Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 12
BLÓM OG KRANSAR Jarðarför Rainiers heitins Mónakófursta fer fram í dag en blóm og kransar hafa streymt til dómkirkjunnar í Mónakó alla vikuna. 12 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Afnám fyrninga vegna kynferðisafbrota gegn börnum: Tæp tíu þúsund skora á stjórnvöld ALÞINGI Tæplega tíu þúsund manns hafa undirritað áskorun til stjórn- valda um afnám fyrninga sakar þegar kynferðisbrot er framið gagnvart barni undir 14 ára aldri, að sögn Svövu Björnsdóttur verk- efnisstjóra hjá Blátt Áfram sem er forvarnarverkefniÝgegn kynferð- islegu ofbeldi á börnum. Verkefnið er á vegum Ungmennafélags Ís- lands. Svava sagði, að fyrir nokkru hefðu um 2.700 undirskriftir um af- nám fyrninga verið afhentar Bjarna Benediktssyni formanni allsherjarnefndar Alþingis. Þær 7.000 undirskriftir til viðbótar sem safnast hefðu einungis í síðustu viku yrðu einnig afhentar allsherj- arnefnd. Að auki yrði áskorunin send öllum alþingismönnum. „Þessi undirskriftarsöfnun mun halda áfram af fullum krafti,“ sagði Svava. Fundur um afnám fyrningar sem haldinn var í fyrrakvöld var mjög vel sóttur, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns, en hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um ofangreinda breytingu á hegningarlögum. Hann sagði mikilvægt að náðst hefði þverpólitísk samstaða ungliða- hreyfinganna um málið. -jss Tölvupóstur verði dulkóðaður Til skoðunar er að dulkóða tölvupóst á milli starfsmanna ráðuneytanna til að koma í veg fyrir að viðkvæm mál berist til óviðkomandi. TÖLVUSAMSKIPTI Forsætisráðuneytið íhugar að dulkóða tölvupóst vegna hættu á að hann lendi í röngum höndum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að dæmi væru um að tölvupóst- ur sem innihéldi viðkvæmar trún- aðarupplýsingar, og ætlaður væri utanríkisráðuneytinu, bærist fyrir misskilning sendenda í hendur Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Sam- fylkingarinnar. Fyrirtæki í eigu Láru átti lénið utn.is og það var stillt þannig að all- ur póstur sem sendur var á netföng sem enda á @utn.is barst í pósthólf Láru og gilti þá einu hver fyrri hluti netfangsins var. Netföng starfs- fólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is og Lára segir dæmi þess að hún hafi fengið send mjög viðkvæm mál, jafnvel erindi er varðað hafa öryggi landsins. Þrátt fyrir að Lára léti ráðuneyt- ið vita af þessum netfangaruglingi strax árið 2001 var það ekki fyrr en í gær sem ráðuneytið gekk frá samkomulagi við Láru um kaup á léninu; eftir að Fréttablaðið bar fréttina undir Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann untanríkisráðherra. Alls heyra fjórtán ráðuneyti undir stjórnarráð Íslands og í net- föngum allra starfsmanna ráð- uneytanna, nema umhverfisráðu- neytisins og Hagstofunnar, kemur fyrir þriggja stafa skammstöfun sem sýnir í hvaða ráðuneyti við- komandi starfar. Netföng starfs- manna forsætisráðuneytisins enda þannig á @for.stjr.is og netföng starfsmanna samgönguráðuneyt- isins enda á @sam.stjr.is. Sex ráðuneyti hafa keypt íslensku lénin þar sem þriggja stafa skammstöfun og kennileiti ráðu- neytanna koma fyrir. Þannig á menntamálaráðuneytið mrn.is og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið á ivr.is. Í fjórum tilfellum eru lénin í eigu óskyldra aðila og tveimur lénanna er óráðstafað. Guðbjörg Sigurðardóttir, skrif- stofustjóri upplýsingasamfélagsins sem heyrir undir forsætisráðu- neytið, segir að út frá öryggis- sjónarmiði sé lausnin ekki að kaupa ný og ný lén til að koma í veg fyrir misskilning. „Við munum skoða þetta mál af þessu gefna tilefni en lausnin til lengri tíma litið er fólgin í að hægt verði að dulkóða tölvupóstinn. Það er auðvelt að koma því á innan ríkiskerfisins en kannski lengra í að