Fréttablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 23
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 8
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er föstudagur 15. apríl,
105. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 5.55 13.28 21.02
AKUREYRI 5.33 13.12 20.54
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður
var settur út af sakramentinu eftir að
hann eldaði fyrstu máltíðina handa
konunni sinni. Nú er hann tekinn til
við eldamennskuna á ný.
„Já, hún dró þá ályktun eftir þessa máltíð að
hún væri betur til þess fallin að elda. Ég skil
reyndar ekki alveg af hverju, ég man ekki
betur en þetta væri prýðismatur hjá mér,“
segir Guðlaugur og hlær. „Þetta hefur hins
vegar þróast þannig að ég tek virkari þátt nú
og hef mjög gaman af.“
Guðlaugur segir sinn helsta galla í eldhús-
inu hvað hann sé lengi að nostra við matinn.
„Ef ég væri með veitingastað tækist mér ekki
að þjónusta marga viðskiptavini í einu.“
Eiginkona Guðlaugs er Ágústa Johnson
íþóttakennari, sem er mjög meðvituð um
mataræði og hreyfingu. Guðlaugur viður-
kennir að það hafi haft áhrif á sig. „Hún segist
muna þegar ég pantaði mér hamborgara að ég
bað alltaf um að græna draslið væri tekið af.
Ég geri það ekki lengur.“
Guðlaugur segist finna mikinn mun á sér
eftir að mataræðið batnaði, hann sé miklu
frískari og þurfi minni svefn. „Ég finn til
dæmis alltaf hvað ég verð þungur ef ég borða
mikinn sykur og ef ég slæ slöku við í líkams-
ræktinni hneigist ég til að borða óhollari mat.
Það er eins og líkaminn kalli á hollan mat
þegar maður hreyfir sig reglulega.“
Uppáhaldsmatur Guðlaugs er annars veg-
ar sushi og hins vegar hreindýrakjöt. „Við
erum orðin hálfgerð sushi-“frík“. „Ef einhver
hefði sagt mér fyrir nokkrum árum að ég yrði
húkkaður á hráum fiski hefði ég sagt viðkom-
andi að leita sér hjálpar. Hinn uppáhaldsmat-
urinn minn er hreindýr. Ég fer á hverju ári
með pabba á hreindýraveiðar og það er stór-
kostlegt að vera í félagsskap Hákons Aðal-
steinssonar og Stefán Geirs leiðsögumanns,
og eltast við hreindýrstarfa um fjöll og firn-
indi. Það er toppurinn,“ segir Guðlaugur og
gefur lesendum uppskrift að dýrindis hrein-
dýrasteik. „Galdurinn við hreindýrið er að
elda það með einföldum hætti. Þetta er slíkt
gæðakjöt að það þarf enga tilgerð við elda-
mennskuna.“ ■
Nostrar við matargerðina
tilbod@frettabladid.is
Sumardekk eru á tilboði hjá
Bílkó á Smiðjuvegi 34 og þar
sem sumardekkjatíminn er
runninn upp eru slíkar fréttir
góðar. Afslátturinn nemur í
kringum 30% af þeim gerðum
sem um ræðir.
Gallapils
og galla-
buxur eru
meðal þess
sem verslun-
in Flash á
Laugavegi 54
býður nú á
hálfvirði.
Gallafatnaður-
inn er til dæm-
is á 1.990 með-
an þessi „vorhrein-
gerning“ stendur yfir í
versluninni. Toppar, buxur og
pils eru þar líka á þúsund kall.
Fæðubótarefni eru nú á veru-
lega lækkuðu verðin í Hreysti í
Skeifunni 19 í Reykjavík. Þar
má nefna 75 skammta af
Myopro próteini sem nú seljast
á 4.995 en voru áður á 7.000
og 20 bréf af Myoplex diet
sem nú kosta samtals
4.795. Tvö þúsund króna
afsláttur er líka á Rope
Yoga bæklingum og
spólu.
Línan, húsgagnaverslun
á Suðurlandsbraut 22
selur nú amerískar dýnur
á dúndurtilboði. Þær eru
í stærðinni 135x203 og
listaverð á þeim er
63.900 en staðgreiðslu-
verð á þeim nú er 44.900.
Innifalið í verðinu er dýna,
boxdýna og undirstöður.
Guðlaugur Þór er liðtækur í eldamennskunni núorðið þó hann hafi
nánast verið gerður brottrækur úr eldhúsinu fyrir nokkrum árum.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
LIGGUR Í LOFTINU
í tilboðum
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
Þetta heitir
sódavatn og er
eiginlega eins
á bragðið og
þegar maður
fær náladofa!
Svaka-skódagar
BLS. 5
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000