Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 18
Salome Þorkelsdóttir vítti aldrei menn í forsetatíð sinni en beitti þess í stað mildari aðferðum til að hafa hemil á orðljótum þingmönnum. „Ég benti mönnum heldur á að gæta orða sinna,“ segir Salome en viður- kennir að í eitt skipti hefði mátt beita vítum. „Það kom upp eitt al- varlegt atvik sem orkaði tvímælis um hvort ég hefði ekki átt að nota þetta sterka orð; vítur.“ Tilvikið sem Salome vitnar til er brigsl Ólafs Ragnars Grímssonar um „skítlegt eðli“ Davíðs Oddsson- ar í febrúar 1992. Salome lét duga að biðja Ólaf að gæta orða sinna. „Ég var gagnrýnd fyrir að víta hann ekki og það var í sjálfu sér ekki óeðlilegt. En þetta er mjög vandmeðfarið ákvæði.“ Salome vill ekki leggja mat á hvort rétt hafi verið af Halldóri Blöndal að víta Lúðvík Bergvinsson á miðvikudag en efast ekki um rétt hans til þess. „Ég tók nú líka eftir því að þingmaðurinn ávarpaði for- setann í annarri persónu en veit ekki hvort forseti heyrði það. Þing- maðurinn sagði „þú“, en það á hann alls ekki að gera.“ Salome er annt um virðingu og orðspor Alþingis og vill að þing- menn leggi sig fram um að halda reglur þess í heiðri. „Þetta er æðsta og virðulegasta stofnun þjóðarinnar þannig að fólk þarf að haga sér vel.“ SALOME ÞORKELSDÓTTIR 18 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Gula spjaldið á loft Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hefur í þrígang á þremur árum vítt þing- menn. Þegar Halldór greip fyrst til gula spjaldsins hafði það legið óhreyft í 45 ár. „Virðulegi forseti, ég hef hér orðið,“ sagði Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum um störf Alþingis á miðvikudag. Þetta var meira en góðu hófi gegndi að mati Halldórs Blöndal þingforseta, sem vítti þingmanninn. Þingvítur voru fáheyrðar og aðeins að finna í sögubókum fram til ársins 2002, þegar Halldór Blöndal vítti Ögmund Jónasson, Vinstri grænum, fyrir að segja: „Það þekkir hann alla vega, hátt- vísina, hæstvirtur forseti“. Hall- dór var hvattur af framsóknar- þingmönnunum Magnúsi Stefáns- syni og Valgerði Sverrisdóttur til að víta Ögmund og tók hann þau á orðinu. Ári síðar, í febrúar 2003, sagði Lúðvík Bergvinsson: „Virðulegur forseti ætti heldur ekki að mis- nota stöðu sína í forsetastóli“. Starfslok fyrrverandi forstjóra Símans voru til umræðu og kallaði Lúðvík orð sín úr sæti sínu, líkt og Ögmundur gerði ári áður. Á mið- vikudag stóð Lúðvík hins vegar í pontu. Eldri þingvítur voru rifjaðar upp þegar vítaskeiðið hið síðara hófst í febrúar 2002. Lögðust fróð- ir menn og minnugir yfir söguna og fundu þrjú tilvik um og upp úr miðri síðustu öld. Árið 1950 var Magnús Kjartansson varaþing- maður Sósíalistaflokksins víttur fyrir meiðandi ummæli, Páll Zóphóníasson þingmaður Fram- sóknarflokksins var víttur 1953 fyrir að blóta í ræðu og 1957 var Sigurður Bjarnason Sjálfstæðis- flokki víttur fyrir að rægja fram- sóknarmenn. Í fundarsköpum flestra sveit- arfélaga landsins er svo að segja samhljóða ákvæði þar sem kveðið er á um vítur líkt og í þingsköpum Alþingis. Eftir því sem næst verð- ur komist hefur ákvæðinu ekki verið beitt á þeim bæjum. bjorn@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? TAPAÐI EINNI MILLJÓN Á IDOL VILL AÐ SVEITAR- FÉLAGIÐ BÆTI SÉR TAPIÐ EITT SÍMANÚMER UM LAND ALLT GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! ALGENGT VERÐ Á HJÓLBÖRUM MEÐ 100 LÍTRA BLIKKBALA ER UM 5.500 KRÓNUR. HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? „Það er allt gott að frétta,“ segir Sigrún Bender fegurðardrottning. Sigrún krýnir arftaka sinn í keppninni Ungfrú Reykjavík í kvöld og var í óðaönn að undirbúa kvöldið. „Það er svo sem ekki mikið verk; aðallega punta sig, fara í klippingu og bera á sig brúnkukrem.“ Sigrún segir að undanfarið ár hafi verið afar annasamt og mikil upplif- un sem hún hefði ekki viljað fara á mis við. Meðfram því að vera fegurð- ardrottning er Sigrún í flugnámi sem gengur vel. „Prófin fara einmitt að nálgast. Ég stefni á að ljúka náminu næstu jól og þá er stefnan sett á að fá sér vinnu sem fyrst.“ Hún er ekki búin að ráðstafa sumarfríinu, þar sem prófum lýkur ekki fyrr en í júlí. „Ég hef augun opin fyrir vinnu. Ég hef yfirleitt bara verið að vinna á sumrin, enda þarf maður að borga námið einhvern veginn.“ Undanfarin sumur hefur Sigrún unnið fyrir Ninu Ricci-umboðið og finnst ekki ólíklegt að hún verði þar líka í sumar. „Ég gæti alveg hugsað mér að vera þar í sumar. Þetta er mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Sigrún telur að keppnin í kvöld eigi eftir að verða spennandi og erfitt sé að spá um hver vinni. „Ég ætla að minnsta kosti ekki að gefa það upp að svo stöddu hverja ég veðja á. En ég er mjög spennt að sjá hver vinn- ur.“ Krýnir arftakann og býr sig undir próf HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGRÚN BENDER FEGURÐARDROTTNING MORGUNVERÐUR Kínverski pandabjörn- inn Zhu Zhu fær sér í svanginn. Salome Þorkelsdóttir var forseti Alþingis 1991-1995: Skítlega eðlið ekki vítt FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI HALLDÓR BLÖNDAL Hefur þrisvar vítt þingmenn á þremur árum. HINIR VÍTTU: Lúðvík Ögmundur Sigurður Páll Magnús M YN D A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.