Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 8
1Hvaða þingmann vítti Halldór Blön-dal, forseti Alþingis, í fyrradag? 2Hvaða Evrópulönd fá aðild að Evr-ópusambandinu árið 2007? 3Hvar í Asíu hafa þúsundir flúið heim-ili sín vegna eldgoss? SVÖRIN ERU Á BLS. 42 VEISTU SVARIÐ? 8 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Guðlaugur Þór Þórðarson: Samsæri við neytendur REYKJAVÍK Guðlaugur Þór Þórðar- son borgarfulltrúi gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir að gera samning við einkaaðila um að kaupa byggingarlóðir í Norðlinga- holti „með góðu eða illu og standa að eignarnámi ef eigendur vilja ekki selja“. Borgaryfirvöld bjóða síðan út á hæsta verði og miða lóðaframboð sitt út frá þessum samningi. Fyrirsjáanlegt er að hagnaður- inn af útboðinu verði um tveir milljarðar króna. Samkvæmt samningi borgarinnar við einka- aðilann fær einkaaðilinn 40 pró- sent hagnaðarins, um 800 milljón- ir, og borgin 60 prósent, eða 1.200 milljónir króna. „Þetta er það sem ég kalla sam- særi við neytendur,“ segir Guð- laugur Þór. „Reykjavíkurborg sem langstærsta sveitarfélagið hefur áhrif á hækkun á verði og samkeppni. Ef Reykjavík er með lítið framboð af lóðum hækkar verðið, fyrst og fremst í Reykja- vík en líka á öllu höfuðborgar- svæðinu, og það er það sem Reykjavíkurborg og einkaaðilinn græddu á, litlu framboði á lóðum, neyð borgarbúa. Það er gríðarleg- ur lóðaskortur í borginni.“ - ghs Kjartan Gunnarsson: Landið er verðmætara NORÐLINGAHOLT Eignarnám borgar- innar á landi Kjartans Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, í Norðlingaholti er komið til Gunnars Eydal borg- arlögmanns. Kjartan Gunnarsson segist hafa gert borginni tilboð sem borgin hafi ekki tekið og hann sé því fallinn frá þeim tilboðum. „Landið er greini- lega mun verðmætara en ég hélt upprunalega,“ segir hann. Ekki náðist í Gunnar Eydal í gær til að fylgjast með hvernig málinu liði en Kjartan segir frum- kvæði málsins í höndum borgar- yfirvalda. - ghs Sprengjumaður í stríði: Gegn fóstur- eyðingum ATLANTA, AP Dómstóll í Atlanta í Georgíuríki hefur dæmt Eric Rudolph í ferfalt lífstíðarfangelsi fyrir fjögur sprengjutilræði, þar á meðal sprengingu í al- menningsgarði rétt fyrir ólympíuleikana 1996. Tveir biðu bana í tilræðunum og 120 slösuðust. L ö g f r æ ð i n g a r Rudolph lögðu fram yfirlýsingu í réttinum þar sem þessi fyrrver- andi sprengjusérfræðingur í hern- um lýsir ástæðum sínum fyrir til- ræðunum. Hann kveðst vera í stríði gegn fóstureyðingum, sem hann kallar helför. Rudolph sprengdi upp tvær heilsugæslustöðvar þar sem fóstureyðingar voru gerðar en einnig bar fyrir samkynhneigða. ■ Síðbúin stefnu- skrá frjálslyndra Breskt herlið verður kallað heim frá Írak í byrjun næsta árs ef frjálslyndir demókratar komast í valda- stöðu. Flokkurinn kynnti stefnuskránna i gær. BRETLAND Frjálslyndir demókratar kynntu í gær stefnuskrá sína fyrir bresku þingkosningarnar. Litlar breytingar virðast á fylgi flokk- anna samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum. Íhaldsmenn og Verkamanna- flokkurinn kynntu báðir stefnu- mál sín í vikunni. Frjálslyndir demókratar ætluðu að kynna sín mál á þriðjudaginn en þar sem Charles Kennedy, leiðtoga flokks- ins, og konu hans fæddist sonur dróst kynningin fram til gærdags- ins. Ólíkt íhaldsmönnum og Verka- mannaflokknum, sem hafa lofað að hækka ekki skatta, segjast frjálslyndir ætla að auka álögur á hátekjufólk. Í staðinn boða þeir hærri ellilífeyri og lægri gjald- töku í heilbrigðiskerfinu auk þess sem þeir vilja stórfjölga lögreglu- mönnum og kennurum. Frjálslyndir hafa alla tíð verið andvígir hernaðinum í Írak og hvetja í stefnuskrá sinni til að herlið Breta verði kallað heim snemma á næsta ári. Bæði Íhaldsflokkurinn og Verka- mannaflokkurinn studdu innrás- ina á sínum tíma þrátt fyrir mikla andstöðu almennings og því ætti afstaða frjálslyndra í þessum efnum að koma þeim til góða þann 5. maí. Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, réðst harkalega að Tony Blair forsætisráðherra í morgun eftir að Kamel Bourgass var dæmdur í gær til fangelsis- vistar fyrir að skipuleggja árás á almenning með eiturefninu rísín. Bourgass kom til Bretlands árið 2001 sem flóttamaður og hafði mál hans velkst í kerfinu í langan tíma. Howard sagði að ef Verka- mannaflokkurinn hefði staðið við gefin loforð í málefnum flótta- manna hefði Bourgass aldrei ver- ið hleypt inn í landið. Þrátt fyrir líflega viku hafa litlar breytingar orðið á fylgi flokkanna samkvæmt skoðana- könnunum. Dagblaðið The Guard- ian birti í gær könnun þar sem Verkamannaflokkurinn hafði bætt við sig dálitlu fylgi, fengi 39 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú. Íhaldsmenn tapa aftur á móti örlitlu fylgi, fengju 33 prósent atkvæða, en frjálslynd- ir demókratar standa hins vegar í stað, fengju 21 prósent atkvæða ef kosið yrði nú. sveinng@frettabladid.is ALÞINGI Í utandagskrárumræðum um framkvæmdir á Kárahnjúk- um í gær spurði Steingrímur J. Sigfússon Valgerði Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hvort Lands- virkjun væri treystandi til að halda byggingu Kárahnjúka- stíflu áfram í ljósi þess sem fram hefði komið um óvandaðan und- irbúning framkvæmdarinnar, meðal annars þess að samkvæmt nýrri skýrslu væru gerðar aukn- ar kröfur til stíflunnar um jarð- skjálftaþol. Þá sagði Steingrímur að erfiðleikar við framkvæmd- ina, þar sem undirstaðan væri mun sprungnari en gert hefði verið ráð fyrir, hefðu tafið verk- ið um mánuði og valdið milljarða viðbótarkostnaði. Sigurður Arnalds, talsmaður Kárahnjúkavirkjunar, segir við- bótarkostnað vegna þessara auknu krafna vera um 150 millj- ónir, bæði vegna hönnunar og framkvæmda. Hins vegar hafi um áramót verið gerður sérstakur samningur við Impregilo, þar sem gerðar hafi verið upp allar breyt- ingar á verkinu fram að þeim tíma. Þar sé með talinn aukinn kostnaður vegna gljúfursins, auknar öryggisgirðingar og varn- ir og tafir sem hafi orðið vegna flóða. Ekki er gefið upp um hvaða fjárhæð er að ræða, en það rúm- ast innan varasjóðs sem gert var ráð fyrir vegna ófyrirséðs kostn- aðar, sem er 10 prósent af áætluð- um byggingakostnaði. Virkjunin á að kosta 90 milljarða á verðlagi 2005. - ss MEÐ FRUMBURÐINN Í FANGINU Charles Kennedy og Sarah kona hans eignuðust sitt fyrsta barn í vikunni. Sonur þeirra hefur hlotið nafnið Donald James. ERIC RUDOLPH LÓÐASKORTUR Í BORGINNI Reykjavíkurborg er langstærsta sveitarfélag- ið og hefur því áhrif á lóðaverð með því að stuðla að eða draga úr framboði á lóðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Steingrímur J. Sigfússon: Vantreystir Landsvirkjun ER LANDSVIRKJUN TREYSTANDI? „Það hefur gætt ískyggilegrar tilhneigingar til skoðanakúgunar og til að tortryggja alla þá, þar með talið jafnvel virtustu, vísinda- menn sem ekki makka rétt með stóriðju- rétttrúnaðarstefnunni,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.