Fréttablaðið - 15.04.2005, Side 2
2 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
Par undir áhrifum fíkniefna:
Rændu verslun og
réðust á gullsmið
LÖGREGLUMÁL Par undir áhrifum
fíkniefna lét dólgslega í Gull-
smíðaverslun og verkstæði Láru
við Skólavörðustíg síðdegis í
gær.
Maðurinn stal tíu stórum silf-
urhringjum eftir að hafa hrint
gullsmiðnum Láru Magnúsdótt-
ur sem féll og marðist við það
illa á baki og stokkbólgnaði á
hendi. Lögreglan yfirheyrði par í
gærkvöld sem hafði ekki játað.
Lára var að afgreiða konu
þegar parið gekk inn og krafðist
þess að fá demantsgullhring.
Lára skipaði parinu að fara út.
„Þegar ég gekk fram fyrir
búðarborðið varð maðurinn illur.
Hann hrinti mér allharkalega
þannig að ég steyptist aftur fyrir
mig,“ segir Lára sem undrast að
parið skuli ekki hafa látið ferða-
menn sem stóðu fyrir utan versl-
unina eða konuna inni stoppa sig.
Lára segir manninn hafa
tryllst er honum var sagt að loka
sýningarskáp sem hann opnaði.
„Hann skellti hurðinni þannig að
tvær rúður brotnuðu og náði þá
að hrifsa til sín tíu hringi,“ segir
Lára. Ferðamennirnir fyrir utan
náðu niður númerinu á bíl pars-
ins og afhentu það lögreglu.
- gag
REYKJAVÍK Dregið var úr umsókn-
um um 30 lóðir í Lambaseli hjá
Sýslumanninum í Reykjavík í
gær. Þrjátíu númer umsækjenda
voru dregin úr kökuboxi með
5.665 númerum og einnig voru
dregin út 20 númer til vara. Núm-
erin átti að birta á vef Reykjavík-
urborgar í gær.
Haft var samband við lukku-
lega lóðarhafa í gærkvöld og svo
verður haft samband við þá síð-
ustu í dag og þeim tilkynnt um út-
hlutunina eða stað á lista yfir
varamenn. Umsækjendur verða
beðnir um að sækja bréf um út-
hlutunina í dag og á næstunni
verða þeir svo að skila inn gögn-
um.
Lóðarhafar þurfa að fá stað-
festingu um að þeir séu ekki í van-
skilum, skila greiðslumati upp á
25 milljónir frá banka og vottorði
úr þjóðskrá um að þeir hafi átt
lögheimili í Reykjavík í eitt ár.
Þegar úthlutunin hefur verið
samþykkt í borgarráði þá þurfa
þeir að greiða fyrir lóðina, 3,5
milljónir fyrir þá minni og 4,6
milljónir fyrir þá stærri innan
mánaðar frá dagsetningu úthlut-
unarbréfs.
Lóðarhafi getur ekki fengið
lóðarleigusamning fyrr en loka-
úttekt hefur farið fram. - ghs
Kort afrituð og
seld á markaði
Óprúttnir þjófar nota sérstakan búnað til að afrita segulrönd og leyninúmer
korta sem notuð eru í hraðbönkum. Þetta þekkist erlendis en hefur ekki fundið
fótfestu á hér. Íslenskir ferðamenn hafa þó ekki farið varhluta af slíku svindli.
KORTASVINDL Kortasvindl er víð-
feðmt vandamál sem þekkist alls
staðar í heiminum, segir Jón H.
B. Snorrason hjá Ríkislögreglu-
stjóra. Hann segir ýmsar aðferð-
ir notaðar til að afrita kort.
Til dæmis stundi sumir það að
vaka yfir hraðbönkum með
myndavélum auk þess sem kom-
ið er upp tækjum sem líkist hrað-
bönkum en séu einvörðungu ætl-
uð til að safna upplýsingum af
segulrönd og leyninúmerum,
sem síðan eru notuð til að búa til
nýtt kort. Slík tækni segir Jón að
hafi ekki rutt sér til rúms hjá ís-
lenskum afbrotamönnum. Hins
vegar hafi íslenskir ferðamenn
orðið fyrir barðinu á slíku á
ferðalögum.