það verði almennt í þjóðfélaginu. Öll umræða vekur menn til um- hugsunar og ýtir á eftir verkefnum og því er vel hugsanlegt að þetta mál verði til að flýta því,“ segir Guðbjörg. kk@frettabladid.is Hvalfjarðargöng: Lokuð á morgun HVALFJARÐARGÖNG Vegna almanna- varnaæfinga verða Hvalfjarðar- göngin lokuð á morgun frá klukkan átta til þrjú síðdegis. Ökumenn á þjóðvegi eitt munu því þurfa að aka gömlu leiðina um Hvalfjörðinn en sá vegur er í ágætu standi. Æfingin snýst um að æfa við- brögð við hópslysi þar sem ætl- unin er að sviðsetja árekstur rútu og tveggja fólksbíla neðst í göngunum. Ætla má að allt að 200 manns taki þátt í æfingunni, sem er sú fyrsta sinnar tegund- ar í veggöngum hérlendis. - áhi Negroponte: Yfirheyrður af þingnefnd WASHINGTON, AP Nefnd öldungar- deildarþingmanna hefur hafið yfir- heyrslur yfir John Negroponte, sendi- herra í Írak, en George W. Bush for- seti hefur tilnefnt hann sem yfirmann yfir leyniþjónustu- stofnunum Banda- ríkjanna. Búist er við að öldungardeildarþingmenn beggja flokkanna muni á endanum styðja Negroponte í embættið en demó- kratar vilja þó að hann lýsi því yfir að hann verði hlutlaus og óháður í störfum sínum. Yfirmannsstaðan er ný en með henni er brugðist við gagnrýni á leyniþjónustuna í kjölfar rangra upplýsinga um gereyðingar- vopn Íraka. ■ JOHN NEGROPONTE Baráttumál í höfn hjá SÍNE: Yfirdráttarlán í erlendri mynt NÁMSMENN „Þetta er nokkuð sem við höfum barist fyrir í einhvern tíma, að afnema gengisáhættu ,“ segir Heiður R e y n i s d ó t t i r , f r a m k v æ m d a - stjóri Samtaka ís- lenskra náms- manna erlendis (SÍNE) um þá ný- breytni Spari- sjóðs vélstjóra að bjóða námsmönnum erlendis upp á yfirdráttarlán í erlendri mynt. „Við sendum bréf til allra banka í byrjun árs og spurðum hvort hægt væri að bjóða upp á yfirdrátt í erlendri mynt. Spari- sjóður vélstjóra brást skjótt við og er farinn að bjóða þessa þjón- ustu. Þetta er mikið framfara- skref og ætti að koma í veg fyrir, eins og þróunin hefur verið, stór- fellt gengistap.“ Heiður segir nema erlendis hafa tapað á því að undanförnu að vegna styrkingu krónunnar hafi lán LÍN verið lægra í ís- lenskum krónum en reiknað hafði verið með að hausti. „Námsmaður getur því ekki hreinsað upp yfirdráttinn. Með þessu skiptir gengi krónunnar engu máli fyrir námsmanninn og við hljótum að eiga eftir að sjá fleiri banka og sparisjóði fara sömu leið.“ – ss Verðstríð Krónunnar og Bónuss: Kostar hundruð milljóna MATVÖRUMARKAÐURINN Verðstríðið á matvörumarkaði hefur fram að þessu kostað nokkur hundruð milljóna króna í heildina, varlega áætlað. Forsvarsmenn Krónunnar og Bónuss segja að verðstríðið sé enn í fullum gangi og verðið mjög lágt þó að „bullið“ sé úr sögunni. Sigurður Arnar Sigurðsson, for- stjóri Kaupáss, segir að um 500 til 1.000 verðbreytingar eigi sér stað hjá Krónunni á dag. Krónan hafi ætlað sér að vera valkostur á lág- vörumarkaði og það hafi tekist. Hann vill ekkert segja um það hvað verðstríðið svokallaða hafi kostað Krónuna. „Það er verið að selja ákveðnar vörur undir kostn- aðarverði og það er dýrt,“ segir hann. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að erfitt sé að henda reiður á því hvað verðstríðið hafi kostað fyrir- tækin en í rauninni sé verið að framleiða tap. Það sé engin skyn- semi í því að selja vörur langt undir heildsöluverði. - ghs FYRNINGAFUNDUR Almennur fundur um afnám fyrninga sakar í kynferðsibrotamálum gegn börnum var vel sóttur og kom fram mikill stuðningur við frumvarp þess efnis. HEIÐUR REYNISDÓTTIR M YN D /A P RÍKISSTJÓRNIN Nú er í deiglunni að allur tölvupóstur til ráðherra og starfsmanna ráðuneyta verði dulkóð- aður eftir að upp komst að viðkvæmar upplýsingar höfðu oft borist í rangar hendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.