 30 Sjónvarp 40 ● matur ● tilboð Veiðir og matreiðir hreindýr Guðlaugur Þór Þórðarson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 VEÐRIÐ Í DAG SUÐLÆGAR ÁTTIR UM HELGINA OG VINDASAMT Rigning víða sunnan og vestanlands. Hiti 0-8 stig. Sjá síðu 4 Afmæli fyrrverandi forseta: Vigdís 75 ára TÍMAMÓT Vigdís Finnbogadóttir er 75 ára í dag. Í viðtali við Frétta- blaðið segist hún vona að sem for- seti hafi hún aldrei verið á stalli, því henni þyki svo vænt um fólk. „Ég óskaði þess að fólk fyndi það vin- samlega í mér, en ekki hið g a g n s t æ ð a , “ segir Vigdís. „Ég var bara ein af okkur, ósköp venjuleg manneskja sem af til- viljun var valin í þetta starf. Vin- ur þeirra sem vildu vera vinir mínir. Reiðubúin að halda undir horn og lyfta með átökum, því ég er í eðli mínu dráttarklár, tilbúin að draga eða ýta á eftir málefnum og verkum.“ Sjá síður 28 og 29 bregður á leik stjörnur tíska heilsa persónuleikapróf matur tónlist bíó SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 15 . a pr íl – 21 . a pr íl Matur » í minningu páfa G u n n h ildu r & H elgi í D jú pu lau gin n i » úr m ism unandi hornum en furðulega lík Sumar 2005 » í miðju blaðsins Furðulega lík Krakkarnir í Djúpu lauginni: ● sumar ● matur ● tíska ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag FÉLAGSMÁL Rúmlega 40 einstak- lingar eru skráðir með lögheim- ili hér á landi en eru án ríkis- fangs, með öðrum orðum land- lausir. Á svonefndri utangarðs- skrá eru átta manns. Þessar upp- lýsingar fengust á Hagstofu Ís- lands. Guðni Baldursson hjá Þjóð- skrá Hagstofunnar sagði að munurinn á þessu tvennu væri sá að á utangarðsskránni væri fólk sem væri hér til bráða- birgða, en hefði ekki dvalarleyfi. Í sumum tilvikum væru menn að bíða eftir því að komast inn á þjóðskrá. Þetta fólk væri án rík- isfangs í öðrum löndum. Hinir fyrrnefndu hefðu landvistarleyfi og öll önnur leyfi í lagi. Ekkert hefur gerst í málefn- um Aslans Gilaevs, mannsins sem kom skilríkjalaus hingað fyrir um það bil fimm árum og Fréttablaðið ræddi við fyrir skömmu. Dvalarleyfi hans, sem er til bráðabirgða, rennur út 1. ágúst. Alþjóðadeild lögreglunnar hefur grafist fyrir um uppruna mannsins en hefur enn ekkert fundið sem getur gefið vísbend- ingu um hvaðan hann er. Hans mál hefur því nokkra sérstöðu hvað varðar ríkisfang. Jóhann Jóhannsson hjá Út- lendingastofnun sagði að skipta mætti hinum ríkisfangslausu í þrjá flokka. Hluti þeirra væri svokallaðir kvótaflóttamenn sem þurfa að dvelja hér í fimm ár áður en þeir fá ríkisfang hér, ef þeir óska eftir því á annað borð. „Síðan er eitthvað af fólki sem hefur verið heimilað að koma hingað, til að mynda í fjöl- skyldusameiningu,“ sagði Jó- hann. „Það hefur áður verið flóttafólk sem hefur fengið bú- setuleyfi hér þótt það sé ríkis- fangslaust. Þá er hópur ríkis- fangslausra frá Eystrasaltsríkj- unum sem hafa fengið að koma hingað. Það fólk hefur ekki fengið ríkisborgararétt í þessum löndum. Dæmi um ástæður þess má nefna Rússa sem lokuðust inni í baltnesku löndunum þegar Sovétríkin liðuðust í sundur, en þeir fengu ekki ríkisfang í nýju ríkjunum.“ Spurður hvað yrði um hina ríkisfangslausu hér á landi sagði Jóhann að flestir yrðu um kyrrt og fengju ríkis- borgararétt, aðrir færu aftur úr landi. -jss Fjörutíu án ríkisfangs Rúmlega 40 einstaklingar sem eru með lögheimili hér á landi eru hvergi með ríkisfang. Einkum er um að ræða svokallaða kvótaflóttamenn og fólk frá Eystrasaltsríkjunum. Þá eru átta manns á svonefndri utangarðsskrá, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. BAGDAD, AP Átján manns biðu bana og 36 særðust þegar tvær bíl- sprengjur sprungu nálægt skrif- stofum innanríkisráðuneytisins í Bagdad í gærmorgun. Al-Kaída í Írak kveðst bera ábyrgð á tilræð- unum. Eftir fremur friðsælt skeið í Írak að undanförnu hefur síðasta vika verið óvenju ofbeldisfull. Á þriðjudaginn fórust fimm í tilræði í Mosul og í fyrradag týndu sautján lífi í sprengingum í Bagdad og Kirkuk. Fylgismenn al- Kaída í Írak virðast vera að færa sig upp á skaftið því auk árásar- innar í gær segjast þeir ábyrgir fyrir tilræðunum á miðvikudag. Í yfirlýsingu á netinu segir Abu Musab al-Zarqawi, talsmaður þeirra, að sprengjunum sé beint gegn lögreglumönnum í landinu. Bandarískir hermenn fundu bíl í Bagdad í gær með ósprungnum sprengjum og sprengdu þeir bíl- inn á öruggum stað. Í borginni Baqouba skutu upp- reisnarmenn lögregluþjón og nærri Kirkuk voru sex lögreglu- þjónar stráfelldir af byssumönn- um. Skæruliðasamtökin Ansar al- Sunnah stóðu á bak við þær árásir en í yfirlýsingu sinni í gær kveð- ast þau hafa hafið samstarf við liðsmenn al-Kaída í Írak. ■ Uppreisnarsamtök taka höndum saman: Ófriðarbálið í Írak magnast á ný KALT Á TÁNUM Vorið er á næsta leiti. Það mátti berlega sjá við Elliðaárnar í gær þar sem þeir Gunnar Reynir, Arnar Örn, Guðjón Helgi og Þorsteinn Jón óðu berfættir og lítið klæddir á ánni. Þeim var töluvert kalt en var þó alveg sama þótt þeir yrðu veikir því að þá myndu þeir ekki þurfa að fara í skólann daginn eftir. Sögðu þeir húsverðina í skólanum sínum allt of stranga því þeir leyfi strákunum ekki að fara í hana- og riddaraslag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÖFLUGAR SPRENGJUR Bandarískir hermenn sprengdu bíl í gær sem þeir höfðu fundið fullan af sprengiefni. Ferskleiki og gæði íslenskrar matvöru gerir hana að úrvals kosti fyrir heimilin í landinu. M YN D /A P ASLAN GILAEVS Einn af rúmlega fjörutíu manns sem eru ríkisfangslausir hér á landi. VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.