Í Fréttablaðinu í gær var
greint frá íslenskum hjónum
sem urðu fyrir því að debetkort
þeirra voru afrituð í hraðbanka á
Ítalíu þar sem þau voru í skíða-
ferðalagi. Þegar það kom í ljós
höfðu um 550 þúsund krónur
horfið af reikningum þeirra.
Erfitt er fyrir fólk að vara sig
á slíkum kortasvikum. Oft á tíð-
um notar fólk hraðbanka í bestu
trú án þess að gera sér grein fyr-
ir að verið sé að afrita kortið.
Þórður Jónsson, sviðsstjóri
kortaútgáfu Vísa, bendir fólki á
að í hvert sinn sem hraðbanki
hegði sér á einhvern hátt óeðli-
lega erlendis, eigi fólk hiklaust
að hafa samband við kortafyrir-
tæki sitt og leita ráða.
Bergþóra Ketilsdóttir, for-
stöðumaður upplýsingatækni hjá
Mastercard, segir ýmislegt gert
til að stöðva misnotkun. Til dæm-
is sé vöktunarkerfi sem vari við
ef kort er notað sama dag á Ís-
landi og erlendis. Þá sé hringt í
fólk þegar óeðlilegar færslur
komi í ljós.
Þórður segir upprunalönd
hinna fölsuðu korta í mörgum til-
fellum vera Bretland, Þýskaland
og lönd í Suður-Evrópu. Hins
vegar séu þau síðar notuð í öðr-
um löndum. Jón H. B. bendir á að
breskur maður hafi verið hand-
tekinn hér á landi og dæmdur
fyrir að hafa undir höndum
fölsuð kort frá Þýskalandi, Sví-
þjóð og Ástralíu.
solveig@frettabladid.is
Bláskógabyggð:
Sumarhús
líka heimili
DÓMSMÁL Hæstiréttur úrskurðaði í
gær að fimm manna fjölskylda
mætti skrá lögheimili sitt í sumar-
hús í Bláskógabyggð.
Fjölskyldan flutti í febrúar
2004 í húsið í óþökk sveitarfélags-
ins þar sem forsvarsmönnum
þess þótti of kostnaðarsamt að
veita þeim sem það kysu lög-
bundna þjónustu.
Einn dómaranna fimm skilaði
séráliti. Fjölskyldan hafi óskað
eftir að byggja sumarhús en ekki
heimili. Málið hafi því ekki snúist
um hvort fólk mætti ráða hvar
það byggi eins og meirihlutinn
taldi. - gag
Danadrottning:
Varar við
öfgamönnum
DANMÖRK Margrét Þórhildur
Danadrottning segir í nýút-
kominni ævisögu sinni að Danir
verði að sporna við uppgangi heit-
trúaðra múslima í landinu. Jafn-
framt hvetur hún innflytjendur af
arabísku bergi brotnu að læra
dönsku til að einangrast ekki frá
samfélaginu.
Blaðakonan Anne Blistrup
skrifar bókina með Margréti en
þar er drottningin ómyrk í máli í
garð innflytjenda. Hún er sögð
hafa vanþóknun á „þessu fólki
sem lætur allt sitt líf snúast um
trúarbrögð“.
150.000 múslimar búa í Dan-
mörku, þeir eru um þrjú prósent
þjóðarinnar. ■
Ný samgönguáætlun:
Skiptir fénu
upp á nýtt
SJÓRNMÁL Gunnar I. Birgisson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks og
formaður bæjarráðs í Kópavogi,
hyggst fljót-
lega birta nýja
samgönguáætl-
un sér að skapi.
„Ég tel að
fjármagni til
vegamála á Ís-
landi sé mis-
skipt. Það er of
lítið af þeim
f j á r m u n u m
sem fara til
höfuðborgar-
s v æ ð i s i n s , “
segir hann.
