Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,10 63,40 118,92 119,50 80,92 81,38 10,86 10,92 9,83 9,88 8,83 8,88 0,58 0,59 94,82 95,38 GENGI GJALDMIÐLA 14.04.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 111,81 -0,33% 4 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Japanskur þingmaður um milliríkjadeiluna við Kínverja: Ágreiningur verður leystur JAPAN Japan og Kína eiga svo mikilla sameiginlegra hags- muna að gæta, ekki síst eftir að þau nánu efnahagslegu tengsl komust á sem þróast hafa hratt á síðustu árum, að vart er annað hugsanlegt en að þau leysi þann ágreining sem gætir nú í sam- skiptum þessara mestu stór- þjóða Asíu. Þetta segir japanski þingmaðurinn Shinako Tsuchi- ya, sem á sæti í utanríkismála- nefnd Japansþings og er for- maður stefnumótunarnefndar japanska stjórnarflokksins LDP í utanríkismálum. Tsuchiya var meðal ræðu- manna á málþinginu „Samræður menningarheima“, sem haldið er til heiðurs Vigdísi Finnboga- dóttur. Á fyrirlestrinum sem Tsuchiya flutti í Háskóla Ís- lands í gær talaði hún um stöðu kvenna í Japan nútímans. Rakti hún meðal annars það hvernig lýðfræðileg þróun japansks samfélags kallaði á aukna at- vinnuþátttöku kvenna. Eftir- spurn eftir vinnuafli í Japan eigi eftir að aukast þegar fámennari árgangar verða kjarninn í vinnuaflinu. Þessari eftirspurn verði ekki einvörðungu svarað með innflutningi vinnuafls, heldur kalli hún á að fleiri konur vinni úti. Eins og er sé hlutfall útivinnandi kvenna í Japan til- tölulega lágt í samanburði við önnur þróuð lönd, eb sú hefð að giftar konur vinni heima en karlinn úti sé að víkja fyrir nýj- um og sveigjanlegri háttum. -aa Stjórnvöld stofna innflytjendaráð Stefnt verður að því að stofna innflytjendaráð til að sinna brýnum málefnum inn- flytjenda og bera ábyrgð á móttöku flóttamanna. Ráðið mun heyra undir félagsmála- ráðuneyti, en vera skipað fulltrúum fjögurra ráðuneyta og Sambands sveitarfélaga. STJÓRNMÁL Stefnt verður að því að stofna innflytjendaráð, tilrauna- verkefni til fimm ára, sem mun sinna málefnum innflytjenda og bera ábyrgð á flóttamannamót- töku. Þetta kom fram í máli Árna Magnússonar félagsmálaráð- herra í utandagskrárumræðu um kynþáttafordóma og aðgerðir gegn þeim í gær. Gert er ráð fyr- ir að slíkt ráð geri þjónustusamn- inga við þá sem best séu til þess fallnir að sinna brýnum verkefn- um innflytjenda. Þetta eru tillögur nefndar sem fjallað hefur um framkvæmd þjónustu við útlendinga sem skipuð var í fyrrasumar. Hún skilaði af sér tillögum og drögum af endanlegri skýrslu til félags- málaráðherra í gær. Árni segir að næsta mál á dag- skrá sé að gera grein fyrir tillög- unni í ríkisstjórn í næstu viku. Í framhaldi verður kostnaður við innflytjendaráðið metið og at- hugað hvort þurfi einhverjar lagabreytingar. Hann vonar að tillögurnar komi til fram- kvæmda strax á næsta ári. Lagt verður til að innflytj- endaráð muni heyra und- ir félagsmálaráðu- neytið, en verði skipað fulltrúum félagsmálaráðu- neytis, mennta- málaráðuneytis, dómsmálaráðu- neytis, heil- b r i g ð i s r á ð u - neytis og Sam- bands sveitar- félaga. Eftir nokkrar umræð- ur á þingi tók Árni einnig jákvætt í þá hugmynd að fulltrúi innflytjenda muni sitja í innflytjenda- ráði. Einar Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþjóða- húss, segir að honum lítist vel á hug- myndina við fyrstu heyrn. „Þetta er fyrsta heil- steypta hug- myndin um stefnumörkun stjórnvalda í málaflokknum. Nú bíð ég bara eftir að einhverjar krónur komi til að fylgja þessu eftir.“ Hann segir boltann nú vera hjá menntamálaráðherra til að gera eitthvað róttækt í íslensku- kennslu og að byggja upp for- dómafræðslu á öll- um fræðslustig- um. svan- borg@frettabladid.is Rassía: Tíu þúsund bófar teknir BANDARÍKIN Á aðeins einni viku hafa lögreglusveitir um gervöll Banda- ríkin klófest 10.340 glæpamenn sem eftirlýstir voru fyrir margvísleg brot. Að sögn CNN eru 162 grunaðir eða dæmdir morðingjar þar á með- al, 553 nauðgarar og 638 menn grun- aðir um vopnuð rán. Sumir glæpamannanna höfðu strokið úr fangelsi en aðrir höfðu verið látnir lausir gegn tryggingu og ekki mætt til réttarhaldanna. Nokkrir þeirra eru taldir afar hættulegir og fannst einn í jarðhýsi undir eldhúsi ættingja sinna. ■ Samkynhneigðir: Hjónabönd dæmd ógild SALEM, AP Hæstiréttur Oregon-ríkis í Bandaríkjunum hefur ógilt næst- um 3.000 hjónabönd samkyn- hneigðra. Síðastliðið ár hafa hommar og lesbíur í Oregon getað látið gefa sig saman í einni sýslu ríkisins þrátt fyrir að lög þess kveði á um að hjónabönd gagnkynhneigðra séu þau einu leyfilegu. Því komst dóm- stóllinn að þeirri niðurstöðu að sýsl- unni væri ekki stætt á að gefa sam- kynhneigða saman. ■ ■ LÖGREGLUMÁL ■ BANDARÍKIN VIGDÍS OG TSUCHIYA Japanski þingmaðurinn Shinako Tsuchiya ásamt Vigdísi Finnbogadóttur á málþinginu í Háskóla Íslands í gær. Samfylkingin: Vítum mótmælt STJÓRNMÁL Þingflokkur Samfylking- ar hefur sent forsætisnefnd Alþing- is bréf, þar sem því er harðlega mótmælt að orð Lúðvíks Bergvins- sonar hafi verið af því tagi að hann hafi átt það skilið að vera víttur af forseta Alþingis á miðvikudag. Telur þingflokkurinn að ekki verði séð að ákvæði þingskapa þar sem kveðið er á um þingvíti hafi átt við. Í þeirri grein þingskapa segir: „Ef þingmaður talar óvirðulega um forseta Íslands eða ber þingið eða ráðherra eða einhvern þingmann brigslyrðum eða víkur með öllu frá umtalsefninu skal forseti kalla til hans; „Þetta er vítavert,“ og nefna þau ummæli sem hann vítir.“ Orð Lúðvíks sem þóttu vítaverð voru; „Forseti, ég hef orðið.“ -ss FÓRNAÐI SÉR FYRIR EIGANDANN Hundurinn Bob sýndi það í vikunni að þessir ferfætlingar eru bestu vinir mannsins. Cindy Hernandez, íbúi í Flórída, lenti næstum í gini krókódíls en Bob réðist að kvikind- inu þannig að Hernandez tókst að sleppa. Því miður hafnaði Bob sjálfur í skolti ófreskjunnar. SLYS Á VESTURLANDSVEGI Ökumað- ur missti stjórn á bifreið sinni við Höfðabakkabrú í gærmorgun með þeim afleiðingum að hann ók út af veginum og lenti á undirstöðum brúarinnar. Kvartaði ökumaðurinn yfir eymslum. RANNSÓKN Á LOKASTIGI Rannsókn lögreglu á Akranesi í máli bræðr- anna tveggja sem lenti saman með þeim afleiðingum að annar þeirra stakk hinn með hnífi er á lokastigi. Fara þarf fram geðmat á hnífs- stungumanninum og ákvörðun um framhald verður tekin að því loknu. BRUNI Í KEFLAVÍK Slökkvilið var kallað að heimahúsi í Keflavík um hádegisbil í gær. Hafði þar kviknað lítill eldur í eldhúsi en slökkvistarf gekk greiðlega og skemmdir urðu litlar sem engar. KONA MEÐ OPIÐ BEINBROT Ung kona hlaut opið beinbrot þegar hún féll af snjósleða á Lyngdalsheiði, á milli Þingvalla og Rauðavatns. Kon- an, sem er 25 ára, var með hópi á fimm vélsleðum. Hún féll af sleða og brotnaði fóturinn fyrir neðan hné. Hún var mjög kvalin og föl þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang. Ekki er vitað meira um líðan konunnar þar sem hún var ekki komin á sjúkrahús þegar blaðið fór í prentun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N VERKEFNI INNFLYTJENDARÁÐS: – að tryggja þeim sem hér hafa atvinnu- og dvalarleyfi leiðsögn um íslenskt sam- félag. – að afla og halda utan um tölfræðileg verkefni á sviði innflytjendamála. – að samræma miðlun nauðsynlegra upplýsinga til útlendinga á Íslandi. – að gera áætlun um túlkaþjónustu. – að sinna þjónustu við sveitarfélög. – að beita sér fyrir rannsóknum og þró- unarstarfi á högum og aðlögun innflytj- enda. ÁRNI MAGNÚSSON Félagsmálaráðherra upplýsti á Alþingi í gær að stefnt verði að stofnun innflytj- endaráðs sem muni sinna málefnum innflytjenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.