Gunnar seg-
ir að hann eigi ekki von á öðru en
að samgönguáætlun hans hljóti
stuðning, en hann vill ekki greina
frá því hvaða breytingar hann
geri í nýju áætluninni frá þeirri
opinberu: „Það kemur í ljós.“ - gag
Óskað eftir gæsluvarðhaldi:
Þrír teknir
með hass
LÖGREGLUMÁL Þrír menn á aldrin-
um 19 til 25 ára voru handteknir
við Blönduós með 300 grömm af
hassi í fórum sínum. Þeir gista
fangageymslur og hefur lögregl-
an óskað eftir því að þeir verði
settir í gæsluvarðhald.
Daníel Snorrason, lögreglufull-
trúi á Akureyri, segir eldri menn-
ina tvo áður hafa komið við sögu
lögreglunnar vegna fíkniefna-
mála, líkamsárása, hótana og
fleiri afbrota. Hassmagnið er eitt
það mesta sem lögreglan á Akur-
eyri, í samvinnu við lögregluna á
Blönduósi, hefur lagt hald á. Talið
er að söluverðmætið sé á milli 800
til 900 þúsund krónur. - gag
Samfylkingin:
Ágúst Ólafur
í framboð
STJÓRNMÁL Ágúst Ólafur Ágústs-
son mun formlega tilkynna í dag
að hann muni gefa
kost á sér sem
v a r a f o r m a ð u r
Samfylkingar á
næsta landsfundi.
Fyrr í vikunni
hvatti fram-
k v æ m d a s t j ó r n
Ungra jafnaðar-
manna, ungliða-
hreyfingar Sam-
fylkingarinnar, Ágúst Ólaf til að
bjóða sig fram og hafði hann þá
ekki gert það upp við sig hvort
hann ætlaði í framboð, en Frétta-
blaðið hefur heimildir fyrir því að
hann hafi hringt í vel flesta, ef
ekki alla þingmenn Samfylkingar
í gær til að afla sér stuðnings í
varaformannsembættið.
Útvarpið sagði frá því í gær að
skorað hefði verið á Jóhönnu Sig-
urðardóttur að bjóða sig einnig
fram. - ss
Alltaf hagstætt
www.ob.is
14 stöðvar!
SPURNING DAGSINS
Bergur, má ekki reykja þessar
kanínur og bjóða gestum á
Þjóðhátíð?
Við viljum heldur reykja lundann. Að
sjálfsögðu þykir okkur vænt um kanín-
ur en við myndum heldur vilja sjá þær
annars staðar.
Bergur Elías Ágústsson er bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum. Villtar kanínur eru orðnar alvarlegt
vandamál í Heimaey þar sem þeim fjölgar ört.
Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa sent um-
hverfisráðuneytinu bréf og óskað er eftir aðstoð
við að halda fjölda þeirra í skefjum. Kanínurnar
eru það margar að lundanum stendur hætta af.
DREGIÐ ÚR UMSÓKNUM
Vagnbjörg Magnúsdóttir og Ágúst Jónsson, starfsmenn framkvæmdasviðs, mættu með
kökubox og númer umsækjenda.
Örgjörvakort á markað
Örgjörvakort munu líta dagsins ljós á
þessu ári í stað venjubundinna korta með
segulrönd.
Þetta er gert til að stemma stigu við
kortasvindli af ýmsum toga en mun erfið-
ara verður að afrita kubbinn, að sögn Berg-
þóru Ketilsdóttur forstöðumanns upplýs-
ingatækni hjá Mastercard. Segulröndin verður áfram á kortinu fyrir
gamla kerfið en stefnan er að skipta út öllum búnaði í bönkum, pos-
um og hugbúnaði kassakerfa í búðum. ■
KORTASVIK
Erfitt er að átta sig á kortasvikum. Ferða-
mönnum er bent á að hafa samband við
kortafyrirtæki sín ef hraðbankar erlendis
hegða sér á einhvern hátt óeðlilega.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
ÁGÚST ÓLAFUR
ÁGÚSTSSON
Dregið um lóðir í Lambaseli:
Númerin dregin úr kökuboxi
GUNNAR I.
BIRGISSON
Gagnrýndi sam-
gönguáætlun ríkis-
stjórnarinnar á Al-
þingi á dögunum.
LÁRA MAGNÚSDÓTTIR
Hér er Lára fyrr um daginn og fyrir ránið.
Hún fagnar þessa dagana þrjátíu ára af-
mæli verslunarinnar.